Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ - LISTIR Tveir hestar fyrir plógi NÁTTÚRAN og lífið í landsbyggð- inni voru Munch stöðug rann- sóknarefni. Hann upplifði nátt- úruna, hlustaði hana, naut ríkulega kyrrðarinnar, fjarri ys og skarkala stórborganna. Alkominn heim hneigðist Munch meir og meir að frjálsbornu lífinu úti í guðs grænni náttúrunni, dró sig um leið stöð- ugt dýpra inn í skel sína, heim listar sinnar. Á efri árum í Ekely lokaði hann sig inni, verndaður af mannýgum hund- um og traustri girðingu úr láréttum fjölum kringum landareignina. Tímabil komu er talsíminn var eina samband hans við umheiminn og símtöl hans mörg og löng. Nánasta áþreifanlega sambandið voru drossíurnar, leigu- vagnarnir sem hann kallaði til sín og lét aka sér á mikilvægar sýningar, eða hann notaði sem póstsendla, þegar hann þurfti að koma skriflegum skilaboðum til vina sinnar eða Inger, systur sinnar. Fyrir kom að hann tók leigubíl á austur- brautarstöðina í Osló og keypti hlaða af erlendum blöðum, sem hann las og lét sig dreyma að hann væri kominn út í hinn stóra heim. Yfirleitt hafði hann bústýru, en hélst illa á slíkum, jafn erfiður og sérvitur og hann varð í áranna rás. Þær fengu tvö herbergi í húsinu stóra til ráð- stöfunar. Sjálfur hélt hann til í stofu sem var í senn svefnherbergi og borð- stofa, en annars var allt húsið undirlagt athafnasemi hans í listinni með mál- verkum á ýmsum vinnslustigum á trön- um hér og þar. Gekk svo herbergi úr herbergi með pentskúfana á lofti, mál- aði, málaði og málaði. Þegar hann var aleinn keypti hann sér gjarnan þorsk í soðið, skar sér vænt sporðstykki og setti í pott, en henti afganginum. Það eina sem hann óttaðist og skelfdist var að geta ekki málað, vera truflaður við vinnu sína. Munch málaði víst aldrei hundana grimmu, en hann var vísast reiðubúinn til að siga þeim á óvelkomna gesti. Hins vegar hélt hann hest í mörg ár. Það heitir að hann átti hest svona eins og aðrir eiga kött eða páfagauk og af þess- um hesti málaði hann margar myndir. Hann rannsakaði atferli hestsins úti í náttúrunni, hvernig hann skeiðaði um víðan völl ef sá gállinn var á honum, en hann vippaði sér aldrei á bak hans, hestamaður var hann enginn og lét aðra hugsa um klárinn. Hann var falleg- ur og vakur hesturinn hans Munchs, en þeir voru margir sem hlógu og gerðu grín að tiltækinu og hesti listamanns- ins. í garðinum á Ekely gekk hesturinn sjálfala og gerði sér gott af grasinu á milli ávaxtatrjánna, jafnvel blómalund- unum, sem fór í fínu taugarnar á mörg- um. Fólkið sá bara nytsemina og hagn- aðarvonina í hrossarækt „alveg væri það fáranlegt að halda hest“ sögðu menn, „hugsið ykkur þetta, að halda hest, það getur aldrei borgað sig.“ Þeg- ar góð beit var á Kragerö var hesturinn sendur þangað með gufubátnum eins og herramaður eða buxnaskjóni þar sem hann fékk að úða í sig grængres- inu á landareign Munchs. En hvað sem menn segja um arðsemi hesta og meint- an fáránleikann í þeim tiltektum Iista- mannsins, að halda hest, má það vera borðleggjandi að sjaldan hefur vagn- hestur á jörðu hér skilað viðlíka arði í vasa eiganda síns og hvíti hestur málar- ans. Hann var fyrirmyndin að hestamynd- um hans, fyrirsáti eins og það heitir, varð að mörgum frægum Munch-mál- verkum, jafnframt með þekktari hest- um heimslistasögunnar. Það eru útlitseinkenni þessa hvíta hests sem koma fram í öllum hesta- myndum Munchs og auðsjánlega er hann kominn tvöfaldur í þessu töfrum slungna olíumálverki frá 1916 (84x109 sm.). Á því tímaskeiði mun fákurinn hafa verið ungur og fjörmikill, því ára- tug seinna eru þyngslalegri drættir yfir myndum meistarans af honum, ein- kenni burðarklársins og vagnhestsins skýrari. Það sem gerir þessa mynd merkilega og einstæða, er að allt er í uppnámi og á ferð og flugi á myndfletinum, him- inn, haf og hauður, og þó sýnist heildin óbifanleg. Við blasir svið markvisst ræktaðs lands mann fram af manni, þar sem akrar og engi hafa jafnað út, mót- að og mildað harðar og kantaðar línur villtrar náttúru, tré og runnar bera svip limgerðis. Um leið og menn upp- lifa hraðann, kraftinn og framrásina í hestunum heldur margþætt myndbygg- ingin öllu í föstum skorðum. Láréttar og blíðar línur í bakgrunninum hemja ofsann og óróleikann í forgrunninum. Þannig að þrátt fyrir óróann leitar augað ósjálfrátt aftur í bakgrunninn, til blámans lengst í fjarska. Hér er komið gott dæmi um sálræna, upplifaða og skynjaða fjarvídd, þótt hún sé einn- ig mörkuð með skálínum er ganga mjúklega þvert yfir flötinn til beggja handa. Jafnframt er einhver viðkvæm- ur titringur og svali í lofti og grómögn- um jarðar og menn skyiya ferskleika ogjgagnsæi vordagsins, rými og tíma. I samanlagðri myndinni kemur fram einstæður hæfileiki listamannsins til að grípa augnablikið og höndla heildar- hrifin, myndheimurinn er ekkert annað en ein samfella burtþurrkaðra smáat- riða þar sem innsæi á náttúrumögnin skipta öllu. Málarinn afhjúpar og kryf- ur viðfangsefnið miskunnarlaust, það er af holdi og blóði, djúp lifunin sýnileg og innsæið úthverft. Að vissu marki leiðir myndin hugann að hinni frægu mynd „Ópið“ frá 1892, fyrir firnasterka og ótvíræða náttúru- skynjun. Svipaður titringur og órói fyll- ir út rýmið og náttúrusköpin, þótt myndefnið sé annað og jarðbundnara. Sýnilegar hljóðbylgjur rísa og hníga, líkast sjónrænu tónstefi eins og ein- kennir svo margar hrifmestu myndir Munchs. Bragi Ásgeirsson • LESIÐ í MÁLVERK V Djöfla- eyjan til Gauta- borgar Gautaborg.Morgnnblaðið KVIKMYNDAHÁTÍÐ Gautaborg- ar, sú tuttugasta í röðinni, hefst föstudaginn 31.janúar næstkom- andi með sýningu á „Djöflaeyj- unni“ mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar eftir sögum Einars Kárason- ar. Það mun verða fyrsta sýningin erlendis á þeirri mynd og í fyrsta sinn sem hátíðin er opnuð með islenskri mynd. í kynningu er tekið fram að Friðrik Þór, sem nú kemur í fímmta sinn með kvikmynd í far- angrinum, hafi lengi verið tryggur gestur hátíðarinnar og að með Djöflaeyjunni „sameini hann sann- an persónulegan stíl, fáránleika Fellinis og skaphita Scolas í mergj- aðri sögu“. Allar vígslumyndir fyrri ára sýndar Af þeim myndum sem áður hafa verið valdar vígslumyndir hátíðarinnar má nefna „Bye Bye Brazil“ frá árinu 1980 eftir Carlos Diegues frá Brasilíu, sem var vígslumyndin árið 1981, fransk- argentínsku myndina „Tango, Gardels Exil“ (1985) eftir Fern- ando Solanas, „Dekalog 1“ (1989) eftir hinn pólska Krizsystof Ki- eslowski og frönsku myndina „Les Miserables" eða Vesalingarnir, sem var vígslumyndin í fyrra. I ár heldur Gautaborgarhátíðin raunar upp á tvítugsafmæli sitt með því að hafa allar vígslumynd- ir fyrri ára á boðstólum. Hátíðin mun standa yfir til 9. febrúar og alls verða sýndar myndir frá 46 þjóðlöndum, 164 leiknar myndir í fullri lengd, 163 stuttmyndir og 22 heimildar- myndir. Vígslumyndin „Djöflaeyjan" verður endursýnd þann 31. jan. kl. 23:15 í kvikmyndahúsinu Viktoría. Fleiri íslenskir gestir Fleiri íslenskir gestir eru væntanlegir á hátíðina, m.a. á dagskrá sunnudaginn 2. febrúar, sem nefnist „Island - Work in progress". Þar verður Friðrik Þór í hlutverki framleiðanda og kynnt verða verk í vinnslu eftir Júlíus Kemp og Óskar Jónasson. Lofað er göldrum af hálfu Óskars og sýningu á stuttmyndinni „í draumi sérhvers manns“ eftir Ingu Lísu Middleton. Anna María Karlsdóttir mun einnig verða á staðnum. Loks er mynd Egils Eðvarðssonar „Ag- nes“ kynnt sem „önnur mest um- deilda íslenska kvikmyndin“ og verður sýnd laugardaginn 8. febr- úar kl. 18 á Lórensberg og sunnu- daginn 9 febrúar í Bio Capitol kl. 11:15. Kvikmyndaunnendum sem eiga leið um borgina má benda á, að meðan á hátíðinni stendur verður upplýsingaþjónusta og miðasala á öll dagskráratriði í kvikmyndahús- inu Draken við Járntorgið. ------♦--------- Síðasti sýn- ingardagur Í DAG, sunnudag, er síðasti dagur sýningarinnar á verkamanna- myndum Edwards Munch í Lista- safni íslands. Á sýningunni, sem heitir Á vængjum vinnunnar, eru 65 verk, málverk, teikningar og grafíkmyndir og einnig frumdrög að stærri myndum. > I > > i f I í I I í » I » í L » Í i i Í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.