Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 10
10 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRÚARFOSS í Rotterdam.
Ljósm./Lárus Karl Ingason
SVIPTINGAR
í S J ÓFLUTNIN GUM
Sjóflutningamarkaðurínn hefur veríð í sviðsljósinu að
undanfömu, bæði vegna hins nýja samstarfs skipafélag-
anna í Ameríkusiglingum og nýrra þjónustugjalda. Urg-
ur er í mörgum innflytjendum og þeir óttast
mjög að samkeppni farí nú minnkandi í kjölfaríð, en
skipafélögin segja á móti að einungis sé veríð að hag-
ræða og mæta hækkandi tilkostnaði við flutningana.
Hörð samkeppni muni ríkja áfram, eins og veríð
hafí. Kristinn Bríem kynnti sér þau viðhorf sem
uppi em á meðal beggja aðila.
SAMNINGUR um að Eimskipafélagið
taki að sér flutninga fyrir Samskip
milli íslands og Bandaríkjanna sem
tilkynnt var um í síðustu viku hefur
orðið tilefni töluverðrar gagnrýni á skipafé-
lögin. Er það ekki síst vegna þess að samning-
ur félaganna kemur í beinu framhaldi af
upptöku nýrra þjónustugjalda þeirra um ára-
mótin. Gjöldin hafa vakið mikla óánægju á
flutningamarkaðnum og innflytjendur segja
að einfaldlega sé verið að hækka flutnings-
gjöldin enn frekar til viðbótar við 2,9% hækk-
un flutningstaxta sem varð í nóvembermán-
uði hjá Eimskip og 3% hækkun Samskipa
um áramótin. Dæmi eru um að fyrirtæki
hyggist neita að greiða gjöldin. í samtölum
við Morgunblaðið lýstu sumir þessara aðila
afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að enginn
vafí léki á því að félögin hefðu haft samráð
um þessa gjaldtöku og samkeppni færi nú
minnkandi.
En auk þessara breytinga á flutningamark-
aðnum hefur Eimskip nýlega gengið frá kaup-
um á frystiskipinu Hofsjökli af Jöklum hf.,
dótturfélagi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og samið um fiutninga á frystum sjávar-
afurðum fyrir SH til Bandaríkjanna. Hefur
Félag íslenskra stórkaupmanna túlkað allt
þetta á þann veg að Eimskip sé þar með
komið með nær 100% markaðshlutdeild í
Ameríkuflutningum. Rætt er um í röðum stór-
kaupmanna að mæta þessu með því að bjóða
út hluta af flutningum eða jafnvel alla flutn-
inga félagsmanna á þessari leið.
Nýjasta innleggið í umræðuna um flutn-
ingamarkaðinn kom síðan fram í vikunni
þegar Morgunblaðið birti útdrátt úr greinar-
gerð Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttar-
lögmanns, sem telur Eimskip hafa náð ráð-
andi stöðu á landflutningamarkaðnum, en
það er hins vegar ekki til umfjöllunar hér.
Öllum fullyrðingum um minnkandi sam-
keppni eða samráð skipafélaganna hefur ver-
ið vísað á bug af hálfu forráðamanna þeirra.
Þannig hefur Eimskip m.a. bent á að dregið
hafí úr flutningum til Bandaríkjanna og nýt-
ing skipa verið léleg. Því sé rökrétt að félög-
in reyni að hagræða á þessari leið, eins og
nú sé að gerast, en skipum á henni hefur
nú verið fækkað úr fímm í þijú. Jafnframt
hafa Samskip bent á að félagið muni bjóða
áfram upp á flutninga til Bandaríkjanna í
gegnum Evrópu svo og flutninga með skipa-
félaginu Van Ommeren, eins og verið hafi
undanfarin misseri. Fullyrt er að samkeppnin
hafí síður en svo minnkað, heldur þvert á
móti harðnað á nýliðnu ári og flutningsgjöld
heldur lækkað. Það þyki ekki tíðindum sæta
erlendis þótt skipafélög kaupi rými hvert í
annars skipum, enda þótt þau séu í hörkusam-
keppni.
Þá segja skipafélögin að ný þjónustugjöld
hafí einfaldlega verið lögð á til að mæta
auknum kostnaði við hveija sendingu, en alls
ekkert samráð hafí verið um þá ákvörðun.
Aukin hlutdeild Samskipa í
Ameríkuflutningum
Til að átta sig á aðdraganda þeirra breyt-
inga sem nú eru að verða á markaði fyrir
Ameríkuflutninga þarf að fara aftur til ársins
1993. í júní það ár afréðu Samskip að hætta
Ameríkuflutningum með eigin skipum og
gengu til samninga við Eimskip um að ann-
ast þá flutninga. Samskip höfðu þá sam-
kvæmt lauslegum áætlunum um 10-12%
hlutdeild í Ameríkuflutningum og var því
haldið fram að tap félagsins af þessari leið
hefði numið um 100 milljónum á árinu 1992.
Samskip voru sömuleiðis að missa flutninga
fyrir Varnarliðið aftur yfír til Eimskips á
sama tíma og rekstur félagsins stefndi raun-
ar í þrot.
Að tveimur árum liðnum, í júní 1995, þeg-
ar kom að því að endurnýja þennan samning
skipafélaganna hljóp snurða á þráðinn. Sam-
skip slitu viðræðum félaganna og lýstu því
yfír að Eimskip hefði krafíst 40% hækkunar
flutningsgjalda og ekki boðið fram flutninga
á því magni sem félagið þyrfti á að halda.
Eftir að upp úr slitnaði ákváðu Samskip
að taka á leigu skip til Ameríkusiglinga með
30 þúsund tonna burðargetu og hófu í kjölfar-
ið að byggja upp nýtt þjónustunet á þessari
flutningsleið. í janúar 1996 tilkynnti félagið
að það hygðist samhliða beinum siglingum
bjóða flutninga til Bandaríkjanna í gegnum
Evrópu í samstarfi við stærsta skipafélag
heims, Maersk. Á þennan hátt hafa Samskip
getað boðið upp á tengingar við hafnir víðs-
vegar um Bandaríkin. Félagið hefur flutt allt
að 40% af innflutningi frá Bandaríkjunum
og um 10% af útflutningi þangað með þessum
hætti.
Ljóst er Samskip hafa verið í sókn á mark-
aði fyrir Ameríkuflutninga undanfarin 2-3
ár og heijað jafnt á viðskiptavini Eimskips
sem Jökla í innflutningi. Árið 1994 var mark-
aðshlutdeild félagsins í innflutningi frá Amer-
íku 11%, 1995 fór hún upp í 19% og fyrstu
átta mánuðina 1996 var hlutdeildin komin í
25%. í útflutningi hefur hlutdeildin verið á
bilinu 20-25% eftir því hvernig útflutningur
stóru fisksölusamtakanna á Bandaríkjamark-
að hefur sveiflast.
Minni upplýsingar liggja fýrir um hlutdeild
Eimskips en félagið hefur haft tvö skip í
gámaflutningum milli íslands og Norður-
Ameríku og annast Goðafoss og leiguskipið
Altona nú siglingar á þessari leið.
Því var spáð strax þegar upp úr samning-
um slitnaði milli Eimskips og Samskipa í
júní 1995 að félögin væru að sigla inn í tíma-
bil taprekstrar á þessari leið. Alltof mikil
flutningsgeta þýddi ekkert annað en hörku
í verðlagningu og þar með tap. Þetta virðist
hafa komið á daginn því samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins máttu félögin þola
umtalsvert tap á þessari flutningsleið á síð-
asta ári sem ekki var hægt að una við lengur.
Kaupum rými af Eimskip kinnroðalaust
Samningurinn sem skipafélögin tvö til-
kynntu um í síðustu viku hefur verið í undir-
búningi í nokkra mánuði eftir því sem næst
verður komist, en forráðamenn þeirra vilja
lítið tjá sig um gang viðræðna.
Ólafur Olafsson, forstjóri Samskipa, rifjar
upp að félagið hafi hætt tímabundið að sigla
til Bandaríkjanna árið 1993 og samið við
Eimskipafélagið um flutninga. „Þá óx hlut-
deild okkar verulega og kannski meira en
mörgum þótti eðlilegt. Það slitnaði upp úr
því samstarfí vegna magntakmarkana og