Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐJÐ
LISTIR
Sálin spinnur
tómleik
Daninn Herman Bang var einnar ljóðabókar
skáld, en skáldsögur hans þykja meðal
hátinda norrænnar sagnagerðar á síðari hluta
nítjándu aldar. Jóhann Hjálmarsson víkur
að því með hvaða hætti Bang kom við sögu
íslenskrar ljóðlistar.
DANSKI rithöfundurinn Dorrit
Willumsen fékk sem kunnugt
er Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1997 fyrir skáldsöguna Bang.
En roman om Herman Bang.
Skáldsagnahöfundurinn, blaða-
maðurinn, gagnrýnandinn, upplesarinn,
leikarinn og leikstjórinn Herman Bang
(1857-1912) var einn af svipmestu
mönnum síns tíma í Danmörku, hneyksl-
aði í senn og gladdi landa sína og fólk
í öðrum löndum.
Skáldsaga eftir hann, Haablose
slægter (1880) var bönnuð. Kunnust
sagna hans er Tine (1889) sem kvik-
mynd var gerð eftir 1964. Leikstjóri var
Knud Leif Thomsen og aðalhlutverkið
í höndum Lone Herz. Kvikmyndagerðar-
menn hafa löngum sótt efni til Bangs
og má geta þess að 1916 gerði Mauritz
Stiller kvikmynd eftir skáldsögunni
Mikaél (1904).
Aðeins ein Ijóðabók kom út eftir
Herman Bang, Digte (1891).
Þetta eru órímuð ljóð í fijálsu
formi og fjalla einkum um ástir. Einfald-
leiki einkennir ljóðin sem eru opinská.
Stundum nægir að breyta hún í hann
til þess að ljóðin vitni um ástir skáldsins
sjálfs sem voru honum oftast fremur
kvöl en hamingja eins og kynnast má
VAR HERMAN Bang áhrifavaldur
í íslenskri ljóðlist?
í skáldsögu Willumsens.
Andrúmið, tónninn í ljóðum Hermans
Bang er ljóslifandi í þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar á ljóðinu Tómleikur. Þessi
andi hefur stundum verið orðaður við
aldalok, tilfinninguna að allt sé að líða
undir lok:
Þeir dagar koma,
að þagnar jafnvel sorgin,
og sálin situr
mitt í auðninni
ein
sem köngurló við spuna
og spinnur - tómleik.
Helge Toldberg leiðir að því líkur í
bók sinni, Jóhann Siguijónsson (1966),
að Jóhann hafi lesið ljóðið Saa stort er
vort hjerte (Svo stórt er vort hjarta) í
vikuritinu Ulustreret Tidende (1. okt.
1899) sem var vinsælt og víðlesið. Sé
það satt að Sorg eftir Jóhann, fyrstu
línur ljóðsins, sé í undirvitund hans
sprottið upp úr lestri kvæðis Bangs
hefur danska skáldið haft dijúg áhrif á
þróun íslenskar ljóðlistar. Hitt getur svo
líka verið, eins og Toldberg bendir á,
og sýnir þá næmi Jóhanns að hann
hafi verið fundvís á það sem einkenndi
tímann í Danmörku.
Saa stort er vort hjerte hefst á orðun-
um: „Gaar der ikke Sagn om,/ at
Byer sank i Jorden,/ Byer, hvor
kongelige Tanker/ havde bygget Palads-
er,/ Paladser med stræbende Spir/ og
Taarne, der gennemskar Himlen —“ (Er
ekki til þjóðsaga um borgir, sem sukku
í jörð, borgir, þar sem konunglegar hugs-
anir höfðu reist hallir, hallir með háum
spírum, turnum, sem stóðu upp úr himn-
inum).
„Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!/ Hvar
eru þín stræti,/ þínir turnar,/ og ljóshaf-
ið, yndi næturinnar?“, orti Jóhann Sigur-
jónsson.
Lítið hefur verið þýtt eftir Herman
Bang á íslensku svo mér sé kunnugt,
heimildir um það eru ekki auðfengnar.
I nýlegu norrænu safnriti, Innreið nútím-
ans í norrænar bókmenntir (1994), er
þó ein saga eftir Bang. Það er Frökenin
í þýðingu Sverris Hólmarssonar.
Rússnesk-íslensk
orðabók að koma út
Aukasýningar
á Bar pari
NÍTUGASTA sýning á Bar pari,
sem var frumsýnt í Borgarleikhús-
inu október 1995, verður föstu-
daginn 7. febrúar.
Áætlað var að ljúka sýningum
í janúar en vegna mikillar aðsókn-
ar hefur verið ákveðið að bæta við
nokkrum aukasýningum.
-----» ♦ ♦----
•JANNIS Kounellis, grískur
listamaður, neyddist fyrir
skemmstu að fjarlægja hluta
listaverks síns af safni í
Madríd. Ástæðan var sú að
spænskum þjóðvarðliðum var
ekkert um það að Kounellis
væri að sýna páfagauk á opin-
berri sýningu, sögðu sýningar-
salina engan stað fyrir fiðurfé.
Er þetta í fyrsta sinn sem
vandamál koma upp í tengslum
við sýningu verksins, sem
Kounellis gerði árið 1967 en
það hefur verið víða til sýnis
frá þeim tíma.
RÚSSNESK-ÍSLENSK orða-
bók, hin fyrsta sinnar tegund-
ar, er að koma út hjá Nesútgáf-
unni. Höfundur er Helgi Har-
aldsson, prófessor í rússnesku
við Óslóarháskóla, en ritstjóri
prófessor Valerij Berkov, ann-
ar höfunda íslensk-rússnesku
orðabókarinnar sem út kom
fyrir 35 árum.
Með stærri erlend-íslenskum
orðabókum
Mun bókin með stærri er-
lend-íslenskum orðabókum sem
út hafa komið til þessa — með
um það bil 50.000 flettur (upp-
flettiorð) og óvenjumörg orða-
sambönd og notkunardæmi.
Bókin á að gagnast við lestur
margvíslegra texta og hefur því
að geyma fjölmörg orð úr tal-
máli og slangri, ýmis fornyrði
og skáldamál auk íðorða og
sérfræðilegs máls á ótal svið-
um.
Ætluð tveimur
fylkingum
Þessi frumraun, sem var lið-
lega tvo áratugi í smíðum, er
ætluð tveimur fylkingum not-
enda, svo sem Valerij Berkov
kemst að orði í pistli sínum í
bókinni: Annars vegar Islend-
ingum sem leggja stund á rúss-
nesku og hins vegar rússnesku-
mælandi fólki sem stundar ís-
lenskunám. „Bókin verður báð-
um þessum hópum ómetanleg
stoð. Hún er samin fyrir fólk á
öllum stigum málanáms og veit-
ir jafnt byrjendum og reyndum
þýðendum liðsinni. Hún mun
verða Rússum örvun til íslensk-
unáms og Islendingum hvöt til
að taka gerska tungu glímutök-
um.“
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
HELGI Haraldsson afhendir Birni Bjarnásyni menntamálaráðherra eintak af bókinni að viðstöddum
Einari Matthíassyni og Ernu Sörensen hjá Nesútgáfunni.
Morgunblaðið/Þorkell
ARNAR Jónsson og Hjálmar Örn Pétursson.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Ljóðaflutnmgur
með tali og táknum
„ISLENSKA táknmálið er annað
tungumál íslendinga og nú hafa
nokkur fegurstu ljóð sem ort hafa
verið á íslensku verið þýdd á tákn-
mál og verða þau „frumflutt“ í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans nk.
mánudag,“ segir í tilkynningu
Listaklúbbs Leikhúskjallarans.
Undanfarnar vikur hefur verið
unnið að því að „þýða“ um 50
íslensk ljóð á táknmál. Arnar
Jónsson leikari hefur valið ljóðin
og með honum lesa leikkonurnar
Helga Jónsdóttir og Edda Þórar-
insdóttir en þrír heyrnarlausir
fiytjendur flytja þau samtímis á
táknmáli.
Þau eru Hjálmar Örn Pétursson
sem flytur ljóðin með Arnari, Júl-
ía Hreinsdóttir sem flytur með
Eddu og Margareth Hartvedt sem
flytur ljóðin með Helgu.
Þetta er fyrsti opinberi ljóða-
flutningurinn þar sem ljóðin eru
öll flutt samtímis á táknmáli, en
Listaklúbburinn leitaði til Sam-
skiptamiðstöðvar heyrnarlausra
við undirbúning þessarar dag-
skrár. Forstöðumaður Samskipt-
amiðstöðvarinnar, Jóhanna Þor-
valdsdóttir, mun flytja nokkur
inngangsorð. Þess má geta að
hugmyndin að þessari ljóðadag-
skrá er tengd „Grískum kvöldum“
en þar voru lög flutt samtímis á
táknmáli. Vakti sá flutningur
mikla athygli. Hér er því haldið
áfram á sömu braut, en gengið
enn lengra og valin íslensk nú-
tímaljóð, ljóð eftir börn og sígild-
ar ljóðaperlur til flutnings.
Meðal ljóðanna sem flutt verða
má nefna Heimþrá Jóhanns
Sigurjónssonar, Vor eftir Stein
Steinarr, Trúaijátningu eftir Ara
Jósefsson, Varúð eftir Jóhannes
úr Kötlum og Maístjörnu Halldórs
Laxness. Auk þess verða flutt ljóð
eftir mörg núlifandi ljóðskáld og
nokkur ljóð sem börn hafa samið.
Aðgangseyrir er kr. 400 fyrii'
meðlimi Listaklúbbsins en kr. 600
fyrir aðra. Húsið verður opnað kl.
20.30 en dagskráin hefst kl. 21.
I
1
s
I
:
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
;