Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1997
FRÉTTIR
BSRB hafnar launa-
stefnu ríkis o g borgar
BSRB hafnar alfarið stefnu þeirri
sem ríki og Reykjavíkurborg kynntu
forystu samtakanna í fundi fyrir
skömmu, í tengslum við breytingar
á launakerfinu, samkvæmt yfirlýs-
ingum sem samþykkt var á sameig-
inlegum fundi stjórnar BSRB og
formanna aðildarfélaga bandalags-
ins_ á föstudag.
{ yfírlýsingunni segir m.a. að
grundvallarskilyrði og forsenda fyr-
ir viðræðum um breytt launakerfí,
sé sú að samið verði um laun og
önnur starfskjör á félagslegum
Prófessorar bíða eftir
úrskurði kjaranefndar
Kjara-
samningar
hafa ekki
dugað
GUÐMUNDUR Magnússon, for-
maður Félags prófessora í Háskóla
íslands, segir að viðræður standi
yfir milli prófessora, Félags háskóla-
kennara og yfírstjórnar Háskólans
um ýmsa þætti kjaramála háskóla-
kennara. Hann segir að kjarasamn-
ingar hafí dugað prófessorum illa
undanfarna áratugi og þeir fagni
því almennt að laun þeirra skuli
vera ákveðin af kjaranefnd.
í Morgunblaðinu nýlega lýsti
Hjalti Hugason, prófessor í guð-
fræði, efasemdum um að rétt hefði
verið af prófessorum að afsala sér
samningsrétti og fela kjaranefnd að
ákveða laun sín. Guðmundur Magn-
ússon sagði að meirihluti prófessora
væri annarrar skoðunar.
„Félag pófessora í Háskóla fs-
lands var stofnað fyrir hartnær 10
árum í því skyni að vinna að bættum
kjörum og öðrum hagsmunamálum
prófessora. Allur þorri félagsmanna
vildi þá að laun þeirra yrðu ákveðin
af kjaradómi. Eigi að síður féllust
þeir á að bíða átekta til þess að
gefa skoðanabræðrum Hjalta tæki-
færi til þess að sanna mál sitt.
Nær allir prófessorar telja að
kjarasamningar hafí dugað þeim illa
undanfarna áratugi og samþykktu
að óska eftir að laun þeirra yrðu
ákveðin af kjaranefnd. Starfsskyldur
prófessora eru margvíslegar og
launakerfi þeirra flókið. Þeir rekast
því illa í hóp með öðrum í kjarasamn-
ingum,“ sagði Guðmundur.
Siðferðisbrot að
fara í verkfall
Guðmundur sagði að flestum pró-
fessorum þætti það siðferðisbrot að
fara í verkfall. Það gæti eyðilagt
námsár fyrir fjölda nemenda og jafn-
vel framtíð þeirra, t.d. þegar það
bitnaði á nemendum sem ætla í
framhaldsnám erlendis en yrðu að
sitja heima vegna prófleysis.
Guðmundur sagði að Félag pró-
fessora sæi fyrir sér að allir háskóla-
kennarar gætu átt samleið í banda-
lagi háskólamanna um akademísk
málefni o.fl. þótt leiðir skildi í kjara-
málum.
Guðmundur sagði að kjaranefnd
hefði óskað eftir greinargerð frá
Félagi prófessora um kjaramál
þeirra. Verið væri að taka hana sam-
an. Jafnframt stæðu yfir viðræður
milli félagsins, Félags háskólakenn-
ara og yfirstjórnar Háskólans. Fram
að þessu hefði háskólaráð tekið
ákvörðun um ýmis atriði sem vörð-
uðu kjör prófessora. Það þyrfti að
ræða hvaða svigrúm skólanum yrði
í framtíðinni búið til að taka ákvarð-
anir um mál sem snertu kjör prófess-
ora. Þetta væru mál sem þyrfti að
ræða innan Háskólans.
grunni. „BSRB og aðildarfélög þess
hafa ítrekað lýst sig reiðubúin til
að ræða breytingar á launakerfinu.
Þær viðræður verða að gerast á
jafnræðisgrundvelli og fá þann tíma
sem svo viðamiklar breytingar kalla
á,“ segir í yfírlýsingunni.
Reynt að veikja
stéttarfélögin
Ennfremur segir að ljóst sé að
fjölmennar stéttir muni fara var-
hluta af hugsanlegum ávinningi
þess kerfis sem þama um ræðir og
greiði þær þess í stað dýru verði,
þar sem viðbótargreiðslur til ein-
staklinga séu á kostnað grunnlauns-
hækkana. „Til þess að veikja stétt-
arfélögin og grafa undan samstöðu
innan þeirra, er þegar byijað að
greiða álag á laun, sem tengt er
einstökum fyrirtækjum, og hjá opin-
berum stofnunum er gefíð í skyn
að álagsgreiðslur hjá stofnunum
sem hafa rúman fjárhag, sé vísbend-
ing um það sem koma skal, einnig
í starfsemi sem að jafnaði býr við
hallarekstur," segir þar.
LÆKNASTOFA HAUKS JÓNASSONAR
Ath. Breyttir viðtalstlmar
Frá og með 3. feb. næstkomandi verður
læknastofa mín opin sem hér segir:
Mánud.-fimmtud.
kl. 10.00-16.00
Par af er símatími frá kl. 10.00-12.00.
Haukur Jónasson, læknir
Laugavegi 43
Sérfr. lyflækningar, meltingarsjúkdómar
og sjúkdómsgreiningar
Sími 562 1225
Lagersala
Laugardag frá kl. 11-18, sunnud. frá kl. 13-17.
AÐEINS ÞESSA HELGI
Dæmi um verð:
Mahóní dragkista (ca. 1800), áður 128.000 kr., nú 84.000 kr.
Eikarskápur, áður 68.000 kr„ nú 38.000 kr.
Franskt rúm (ca. 1860), áður 86.000 kr., nú 54.000 kr.
Afltik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977
TILBOÐSDAGAR
LOPI OG BAND
Værðarvoðir og peysur
Opið: virka daga kl. 10-18,
laugardaga og sunnudaga kl. 12-17.
Sendum í póstkröfu,
sími 566 6303
ÁLAFOSS
VERKSMIÐJUSALAN
Mosfellsbæ
Opið í dag sunnudag
milli kl. 13 -17