Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga bresku kvikmyndina Leynd-
armál og lygar („Secrets and lies“) eftir kvikmyndagerðarmanninn og leikskáldið
Mike Leigh. Myndin var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes sl. ár.
Hreinsað
úr skúma-
skotum
CYNTHIA fær óvænt símtal sem breytir lífi hennar og fjölskyldu hennar.
SAMBAND Maurice og Cynthiu var náið en LEIKSTJÓRINN Mike Leigh við tökur
lijónaband Maurice og Monicu er þvingað. 4 „Secrets and Lies“.
HORTENSE (Marianne Je-
an-Baptiste) er ung
svört kona sem býr í
London og starfar sem
sjóntækjafræðingur. Hún brotnar
saman í jarðarför móður sinnar.
Faðir hennar er einnig látinn. Hún
var ættleidd, þau voru fósturfor-
eldrar hennar. Fyrst nú finnur Hort-
ense sig knúna til að hafa upp á
kynmóður sinni.
Henni er bent á að leita til félags-
ráðgjafa (Lesley Manville) sem
reynist henni vinsamleg og gefur
almennar góðfúslegar ráðleggingar
og lætur Hortense hafa þær opin-
beru skýrslur sem til eru um fæð-
ingu hennar og ættleiðingu.
I skýrslunni kemst Hortense að
því sér til undrunar og skelfingar
að hún er dóttir hvítrar konu.
Móðir hennar heitir Cynthia
(Brenda Blethyn) og er lífsleið, ein-
hleyp iðnverkakona sem býr í niður-
níddu húsi ásamt dóttur sinni, Rox-
anne (Claire Rushbrook). Roxanne
er götusópari hjá bænum. Þeim
mæðgunum semur ekki.
Það er hróplegt ósamræmi í að-
stæðum Cynthiu og bróður hennar,
Maurice (Timothy Spall), en hann
nýtur velgengni í starfi sem ljós-
myndari. Hann rekur ljósmynda-
stofu, tekur myndir af velstæðu
millistéttarfólki og býr í glæsilegu,
ríkulega innréttuðu húsi sem Monica
(Phylis Logan), eiginkona Maurice,
sér um af miklum metnaði.
Monica og Maurice eru vansæl I
hjónabandi. Ófijósemi hennar er
þeim þungur kross sem þau bera
full af skömm. Það kemur þeim einn-
ig úr jafnvægi að óvænt snýr fyrr-
verandi eigandi fyrirtækis þeirra
heim til Bretlands en hann var flutt-
ur til Ástralíu. Þetta er ámátleg
heimkoma manns sem er aðfram-
kominn af alkóhólisma.
Móðir þeirra Maurice og Cynthiu
dó þegar þau voru böm að aldri og
í raun var það Cynthia sem ól bróð-
ur sinn upp. Samband þeirra systkin-
anna er náið en þau hafa þó ekki
sést eða talast við í nokkum tíma
og sakna hvort annars.
Maurice er fullur sektarkenndar
og fínnst hann vanrækja bágstadda
systur sína en það eru litlir kærleik-
ar með mágkonunum Cynthiu og
Monicu.
Maurice lætur því verða af því
að heimsækja systur sína og þeir
endurfundir verða tilfínninga-
þrungnir. Maurice lýsir því yfir að
hann og Monica muni halda grill-
veislu til heiðurs Roxanne á 21 árs
afmæli hennar.
Meðan þessu vindur fram hefur
Hortense haft mikið fyrir því að
hafa uppi á samastað Cynthiu og
er búin að telja í sig kjark til þess
að hringja i móður sína. Cynthia
kemst í mikið uppnám þegar hún
heyrir í Hortense og hún fellst hik-
andi á að hitta hana nokkrum dög-
um síðar.
Mæðgurnar hittast í fyrsta skipti
í miðborg Lundúna en þegar
Cynthia sér að Hortense er svört
hrekkur hún í kút g lýsir því yfir
að hér séu einhver mistök á ferð-
inni. Það er ekki fyrr en Hortense
hefur talið hana á að fara með sér
á kaffíhús að Cynthia sleppir takinu
og leyfír endurminningu sem hún
hafði bælt niður árum saman að
koma upp' á yfirborðið.
Hún viðurkennir fyrir sjálfri sér
að Cynthia sé eldri dóttir sín. Kon-
urnar tvær taka nú upp samskipti
sín á milli og fara saman út á með-
al fólks og samband þeirra sem var
f upphafi þvingað og fullt af tor-
tryggni verður smám saman ástríkt
samband milli móður og dóttur, sem
einkennist af hlýju og gagnkvæmri
væntumþykju.
Roxanne og kærastinn hennar,
byggingarverkamaðurinn Paul (Lee
Ross) eiga ekki orð til þess að tjá
undrun sína yfir þeim stakkaskiptum
sem verða nánast eins og hendi sé
veifað á fasi og líðan Cynthiu.
Þegar grillveislan til heiðurs Rox-
anne nálgast hringir Cynthia í
Maurice og spyr hvort hún megi
taka með sér gest. Hann fellst á það
en treglega og fullur tortryggni og
Monica deilir þeim tilfinningum þeg-
ar hún fréttir af samtalinu. Þeim
þjónum þykja óvæntar fréttir sjaldn-
ast boða gott.
Hortense er líka tortryggin og
treg að fara í veisluna en lætur það
eftir rnóður sinni og mætir á stað-
inn. í fyrstu veit enginn hver hún
er, en þar kemur að Cynthia segir
sannleikann. Það er tilfmninga-
þrungin stund sem veldur mörgum
áfalli og kemur róti á alla viðstadda.
Verst koma fréttirnar við Roxanne,
sem er ekki lengur miðpunktur at-
hyglinnar í eigin afmælisveislu.
Nú fer fjölskyldan að ræða út um
hlutina og leiðin liggur í gegnum
afhjúpanir þar sem flett er ofan af
leyndarmálum og ósannindum sem
hafa skekkt mynd fólksins af veru-
leikanum. Þegar upp er staðið er
ýmsum alvarlegum spumingum
ósvarað en andrúmsloftið í samskipt-
um fólksins er afslappaðra en
nokkru sinni og einkennist af skiln-
ingi og fyrirgefningu. Hlutimir hafa
breyst til batnaðar.
Höfundur handritsins og leikstjóri
myndarinnar, hinn breski Mike
Leigh, lýsir þessu hugarfóstri sínu
svo: „Secrets and Lies“ fjallar um
rætur manna og sjálfsmynd; þær
síbreytilegu hugmyndir sem við höf-
um um okkur sjálf og hvert annað
og þráhyggjukennda þörf okkar til
þess að leita stöðugt ytri staðfesting-
ar á því hver við erum, hvað við
erum og hvaðan við komum. Hún
fjallar líka um kærleika, umhyggju
og um ógnvænlegt vægðarleysi
tímans.“
Mike Leigh er virtur kvikmynda-
leikstjóri og rithöfundur sem hefur
m.a. skrifað meira en 20 leikrit, sem
leikfélög á borð við konunglega Sha-
kespeare-félagið hafa sett upp.
Leigh er 53 ára gamall Breti, útskrif-
aður frá RADA í leiklist og London
Film School í kvikmyndagerð. Hann
nýtur mikillar virðingar í heimalandi
sínu og hlaut m.a. orðu breska
heimsveldisins árið 1993 fyrir störf
að kvikmyndum og leiklist.
Leigh hefur gert einar 14 kvik-
myndir í fullri lengd, ýmist fýrir sjón-
varp eða breiðtjald auk fjölda stutt-
mynda. Auk þess að leikstýra skrifar
hann handrit eigin mynda.
Fyrsta kvikmynd hans var gerð
árið 1971. Hún hét „Bleak Mo-
ments" og hlaut verðlaun á kvik-
myndahátíðunum í Chicago og Loc-
arno. Nýjustu kvikmyndir hans,
„High Hopes" frá 1988, „Life is
Sweet“ frá 1990 og „Naked“ frá
1992 hafa átt miklu gengi að fagna
á alþjóðavettvangi og hafa aflað
Mike Leigh alþjóðlegs orðstírs meðal
gagmýnenda og kvikmyndahúsa-
gesta, að ekki sé minnst á verðlaun
á kvikmyndahátíðum en fyrir
„Naked“ hlaut hann t.a.m. verðlaun
sem besti leikstjóri á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes árið 1993. „High
Hopes“ hlaut t.d. verðlaun gagnrýn-
enda í Feneyjum árið 1988 og hlaut
evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem
besta mynd ársins.
Secrets and Lies hefur ekki síður
notið velgengni. Til marks um það
er m.a. að myndin var valin besta
mynd ársins 1996 á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes og hún hlaut einnig
viðurkenningar samtaka bandarí-
skra kvikmyndagagnrýnenda, auk
Golden Globe tilnefningar.
Mike Leigh hefur um sig hirð leik-
ara og kvikmyndagerðarmanna.
Flestir samstarfsmanna hans í
„Secrets and Lies“ hafa margoft
áður unnið við myndir hans en aldr-
ei slíku vant er eiginkona leikstjór-
ans, leikkonan Alison Steadman, þó
aðeins í litlu aukahlutverki; hún
kemur fram sem hundeigandi.
í aðalhlutverkum eru kunnir
breskir leikarar. Marianne Jean-
Baptiste, sem leikur Hortense, hefur
unnið undir stjóm Leigh á sviði, en
hún hefur lítið látið að sér kveða í
kvikmyndum. Timothy Spall, sem
leikur Maurice, hefur Qórum sinnum
leikið fyrir Leigh, þar á meðal í „Life
is sweet". Honum brá fyrir í myndum
á borð við „The Sheltering Sky“ eft-
ir Bertolucci, „White Hunter, Black
Heart“ eftir Clint Eastwood og „Got-
hic“ eftir Ken Russel en er landsfræg-
ur sviðs- og sjónvarpsleikari í Bret-
landi og meðlimur í Konunglega Sha-
kespeare-leikhópnum.
Brenda Blethyn, sem leikur
Cynthiu, er einnig í hópi þekktustu
sviðs- og sjónvarpsleikara Bret-
lands, og er margverðlaunuð fyrir
sviðsleik en „Secrets and Lies“ er
aðeins hennar þriðja hlutverk í kvik-
mynd. Hinar fyrri voru „The Witc-
hes“ eftir Nicolas Roeg og „A River
Runs Through It“ eftir Robert Red-
ford en þar lék hún móður Brad
Pitts. Phyllis Logan, sem leikur
Monicu, er sú eina aðalleikendanna
sem aldrei fyrr hefur unnið með
Mike Leigh en er t.d. þekkt úr sjón-
varpsþáttunum „Lovejoy", auk þess
sem hún hefur m.a. leikið í myndum
Michael Radfords, „Another Time
another Place" og 1984.
H*
m
I
Cí
í
I
(
í «
(
<
(
(
(
(
(
1
1
(
1
1