Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 12
12 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
TSJETSJENI á hestakerru í miðborg Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Stór hluti
borgarinnar var lagður í rúst í stríðinu við Rússa.
TSJETSJENI með grímu sem líkist Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Á spjaldinu
stendur: „Tsjetsjenar! Kjósið mig! Ég lofa að stjórnarskránni verði hlítt í Rúss-
landi! Eg lofa að drekka ekki!“
Tsjetsjníja
enn í greip-
um Rússa
Aslan Maskhadov, sigurvegarí forsetakosn-
inganna í Tsjetsjníju, á erííða baráttu fyrir
höndum haldi hann kröfunni um sjálfstæði
lýðveldisins til streitu. Tsjetsjníja er enn háð
efnahagstengslunum við Rússa sem hafa
mörg tromp á hendi og hóta að rjúfa stjóm-
málatengsl sín við ríki sem viðurkenna sjálf-
stæði lýðveldisins.
Rússneskum ráðamönnum létti
þegar ljóst var að Aslan
Maskhadov hafði borið sig-
urorð af öflugasta keppinaut sínum,
harðlínumanninum Shamil Basajev,
í forsetakosningunum í Tsjetsjníju á
mánudag. Þá óaði við að þurfa að
kljást við Basajev, „hermdarverka-
manninn" sem stóð fyrir árás
Tsjetsjena á rússneskt sjúkrahús í
Búdjonnovsk sem kostaði rúmlega
100 manns lífið í júní 1995.
Þótt Maskhadov hafí leikið rúss-
neska herinn grátt þegar hann fór
fyrir tsjetsjenskum skæruliðum í
stríðinu í Tsjetsjníju litu Rússar á
hann sem það forsetaefni sem auð-
veldast yrði að semja við um stöðu
tsjetsjenska lýðveldisins.
Maskhadov fór fyrir samninga-
nefnd tsjetsjenskra aðskilnaðar-
sinna, sem náði friðarsamkomulagi
við Rússa í ágúst í fyrra, og ráða-
menn í Moskvu líta á hann sem
hófsaman raunsæismann þótt hann
hafi hvergi hvikað frá kröfunni um
fullt sjálfstæði Tsjetsjníju.
Segist ekki „maður
málamiðlana"
Friðarsamningurinn við Rússa
kvað á um að því yrði frestað um
fimm ár að ákveða fram- ________
tíðarstöðu Tsjetsjníju en
Maskhadov sagði eftir
kosningarnar að hann
vildi heíja samningavið-
ræður um deiluna þegar
í stað.
„Ég vil finna málamiðlun, en
aðeins innan sanngjarnra marka,“
sagði hann á þriðjudag og áréttaði
daginn eftir að hann yrði Rússum
ekki leiðitamur. „Margir líta á mig
sem mann málamiðlana, að ég ljái
máls á hvaða samningum sem er,
Búast má við
efnahagsleg-
um þrýstingi
frá Rússum
en svo er ekki,“ hafði fréttastofan
Interfax eftir honum á miðvikudag.
„Vesturlönd munu ekki viðurkenna
sjálfstæði okkar strax en við ætlum
að fara með sigur af hólmi með
sama hugrekki og færði okkur sig-
ur í stríðinu."
Rússneska stjórnin segir ekki
koma til greina að semja um sjálf-
stæði Tsjetsjníju, enda óttast hún
að slíkt yrði til þess að fleiri lýð-
veldi innan rússneska sambandsrík-
isins lýstu yfir sjálfstæði. Ólíklegt
er að Rússar vilji heyja nýtt stríð
við Tsjetsjena en þeir hafa mörg
tromp á hendi. Líklegt er að þeir
beiti Tsjetsjena pólitískum og efna-
hagslegum þrýstingi haldi þeir kröf-
unni um fullt sjálfstæði til streitu.
Vill ekki styggja
harðlínumennina
Maskhadov má búast við hörðum
viðbrögðum Rússa reyni hann að
rjúfa tengslin við Rússland og fá
önnur ríki til að viðurkenna sjálf-
stæði Tsjetsjníju. Líklegt þykir því
að hann reyni að semja um mála-
miðlun við Rússa, þótt ljóst sé að
það taki langan tínna, án þess að
hætta á að styggja harðlínumenn-
ina heima fyrir. Á meðan gætu
_________ báðir aðilar borið höfuðið
hátt; rússneska stjómin
gæti hamrað á því að
Tsjetsjníja væri enn hluti
af Rússlandi og Mask-
hadov gæti sagt að lýð-
““ veldi hans hefði þegar
öðlast frelsi og brotist undan yfir-
ráðum Rússa.
Maskhadov segist ætla að gera
Tsjetsjníju að íslömsku ríki en líklegt
er að jafnvel ríki múslima veigri sér
við því að ljá Tsjetsjenum stuðning
þar sem rússneska stjómin hefur
Reuter
ASLAN Maskhadov, sigurvegari forsetakosninganna í
Tsjetsjníju, ræðir við stuðningsmenn sína á kosningafundi.
hótað að ijúfa stjórnmálatengsl við
ríki, sem viðurkenna sjálfstæði
þeirra.
Efnahagurinn í rúst
Maskhadov sagði í viðtali á
fimmtudag að mikilvægt væri að
leysa deiluna um sjálfstæði
Tsjetsjníju sem fyrst, en hann bætti
við að forgangsverkefni sitt væri
að rétta efnahaginn við og „heyja
vægðariaust stríð gegn glæpum" í
lýðveldi sínu. Hann viðurkenndi að
Tsjetsjenar væru háðir efnahags-
tengslunum við Rússland og þau
gætu reynst öflugasta vopn Rússa
í deilunni. „Efnahagsástandið er
hörmulegt, nánast allt hefur verið
eyðilagt," sagði hann á blaða-
mannafundi eftir kosningamar.
Þetta eru orð að sönnu því efna-
hagur Tsjetsjníju er í rúst eftir stríð-
ið við Rússa. Atvinnuleysið er nú
allt að 90%, að sögn tsjetsjenskra
embættismanna, og margir opinber-
ir starfsmenn, svo sem kennarar og
læknar, hafa engar launagreiðslur
fengið frá þvi í ágúst, þegar aðskiln-
aðarsinnar tóku við stjóm lýðveldisins
af bandamönnum Moskvustjómar.
Tugir þúsunda manna misstu
heimili sín í stríðinu og tsjetsjenska
stjórnin þarf fjármagn til að gera
við vegi og endurreisa byggingar
og verksmiðjur sem eyðilögðust.
Eyðileggingin í Grosní þykir minna
á Hiroshima og Nagasaki eftir
kjamorkuárásir Bandaríkjamanna
og nokkur þorpanna í Tsjetsjníju
voru bókstaflega jöfnuð við jörðu.
Tsjetsjenar þurfa því á miklu
fjármagni að halda vegna uppbygg-
ingarinnar og ljóst er að þeir verða
að snúa sér til Rússa. Maskhadov
þarf því að halda nánum tengslum
við Rússland án þess að hætta á
að ergja aðskilnaðarsinnana, sem
komu honum til valda.
Maskhadov krefst þess að Rússar
greiði Tsjetsjenum skaðabætur
vegna stríðsins og vonast til að
geta samið um að Tsjetsjenar fái
hluta teknanna af rússneskum olíu-
leiðslum sem liggja um landsvæði
þeirra. Olíuhagsmunir Rússa á
svæðinu áttu reyndar stóran þátt í
því að Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti ákvað að beita hervaldi til að
freista þess að bijóta aðskilnaðar-
sinnana í Tsjetsjníju á bak aftur í
desember 1994.
Rússar hafa lofað að fjármagna
uppbygginguna í Tsjetsjníju eftir
kosningarnar og Borís Berezovskí,
varaformaður rússneska öryggis-
ráðsins, hefur óspart veifað „olíu-
trompinu" með því að bjóða Tsjetsj-
enum hlutdeild í olíuhagnaðinum til
að sýna að þeir séu betur settir
innan Rússlands. Þess á milli hefur
hann haft í hótunum við þá og sagði
t.a.m nýlega að til greina kæmi að
vígbúa forna fjendur þeirra, kós-
akka í suðurhluta Rússlands.
Rússar bjartsýnir
Rússar fluttu síðustu hermenn
sína frá Tsjetsjníju fyrir mánuði og
þeir geta nú lítið gert til
að hafa áhrif á framvind-
una í lýðveldinu. Aðskiln-
aðarsinnar hafa verið þar
við völd frá því friðar-
samningurinn tók gildi og
öll merki um yfirráð
Rússa - lögreglan, herinn, stjómin
og dómstólamir - hafa horfíð.
Rússneskir stjórnmálamenn,
þeirra á meðal kommúnistar, vona
að hægt verði að leiða deiluna til
lykta með viðræðum við Mask-
hadov. Flestir þeirra líta á hann sem
raunsæjan stjómmálamann, sem
skilji áhyggjur Rússa, geri sér grein
fyrir því að Tsjetsjenar geti ekki
komist af utan Rússlands og reyni
því ekki knýja á um tafarlaust sjálf-
stæði. Alexander Lebed, sem stjórn-
aði friðarviðræðunum við Mask-
hadov, kvaðst telja að hann myndi
virða friðarsamninginn að fullu,
einnig ákvæðið um að lokaákvörðun
um stöðu lýðveldisins yrði frestað.
Ekki hætta á klofningi
Maskhadov þarf einnig að sam-
eina leiðtoga aðskilnaðarsinnanna
að nýju eftir harða kosningabaráttu
þeirra. Hann kvaðst vilja bjóða
helstu keppinautum sínum í kosn-
ingunum sæti í stjórn sinni en
Basajev kvaðst ekki ætla að þiggja
ráðherraembætti þar sem hann
hygðist segja skilið við stjórnmálin
og helga sig tölvuviðskiptum. Hann
sagði að ekki væri hætta á „klofn-
ingi“ meðal aðskilnaðarsinna og
kvaðst ekki ætla að beijast gegn
stjórn verðandi forseta.
Maskhadov þarf einnig að hafa
hemil á tugum þúsunda skæruliða
sem hafa ekki enn lagt niður vopn.
Hann hefur lofað að stofna fámenn-
an her, með um 10.000 menn, og
það merkir að hann þarf að afvopna
skæruliðana sem unnu stríðið.
Þarf að stemma stigu við
glæpum
Tim Guldimann, yfirmaður skrif-
stofu Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu (ÖSE) í Grosní, sagði
að kosningabaráttan hefði í raun
ekki snúist um sjálfstæði
Tsjetsjníju. „Kosningarnar breyta
engu um stöðu Tsjetsjníju," sagði
hann og bætti við að helsti ávinn-
ingurinn af kosningunum væri að
sigurvegarinn fengi skýrt umboð
þjóðarinnar til að stjórna og koma
á lögum og reglu í lýðveldinu.
Margir kjósendur kvörtuðu yfir
því að tsjetsjenska stjórnin hefði
ekki gert nóg til að hafa hemil á
stríðandi fylkingum, sem hafa
kappkostað að treysta tökin á land-
svæðum sínum. Ránum, mannrán-
um og morðum hefur fjölgað stór-
lega frá því rússnesku hersveitirnar
voru fluttar á brott.
Guldimann sagði þó litla hættu
á að til átaka kæmi milli skærulið-
anna nú þegar sameiginlegur óvin-
ur þeirra, rússneski herinn, er far-
inn. „Þetta er ekki Afganistan,“
sagði hann og vísaði til borgara-
styrjaldarinnar þar eftir brottför
sovéska hersins. „Ég er viss um að
þeir munu starfa sarnan."
Tsjetsjenar öðluðust samúð um-
heimsins vegna þjáninga þeirra í
stríðinu við Rússa, sem
kostaði tugi þúsunda
manna lífið, auk þess sem
hundruð þúsunda urðu að
flýja heimili sín. Ólíklegt
er þó að samúðin risti svo
djúpt að vestræn ríki
verði við beiðni Maskhadovs um að
viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníju og
hætti þannig á að stuðla að upp-
lausn Rússlands.
• Heimildir: The Daily Telegraph,
The Washington Post og Reuter.
Þarf að semja
án þess að
styggja harð-
iínumenn