Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 10

Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 10
10 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BESSASTAÐA- liggja mjög nálægt Lambhúsatjörn og viðkvæmu fuglalífí þar. Kristján Geirsson, starfandi forstjóri Nátt- úruverndar, sagðist í samtali við Morgunblaðið eiga erfítt með að skilja hvaða ástæður lægju að baki því að færa veginn. Eitt væri að gera á honum nauðsynlegar lag- færingar en annað að færa hann inn á sérstætt svæði sem hefði hingað til verið óraskað og væri á náttúruminjaskrá. Deilt er um fleiri framkvæmdir í Garðabæ. Hugmyndir hafa verið settar fram um smábátahöfn við Amamesvog þar sem fyrir er skipasmíðastöðin Stálvík. Hafa íbú- ar við Ránargmnd í voginum mót- mælt þeim áformum, þeir telja að eignir þeirra muni lækka í verði auk þess sem leimr fjömnnar verði eyðilagðar, klappir muni hverfa undir fyllingu og óbætanlegt tjón verði unnið á fjölskrúðugu lífríki Amamesvogs. Mótmælt er einnig göngustígum í voginum og framhaldi Vífílsstaða- vegar að væntanlegri fímm þúsund manna byggð í Garðaholti. Vegur- inn á að verða tengibraut fyrir nýja íbúðarhverfíð. Segja áður- nefndir íbúar að mikil sjón-, há- vaða- og loftmengun muni raska hagsmunum þeirra en vegurinn mun liggja rétt við lóðir umræddra íbúa. Auk þessa hafa íbúar við Hraunhóla andmælt framhaldi nýja Álftanesvegarins til norðausturs sem mun liggja að hluta yfír lóðir þeirra. Gert ráð fyrir tvöfaldri braut Allmörg ár munu vera síðan hugmyndin um að færa Álftanes- veginn og leggja hann yfir Gálga- hraun kom upp. Sagt er í skipu- lagstillögunum að velja eigi leið um hraunið með tilliti til náttúr- unnar, þannig að sem minnst rösk- un verði. Hilmar Finnsson hjá Vegagerð- inni segir í samtali við Morgun- blaðið að íbúðarbyggðin við veginn þar sem hann liggi núna sé svo þétt að ekki sé hægt að hafa veg- inn áfram á sama stað. Tengiveg- ir fyrir um 30 hús, sem þar standa nú þegar, yrðu of margir en reynt er að takmarka fjölda tengivega eða afleggjara við þjóðvegi til að draga úr slysahættu. Er gerð hafi verið tillaga um nýja vegarstæðið á sínum tíma hafi verið hugað að tvennu. í fyrsta lagi að gott væri að leggja veg á staðnum, landið væri slétt og hentugt og í öðru lagi að það væri í mögulegum út- jaðri byggðar. Hilmar er spurður hvort leysa megi vandann vegna tengiveg- anna með því að búa til einhvers konar safnveg fyrir umrædd hús. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um það en bendir á að það myndi kosta talsvert fé. Hilmar segir að gera verði ráð fyrir að mun meiri byggð verði á Álftanesinu í framtíðinni og þess vegna nauðsynlegt að þjóðvegur- inn þangað verði fær um að taka við aukinni umferð. Gert sé ráð fyrir því að hægt verði að tvöfalda brautina ef þörf krefji, lega henn- ar sé miðuð við það. „Frá vegtæknilegu sjónarmiði væri hægt að fara með veginn miklu sunnar en ekki ofan á núver- andi veg. Hann liggur of krappt, vegurinn þarf að koma norðar þar sem hann fer um Staðarholtið en við höldum því alls ekki fram að þörf sé að fara svona norðarlega,“ segir Hilmar. Nóg af grjóti Mörgum kann að virðast sem ekki geti skipt sköpum hvort veg- urinn liggi um hraunið á fyrirhug- uðum stað. Ljóst sé að fjaran og nyrsti hluti hraunsins fái að vera í friði og víða sé gijót í þessu landi. Hið íslenska náttúrufræðifélag bendir í athugasemdum sínum á að svo einfalt sé málið ekki, ákveðnar tegundir hraunmyndana séu mjög sjaldgæfar og íslending- um beri skylda til þess að varð- veita þær eftir föngum. Margir FÓLK á kvöldgöngu í Gálgahrauni, áð VÍð Gálgaklett. Ljósmynd/Ólafur Sigurgeirsson GÁLGAHRAUN í LÍFSHÆTTU? RÁÐAMENN í Garðabæ hafa kynnt tillögur að nýju aðalskipulagi til l ársins 2015 og hafa Náttúruverndarráð, Fuglaverndunarfélagið og Hið ís- lenska náttúrufræðifélag gert nokkrar athugasemdir við tillög- umar. Einkum hefur verið gagn- rýnd sú hugmynd að færa Alfta- nesveginn til norðurs og láta hann skera Gálgahraun en það er nyrsta tungan af hraunbreiðu er rann úr Búrfelli. Þvert á veginn á einnig að vera tengibraut frá Arnamesvogi en auka á byggð á Amameshæð sam- kvæmt skipulaginu. Hafnarfjörður er að verulegu leyti reistur á Búr- fellshrauni og bent hefur verið á að miklu skipti að varðveita Gálga- hraun sem er á náttúruminjaskrá. Hraunið er vinsælt útivistarsvæði, það hefur ekki orðið fyrir neinu teljandi raski af mannavöldum og þar að auki er þar fjölbreyttur gróð- ur og fuglalíf auk sögulegra minja. Náttúruvemd ríkisins, er tók við af Náttúruvemdarráði um áramót- in, mun fylgja málinu eftir en at- hugasemdimar vom sendar bæjar- stjóra Garðabæjar í desember. Ekki er búið að afgreiða skipulagstillög- umar endanlega í skipulagsnefnd bæjarins en búist við að það verði gert á næstu vikum og málið þá tekið fyrir í bæjarstjórn. Að fengnu samþykki bæjarstjómar verður að- alskipulagið sent Skipulagsstjóm ríkisins og ráðherra til staðfesting- ar. Þess má geta að samkvæmt lögum er skylt að framkvæma umhverfísmat áður en lagning þjóðvega hefst. Gagnrýnt hefur verið að með nýju vegarlagningunni sé verið að raska hrauninu og lífríki þess að óþörfu, auk þess eigi vegurinn að Tillögur að nýju aðalskipulagi Garðabæjar hafa valdið nokkrum deilum og m.a. er fullyrt að nýr þjóðvegur út á Álftanes og tengivegur frá Amamesvogi muni valda tjóni í Gálgahrauni sem er vinsæll útivistarstaður. Kristján Jónsson kynnti sér tillögumar og ræddi við málsaðila Krækiber og friðsælir hraunbollar GÁLGAHRAUN við Arnarnes- vog, er nyrsta totan á 10 kíló- metra langri hraunbreiðu sem einu nafni heitir Búrfellshraun og kennd er við eldstöð rúmlega sjö kílómetra austan við Hafn- arfjörð. Hraunið rann fyrir um 7.200 árum, að sögn vísinda- manna. Gálgahraun er kennt við Gálgaklett, sérstæðan, klofinn hraundrang skammt frá fjör- unni, gegnt Bessastöðum. Að sögn Olafs Sigurgeirssonar, fararstjóra hjá Ferðafélagi Is- lands, munu hafa fundist mannabein í gjótum nálægt klettinum og því sennilegt að þarna hafi verið aftökustaður, eins og ömefnið bendir til. Dómþing voru haldin í Kópa- vogi og fógetinn á Bessastöðum var skammt undan, handan við Lambhúsatjörnina. Hægt var að lenda bátum í vogi við klettinn. Hraunið er mjög úfið og erf- itt yfirferðar en slóði, gamla .♦ gatan frá Bessastöðum til Kópa- vogs, liggur um það. Kristján Eldjárn forseti nefndi slóðann Fógetagötu. Gróðurfar í hraun- inu er mjög fjölbreytt og íbúar í grenndinni tína þar gjarnan krækiber, einnig finnast þar jarðarber og eitthvað af blá- beijum. Mikið er af mosa og lágvöxnum jurtum, burkni vex víða í gjótunum og gróðurangan kitlar vitin. í góðu veðri er fagurt og frið- sælt í hrauninu en í grein sem Árni Óla skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins 1952 veltir hann því fyrir sér hvemig sé að vera þar einn á ferð í skamm- degisbyl, hvort það hvarfli þá að mönnum að „þeir dauðu úr Gálgaklettum" séu komnir á kreik og vein og dauðastunur heyrist í vindinum. Fuglalíf er mikið á fitjunum við sjóinn við Gálgahraun. Ein- kennist fjörulífríkið á Bessa- staðanesi og víðar á svæðinu af mikilli grósku og framleiðslu, að sögn Hins íslenska náttúm- fræðifélags sem mælist til þess að sem minnst verði hróflað við strandlengjunni. Á svæðinu frá Bala til Kársness er eini áning- arstaður margæsa hér landi. Er þetta lítill stofn sem ættaður er frá heimskautasvæðum Kanada en kemur hér við á vorin og haustin. Svæðið er á alþjóðlegum skrám yfir mikil- væg votlendissvæði sem verði að varðveita, ekki síst vegna margæsanna. æJ kópavogur) .fy *rr-í' Stækkab Lgtjörn CARÐABÆR 'j HAFNARf)ÚRpUR*>v5S f\ ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.