Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 1
116 SÍÐUR B/C/D/E
27. TBL. 85. ÁRG.
SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gengið til skógar í Elliðaárdal
Efnahagskr eppan í Rússlandi
Herinn sagður
stefna í gjaldþrot
Moskvu. The Daily Telegraph.
GETA rússneska hersins til að heyja bardaga
er nú aðeins einn sjötti af því sem hún var
eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 og herinn
stefnir óðfluga í gjaldþrot verði útgjöldin til
varnarmála ekki aukin verulega, að sögn
embættismanna varnarmálaráðuneytisins í
Moskvu.
Aðeins helmingur herskipaflotans og þriðj-
ungur sveita landhersins er undir það búinn
að leggja til bardaga ef þörf krefði og kjarn-
orkuheraflinn er tveimur eða þremur kynslóð-
um á eftir herafla öflugustu ríkja Vestur-
landa, að því er fram kom á fundi embættis-
mannanna með rússneskum blaðamönnum.
Embættismennirnir telja að ef svo fer fram
sem horfir verði mikilvægir þættir í varnar-
kerfi Rússa gagnslausir í byijun næstu ald-
ar; loftvarnirnar um aldamótin, flugherinn
árið 2005 og sjóherinn og eldflaugasveitirnar
árið 2010.
Blaðamannafundurinn var liður í tilraunum
embættismannanna til að knýja á um að
stjórnin féllist á að auka útgjöldin til varnar-
mála. Þeir hafa á undanförnum mánuðum
varað við því að hætta sé á uppreisn innan
hersins en þær viðvaranir virðast hafa haft
lítil áhrif á stjórnina, sem telur að enginn
hershöfðingjanna sé líklegur til að standa
fyrir uppreisn.
Skuldirnar hlaðast upp
Skuldir hersins við hergagnaframleiðendur
nema nú sem svarar 410 milljörðum króna
og aukast um 22 milljarða á mánuði. Rúss-
neska dagblaðið Sevodnja sagði að útgjöldin
til varnannála þyrftu að nema'5% af vergri
þjóðarframleiðslu. Þau nema nú 3,8%, eru ívið
meiri en í stærstu ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins, en þjóðarframleiðslan í Rússlandi er
mun minni og landamærin miklu stærri.
Hong Kong
Tillögnr um
skert réttindi
samþykktar
Peking, Hong Kong. Reuter.
NEF’ND, sem kínversk stjórnvöld hafa skipað
til að fjalla um málefni Hong Kong, sam-
þykkti í gær tillögur sem eru sagðar skerða
þegnréttindi íbúa bresku nýlendunnar þegar
hún verður aftur hluti af Kína 1. júlí.
150 menn eiga sæti í nefndinni og aðeins
einn þeirra greiddi atkvæði gegn áfonnunum,
en það var Frederick Fung, formaður Lýðræð-
issambands Hong Kong. Tíu menn sátu hjá.
„Þeir ræddu um að afnema lög og ég gat
ekki fallist á það þar sem ég fann ekkert í
þeim sem gengur í berhögg við stjómlögin,"
sagði Fung. Kinveijar segja að stjórnlögin,
sem þeir hafa samið fyrir Hong Kong, tryggi
nýlendunni sjálfstjórn eftir að hún verður
hluti af Kina og verndi þegnréttindi íbúanna.
Kínveijar ætla að breyta 25 lögum, sem
heimila m.a. starfsemi stjórnmálaflokka og
friðsamleg mótmæli. Chris Patten, breski
landstjórinn í Hong Kong, sagði samþykkt
nefndarinnar mikið áhyggjuefni.
Gert að halda
meydómnum
BANDARÍSKI rithöfundurinn Tara
McCarthy hefur orðið við kröfu út-
gáfufyrirtækis í New York um að hún
skuldbindi sig til að vera hrein mey
þar til bók hennar verður gefin út
eftir fimm mánuði. Bókaútgáfan lagði
hart að henni að undirrita samning
með ákvæði um skírlífi vegna útgáfu
bókarinnar, sem nefnist Endurminn-
ingar jómfrúar og er ætluð ungum
konum. McCarthy er 26 ára kaþólikki
og skrifaði bókina til að sýna fram á
að ungar konur geti notið lífsins og
skemmt sér án þess að glata meydómn-
um. „Bókin fjallar um stefnumót og
rómantík, án þess að fólk þurfi að
sænga saman,“ sagði útgáfustjóri fyr-
irtækisins. „Okkur þótti því eðlilegt
að hún hegðaði sér í samræmi við
boðskapinn þar til bókin verður gefin
út í júní.“
„Þetta er ekki mikið mál fyrir mig
en ef þeir fresta útgáfunni um ár
gætum við þurft að endurskoða samn-
inginn,“ sagði McCarthy. Hún kvað
bókina fjalla um leitina að „drauma-
prinsinum" og sagðist ætla að vera
hrein mey þar til hann fyndist.
Makans leitað í
frumskógunum
BANDARÍSKI mannfræðingurinn
Kenneth Good hefur ákveðið að fara
með leitarsveit til frumskóga við Ama-
son-fljót í Suður-Ameríku í von um
að finna þar eiginkonu sína, indíána-
konu af frumstæðum ættbálki sem
hefur snúið aftur til æskuslóðanna.
Good kynntist konunni árið 1976
þegar hann rannsakaði lífshætti ætt-
bálksins í regnskógunum og hún var
þá aðeins ellefu ára. Þau giftust tveim-
ur árum síðar og þegar eiginkonan
var 22 ára féllst hún á að fylgja manni
sínum til Bandaríkjanna. Samband
þeirra vakti heimsathygli og fjölmiðl-
ar lýstu því sem einni mestu ástarsögu
allra tíma. Mannfræðingurinn sætti
þó harðri gagnrýni starfsbræðra
sinna, sem sögðu hann eigingjarnan
og skeyta ekki um velferð stúlkunnar.
Hjónin eignuðust þijú börn, en
eiginkonan átti erfitt með að laga sig
að lífsháttum Bandaríkjamanna eftir
að hafa alist upp í heimi lendarskýlna
og spjóta. Hún náði aldrei tökum á
enskunni og þoldi ekki forvitni ná-
grannanna. Hún sneri því aftur í frum-
skóginn árið 1993 og brasilískur ljós-
myndari segist hafa séð hana þar með
smábarn á bakinu, nakta með líkam-
ann málaðan og hvíta pinna í nefi og
kinnum að hætti ættbálksins.