Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 6
6 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Aldarfjórðungur frá voðaverkum breska hersins á Norður-írlandi
ÖFGAMENN beggja vegna víglínunnar koma í veg fyrir að ákall almennings á Norður-írlandi um frið verði að veruleika.
Reuter
Iskugga
Sunnudagsins
blóðuga
Fyrir 25 árum fylltist heimsbyggðin hryll-
inffl er þær fréttir bárust að breskir her-
menn hefðu skotið 13 óbreytta borgara
til bana á N-írlandi. Davíð Logi Sigurðs-
son, fréttaritari Morgunblaðsins í Belfast,
rifjar þennan atburð upp og fjallar um
ástand og horfur á Norður-írlandi.
ÞAÐ var sunnudag einn fyr-
ir 25 árum sem fallhlífa-
liðssveitir breska hersins
skutu 13 saklausa borgara til
bana á götum Derry/London-
derry-borgar á Norður-írlandi.
30. janúar 1972 er því jafnan
minnst sem Sunnudagsins blóð-
uga og nú um stundir riíja menn
upp atburði þessa sem vöktu
skelfmgu um heim allan. í því
stormsama ástandi sem nú ein-
kennir deiluna á Norður-írlandi
gefur afmæli sem þetta litla von
um bjarta framtíð heldur skerpir
andstæðurnar enn frekar og boðar
róstusama daga.
Þennan dag hafði farið fram
mótmælaganga en þær voru al-
gengar meða kaþólskra íbúa
Norður-írlands undir lok sjöunda
áratugarins og í upphafi þess átt-
unda. Þeir fóru fram á aukin
mannréttindi en heimastjórn sam-
bandssinna hafði allt frá stofnun
Norður-írlands árið 1920 haldið
fast um valdataumana og van-
treyst öllum kaþólikkum sem áttu
til að mynda erfitt með að fá at-
vinnu og úthlutað húsnæði frá
hinu opinbera auk þess sem
stjórnmálakerfið tryggði að raddir
sambandssinnaðra mótmælenda
yfirgnæfðu ávallt raddir kaþól-
ikka. Mótmælin fóru stigvaxandi
frá 1969 og írski lýðveldisherinn
IRA kom fram á sjónarsviðið á
ný eftir nokkurra ára svefn. I
augum sambandssinna var sama-
semmerki milli IRA annarsvegar
og þess stóra hóps fólks sem
krafðist mannréttinda hinsvegar
og yfirvöld höfðu árið áður tekið
á það ráð að banna allar göngur
en baráttumenn fyrir mannrétt-
indum höfðu hundsað bannið
mánuðina á undan og gerði það
einnig í þetta skipti. Að þeirra
mati var mótmælabannið enn ein
sönnunin um mannréttindabrot á
kaþólikkum á Norður-írlandi og
að sönnu átti enginn von á því
að þurfa að gjalda fyrir slíkt lög-
brot með lífi sínu.
Mótmælagangan sem farin var
30. janúar endaði með ósköpum.
Því var haldið fram á sínum tíma
að skotið hefði verið á hermenn-
ina og jafnframt að flestir göngu-
manna hefði verið verið meðlimir
IRA, þ.m.t. margir hinna látnu.
Þær ásakanir áttu ekki við rök
að styðjast en þrátt fyrir áratuga
baráttu fjölskyldna hinna látnu
hefur gengið erfiðlega að fá
bresk yfirvöld til að viðurkenna
glæpinn og enginn hefur nokkurn
tíma þurft að svara til saka. Nú
á þessum tímamótum hafa marg-
ir hins vegar hvatt bresku ríkis-
stjórnina að viðurkenna opinber-
lega sakleysi þeirra látnu og tók
John Bruton, forsætisráðherra
írlands, undir þessar kröfur í vik-
unni. Undir niðri kraumar
óánægja með þá vansæmd sem
hinum látnu er sýnd og boðar það
ekki gott í þvi eldfima ástandi
sem einkennir Norður-írland nú
um stundir. Atburðir Sunnudags-
ins blóðuga vöktu líka andstyggð
hvarvetna á sínum tíma og svo
sterk urðu viðbrögðin á írlandi
að 2. febrúar 1972 var breska
sendiráðið í Dublin brennt til
kaldra kola. Stuttu seinna ákvað
síðan breska ríkisstjórnin að taka
í taumana. Hún afnam heima-
stjórn sambandssinna, sendi
norður-írska þingið heim og allar
götur síðan hefur Norður-Irlandi
verið stjórnað beint frá Lundún-
um.
Aldarfjórðungur ofbeldis
og manndrápa
Saga þeirra 25 ára sem liðin
eru er blóðug saga hryðjuverka
og manndrápa. Fjölmargir sak-
lausir borgarar hafa fallið í val-
inn. Um það verður ekki deilt að
ástandið nú er fjarri því að geta
talist gott. Vart hefur liðið sá
dagur í janúar-mánuði að ekki
hafí borist fréttir af óhæfuverkum
IRA-manna.
Með síendurteknum griðarof-
um IRA hefur oft munað litlu að
róttækir sambandssinnar tækju
upp sömu aðferðir. Eftir skotárás
IRA-manna á lögreglumenn
föstudag fyrir jól í Belfast hafa
þeir loks látið draga sig fram á
vígvöllinn á ný þótt umsvif þeirra
séu, enn sem komið er, takmörk-
uð og reyndar neita sambands-
sinnar því að þeir hafi rofið
vopnahlé sitt.
Árás IRA fyrir jól átti sér stað
við bamaspítala í Belfast þar sem
þingmaður sambandssinnaflokks
Ians Paisley (DUP) var í heim-
sókn. Byssumönnum IRA tókst
ekki að ógna þingmanninum en
tveir lögreglumenn, sem voru þing-
manninum til fylgdar, særðust í
árásinni. Þessi árás vakti mikla
andstyggð svo stuttu fyrir jól og
ekki síst vettvangur hennar þar
sem saklaus böm hefðu auðveld-
lega getað orðið fómarlömb IRA.
Sambandssinnar virðast eink-
um hafa lagt áherslu á að vara
IRA-menn við að þeir megi eiga
von á hefndum ef þeir lýsa því
formlega yfir að vopnahlé þeirra
sé lokið. Þá mun stjórnmálaöflum
þeim sem hafa tengsl við þá verða
meinuð áframhaldandi þátttaka í
„friðarviðræðum" á sama hátt og
Sinn Fein, stjórnmálaarmi IRA,
er meinað að setjast að samninga-
borðinu.
„Friðarviðræður" virðist hjá-
kátlegt orð í ljósi nýjustu atburða
og hvort slíkar viðræður em ein-
hvers virði án helstu deiluaðilanna
er auðvitað afar vafasamt. Sú
staðreynd að enginn árangur náð-
ist í viðræðum á meðan vopnahlé
þó ríkti gefur að auki öfgasinnum
beggja vegna víglínunnar þá rétt-
lætingu sem til þarf til að halda
áfram vopnaðri baráttu.
„Flugeldar“ í tilefni
áramóta
Um áramót reyndi IRA að
koma fyrir sprengju í Belfast-
kastala og nýja árið hefst á líkan
máta. IRA hefur aðallega gert
árásir á breska herinn, lögregluna
eða önnur skotmörk sem hafa
táknræn gildi í deilunni en auk
þess að standa fyrir fjölmörgum
árásum víðsvegar um Norður-
Irland hafa þeir hringt inn falskar
sprengjuviðvaranir.
Aukin umsvif IRA hafa reyndar
enn ekki kostað mannslíf en sú
huggun þykir duga skammt, sér-
staklega ef sambandssinnar taka
upp vopn sín á ný en heimildir
innan þeirra raða herma að undir
eins og aðgerðir IRA kosti manns-
líf muni þeir hefja gagnárásir af
fullum þunga. Við sjóndeildar-
hringinn lúmir síðan vitneskjan
um göngur Óraniumanna í gegn-
um hverfi kaþólikka, sem ollu síð-
asliðið sumar verstu óeirðum um
árabil milli kaþólikka og mótmæl-
enda, og verða væntanlega endur-
teknar í sumar sem kemur. Eng-
inn árangur hefur náðst í viðræð-
um um að leysa þann vanda sem
þessar árlegu göngur hafa í för
með sér.
Af þessum sökum eru þeir auð-
fundnir sem spá því að upp úr
muni sjóða sem sjaldan fyrr á
allra næstu vikum eða mánuðum.
Á meðan hafa bæði lögreglan og
herinn aukið umsvif sín í Belfast
og þyrlur sveima stanslaust yfir
borgini horfandi vökulu auga á
allt það sem fram fer.
Norður-írland og breskar
þingkosningar
Bresk yfirvöld héldu því fram
á sínum tíma að göngumenn þann
30. janúar 1972 hefðu flestir ver-
ið handbendi IRA. Nýjar sannanir
sýna enn betur hversu fjarstæðu-
kennd sú kenning var því að í
flestum tilfellum voru þeir sem
dóu aðeins venjulegir borgarar.
Tilraunir til að hylma yfir og bera
í bætifláka fyrir aðgerðir her-
mannanna þennan dag áttu hins
vegar sjálfsagt stóran þátt í því
að stuðningur við IRA jókst gífur-
lega eftir Sunnudaginn blóðuga
og sjaldan hafa eins margir geng-
ið í samtökin eins og einmitt
mánuðina þar á eftir.
Og IRA hefur tekist að nota
sér minninguna um „Bloody
Sunday" sem vopn í baráttunni
um samúð og athygli. Til að
mynda stóð Sinn Fein fyrir minn-
ingarathöfnum nú á afmælinu og
á 20 ára afmælinu fyrir fimm
árum var Gerry Adams, leiðtogi
Sinn Fein, meðal ræðumanna,
mörgum til mikillar hneyslunar
þar eð IRA ber vitanlega mikla
ábyrgð á þvi að tala látinna hefur
margfaldast á þeim 25 árum sem
liðin eru auk þess sem flestir
þeirra sem féllu tengdust á engan
hátt IRA.
Ekki er fyllilega ljóst hvaða
áhrif þessi mikla umfjöllun um
Sunnudaginn blóðuga mun hafa
á stjórnmálaástandið hér á Norð-
ur-Irlandi en í versta falli gæti
hún hrundið af stað enn frekari
átökum. Bjartsýnir menn eins og
John Hume, leiðtogi hófsamra
lýðvledissinna (SDLP), halda því
reyndar statt og stöðugt fram að
enn megi vonast eftir nýju IRA-
vopnahléi fáist bresk yfirvöld til
að lýsa því yfír að við slíkar að-
stæður verði Sinn Fein hleypt að
samningaborðinu að uppfylltum
vissum skilyrðum. Ríkisstjórn
Johns Majors, forsætisráðherra
Bretlands, er nú hins vegar háð
stuðningi norður-írskra sam-
bandssinna í breska þinginu og
því útilokað að Major taki upp
stefnu nú sem myndi valda úlfúð
meðal þeirra.
í raun eru málefni Norður-
írlands því í biðstöðu þar til eftir
þingkosningar á Bretlandi þegar
Ijóst verður hvers konar ríkis-
stjórn tekur við völdum, og hversu
mikinn styrk hún mun hafa á
þingi. Á hinn bóginn má efast um
að sú niðurstaða muni nokkru
breyta þegar til kastanna kemur
og engin trygging er fyrir því að
hryðjuverkamennirnir séu tilbúnir
til að bíða niðurstöðu kosning-
anna. Á 25 ára afmæli Sunnu-
dagsins blóðuga rambar Norður-
Irland á barmi hyldýpsins og allt
tal um frið virðist fjarlægt.
ERLENT
Reuter
ANDLITSMYND Rembrandts.
Dýrust mið-
að við stærð
New York. Reuter.
MINNSTA málverk sem vitað
er um eftir hollenska málarann
Rembrandt var selt á uppboði
hjá Sotheby’s í New York á
fimmtudag. Seldist verkið, sem
er á stærð við peningaveski og
er andlitsmynd af gömlum
manni, fyrir 2,9 milljónir dala,
um 203 milljónir ísl. kr. Sögðu
uppboðshaldarar að væri tillit
tekið til stærðarinnar, væri
þetta dýrasta mynd sögunnar,
á hvern fersentimetra.
Andlitsmyndin er 10,8 cm x
6,4 cm og var máluð árið 1633.
Hún var hluti safns átta mynda
sem milljónamæringurinn Saul
Steinberg átti. Kaupandinn var
evrópskur safnari. Myndirnar
átta úr safni Steinbergs seldust
á 10,9 milljónir dala, um 760
milljónir ísl. Var smámyndin
metin á 1,5-2 milljónir dala.
-----» ♦ ♦-----
Oveður í
Noregi og
Finnlandi
Helsinki, Ósló. Morgunblaðið.
ÓVEÐUR gekk yfir í norðurhluta
Noregs og Finnlands á föstudag
með mikilli snjókomu, en ekki var
vitað til að slys hefðu orðið á
mönnum. í nokkrum sveitarfélög-
um nyrst í Finnlandi var skila-
frestur skattframtals framlengd-
ur vegna veðurofsans. Víða lam-
aðist umferð og í miðbæ Vadso í
Noregi var aðeins fært á snjósleð-
um.
Almannavarnir, Rauði krossinn
og lögreglan í Noregi fór um göt-
ur Vadso á snjósleðum. Ýmsir
bæjarbúar gerðu slíkt hið sama
og voru látnir óáreittir af yfirvöld-
um þótt slíkt teljist ólöglegt.
Norska lögreglan þurfti sér-
staklega að sækja frammámenn
bæjarins til síns heima svo að þeir
gætu sinnt störfum sínum.
„Við höfum engar fréttir haft
um slys á mönnum," sagði Karl
Terje Sagen í lögregluumdæmi
Vadso. „I Kjolle-fírði strandaði
bátur, snjóskriða féll í Dy-firði og
húsþak fauk á Vadso-eyju. Enginn
hefur hins vegar slasast."
Metvindhraði
i Finnlandi
Fannfergi var slíkt í Norður-
Finnlandi að vegir lokuðust og
leggja þurfti niður skólahald á
nokkrum stöðum. Flugsamgöng-
ur til Rovaniemi og Ivalo í Lappa-
landi lágu niðri mest allan daginn.
í veðurathugunarstöð einni í
Lapplandi mældist vindhraði 45
metrar á sekúndu, sem samsvarar
fárviðri. Er það mesti vindhraði,
sem mælst hefur í Finnlandi.
►
)
>
í
I
r
i
i
»
t
i
i
i
i
t