Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 2
2 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Betri árangur
við Kröflu en
áætlað var
TVÆR borholur sem boraðar voru
við Kröflu á liðnu hausti gefa sam-
tals um 17 kg af gufu á sekúndu
og gefa þannig nægilega lágþrýsti-
gufu til þess að auka afl Kröflu-
virkjunar úr 30 MW í 45 MW eins
og áætlað hafði verið í fyrri áfanga
fynrhugaðrar aflaukningar.
í seinni áfanga aflaukningarinn-
Bensín hækkaði
um 90 aura
Sama verð
hjá öllum
BENSÍNLÍTRINN hækkaði um 90
aura hjá olíufélögunum þremur á
miðnætti aðfaranótt laugardags.
Sama verð er á bensíni hjá félögun-
um þremur, þ.e. 77,90 kr. fyrir lítr-
ann af 95 oktana bensíni og 82,60
fyrir 98 oktana. Þá hækkaði dísil-
olíulítrinn um 60 aura hjá félögunum
og kostar lítrinn nú 32,10 krónur.
ar, sem hafist verður handa við í
vor, verður aflið aukið í 60 MW.
Þá er ætlunin að afla háþrýstigufu
og til þess verða boraðar um 2.000
metra djúpar holur, en holumar frá
liðnu hausti eru um 1.000 metrar
að dýpt.
Að sögn Þorsteins Hilmarsson-
ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj-
unar, er útkoman nokkum veginn
eins og við var búist að öðru leyti
en því að önnur holan er heldur
lélegri en hin þeim mun betri.
Reiknað var með að um 8 kg af
gufu fengjust á sekúndu úr hvorri
holu en þegar holunum var hleypt
upp nýverið og kraftur þeirra
kannaður kom í ljós að önnur þeirra
gefur 5 kg á sekúndu og hin 12
kg. Samtals gefa holurnar því 17
kg, sem er einu kílói meira en gert
var ráð fyrir í upphaflegu útreikn-
ingunum.
Þorsteinn segir það ekki koma
að sök að kraftur holanna sé mis-
munandi. Að vísu þurfí að aðlaga
gufuveituna, pípulagnir og annað
slíkt, en það sé tæknilega vel við-
ráðanlegt.
Skoðanakönnun Gailups
Sjálfstæðisflokk-
urmeð 34,8%
Alþýðuflokkur með næstmest fylgi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
fengi 34,8% atkvæða ef gengið
væri til þingkosninga nú, sam-
kvæmt könnun, sem ÍM-Gallup
gerði í desember síðastliðnum.
Fylgi flokksiní hafði þá minnkað
um rúmlega fímm prósentustig frá
í október.
Alþýðuflokkurinn bætir við sig
frá könnuninni í október og mæl-
ist fylgi hans 22,2% í desember.
Framsóknarflokkurinn fær 19,9%,
Alþýðubandalagið 17,3%, Kvenna-
listinn 5,1% og Þjóðvaki 0,6%.
Óákveðnir og þeir, sem neita
að svara, eru 13,3% og þeir, sem
myndu skila auðu eða ekki kjósa,
eru 8,6%. Úrtak könnunarinnar
var 1.200 manns og svarhlutfall
72,9%. Könnunin var framkvæmd
13.-20. desember.
Fjórðungur býst við
batnandi kjörum
Rétt tæplega fjórðungur svar-
enda í skoðanakönnuninni býst við
batnandi kjörum á árinu 1997. í
könnuninni sögðust 24,7% búast
við að lífskjörin bötnuðu á árinu,
tæplega 64% bjuggust við að þau
yrðu svipuð og á síðasta ári og
tæplega 12% töldu að kjörin
myndu versna.
í fyrra bjuggust 38% við betri
kjörum á árinu 1996 en árið á
undan og hefur bjartsýni á kjara-
bót því minnkað lítið eitt.
Hins vegar sögðust 85% svar-
enda í könnuninni bjartsýnni fyrir
nýja árið en þeir hefðu verið fyrir
það gamla. Er spurt var um bjart-
sýni í kringum áramótin 1995-
1996 var þetta hlutfall 89%.
Gallup spurði fólk álits á brýn-
ustu verkefnum stjómmálamanna
á nýja árinu. Flestir (29%) nefndu
kjarabætur til handa landsmönn-
um og næstflestir kjarajöfnun
(17%).
Forsetakjör mikilvægast
Spurt var um atburði iiðins árs
og sögðu 51,9% að forsetakosn-
ingarnar hefðu verið mikilvægast-
ar. Þá sögðu 11,4% að mikilvæg-
ast hefði verið að Ólafur Ragnar
Grímsson var kjörinn forseti. Hins
vegar töldu 15,5% að það versta,
sem gerðist árið 1996, hefði verið
kjör Olafs Ragnars.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Húsfyllir
á Gus Gus
HÚSFYLLIR var á tónleikum
Gus Gus í Perlunni síðastliðið
föstudagskvöld. Um átta
hundruð manns greiddu að-
gangseyri en þar voru líka
þáttagerðarmenn frá tónlist-
arsjónvarpinu MTV, og fleiri
erlendir fjölmiðlar. Auk þess
voru á tónleikunum starfs-
menn fyrirtælga frá Þýska-
landi, Frakklandi, Japan og
frá Warner í Bandaríkjun-
um, sem eiga eftir að dreifa
plötu Gus Gus. Flokkurinn
er kominn á mála hjá einni
virtustu útgáfu Bretlands,
4AD, og voru tónleikarnir
haldnir á vegum útgáfufyrir-
tækisins.
LÍ A gerir samninga við Fox Sports International
Islenskum akstursíþróttum
sjónvarpað um allan heim
Morgunblaðinu í dag fylgir blaðauki
sem nefnist Fjármál fjölskyldunnar.
LANDSSAMBAND íslenskra akst-
ursfélaga (LÍA) hefur samið við Fox
Sports International, stærsta dreif-
ingar- og söluaðila íþróttaefnis í
heimi, um sölu og dreifingu á sjón-
varpsþáttum sambandsins, sem
alla um íslenskar akstursíþróttir.
lafur Guðmundsson, forseti LÍA,
segir samkomulagið afrakstur
nokkurra mánaða viðræðna og ljóst
sé að ef dreifíngar- og söluáætlanir
Fox Sports gangi eftir muni um
einn og hálfur milljarður sjón-
varpsáhorfenda um allan heim geta
notið íslenskra akstursíþrótta.
Um er að ræða tvo samninga,
annars vegar samning um sýningar
á sjónvarpsstöðvum í eigu Fox, sem
eru dreifðar um allan heim og hins
vegar einkaréttarsamning til dreif-
ingar og sölu fyrir Fox inn á sjón-
varpsstöðvar í eigu annarra. Samn-
ingarnir eru til tveggja ára og
kveða á um framleiðslu á tíu
klukkutímalöngum þáttum hvort
ár. Efni þáttanna verður fyrst og
fremst íslensk torfæra en einnig
verður árlega þáttur sem helgaður
er Alþjóðarallinu hér á landi auk
efnis frá keppni á vélsleðum. Fyrsti
þátturinn á að vera tilbúinn 1.
mars næstkomandi.
Fox Sports International er í
eigu News Corp., sem er í eigu
Ruberts Murdoch. Ólafur Guð-
mundsson segir að í upphafi verði
beinn fjárhagslegur ávinningur af
samningunum lítill en slái efnið í
gegn sé ljóst að verulegar upphæð-
ir muni skila sér inn í íslenskt
mótorsport á næstu árum. „Fyrir
fyrrnefnda samninginn fáum við
auglýsingatíma á sjónvarpsstöðv-
um í eigu Fox og síðan borga þeir
okkur prósentur af sölu. Við vitum
ekki hvað þetta þýðir í peningum
þegar upp verður staðið en erum
þó mjög ánægðir. Með þessum
samningum erum við búnir að ná
markmiði okkar um heimsdreif-
ingu efnisins," sagði Ólafur.
Forseti LÍA segir hugmyndina
um sölu efnisins úr landi fimm ára
gamla. „Við höfum unnið að þessu
í þijú ár en um þessar mundir er
aðeins eitt ár síðan farið var að
sýna torfæruna á Eurosport. Eitt
ár í kynningu efnis á heimsmarkaði
þykir hlægilega stuttur tími en við
erum greinilega með réttan hlut á
réttum tíma - efni sem alþjóðlegt
sjónvarp vill kaupa. Torfæran er
eitthvað nýtt fyrir útlendingum,
þetta er íslensk uppfínning sem
býður upp á hraða og spennu. Efni
sem hreyfir við adrenalíninu hjá
fólki án þess að um kynlíf eða blóðs-
úthellingar sé að ræða,“ sagði Ólaf-
ur Guðmundsson.
A
Isssissggjgflggl
Sviptingar
í sjóflutningum *
►Sjóflutningamarkaðurinn hefur
verið í sviðsljósinu að undanfömu.
Margir innflytjendur óttast að
samkeppni þar minnki. /10
Tsjetsjnija enn
í greipum Rússa
►Aslan Maskhadov, sigurvegari
forsetakosninganna í Tsjetsjníju, á
erfiða baráttu fyrir höndum. /12
StofnaA til að
styrkja samheldni
iðnaðarmanna
►iðnaðarmannafélagið í Reykja-
vík fagnar á morgun 130 ára af-
mæli sínu. /20
Hefur gengið vel
- sjö-níu-þrettán
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Guðlaug
Inga Sigurðsson, skólastjóra Flug-
skólans Flugtaks. /22
Kviðsjárspeglun
fjölgar valkostum
skurðlækna
►Bandarískur sérfræðingur í
kviðsjárspeglunaraðgerðum var
hér á landi fyrir skömmu og gerði
nokkrar nýstárlegar aðgerðir
ásamt íslenskum skurðlækni. /24
B
► 1-32
Gunnar og gullöldin
►Gunnar Sigurðsson er nýhættur
formennsku Knattspymufélags ÍA
eftir aldarfjórðungs forystu.
Stjómartími hans var sannkölluð
gullöld Skagamanna. /1-5
Misjafnir dagar
í Miðafríku
►íslenska fjölskyldansem ók frá
syðsta odda Afríku áleiðis að
Tröllaskaga á íslandi segir frá ferð
um Miðafríkulýðveldið. /6
Gegnum tíðina
► Rætt við Magnús Eiríksson um
tónlistarferilinn ogtilurð laganna
sem glatt hafa eyru landans. /12
FERÐALÖG
__
Istanbul
►Þær milljónir manna sem búa í
þessari tyrknesku borg em ekki
steyptar í sama mótið. /2
Vinnufundirá
flugvellinum
►Miðstöð fyrir fólk úr viðskiptalíf-
inu hefur verið opnuð á Heathrow
flugvellinum í London. /4
BÍLAR_____________
► 1-4
Gera upp 1946 árgerð
Chevrolet
►Olíufélagið hf. hefur látið gera
upp einn af fyrstu olíubílum félags-
ins, Chevrolet af árgerð 1946. /1
Reynsluakstur
►Nýr Volvo V70 er vel búinn og
ákjósanlegur ferðabíll. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42
Leiðari 28 Skák 42
Helgispjall 28 Fólk í fréttum 44
Reylqavfkurbréf 28 Bió/dans 45
Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 50
Minningar 32 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Gámr 8b
Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 8b
ídag 42 Kvikmyndir lOb
Brids 42 Dægurtónl. 12b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6