Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 25
MORG UNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 að áin verði á sambærilegu verði og sambærilegar ár þar sem miðað er við gæði og aðbúnað. Ár á borð við Norðurá, Þverá/Kjarrá, Vatns- dalsá og Víðidalsá. Þá erum við að tala um að dýrasti tíminn sé seldur á um það bil 65.000 krónur á stöng á dag. Sambærilegir dagar og þú segir að hafi kostað yfir 80.000 krónur í fyrra, þ.e. 10.- 12.ágúst, munu kosta um 45.000 næsta sumar. Hvað varðar þennan dýrasta tíma þá er það staðreynd að íslendingar hafa lítið sótt í hann síðustu árin. Það virðist þó vera aðeins að breytast og ég fagna því, enda er áin hrein perla og hún ásamt umhverfi sínu sannkölluð náttúruparadís. Það er óhætt að segja að við göngum til þessa verk- efnis með mikilli tilhlökkun þótt stórt sé og mikil vinna blasi við okkur.“ Hitt er svo rétt, að kaupin eru að hluta til fjár- mögnuð með erlendu lánsfé hefur þó ekki komið í veg fyrir miklar vinsældir árinnar meðal inniendra og erlendra stangaveiði- manna, enda þykir hún mjög gjöf- ul og með afbrigðum fjölbreytt og falleg. Þar veiða m.a. á hveiju ári lávarðar, hertogar og fleiri fýrir- menni. Hver er aðdragandi þess að þú keyptir þennan hlut í Haffjarðará og jörðunum? „Ég hef veitt í Haffjarðará um langt árabil og lengi þekkt vel þau hjón Oddnýju Freyju og Pál. Þá hef ég lengi velt fyrir mér að gam- an væri að eignast ánna og fást við rekstur hennar og þau hjónin hafa vitað af þeim áhuga. Það hafa komið þó nokkur tilboð í ánna síðustu árin en öllum verið hafnað. Þreifingar milli mín og þeirra hjóna hófust fyrir alvöru síðla síðasta sumar og um haustið fóru hlutirn- ir að gerast hraðar. Sú staða var einfaldlega komin upp að það hent- aði báðum aðilum að ganga frá málinu. Þann 15. desember var síðan skrifað undir kaupsamning. Lögum samkvæmt var Kolbeins- staðahreppi, Eyja- og Miklaholts- hreppi boðinn forkaupsréttur að jörðunum og nú um helgina renur út frestur þeirra til að taka afstöðu til þess.“ Árið 1986 var það haft fyrir satt að áin ogjarðirnarhafi kostað 118 milljónir. Núna gengur það fjöllum hærra að þú hafi borgað 160-170 milljónir. Er það rétt? „Það er ekki mitt að tjá mig um kaupverðið 1986. Kaupverðið nú er trúnaðarmál. Ef einhveijir menn úti í bæ eru að velta fyrir sér 160-170 milljónum er ljóst að þær tölur eru úr lausu lofti gripnar. Þær eru ekki frá mér, Oddnýju eða Páli komnar. Hitt hlýtur hins vegar að vera augljóst að um allháa fjárhæð er að ræða . Samkvæmt okkar út- reikningum þá mun dæmið ganga upp ef það tekst að selja ánna þokkalega vel. Við miðum við 85% nýtingu. Ég er mjög bjartsýnn á að það gangi upp. Það er vaxandi eftirspurn eftir veiðileyfum þessi misserin og ég hef óskoraðan að- gang að öllum samböndum Páls G. Jónssonar og það er ekki stutt- ur listi, því máttu trúa.“ Það gengur einnig fjöllum hærra að annað sé óhugsandi en að á bak við þig standi auðugir útlendingar. Það séu í raun þeir sem eigi ánna en þú sért aðeins málsvari þeirra': „Ég hef ekki farið varhluta af slíkum vangaveltum og mér þykir vænt um að fá tækifæri til að svara þeim í svona viðtali því ég ákvað það strax að elta ekki ólar við svona kjaftasögur. Það myndi hvorki hafa upphaf né endi. Fyrir- tækið Akurholt er ejtt hundrað prósent í minni eigu. í stjórn þess er ég sjálfur. Varamaður í stjórn er Anna konan mín. Það eru eng- ir baksamningar. Margir þeirra sem hafa viljað kaupa ánna síð- ustu árin hafa verið ríkir útlend- ingar og mér finnst það vera góð- ur áfangi að sá aðili sem hreppti ánna hafi verið íslendingur. Hitt er svo rétt, að kaupin eru að hluta til fjármögnuð með er- lendu lánsfé og þegar ég leitaði eftir fjármagni kom í ljós að áhug- inn var það mikill að færri komust að en vildu. Þeir aðilar sem lánað hafa fé til kaupanna hafa forgang að veiðidögum næsta sumars svo fremi að þeir panti í síðasta lagi fyrir árslok árið á undan. Þó er aldrei um fleiri daga að ræða í það heila en 21 dag hvert ár. Að öðru leyti hafa þeir engan rétt umfram aðra veiðimenn og verða ætíð að greiða sín veiðileyfi fullu verði. Fjármögnunin er enda þannig vax- in að það er ekkert svigrúm til að gefa veiðileyfi. Hún byggist fyrst og síðast á góðri sölu og þá skipt- ir besti veiðitíminn sköpum.“ Hafljarðará hefur verið mjög dýr, dagar snemma í ágúst í fyrra voru seldir á rúmlega 80.000 krónur á stöng fyrir einn dag og ofan á bættist fæði og uppihald. Er það tilfellið að hægt sé að selja á vel á þvílíku verðlagi? „Ég held að hér hljóti að vera um einhvern misskilning að ræða hvað varðar verðið. Ég miða við Rýmum til og lækkum verð á 40 gerðum af Draumaland náttúruunnandans Costa Rica er sannkallaður viskubrunnur náttúrunnar. 27% landsins heyrir undir þjóðgarða og náttúru- verndarsvæði en landið skiptist í 12 sérstæð lífríki þar sem finna má 5% alls lífsforms á jörðinni. Hitabeltisregnskógar og misturskógar þekja stóran hluta landsins þar sem lífríki er óendanlega fjölbreytilegt. Costa Rica er lýðræðisríki og íbúar þess friðsöm þjóð án hervæðingar. íslendingum býðst nú í fyrsta sinn .£ . tækifæri til að heimsækja þetta dBf.h-'SÍUh heiliandi land í Mið Ameríku. Hópferð í 17 daga til Costa Rica þ. 24. febrúar Páskaferð í 13 daga þ. 27 mars Flug og bíll til Costa Rica - vikulegar brottfarir um Orlando í Costa Rica muntu upplifa: • Ævintýri í frumskóginum • Litskrúðugt fugla- og dýralíf • Virk eldfjöll og glóandi hraun • Böð undir heitum náttúrulegum fossum • Fagrar kyrrlátar strendur • Dvöl á bestu fáanlegu gististöðum • íslenska leiðsögn ásamt staðarleiðsögn vistfræðings Leiðsögn og skipulagning Ingiveig Gunnarsdóttir Framkvæmdastj. Landnámu Landnáma er ný ferðaskrifstofa sem kynnir breytt viðhorf á ferðalögum. • Ferðaskipulagning byggir á traustum grunni fagmennsku og reynslu. • Ferðum Landnámu er ætlað að kveikja áhuga ferðamannsins á ólíkum menningarheimum, náttúru og vísindum. • Hámark þátttakenda í hverri hópferð er 30 manns • Ferðaskipulagning tekur mið af vistvænni grænni ferðamennsku þar sem fyllsta tillit er tekið til náttúru, umhverfis og menningar. Ferðaáætlun og verð fyrirliggjandi á skrifstofu okkar á Vesturgötu 5, Sími: 511 3050 LANDNAMA chf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.