Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 8
8 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nefnd um endurskoðun LÍN leyst upp
„Ljóst að nefndin
næði ekki lengra“
NEFND sem Björn Bjarnason
menntamálaráðherra setti á lagg-
imar í ágúst 1995 til að endurskoða
lög og reglur um Lánasjóð íslenskra
námsmanna var leyst frá störfum
6. janúar sl. Ráðherrann segir það
hafa verið orðið ljóst að nefndin
myndi ekki ná lengra í störfum sín-
um og því hefði hún verið leyst upp.
Bjöm segist hafa mælst til þess,
að ósk fulltrúa námsmanna í nefnd-
inni, að námsmannasamtökin sendu
honum skriflega hugmyndir sínar
um breytingar á núgildandi lögum
um LÍN fyrir 6. febrúar nk. „Um
það hefur verið deilt hvernig breyta
beri ákvæðum núgildandi laga um
út- og endurgreiðslu lánanna. Tel
ég að það mál sé komið í höfn eftir
viðræður forystumanna stjómar-
flokkanna, sem eðlilegt er að taki
af skarið um pólitísk ágreiningsmál
af þessu tagi,“ segir hann.
Ráðherrann kveðst einkum vilja
leggja áhersju á tvö atriði í þessu
sambandi. „í fyrsta lagi má aukið
fjárstreymi til LÍN ekki verða til
þess að draga úr fjárveitingum til
annarra þátta fræðslumálanna.
Aukið ráðstöfunarfé námsmanna
má ekki verða til þess að veikja
stofnanir sem veita þeim fræðslu,
slíkt væri óviðunandi.
í öðru lagi tel ég af og frá að
umræðu um stuðning ríkisvaldsins
við lánasjóðinn ljúki þótt nú takist
samkomulag um málefni hans. Er
nauðsynlegt í framhaldinu að beina
umræðunni í nýjan farveg, þar sem
hugað verði að gjörbreyttri skipan
lánakerfisins. Skilið verði á milli
háskóla- og framhaldsskólanema
og skilgreint hvar mörkin skuli
vera milli námsaðstoðar annars
vegar og félagslegrar aðstoðar
hinsvegar."
3V2árs
fangelsi
fyrir amfet-
amínsmygl
ÞRÍTUGUR maður, Jón Kristján
Jacobsen, hefur verið dæmdur í
fangelsi í þijú ár og sex mánuði
fyrir að flytja inn til landsins 955
grömm af amfetamíni í september
1995.
Málið komst upp þegar tollverð-
ir á Tollpóststofunni í Reykjavík
tóku pakka frá Rotterdam til skoð-
unar og fundu þar tréstyttu í líki
mörgæsar og í henni fyrrgreint
magn af amfetamíni.
Efnið var tekið úr og í þess stað
sett óvirkt efni og búnaður til þess
að fylgjast með sendingunni. Síðan
sótti maður pakkann í pósthús og
til hans sótti Jón Kristján Jacobsen
síðan pakkann og gróf hann í
Rauðhólum. Þar lagði lögregla
hald á styttuna og handtók síðan
Jón Kristján, sem viðurkenndi að
hafa keypt efnið og látið senda sér
það í styttunni og hafi innflutning-
urinn verið í hagnaðarskyni.
Hann hafði að sögn greitt 3.000
hollensk gyllini, um 110 þús krón-
ur, fyrir efnið í Hollandi, en vonað-
ist til að fá fyrir það 3-3,5 m.kr.
hér á landi. í gögnum lögreglunnar
kom hins vegar fram að götuverð
á amfetamíni sé 4.-5.000 krónur
þannig að selja hefði mátt efnið á
allt að því tæplega 4,8 m.kr.
Efnið var frekar veikt við efna-
greiningu og sagðist maðurinn
e.t.v. mundu hafa selt það í einu
lagi fyrir hagnað á bilinu 1-1,5
milljón króna. Hann sagðist hafa
skipulagt brotið til að koma undir
sig fótunum fjárhaglega.
Maðurinn hafði áður hlotið
nokkra dóma, m.a. fyrir að hafa í
fórum sínum amfetamín og e-töfl-
ur sem hann hugðist selja til að
fjármagna eigin fíkniefnaneyslu.
Meirihluti Hæstaréttar stað-
festi á fimmtudag ákvörðun hér-
aðsdómara um fangelsi í 3 ár og
sex mánuði fyrir brotið en tveir
dómendur töldu 3 ára fangelsi
hæfilegt.
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:
► þök
► þaksvalir
► steyptar rennur
► ný og gömul hús
- unnið við öll veðurskilyrði
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370 • fax 562 1365
Lækir lifandi vatns
Ráðstefna um
tákn og undur
Lækir lifandi vatns
er heitið á alþjóð-
legri ráðstefnu
sem haldin verður í
Reykjavík 14.-16. febrúar
næstkomandi. Að ráð-
stefnunni standa Fríkirkj-
an, Vegurinn, Hvíta-
sunnukirkjan Fíladelfía og
samtökin Ungt fólk með
hlutverk, sem starfa innan
Þjóðkirkjunnar. Friðrik Ó.
Schram guðfræðingur er
formaður undirbúnings-
nefndar.
Hvert er viðfangsefni
ráðstefnunnar?
„Það er að fjalla um
merkilega hreyfingu Heil-
ags anda sem orðið hefur
vart í kirkjum víða um
heim undanfarin þijú ár.
Þessi hræring hófst með
áhrifamiklum hætti í litlum söfn-
uði, sem kemur saman í verslunar-
byggingu við flugvöllinn í Toronto
í Kanada, þann 20. janúar 1994.
Heilagur andi féll yfir söfnuðinn
og margir fengu að reyna mjög
sterka nærveru Guðs með ýmsum
sýnilegum táknum. Þetta gerðist
fyrirvaralaust og kom öllum á
óvart. Kvöldið eftir gerðist þetta
aftur og hélt áfram næstu kvöld.
Söfnuðurinn hefur komið saman á
hverju kvöldi síðan, nema á mánu-
dagskvöldum, allt til dagsins í
dag. Söfnuðurinn hefur fjórfaldast
að stærð auk þess sem fjöldi gesta
hefur streymt alls staðar að úr
heiminum. Talið er að um ein millj-
ón einstaklinga hafi heimsótt
þennan litla söfnuð á þriggja ára
tímabili.
Áhrifin hafa breiðst út og til
dæmis er talið að um fimm þúsund
söfnuðir og kirkjur í Bretlandi
hafí orðið fyrir áhrifum af hreyf-
ingunni. Margir prestar sem voru
orðnir þreyttir og lúnir í starfi
segjast hafa endurnýjast við það
að heimsækja þessa kirkju.“
Hver eru þessi sýnilegu tákn?
„Þau geta verið bæði andleg og
líkamleg. Fólk finnur fyrir miklum
innri friði og gleði auk þess sem
margir hafa fengið líkamlega
lækningu, losnað undan kvíða,
vanmetakennd og ýmsum kvillum.
Oft fylgir titringur og skjálfti,
einkum í höndum, hlátur og grátur
og margir hníga niður og verða
frá sér numdir af sterkri vitund
um nærveru Guðs.
Margir undrast líkamleg ein-
kenni sem þessi, því þau hafa ekki
verið áberandi í kirkjum hin síðari
ár. Þetta hefur þó fylgt kristnum
vakningarhreyfmgum frá upphafi
og var áberandi meðal annars í
Vakningunni miklu í Bandaríkjun-
um á 18. öld og í Wales um alda-
mótin. Eins má nefna vakninguna
í kringum John Wesley, þar sem
líkamleg einkenni voru áberandi."
Hefur þú sjálfur orðið fyrir slíkri
reynslu?
„Já, ég var í London í janúar
1995 og frétti af Biskupakirkju-
söfnuði, við Brompton Road, þar
sem þessara áhrifa hafði þá gætt
um hálfs árs skeið. -------------
Ég fór á kynningar-
fund þar sem kynna
átti það sem breska
pressan kallaði Tor-
onto-blessunina. Á l“,"—““
fundinum var fólki boðin fyrirbæn
og ég þáði hana. Þama eignaðist
ég eina dýpstu trúarreynslu mína
á lífsleiðinni, fann fyrir mjög
sterkri snertingu Heilags anda.
Ég fór úr kirkjunni sem nýr maður.
Daginn eftir fór ég til Toronto
og var þar í fimm daga að kynna
mér söfnuðinn þar sem þessi
hreyfíng hófst. Þá var verið að
Friðrik O. Schram
► Friðrik Ó. Schram er fædd-
ur 8. febrúar 1946 í Reykjavík.
Hann lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla íslands 1966 og
guðfræðiprófi (cand. theol.) frá
Háskóla Islands 1985. Hann
starfaði við verslunar- og skrif-
stofustörf áður en hann sneri
sér að þýðingu Lifandi orðs,
Nýja testamentisins á daglegu
máli. Friðrik var einn af stofn-
endendum samtakanna Ungt
fólk með hlutverk, á hvíta-
sunnudag 1976, en það eru leik-
mannasamtök innan þjóðkirkj-
unnar. Hann hefur verið for-
maður þeirra frá upphafi. Frið-
rik hefur kennt við skóla sam-
takanna á Eyjólfsstöðum á Völl-
um og haldið námskeið innan
lands og utan. Friðrik er kvænt-
ur Vilborgu R. Schram leik-
skólakennara og eiga þau þijú
uppkomin börn.
Sterk vitund
um nærveru
Guðs
minnast þess að ár var liðið frá
því að hræringin byijaði. Á sam-
komunum í Toronto voru 4-5 þús-
und manns. Það var beðið sérstak-
lega fyrir næstum hveijum einasta
sem þarna var. Mjög margir sögðu
frá sterkri reynslu sinni af kær-
leika og krafti Guðs.
Eftir heimkomuna fór ég að
biðja fyrir fólki í framhaldi af
þeirri endurnýjun sem ég hafði
reynt. Það sama gerðist hér og
ytra, fólk varð djúpt snortið af
anda Guðs, fékk að reyna lækn-
ingu og losnaði við ýmsa kvilla,
feimni, stam og ýmislegt fleira. I
framhaldi af því buðum við fulltrú-
um safnaðarins í Toronto hingað
haustið 1995 og héldum ráðstefnu.
Hana sóttu mörg hundruð manns
og sömu einkenni fylgdu og ann-
ars staðar. Mikill fögnuður, gleði,
hlátur og uppörvun.“
Hvernig verður ráðstefnunni hátt-
að nú.
„Yfír daginn verður kennt í
húsnæði Vegarins í Kópavogi og
síðan verða kvöldsamkomur opnar
almenningi í Fíladelfíukirkjunni
meðan húsrúm leyfir. Þar verður
ekki hleypt inn nema 500 manns
til þess að vel fari um alla. Fyrir-
lesarar verða dr. Guy Chevrau frá
--------- Toronto og séra
Stewe Witt frá Cleve-
land í Ohio í Banda-
ríkjunum. Dr. Chev-
rau hefur skrifað
“™"““ þijár bækur um þessa
hreyfingu og ein verið þýdd á níu
tungumál. Með fyrirlesurunum
koma 11 manns sem sinna fyrir-
bæn og sálgæslu. Von er á tæp-
lega 50 þátttakendum frá Færeyj-
um og fréttamanni frá Þýskalandi
sem ætlar að skrifa um ráðstefn-
una. Þátttaka á daginn er tak-
mörkuð við 350 manns og er búist
við að ráðstefnan verði fullsetin."