Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 19 LISTIR Yfirskrift Listahátíðar 1998 „Þar sem straumar mætast“ FRAMKVÆMDASTJÓRN Listahátíðar í Reykjavík 1998 hefur valið hátíðinni yfirskrift- ina „Þar sem straumar mæt- ast“. Að sögn Þórunnar Sig- urðardóttur, formanns stjórn- arinnar, hefur oft verið rætt um að velja Listahátíð í Reykjavík yfirskrift sem gæti orðið regnhlíf yfír þau atriði sem í boði eru, þó ekki hafi orðið af því fyrr en nú. Yfirskriftina segir hún vísa í senn til atriða frá fjarlægum heimshlutum og atriða sem skerpa andstæður í stíl og tíma. „Þarna verða bæði splunkuný atriði og atriði tengd miðöldum, svo dæmi sé tekið, auk þess sem gera má ráð fyrir að atriði frá öðrum menningarsvæðum muni lita hátíðina talsvert mikið. Þetta er því tilraun sem ég held að allir séu mjög spenntir fyrir.“ Þórður Hall í Leifsstöð NÚ stendur yfir kynning á mál- verkum eftir Þórð Hall myndlist- armann í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Keflavíkurflugvelli. Félag íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa saman að þess- ari listkynningu. 011 verkin eru unnin í olíu á striga og er við- fangsefnið eins og oft í verkum Þórðar, náttúran, birtan og mis- munandi tímaskeið í landslagi. Áður hafa verið kynnt á sama stað verk eftir myndlistarmenn- ina Kristján Davíðsson, Björn Birni og Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Þórður Hall stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handiðaskóla ís- lands og framhaldsnám við Kon- unglega Listaháskólann í Stokk- hólmi. Þórður Hall hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima, á Norðurlöndunum, víða í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Mörg listasöfn og stofnanir hérlendis og erlendis eiga verk eftir Þórð. Kynningin á verkum Þórðar Hall í Leifsstöð stendur til 16. mars næstkomandi. ÞÓRÐUR Hall í Leifsstöð. Tilboösdagar! Glös - Matarstell 20 - 50% afsláttur A iittala FINLAND Karel Laugavegi 24, sími 562 4525 Langar þig... að vita flestallt sem vitað er um líf eftir dauðann og hvernig þessir handanheimar líklegast eru, í skemmtilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum SáJarrannsóknarskólans undanfarin 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19. Kynningarfundir eru í skólanum í dag sunnudag kl. 14.00 og á þriðjudag kl. 20.30. Allir velkomnir. A Sálarrannsóknarskólinn - „Skemmtilegasti skólinn í bænum" - Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050. ww líldTjra ára uerkur horfinn 16 ára reynsla í innleggjagerð - leiðandi á sínu sviði Margra ára verkur horfinn „Ég hef þjáðst af miklum verkjum íhægra fæti vegna gamalla meiðsla í táberginu - og hefþurft að nota spelku á vinstra ökkla. í hlaupagreiningu hjá Stoðtækni sást mjög greinilega hvað var að hrjá mig - mislangir fætur og skekkja út á jarkann. Eftir að ég fékk sérsmíðuð íþróttainnlegg frá þeim eru þessir leiðindaverkir horfnir." Qsíðasta ári var tekinn í notkun fullkomnasti fótagreiningarbúnaður sem völ er á frá NOVEL Búnaðurinn er algjör bylting í að greina göngulag fólks, álagsdreifingu og stöðu fóta og auðveldar alla greiningu fyrir sérsmíðaða skó, innlegg og spelkur. Hentugt fyrir greiningu á liða- gigtarsjúklingum, sykur- sjúkum, íþróttamönnum auk annarra sem hafa átt við fótavandamál að stríða. mm 10 11 r B 13 ■11 1S % 1« ■m sniBnfs 1? 13 ' 13 i? 1S m £4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.