Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ROBERTO Mancini leikur æ betur eftir þwí sem hann eldist.
Hér að ofan er hann í leik með landslfðinu gegn Þjóðverjum
fyrir nokkrum árum - varnarjaxlinn Jiirgen Kohler eltir hann
- en til hægri er Mancini í leik með Sampdoria í vetur.
MANCINI hefur verið nær stans-
laust í fréttum í allan vetur, bæði
fyrir frammistöðu sína á knatt-
spymuvellinum og eins fyrir hugs-
anleg félagaskipti en bæði Inter í
Mílanó og Lazio í Rómaborg hafa
boðið honum ævintýralegar fjár-
hæðir fyrir að ijúka ferlinum innan
sinna herbúða. Mancini hefur skor-
að flest mörk á ferlinum af þeim
leikmönnum sem eru nú að leika á
Ítalíu.
Tryggðatröll
Roberto Maneini er ekki bara
fyrirliði Genúaliðsins Sampdoria,
heldur heilinn og sálin í liðinu.
Öfugt við flestar stórstjörnurnar í
dag hefur hann haldið tryggð við
sitt félag allt frá því að hann kom
til Samp 1982 frá Bologna, aðeins
17 ára gamall. Hann er að leika
fimmtánda tímabil sitt með liðinu
og á nær öll met hjá félaginu, flesta
leiki og mörk í 1. deild (Serie A),
flesta Evrópuleiki og flesta titla.
Aðdáendur félagsins elska hann
útaf lífinu og þegar til stóð að
hann færi til Inter fyrr í vetur
greip um sig mikil móðursýki í
Genúa og forseti félagsins, Manto-
vani, þorði hreinlega ekki að selja
leikmanninn. Enda eins gott fyrir
liðið því Mancini hefur leikið alveg
eins og engill og stefnir í að hann
skori fleiri mörk á þessu tímabili
en nokkru sinni fyrr. Mancini vildi
fara, Inter bauð honum andvirði
340 milljónir króna fyrir þriggja
ára samning auk aukagreiðslna en
hjá Samp hefur hann um 100 mil-
jónir á ári. Þess ber þó að geta að
samningurinn við Samp gildir til
2001 þegar kappinn verður orðinn
38 ára svo að vart telst það siæm-
ur samningur! Mancini hefur enda
lagt áherslu á að peningar skipti
ekki sköpum heldur skipti gæði
knattspyrnunnar hann miklu máli,
hann vilji vera í toppbaráttunni og
geta unnið titla.
Eins og staðan er í dag ætti
hann því að una glaður við sitt.
Eftir Inter-málið fékk Mancini lof-
orð forseta félagsins fyrir því að
hann mætti fara fyrir ekki neitt til
annars félags næsta sumar og Lazio
gerir nú hosur sínar grænar fýrir
kappanum og hefur boðið honum
225 miljónir á ári í 3 ár. Hvort
Mancini breytir um er óljóst, hann
hefur margsagt að það verði mjög
erfitt fyrir hann að yfirgefa liðið
eftir öll þessi ár; „mér þykir ekki
bara vænt um þetta félag, ég er
Sampdoria,“ segir Mancini.
Kjaftfor og umdeildur
Mancini hafði slegið í gegn hjá
Bologna, var jafnvel talað um að
táningurinn yrði í landsliðshópnum
á Spáni 1982 og byijunin var góð
hjá Sampdoria. Hann skoraði þó
ekki mikið fyrstu árin og átti í sam-
skiptaörðugleikum við þjálfarann
Bersellini og grátbað um að fá að
fara heim til Bologna. Landsliðsfer-
illinn byrjaði heldur ekki vel, hann
lék fyrsta leikinn gegn Kanada í
keppnisferðalagi um Ameríku 1984
en í New York var hinn tvítugi
Mancini spenntur fyrir iðandi næt-
urlífinu og brá sér í bæjarferð seint
um kvöld ásamt tveimur eldri leik-
mönnum.
Landsliðsþjálfaranum Enzo Be-
arzot mislíkaði þetta svo að Manc-
ini fékk ekki leik næstu tvö árin.
ítalski knattspymu-
maðurinn Roberto
Mancini hefur löngum
verið umdeildur en
flestum ber saman um
að hann hafí verið einn
besti leikmaðurinn á
Ítalíu í vetur. Einar
Logi Vignisson segir
hér frá þessum fyrrum
landsliðsmanni og liði
hans, Sampdoria, sem
hefur gengið mjög vel
á leiktíðinni, leikið
stórskemmtilega
sóknarknattspymu og
er sem stendur í öðm
sæti deildarinnar.
Mancini: herra
Sampdoria
Roberto Mancini
Fæddur: í Jesi, Ancona 27. nóvember 1964
Hæð og þyngd: l,80m - 75kg.
Fyrsti leikur í 1. deild (Serie A): 13. september 1981 (Bologna -
Cagliari 1:1).
Leikir í Serie A: 439
Mörk í Serie A: 138
Fyrsti landsleikur: 26. maí 1984 (Kanada-Ítalía 0:2).
Landsleikir: 36
Landsliðsmörk: 4
Leikir með landsliði 21 árs og yngri: 26
Mörk með þvi liði: 9
Síðasti landsleikur: 23. mars 1994 (Þýskaland-Ítalía 2:1).
Titlar: ítalskur meistari 1991. Bikarmeistari: 1985, ’88, ’89, ’91, ’94.
Evrópumeistari bikarhafa: 1990.
Lék til úrslita með Sampdoria gegn Barcelona í Evrópukeppni meist-
araliða 1992, en ítalska liðið tapaði.
Mancini varð Evrópumeistari með landsliða leikmanna 21 árs og
yngri 1986.
„Þetta var ekki neitt, ég lét glepj-
ast af stemmningunni en Bearzot
hefði alveg getað séð í gegnum
fingur sér við mig, ég var bara
krakki," segir Mancini.
Með nýjum landsliðsþjálfara,
Azeglio Vicini, kom tækifæri
Mancini og hann var fastamaður í
liðinu næstu árin. Mörkin létu hins-
vegar á sér standa og hann skor-
aði ekki fyrr en í fjórtánda lands-
leik sínum. Blöðin höfðu stöðugt
gagnrýnt val hans og þegar fyrsta
markið kom var hann líkur sjálfum
sér og geystist að blaðamanna-
stúkunni og steytti hnefann fram-
an í virðulega blaðamennina! Hon-
um tókst að komast upp á kant
við Vicini og missti sæti sitt í lið-
inu. Arrigo Sacchi, síðasti lands-
liðsþjálfari sem er nýlega hættur,
notaði hann í nokkrum fyrstu leikj-
um sínum en Mancini hefur ekki
leikið landsleik í tvö ár. Hann kann
auðvitað skýringu á því: „Ég fékk
aldrei almennilegt tækifæri, ef ég
hefði verið leikmaður Juventus,
Inter eða Milan hefðu blöðin staðið
á bak við mig í stað þess að gagn-
rýna endalaust val mitt og ég væri
kominn með 100 landsleiki.“
Aldrei betri
Jafnframt því að vera óhræddur
við að tjá sig utanvallar hefur Manc-
ini sjaldnast þagnað inni á vellinum
sjálfum og fengið að líta ófá spjöld-
in, gul og rauð. Síðasta vor var
honum vísað af velli í leik gegn
Inter eftir að hafa heimtað víti held-
ur kröftuglega og hótaði hann því
þá að hætta að leika á Ítalíu. Ensku
félögin Arsenal og Chelsea vildu fá
hann og Tottenham hefur ítrekað
áhuga sinn en Mancini fór hvergi
og sagðist svosum ekki mikið ætla
að breyta sér.
„Ef ég væri dómari myndi ég
vita að Mancini gæti valdið erfið-
leikum og myndi spjalla við hann
fyrir leikinn. Það má vera að mér
hafi orðið á i messunni stundum,
en hvað get ég gert? Ég elska lið
mitt og þegar við töpum verð ég
bijálaður.“
Ekki hefur Mancini haft mörg
tækifæri til að æsa sig í vetur,
Samp hefur komið mjög á óvart og
leikið framúrskarandi sóknarknatt-
spyrnu sem skilað hefur liðinu flest-
um mörkum allra liða í deildinni,
37 talsins. Þar af hafa Mancini og
hinn ungi félagi hans í framlín-
unni, Vincenzo Montella, gert bróð-
urpartinn eða tvö mörk af hveijum
þremur; 12 stykki hvor. Mancini
varð æfur yfir sölunni á Enrico
Chiesa til Parma í haust en Mont-
ella sem kom frá nágrannaliðinu
Genúa hefur blómstrað og sam-
vinna þeirra er rómuð.
„Montella hefur gríðarlega tækni
en er samt fýrst og fremst potari,
hann hangir ekki mikið með bolt-
ann, sem hentar mér vel, ég sé um
þá deild. Hann er gerólíkur fyrri
framlínufélugum minum, hann er
dæmigerður miðheiji. [Gianluca]
Vialli var alltaf vaðandi út um allan
völl, Chiesa var aftar á vellinum
og [Ruud] Gullit var nú eiginlega
alls staðar annars staðar en í fram-
linunni," segir Mancini.
Sjálfur hefur hinn 32 ára Manc-
ini sjaldan eða aldrei verið betri
og er potturinn og pannan í leik
liðsins. Sven Göran Eriksson, hinn
sænski þjálfari Sampdoria, segist
eiga mjög auðvelt að vinna með
Mancini. „Þegar jafnreyndur og
klár spilari og Mancio er inni á
vellinum er lífið ljúft fyrir þjálfar-
ann,“ segir Eriksson. „Hann kom
í betri líkamlegri æfingu en nokkru
sinni til leiks í haust og hefur leitt
liðið þangað sem hann vill sjálfur
vera, á toppinn. Hann er að mínu
mati besti alhliða sóknarmaðurinn
á Ítalíu, jafnvígur á báða fætur,
sterkur í loftinu, skorar og leggur
upp mörk og er nú í seinni tíð far-
inn að sinna varnarskyldum vel.“
Lifir ástin?
Mancini er hamingjusamur
þessa dagana og það eru aðdáend-
ur Sampdoria líka. Fyrir utan
markahrókana í framlínunni er lið-
ið með trausta miðju þar sem að
Argentínumaðurinn Sebastian
Veron er potturinn og pannan og
Frakkinn Laigle hefur sífellt
styrkst. Landi hans Christian Ka-
rembeu er hinsvegar bara skugg-
inn af sjálfum sér en hefur þó ver-
ið að koma til í undanförnum leikj-
um. Vörnin er traust með Sinisa
Mihajlovic sem besta mann en hann
er einnig stórhættulegur upp við
mark andstæðinganna þegar hann
framkvæmir aukaspyrnur.
Ekkert lát virðist vera á marka-
súpu Sampdoria manna og í dag
þurfa hinir niðurlútu meistarar AC
Milan að mæta liðinu á heimavelli
sínum, San Siro í Mílanó, en fyrir
jól vann Sampdoria Inter, 4:3, á
sama velli með mörkum frá, jú -
Montella og Mancini.
Juventus er efst í ítölsku 1.
deildinni og Eriksson þjálfari segir
stefnuna vera setta á annað sætið,
Juve sé það gott lið að ekki sé
raunhæft að ætla sér ofar. En
margir knattspyrnuáhugamenn
eru á því að ekkert lát verði á fersk-
leikanum hjá Samp og liðið gæti
allt eins staðið upp sem meistari í
vor.
Fari svo verður enginn ánægð-
ari en Roberto Mancini en hvar
hann leikur á næsta tímabili er
óljóst. Hann mun ekki sætta sig
við að leikmenn eins og Montella
eða Veron verði seldir og tilboð
Lazio er girnilegt, auk peninga frá
félaginu býðst Mancini auglýsinga-
samningur við Cirio, fyrirtæki eig-
anda Lazio, Cragnotti. Jafnvel er
talað um að Eriksson rifti samn-
ingi sínum við enska úrvalsdeild-
arliðið Blackburn - sem hann hef-
ur lofað að taka við í sumar - og
fari einnig til Lazio.
En bönd Mancini við Sampdoria
eru sterk og ef hinn ungi forseti
félagsins, Enrico Mantovani (sem
tók við af föður sínum sem lengi
stjórnaði félaginu), sem er aðeins
tveimur árum eldri en Mancini,
vill halda kappanum verður hann
að gera vel við hann. Spurningin
er hvort Mancini tekur ekki við
einhverri toppstöðu hjá félaginu
eða leysir jafnvel Eriksson af sem
þjálfara og feti þar með í fótspor
stjarnanna á Englandi en slíkt fyr-
irkomulag hefur hingað til verið
óþekkt á Ítalíu. Roberto Mancini
skortir að minnsta kosti ekki kjark-
inn til að ríða á vaðið.