Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Prófessorinn
breyttíst í
pólitískt
kameljón
Zoran Djindjic, sem hefur veríð í fylk-
ingarbrjósti í mótmælunum í Belgrad,
var anarkisti á á námsárum sínum á
áttunda áratugnum, andstæðingur rót-
tækrar þjóðernishyggju á síðasta ára-
tug og síðan útsmoginn þjóðemissinni
þar til í september þegar hann sneri
við blaðinu og gerðist einn af atkvæða-
mestu talsmönnum lýðræðis í Serbíu.
Zoran Djindjic fær orð í eyra frá öðum helsta leiðtoga sljórnar-
andstöðunnar í Serbíu, Vuk Drascovic.
Zoran Djindjic er 44 ára, var
prófessor í heimspeki og
síðan kaupsýslumaður þar
til hann gerðist stjórn-
málamaður. Hann er nú í fylkingar-
bijósti í fjölmennustu og langvinn-
ustu mótmælunum í Belgrad frá
því kommúnistar komust til valda
árið 1945.
Fyrir tæpum þremur árum, 21.
febrúar árið 1994, var Djindjic í
Pale, höfuðvígi Bosníu-Serba, og
heimsótti leiðtoga serbneskra þjóð-
ernissinna. Þann dag rann út fyrsti
fresturinn sem Atlantshafsbanda-
lagið gaf Bosníu-Serbum til að
flytja þungavopn sín frá Sarajevo;
ef þeir gerðu það ekki áttu þeir
yfir höfði sér loftárásir. Nokkru
áður höfðu 68 manns beðið bana í
sprengjuárás Serba á miðborg
Sarajevo. Djindjic kvaðst hafa farið
til Pale í því skyni að láta í ljós
„samstöðu með íbúum serbneska
lýðveldisins í Bosníu“. Hann eyddi
þar átta klukkustundum í félags-
skap Radovans Karadzic, leiðtoga
Bosníu-Serba.
„Samviskulaus lýðskrumari"
Nú er Djindjic hins vegar hampað
sem þeim lýðræðissinna, sem mestar
vonir eru bundnar við í Serbíu. Hann
flytur fágaðar ræður um ágæti lýð-
ræðisins, mannréttindi og efnahags-
umbætur og stjómmálamenn í hvaða
Evrópulandi sem er væru fullsæmd-
ir af málflutningi hans.
Vinir hans og andstæðingar lýsa
honum hins vegar sem raunsæjum
hentistefnumanni. Á námsárum
sínum á áttunda áratugnum var
hann stjórnleysingi og síðan ftjáls-
lyndur menntamaður, sem lagðist
gegn þjóðernishyggju. Hann sneri
hins vegar við blaðinu og gerðist
útsmoginn þjóðernissinni, sem gekk
erinda flokks Karadzic þar til í sept-
ember þegar hann söðlaði um.
Djindjic stofnaði Lýðræðisflokk-
inn árið 1990 ásamt Desimir Tosic
og tíu öðrum mönnum. Tosic sagði
sig úr flokknum vegna stefnubreyt-
ingar hans og lýsir Djindjic sem
„samviskulausum lýðskrumara".
„Það þarf þó ekki að vera svo
slæmt,“ bætir hann við. „Hann er
algjör hentistefnumaður. Ef til er
hann það sem við þurfum."
„Heillandi“ stjórnmálamaður
Með hliðsjón af kúvendingum
Djindjic mætti halda að auðvelt
yrði að fínna fólk sem hefur óbeit
á honum. Svo er þó ekki því eitt af
því merkilega við Djindjic er að jafn-
vel pólitískir andstæðingar hans
segjast kunna vel við hann.
„Líkar mér vel við hann? Já, svo
sannarlega," sagði Ljubisa Ristic,
leiðtogi flokks, sem er í nánum
FRÉTTIR sem berast frá
Alsír eru á eina lund að
því er virðist; ofbeldis-
verk, hryðjuverk og
hörmungar af því tagi ætla ekki
að taka neinn enda. Eftir að stjórn-
völd knúðu í gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu um stjórnarskrábreytingar
þar sem islamskir öfgaflokkar voru
bannaðir, skánaði ástandið um hríð
en hefur fyrir löngu fallið í sama
farið. Samhliða fréttum af of-
beldi kemur einnig fram að æ fleiri
Alsíringar búa við atvinnuleysi og
kröpp kjör. Þetta allt bætist ofan
á skelfingar fimm ára borgarastyij-
alda milli stjórnarhers og íslamskra
bókstafstrúarmanna. Samkvæmt
nýjustu tölum sem ég hef séð
minnkaði kaupgeta fólks um 7%
árið 1995 og 28% atvinnubærra
manna voru án vinnu á fyrri helm-
ingi nýliðins árs. Fátæktin hefur
nú einnig náð til millistéttarinnar
þar sem störf hafa verið lögð niður
svo skiptir þúsundum en verðlag
heldur áfram að hækka. Verðbólg-
an hefur verið um og yfir 20%.
Verkalýðssamband Alsír hefur
staðfest að um 350 þúsund laun-
þegar hafi ekki fengið greidd laun
í allt að 10 mánuði.
Samdrátturinn hefur verið á
flestum sviðum, samgöngur eru í
lamasessi um stóran hluta lands-
ins, útgáfufyrirtæki hafa lagt upp
laupana hvert af öðru og nýbygg-
ingar eru varla nokkrar með til-
heyrandi afleiðingum. Þrátt fyrir
þetta var framleiðsluaukning í Als-
ír á árinu 1996 þegar á heildina
er litið, m.a. var aukning í útflutn-
ingi olíuvara og metár í kornrækt.
En ofbeldisverkum linnir ekki,
kvíði og skelfing er daglegt brauð
hins venjulega borgara í landinu
og sumir eru farnir að hafa orð á
því að líklega hafi það verið tvíbent
ráðstöfun að samþykkja fyrrnefnd-
ar stjórnarskrábreytingar; meðan
fylgismenn islömsku flokkanna
hafa bolmagn til hryðjuverka muni
þeir halda þeim áfram. Því hefðu
stjórnvöld fremur átt að reyna að
ná samkomulagi við islömsku for-
ystummennina og reyna að virkja
krafta þeirra. En sumir eru líka
farnir að tjá sig um að þeir dragi
í efa að stjórnarskárbreytingarnar
hafí verið samþykktar svo afger-
andi sem opinberar tölur segja til
um.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
stjórnarskrárbreytingarnar voru
80% kjósenda þeim fylgjandi. Meg-
intilgangurinn með henni var að
kanna hug fólks til starfsemi
íslömsku flokkanna, einkum
Islömsku frelsisfylkingarinnar. Þeg-
ar úrslitin lágu svo fyrir var starf-
semi þeirra flokka sem eru grund-
vallaðir á islam bannaðir.
En nú eru sem sagt að heyrast
raddir sem í fyrsta lagi draga úrslit-
in í efa og í öðru lagi að slíkt bann
standist Mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna en Alsíringar
hafa undirritað hann. Fyrir nokkru
velti greinarhöfundurinn Waleed
M. Sadi, sérfræðingur um mann-
réttindamál og málefni N-Afríku-
landa, ýmsum þáttum þessu lútandi
upp í dagblaðinu Jordan Times.
Hann bendir á að þær séu í hróp-
andi mótsögn við niðurstöðu þing-
kosninganna 1992 þar sem augljóst
var að islömsku flokkamir unnu
stórsigur. Á ótrúlega skömmum
tíma virðist því þorri þjóðarinnar
hafa snúist heilan hring í afstöðu
sinni til islömsku flokkanna.
Sadi segist ekki sjá haldbæra
skýringu á afstöðubreytingu hins
almenna kjósanda þó svo að mörg-
um hafí ofboðið ofbeldi og ofstæki
sem fýlgismenn Islömsku frelsis-
fylkingarinnar hafi sýnt. Þetta geti
skýrt það að hluta en ekki til fulls
enda hafí IFF notið mikils stuðnings
meðal fólks síðustu árin, einkum
verkafólks og láglaunahópa.
Á það beri að líta að IFF hafl
ekki legið á því í kosningabarátt-
unni 1992 að þeir stefndu að mikl-
um breytingum og aðgerðir þeirra
hafi því ekki þurft að koma í opna
skjöldu. M.a. hafi þeir ekki dregið
dul á að þeim mislíkaði stórum hve
konur voru orðnar áberandi í als-
írsku þjóðlífi og vildu stöðva þá
þróun.
Gegn mannréttíndasáttmála
SÞ?
Til að reyna að komast að því
hvort breytingin stenst alþjóðalög
eða ekki verður því að líta í Mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna eins og áður segir.
í 18. grein sáttmálans segir að
hver og einn skuli hafa frelsi til
að hugsa, frelsi til að fylgja sam-
visku sinni og trúarskoðun. Þetta
felur og í sér frelsi til að staðfesta
trú sína með bænahaldi, tilbeiðslu
og boðun. í þessu er ekkert sem
virðist benda til að bannað sé að
stofna stjórnmálaflokka á trúarleg-
um grundvelli.
Eina takmörkunin í þessa veru
Reuter
KONUR og kosningaspjöld í Algeirsborg.
Stenst bannið
er að fínna í málsgrein 3 í sama
kafla þar sem sagt er að frelsi til
að sýna og boða trú sína og skoðan-
ir verða að vera háðar þeim tak-
mörkunum sem gefnar séu með
lögum og séu nauðsynlegar til að
vernda öryggi borgaranna, halda
uppi röð og reglu, heilbrigði og sið-
ferði eða grundvallarrétti og frelsi
annarra.
Að mati Sadis hafa stjórnvöld í
Alsír ekki annað að styðja sig við
en þessa málsgrein þegar stjórnar-
skrárbreytingarnar voru túlkaðar
svo að 80% borgara hefði verið að
samþykkja þær. Hann segist hafa
leitað svara og fengið þau hjá als-
írskum stjórnvöldum að ekki færi
milli mála hvað þær þýddu og þau
hafi því haft bæði lagalegan og
siðferðilegan rétt til að banna IFF
strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Það sé móðgun við dóm-
greind alsírska kjósenda að ætla
að þeim hafi ekki verið þetta ljóst.
En fyrst og fremst styðjist
stjórnvöld við 2. málsgrein 20.
greinar þar sem sagt sé að heimilt
sé að hafa uppi áróður sem beinist
gegn einstaklingum og leitt geti til
hvers kyns ofsókna með ofbeldi
eftir trú, kynþáttum.
Ef IFF hefði ekki beitt ofbeldi
hefði það verið löglegt
ákvæði Mann-
réttinda-
sáttmálans?
---jt---------------------
Astandið í Alsír fer hríðversnandi efbir að
sæmileg kyrrð komst á um hríð eftir að stjóm-
málaflokkar sem byggjast á islam vom bann-
aðir. Nú heyrast einnig hljóðlegar spumingar
um hvort túlkun stjómvalda á stjómarskár-
breytingunum standist þegar að er gáð að
því er Jóhanna Krístjónsdóttir skrifar.
Waleed Sadi segir að alsírska
stjórnin hafi ekki kynnt þetta sem
rök fyrir því að islömsku flokkam-
ir voru útlægir gerðir og bannað
að starfa. Hann segir ekki berum
orðum að alsírska stjórnin hafi
túlkað stjórnarskrárbreytingamar
eftir eigin höfði og notað þær sem
átyllu til að banna IFF en hann
lætur mjög sterklega að því liggja.
Því hann spyr: ef IFF hefði ekki
gripið til ofbeldis væri þá allt í lagi
og hefði það fengið að starfa? Og
síðan svarar hann sér og efast um
það. Óánægja meðal millistéttar-
innar og kvennasamtaka hafi vegið
þyngra á metunum.
„Ef stjórnmálaflokkur er stofnað-
ur um trú, brýtur það ekki í bága
við neinar alsírskar eða alþjóðlegar
samþykktir. En ef hann hneigist til
að koma stefnumálum sínum fram
með ofbeldi eða því sem sumir skil-
greina sem kúgun - þá er hann
bannfærður," segir hann.
Hann leiðir getum að því að stjóm
Alsír væri því ekki stætt á því ef
IFF tæki til starfa á ný svo fremi
hún gerði það undir öðrum for-
merkjum. Þá mundi málinu verða