Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 15 ÍÞRÓTTIR Fær 2,8 milljarða fýrir 5 ára samning við Nike TIGER Woods er orðinn forríkur þó svo að hann hafi aðeins leikið golf sem atvinnumaður í tæpa fimm mánuði. Hann undirritaði stóran samning við íþróttavöruframleið- andann Nike daginn eftir að hann gerðist atvinnumaður, verðmæti hans er 40 milljónir dala og er samningurinn til fimm ára. Greg Norman gerði 2,5 milljóna dollara samning við Reebok skömmu áður. Þegar umboðsmaður Tigers sagði honum frá þessu var lítið um fagn- aðarlæti. „Gerir þú þér grein fyrir að þetta er meira en Nike er að borga Michael .Jordan?" spurði um- boðsmaðurinn. Enn þagði Tiger, en seint og um síðir sagði hann róleg- ur eins og venjulega, „ég býst við að þetta sé mjög merkilegt." Dag- inn eftir kom umboðsmaðurinn aft- ur, þá með 20 milljóna dollara samning við Titleist. Líf Woods hefur þó ekki verið eintómur dans á rósum. Hann hefur fengið að finna fyrir því að vera ekki hvítur. Foreldrar hans settust að í Cypress í Kaliforníu nokkrum vikum áður en hann fæddist og voru þau eina fjölskyldan í hverfinu sem ekki var hvít. Þegar Tiger bytj- aði í leikskóla bundu nokkrir eldri strákar hann við tré, grýttu hann og kölluð apa og niggara. Tiger sagði foreldrum sínum ekki frá þessu fyrr en nokkru síðar, vildi vinna sig út úr vandanum sjálfur. Tvívegis var Tiger bannað að æfa í golfklúbbnum sem hann var í, aðeins vegna litarháttar. Forráða- menn klúbbsins sögðu að hann væri of ungur, en á sama tíma voru yngri piltar, hvítir að sjálfsögðu, að æfa. Faðir hans fór í seinna skiptið og veðjaði við golfkennar- ann. Ef hann myndi vinna Tiger í 18 holu keppni, myndu þeir feðgar sætta sig við að hann mætti ekki æfa, en ef Tiger hefði betur ætlaði kennarinn að draga bannið til baka. Tiger vann og fékk að æfa. Meðlim- ir klúbbsins létu þá reka kennarann og Tiger skipti um klúbb. Faðir hans þekkir þetta enn bet- ur því hann var fyrsti svertinginn sem lék í hafnabolta og það var ekkert sældarlíf. Hann varð að gista á mótelum fyrir svarta, langt frá samheijum sínum og þegar farið var út að borða var honum laumað inn bakdyramegin og fékk á disk í eldhúsinu. „Ég vil að Tiger nýti sér þetta á jákvæðan hátt. Það á að læra af þessu, ekki fyllast hatri útí kerfið, en hvergi í heiminum er meira kynþáttahatur og fordómar en hér,“ segir Earl. Tiger tekur undir þetta á vissan hátt. „Tölfræði- lega ætti ég ábyggilega að teljast asíubúi, en ef menn hafa einn dropa af blóði blökkumanns í sér í Banda- ríkjunum teljast þeir svertingjar." Eitt af því sem fylgdi risasamn- ingnum við Nike var að Tiger skyldi leika í auglýsingu fyrir fyrirtækið. í fyrstu auglýsingunni er mynd af honum og á skjánum stendur: „Það eru enn golfvellir í Bandaríkjunum þar sem ég má ekki spila vegna litarháttar. Ég hef heyrt menn segja að ég sé ekki tilbúinn. Eruð þið til- búnir að mæta mér?“ „Ég tel mikil- vægt að ræða þessa hluti,“ segir Tiger. „Ég er ekki að hella úr skál- um reiði minnar í auglýsingunni og ég er ekki að monta mig. Þetta er sett svona fram til að koma skila- boðum áleiðis og ég taldi það þess virði. Það er ekki hægt að vera kurteis þegar maður ræðir um svona hluti.“ Meb Swift verÓur aksturinn áreynslulaus. Vitara er vinsœlasti jeppinn á Islandi. Og skildi engan undra. frááááááááááááááAáá^* ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKl A1JL OG ÖR'YGGl : ISYN Ly JL JL tI NÝR VTTARA SWIFT DIESEL • Ótrúlegt verð: 980.000 kr. (3-dyra) • Areiðanlegur og ódýr í rekstri. • Meiri búnaður, mikil þœgindi ogaukið öryggi. Kaupleigu- eða íánakjörsem létta þér bílakaupin. • Sterkbyggður á öflugri grind. Dísilvél með forþjöppu og milliKæli geíur rífandi afl. • Mjög léttkeyrandi með milda seiglu. • Verð aðeins 2.180.000 kr. (beinskiptur) OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ 12-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.