Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
)
I■
\
i
I
I
I
É
:í-'
»
£
I
FRETTIR
Úrskurður sýslu-
manns í máli Kaffi
Lefolii felldur úr gildi
„Förum eft-
ir því sem
ráðuneytið
segir“
SÝSLUMAÐURINN á Selfossi segist
ekki líta svo á að dómsmálaráðuneyt-
ið sé að setja ofan í við sýslumanns-
embættið með því að fella úr gildi
ákvörðun þess um styttri afgreiðslu-
tíma veitingastaðarins Kaffi Lefolii á
Eyrarbakka.
Þegar endurnýja átti vínveitinga-
leyfið á liðnu hausti mótmælti næsti
nágranni veitingastaðarins endurnýj-
uninni vegna ónæðis þess sem hann
yrði fyrir út af nálægðinni við Kaffi
Lefolii. Lögfræðingur nágrannans
mótmælti því við hreppsnefnd og
sýslumann að leyfið yrði endurnýjað
og lagði til vara tii að veitingatími
yrði til ki. 22 öll kvöld. Meirihluti
hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps
var hlynntur endurnýjun vínveitinga-
leyfísins. Fulltrúi sýslumannsins á
Selfossi kvað hinsvegar upp þann
úrskurð að takmarka bæri vínveit-
ingaleyfið til kl. 22 á kvöldin virka
daga og til kl. 23:30 um helgar.
Þórir Erlingsson, veitingamaður á
Kaffi Lefolii, kærði úrskurðinn til
dómsmálaráðuneytisins og krafðist
endurskoðunar á ákvörðun sýslu-
manns. Samkvæmt úrskurði dóms-
málaráðuneytisins frá 7. janúar sl.
er ákvörðun sýslumanns ekki í sam-
ræmi við stjórnsýslulög og því vísaði
ráðuneytið málinu aftur til sýslu-
mannsembættisins með þeim orðum,
að almennt áfengisveitingaleyfi skuli
framlengt þar til ákvörðun um end-
urnýjun liggur fyrir.
í úrskurði ráðuneytisins segir að
sýslumanni hefði borið, með vísan til
10. greinar stjórnsýslulaga, að kanna
sérstaklega hvernig reynslan hefði
verið af veitingarekstri í húsinu og
hvaða ónæði hefði í reynd skapast
af völdum meðferðar áfengis í hús-
inu. Þannig hefði átt að leggja hlut-
lægt mat á hávaða, umgang og þau
úrræði sem gripið hefði verið til í því
skyni að minnka ónæði. Fyrst að lok-
inni slíkri rannsókn ætti að vera unnt
að komast að niðurstöðu um hvort
ónæðið væri almennt meira en íbúar
í skipulagðri íbúðarbyggð mættu
vænta og teldist eðlilegt.
Dómsmálaráðuneytið kemst að
þeirri niðurstöðu að rannsókn sýslu-
manns hafi ekki verið viðunandi og
gagnrýnir sértaklega að nágrannan-
um hafi verið veitt staða aðila í stjórn-
sýslumáli því er laut að meðferð á
umsókn kæranda, þ.e. veitinga-
mannsins.
Andrés Valdimarsson sýslumaður
kveðst taka úrskurði ráðuneytisins
með jafnaðargeði. „Við gerðum bara
það sem okkur fannst réttast í þessu
tilfelli. Þetta er eins og gengur og
gerist, menn taka ákvarðanir og svo
er þeim breytt. Það getur alltaf kom-
ið fyrir og kemur iðulega fyrir. Okk-
ur fannst þetta eðlileg lausn á málinu
eins og við afgreiddum það en við
förum auðvitað bara eftir því sem
ráðuneytið segir okkur. Við höfum
alltaf hlýtt ráðuneytinu og það gerum
við áfram,“ segir Andrés, sem vill að
öðru leyti ekki tjá sig um málið en
vísar til fulltráa sýslumanns, sem
hafði afgreiðslu málsins með höndum.
n
: * - vf.’
Það má segja að MITSUBISHI
LANCER skutbflamir séu
alsettir skrautfjöðrum, svo
ríkulega em þeir útbúnir.
Þar að auki em þeir glæsilegir,
rúmgóðir og kraftmiklir (113 hö).
Og verðið, það er engu líkt!
i,, * ■
■■■ ’
'X ,r
'éÆæSKSm .
.
LANCER framhjóladrifmn skutbíll kostar frá
/.430.000
LANCER skutbíll 4x4 kostar
/.603.000
-vindskeið með hemlaljósi
-hreyfiltengd þjófnaðarvöm
-rafhituð framsæti
- toppgrindarbogar
-hilla yfir farangursrými
-18,5 cm veghæð (4X4)
-fjarstýrðar samlæsingar
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 27
1. feb.
Exó stœkkar...
Við flytjum í Fókafen 9
óður Vedes leikföng
1. febrúar '97
öftMUiii kúfijöejH
Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866