Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 33 með því að koma á ættarmótum með fímm ára millibili, nú síðast í sumar. Sigurður var þar ekki sökum veikinda. Ég kveð frænda minn með eftirsjá. Þótt við hittumst aðeins stutt í dags- ins önn voru það gefandi stundir. Við Auður sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur við andlát og útför Sigurðar. Sverrir Sveinsson. Sigurður Sigfússon tengdafaðir minn hefur nú kvatt þennan heim og erfið veikindi hans eru loks að baki. Strax við upphaf baráttu hans við illvígan sjúkdóm lá fyrir að Sig- urður myndi lúta í lægra haldi enda sjúkdómurinn óiæknandi. Fyrstu veikindaárin voru þessum hæfileika- manni trúlega erfiðust meðan hann enn var fær um að gera sér grein fyrir hvað hann væri að missa af andlegri og líkamlegri getu og hæfni og því hvert stefndi. Ég var svo lánsöm að ná nokkurra ára kynnum og samvistum með Sig- urði áður en hann veiktist og strax við okkar fyrstu kynni vakti hann aðdáun mína. Hann var öfundarlaus með öllu og vildi öllum gott gera og gerði. Hann var víðsýnn fram- kvæmdamaður sem bjó yfir sérstök- um skapstyrk og skapstillingu, mað- ur sátta og samninga. Af þessum eiginleikum mótaðist öll framkoma hans bæði í starfi og leik, heima jafnt sem heiman. Og ekki minnst nutu barnabörn hans þessa jafnt og börn hans fyrr, en á börnum hafði hann einstakt lag og var þeim góður. Eiginmaður minn, Pétur Þór, sem Sigurður gekk í föður stað þegar hann var að verða stálpaður, segir líka að hann hafi ávallt verið sér góður og reynst sér vel, ekki síst á unglingsárum hans þegar mest hafi reynt á skilning og þolinmæði Sig- urðar, sem hafi verið annáluð. Þrátt fyrir að sjúkdómur Sigurðar hafi haft endaskipti á allri hans til- veru og breytt honum mjög nutu ættingjar hans, börn jafnt sem full- orðnir, mannkosta hans og eiginleika áfram, því ljúfmennska hans skein ávallt í gegn. Hann bjó í veikindum sínum sem fyrr að þeim stólpa sem Bára Bjöms- dóttir tengdamóðir mín er, að tryggð hennar og ósérhlífni. Hlutskipti hennar var ekki auðvelt, en umönnun hennar öll og umhyggja fyrir Sigurði var aðdáunarverð og verður seint oflofuð eða -þökkuð. Hann naut þess að hún hélt þeim Sigurði heimili í mörg ár eftir að það hlaut að allra mati að vera orðið henni ofviða og samþykkti loks tiltölulega nýlega að hann færi á sjúkrastofnun þar sem hann lést. Nú þegar Sigurður hefur kvatt og hlutverki hennar í hans þágu er lok- ið sendi ég henni bæði þakkir okkar og innilegar samúðarkveðjur, svo og börnum Sigurðar öllum, bamabörn- um hans og barnabarnabörnum. Sigurði þökkum við Pétur Þór góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Jónína Bjartmarz. Elsku hjartans pabbi minn. Þá er þessari erfiðu þrautagöngu þinni lokið og þú kominn til Guðs. Það var mér mikils virði að fá að vera hjá þér síðustu stundina og geta strokið þér um ennið og veitt þér hlýju eins og þú ga/st mér alltaf ef mér leið ekki vel. Ég sakna þín sárt en ég veit að þér líður betur núna, elsku pabbi minn. Þú varst ekki margorður um fortíðina við mig, talaðir mest um lífíð í Gröf þegar þú varst strákur og árin þín á Siglufirði. Það var greinilega ynd- islegur tími. Foreidrar þínir og Imba systir þín voru þér líka alltaf ofar- lega í huga og aldrei efaðist þú um að þú myndir hitta þau þegar þess- ari jarðvist lyki. Ég var ekki gömul þegar þú fórst að lofa mér að koma með þér um bæinn, ýmist niður á skrifstofu eða að skoða íbúðir og skip. Þá kallaðir þú mig litlu ferðatöskuna þína. Snemma lærði ég að ytra byrðið skipti ekki máli á því fólki sem þú hafðir samskipti við. Þú varst alltaf góður við alla. Samúð þín var ótak- mörkuð með öllum sem áttu um sárt að binda og ómæld var velvild þín til allra. Bara að fleiri væru eins og þú. Þakka þér, elsku pabbi, fyrir öll góðu árin sem ég átti með þér. Þakka þér fyrir að leiða mig þegar ég átti erfitt. Þakka þér fyrir að taka mig í fangið þegar ég þarfnaðist huggun- ar. Þakka þér fyrir að hafa alltaf trú á mér og telja í mig kjark. Þakka þér fyrir að vera besti faðir sem nokkur getur hugsað sér að eiga. Söknuður minn er sár, en ég veit að einn daginn hittumst við aftur. í lokin læt ég fylgja fyrstu bænina sem þú kenndir mér, Birki og síðan seinna stelpunum mínum. Við skulum lesa bænirnar þá sofnum við svo rótt svo Guð og allir englamir vaki hveija nótt. Ég bið góðan Guð að styrkja mömmu og okkur öll. Guð blessi þig og varðveiti, pabbi minn. Þín, Birna. Mig langar til að kveðja Sigga ömmubróður minn með nokkrum orðum. Ég kynntist honum og fjöl- skyldu hans þegar ég kom unglingur til að læra í Reykjavík. Ég átti tvo ömmubræður, Sigurð og Jóhann, sem ráku fasteignasölu í Austurstræti og kom ég oft við hjá þeim þegar ég átti leið heim úr skól- anum. Var gaman að stansa stund hjá þeim og spjalla og alltaf gáfu þeir sér tíma til að gantast við mig og spyrja frétta af fjölskyldu minni. Ég fann mjög vel fyrir væntumþykju þeirra og hlýju. Svo fannst mér þeir svo líkir ömmu í sér. Ekki leið langur tími þar til Siggi fór að taka mig með sér austur að Loftsstöðum þar sem Bára var með krakkana á sumrin. Dvaldi ég oft hjá þeim um helgar í góðu yfirlæti. Elsku Siggi, ég þakka fyrir góð kynni og sendi öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Þín frænka, Júlía Linda Sverrisdóttir. Elsku Sigurður, ég vil með fáein- um orðum kveðja þig hinstu kveðju. Þó kynni okkar hafi ekki verið löng eru þau mér afar hugijúf. Sumarið 1991 líður mér seint úr minni þegar við Birkir bjuggum hjá ykkur Báru í Safamýrinni. Það sem við gátum drukkið af teinu og spjall- að saman um heima og geima var með ólíkindum. Þú varst sestur við eldhúsborðið um leið og ég kom heim úr vinnu, spurðir mig frétta og varst góður hlustandi. Þessar samveru- stundir okkar munu ávallt lýsa upp minninguna um þig. Það var alltaf ánægjulegt að koma til ykkar Báru austur að Loftstöðum og sjá hvað þér leið vel þar. Enda með einstaka eiginkonu þér við hlið. Hennar atlæti og dugnaður hverfur seint úr minni. Nei, þú ert ei horfinn, en þú ert ei hér í þrengslum og nauðum, sem lífið býr; sælunnar engil sendirðu mér að segja, hvar andar þinn blærinn hlýr. (B.G.) Elsku Bára, ég votta þér mína dýpstu samúð. Ása.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.