Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 21

Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 21 A 0 Jón Olafur Olafsson Félagsmönnum boöiö til afmælis SÉRSTÖK nefnd hefur verið starfandi til að skipuleggja afmælishátíð Iðnaðarmannafélags- ins og er Jón Ólafur Ólafsson mál- ari og arkitekt formaður hennar. Með honum í nefndinni starfa þeir Runólfur Grétar Þórðarson og Pét- ur Rúnar Siguroddsson. En í hveiju verður afmælishaldið fólgið? -Við höfum opið hús fyrir félags- menn milli klukkan 17 og 19 í Gullhömrum, salnum í kjallara Húss iðnaðarins, segir Jón Ólafur Ólafsson. -Þar mun formaður fé- lagsins, Guðmundur Kristjánsson, flytja hátíðarræðu og síðan má búast við hefðbundnum afmælisá- vörpum og einhveiju fleiru. Við höfum sent félagsmönnum bréf um þetta og vonumst til að þeir mæti vel og dyggilega. Það er viðeigandi að hafa afmælishátíðina í Húsi iðn- aðarins þar sem Iðnaðarmannfé- lagið hafði forgöngu um að hefla þar framkvæmdir, keypti lóðina og hvatti til að menn sameinuðust þar. Félagið hefur þar herbergi sem reyndar er leigt út í bili en á um 22% eignarhlut í húsinu. Jón Ölafur fór þá leið sem marg- ir iðnaðarmenn hafa farið að bæta við sig framhaldsnámi eftir mál- aranámið. Þá lá Ieið hans til Dan- merkur í arkitektúr og gat hann unnið fyrir sér sem málari á náms- tímanum. Þar kynntist hann m.a. vinnubrögðum sem fáir málarar hérlendis hafa kynnst: -Ég kynnt- ist hvernig menn unnu við að kalka loft og veggi en það höfðu jafnvel elstu málarar ekki gert hérlendis lengi vel. Þetta sýnir okkur til dæmis að það getur verið mjög gagnlegt að kynnast vinnubrögð- um iðnaðarmanna í öðrum löndum og margir íslenskir iðnaðarmenn hafa reyndar starfað erlendis um tíma, segir Jón Ólafur en um þess- ar mundir vinnur hann einmitt að undirbúningi sérstakrar áætlunar um nemendaskipti og kannar möguleika á því að iðnaðarmenn dvelji í nokkra mánuði við störf í öðrum löndum í því skyni að flytja heim verkþekkingu. -Þetta hefur auðvitað alltaf gerst að einhveiju leyti en hugmyndin er sú að iðnaðarmannafélögin taki meiri ábyrgð á því í framtíðinni að miðla upplýsingum og fagþekkingu milli landa. Handverksmenninguna verður að varðveita því hún er grundvöllur að allri iðnþróun og ef við getum komið okkur upp ákveðnum tengiliðum í öðrum lönd- um og viðhaft skipuleg skipti á iðnsveinum þá tryggjum við að fjöl- breytt handverk lifi áfram. Ljósm. Þónr SKIPUÐ var nefnd til að sjá um afmælishátíðina á morgun. Frá vinstri: Runólfur Grétar Þórðarson, Jón Ólafur Ólafsson og Pétur Rúnar Siguroddsson. Siguroddur Magnússon Mátti hvergi skeika milli- metrum einkennt öll fræðslumál hjá okk- ur sú ágæta samvinna sem verið hefur milli sveina og rafvirkja, segir Siguroddur og segir að þróun og breytingar í rafvirkjun hafi alla tíð kallað á endur- menntun og gjarnan leitt til nokkurrar sérhæfingar í stétt- inni. En hver hafa að mati Sigur- odds verið helstu viðfangsefnin í félagsstarfi Iðnaðarmannafé- lagsins? Alltaf lífleg skoðanaskipti -Mér f innst þessir árlegu fræðslufundir okkar eða hádeg- isfundir alltaf hafa verið góðir. Þá höfum við fengið ýmsa framámenn, ráðherra eða aðra, til að fræða okkur um ýmis mál sem efst eru á baugi á hverjum tíma og síðan eru menn spurðir og þá hafa félagsmenn ekki ver- ið feimnir við að tjá sig. Þarna hafa því alltaf farið fram lífleg skoðanaskipti. Annað sem mér finnst vert að minnast á að endurbygging Baðstofunnar sem er við köllum stundum gullmolann okkar þar sem við höldum félagsfundina. Hún eyðilagðist í bruna árið 1986 eins og margir muna eflaust eftir en hún var í gamla iðnskólahúsinu við Lækjargötu. Það sem bjargaði húsinu fráþví að brenna til grunna var að búið var að blása steinull í útveggjagrindina. Gissur Sím- onarson var formaður Iðnaðar- mannafélagsins á þessum tíma og hann og Helgi Hallgrímsson húsgagnaarkitekt báru hitann og þungann af endurbygging- unni en félagið lagði milljónir króna í hana og auðvitað studdu þetta allir stjórnarmenn og fé- lagsmenn. Menn vönduðu sér- staklega mikið til verksins og mátti hvergi skeika millimetr- um. Ég man að það var gerð mikil leit að ljósakúplum sem voru á stoðum og það fannst loks verksmiðja erlendis sem framleiddi ennþá nákvæmlega eins kúpla og þannig var allt endurbyggt í sömu mynd og verið hafði. Og Siguroddur minnist einnig á annað stórmál sem félagið hrinti í framkvæmd en það var bygging Húss iðnaðarins við Hallveigarstíg. -Félagið á núna 21% í húsinu og við fengum önnur félög iðnaðarmanna í lið með okkur og nú hafa Samtök iðnaðarins stóran hluta þess í sinni þjónustu, m.a. kennslustof- ur á fyrstu hæðinni eftir að verslanir hafa flust þaðan, segir Siguroddur en hann er núna formaður hússtjórnarinnar. Hann kvaðst í lokin vilja undir- strika mikilvægi Iðnaðarmanna- félagsins á einu sviði: -Það er að við höfum menntamálin í stöðugri skoðun. Aukin mennt- un og réttindi iðnaðarmanna þurfa að vera stöðugt umræðu- og umfjöllunarefni okkar. • • Orn Guðmundsson Þarf að viðhalda góðri ímynd VIÐ þurfum að vinna að því að viðhalda góðri ímynd iðn- aðarmanna almennt talað og bæta hana. Mér finnst almenn- ingsálitið um of hafa verið á þá leið að iðnnám sé ekki eins virðu- legt og bóklegt nám og það heyr- ist stundum sú skoðun foreldra við börn sín að þau verði bara iðnaðarmenn ef þau nenna ekki að læra. Þessum viðhorfum þarf að breyta, sagði Örn Guðmunds- son einn stjórnarmanna í Iðnað- armannafélgainu. Örn er vegg- fóðrara- og dúklagningameistari og hefur starfað við iðn sína allt frá árinu 1963 er hann hóf nám. Örn telur að viðhorf til iðn- greina séu þó mismunandi og megi ráða það nokkuð af vin- sældum þeirra. -Rafvirkjun og allt í sambandi við rafmagn og tæknisviðið hefur löngum verið vinsælt en járnsmíði og kannski sumar byggingagreinar hafa síð- ur náð vinsældum - mönnum þykja störfin þar líklega of óhreinleg, segir hann og segir nauðsynlegt að auka samvinnu þeirra sem læra starfsmenntun í háskólum og þeirra sem byggja með höndunum, -það verður ekk- ert þjóðfélag byggt upp nema með samvinnu þessara hópa, seg- ir hann. -En vinsældir iðngreina sveiflast alltaf milli ára og síð- ustu árin hefur til dæmis aukist mjög ásókn í mína iðngrein. Ég geri ráð fyrir að það sé að ein- veiju leyti vegna aukinna verk- efna, fólk hefur frekar komist á samning þegar nóg er að gera, en til dæmis nýjungar í skreyt- ingum í gólfdúkum og slíkt hefur aukið áhugamanna á þessari grein. Nú er líka mjög í tísku bæði þjá fyrirtækjum og í íbúðar- húsum að skipta út gólfteppum fyrir dúka. Þá leggja menn gjarnan einhver mynstur eða skreytingar enda gera arkitekt- ar oft ráð fyrir slíku í nýbygging- um eða við endurnýjun húsnæðis sem þeir koma að. Þú sérð þá ekki neinn verkefn- askort í faginu? -Nei, það er ásókn í þessa grein núna og ég vil undirstrika að þegar almenningsálitið stendur með iðnaðarmönnum kemur nýtt Ólafur Jónsson fólk jafnt og þétt inn í þessar stéttir. Ég hugsa að í veggfóðrun og dúkalögnum verði ástandið nokkuð stöðugt á næstu misser- um, við önnum allri eftirspurn nema að til komi einhver sprengja í byggingariðnaðinum. Við höfum líka alltaf haft lag á að vinna saman, keppum auðvit- að um verkin í útboðum en þegar einn aðili tekur að sér stór verk sem mannskapur hans ræður ekki við er yfirleitt auðvelt að fá starfsbræður til að koma að verkinu með sína menn. Það hef- ur alltaf ríkt sá andi í stétt okk- ar að við séum fyrst og fremst fagmenn og lagt áherslu á vöru- vöndun. Örn minnist að lokum á einn þátt í starfi Iðnaðarmannafélags- ins: -Við höfum á hveiju ári far- ið í skoðunarferð og heimsótt verksmiðjur og skoðað stórfram- kvæmdir þar sem iðnaðarmenn hafa leikið stórt hlutverk, brýr, orkuver eða annað slíkt og þess- ar ferðir hafa jafnan þótt áhuga- verðar og verða áreiðanlega fast- ur liður í starfi okkar áfram. Iðnaðarmenn þurfa endurmenntun EINS og með margar aðrar stéttir þurfa iðnaðarmenn á endurmenntun og framhalds- menntun að halda og Iðnaðar- mannafélagið naut þeirrar gæfu að einn félagsmanna, ísleifur Jakobsson, gaf félaginu pen- ingagjöf og ánafnaði því síðan eftir sinn dag enn frekari fjár- muni sem nota skyldi til að styðja efnalitla iðnaðarmenn til fram- haldsnáms erlendis. Þannig höf- um við reynt að styðja iðnaðar- menn úr öllum greinum, segir Ólafur Jónsson málarameistari sem í áratugi hefur starfað að félagsmálum iðnaðarmanna og er nú sljórnarmaður í Iðnaðar- mannafélaginu. -Ég útskrifaðist árið 1944 og rak fyrirtæki mitt til 1994 og hafði lengst af kringum 20 menn í vinnu og sinnti síðan ýmsum félagsmálum, ekki síst fyrir mál- ara en hætti því fyrir nokkru - þeir vita af mér og geta leitað til mín ef á þarf að halda! Ég er þó ennþá í stjórn Iðnaðar- mannafélagsins. Iðnaðarmannafélagið sá um iðnnámið á námsárum Ólafs og var það kvöldskóli í húsinu við Lækjargötu. -Þá unnum við allan daginn og sóttum svo kennslu frá klukkan sjö til tíu á kvöldin og þar sátum við oft nokkuð þreytt- ir. Flestar iðngreinar voru fjög- urra ára nám en nokkrar þijú ár, segir Ólafur og hann hefur á ferli sínum fylgst með miklum breytingum á iðngrein sinni. -Þetta er orðið allt miklu léttara í dag, nú sandspartla menn og sprauta á gólf og veggi og inn- réttingar eru sjaldnast málaðar í nýbyggingum. Áður fyrr tók það þijá menn kannski þijár vik- ur að mála heila íbúð, grunna, spartla, mála og lakka eldhús, hurðir og karma og annað. Nú gera menn þetta á þremur dög- um enda harðviður eða tilbúið málað plastefni komið í stað þess sem við lökkuðum áður en auð- vitað á gamla aðferðin oft við í eldra húsnæði. Þannig hafa efnin og tækin breyst en iðnin verður áfram nauðsynleg, segir Ólafur Ásgrímur Jónasson og leggur áherslu á að menntun iðnaðarmanna sé metin sem skyldi: -Við þurfum að vinna að því að iðnaðarmenn viðhaldi þekk- ingu sinni og færni, taki sinn námstíma, próf og endurmennt- un. Við verðum að hefja iðn- menntun til vegs, Iðnaðarmenn verða að útskrifast í dag með vandaða faglega grunnþekkingu og starfa saman í sterkum sam- tökum. Ólafur er í stjórn Styrktar- sjóðs ísleifs Jakobssonar og seg- ir að á þeim rúmu 30 árum sem sjóðurinn hefur starfað hafi hann styrkt alls 146 iðnaðar- menn til námsferða, allt frá ein- um uppí 12 á ári. Sjóðurinn hef- ur verið hvíldur nokkur síðustu ár til að byggja hann betur upp en á síðasta ári var einum styrk úthlutað og segist Ólafur gera ráð fyrir að aftur komi til úthlut- unar á þessu ári. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að menn sýni pappíra um væntanlega náms- vist sína. Fleiri konur í rafmagnsfræði ^TJÓRN Iðnaðarmannafélags- kJ ins hefur alltaf verið sam- mála um að setja stefnuna á menntamál iðnaðarmanna. Fag- lega stendur iðnmenntakerfið nokkuð vel en eftirmenntun verður sífellt nauðsynlegri þátt- ur vegna þeirrar öru þróunar sem verið hefur í mörgum iðn- greinum, segir Ásgrímur Jónas- son rafmagnsiðnfræðingur sem er vararitari í stjórn Iðnaðar- ntannfélagsins. Ásgrímur tók sveinspróf árið 1960 og tveimur árum síðar lauk hann iðnfræðiprófi frá Vélskóla íslands. -Rafvirkjar geta farið ýmsar leiðir til framhaldsmennt- unar eftir að sveinsprófi lýkur, segir Ásgrímur og telur þessa mörgu möguleika nokkra skýr- ingu á því hversu vinsæl raf- magnsfögin eru. -Menn geta tek- ið sveinspróf og síðan stúdents- próf frá Iðnskólanum og haldið síðan áfram í verkfræði eða far- ið i meistaranám. Þetta er hag- nýtur grunnur fyrir mörg störf bæði í faginu sjálfu og rann- sókna- og stjórnunarstörf en það mættu hins vegar fleiri konur leggja stund á nám í rafmagns- fræðum. Það er mikið framundan í virkjanamálum, tölvu- og raf- eindatækniáhugi er mikill og margt að gerast á þessum svið- um og má segja að það sé bæði fjölbreytni og sérhæfing innan greinarinnar, segir Ásgrímur og nefnir að þannig þróist iðngrein- ar á ýmsa vegu eftir því sem samfélagið kalli. Ásgrímur hefur í starfi sínu bæði kennt við Iðnskólann og annast hönnun á lýsingu. -Lýs- ingarhönnun hefur verið gefinn æ meiri gaumur á síðustu árum en við stöndum nokkuð vel á því sviði að ég tel. Nútíma skrif- stofa er lýst á annan hátt en var fyrir fáum árum og þar hafa tölvur meðal annars kallað á nýjar þarfir en lýsing þarf alltaf að vera vönduð og sjálfsagt er að leggja talsverða natni við fyrirkomulag og uppsetningu á henni, segir hann og minnir á að aðeins séu 75 ár frá stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 120 frá tilkomu ljósaperunnar sem sé því yngri en Iðnaðar- mannafélagið! -í dag höfum við flúrljós, halogenperur auk hinna hefðbundnu pera og allt á þetta rétt á sér til ákveðinna verkefna og þess vegna þurfa þeir sem starfa að raflögnum, hönnun og yfirleitt á öllum svið- um raftækni að vera vel heima í þeim möguleikum sem þessi tækni býður uppá. Einnig er nokkuð um að menn velji ákveð- in sérsvið. Eru breytingarnar orðnar það miklar að þú gætir ekki lengur lagt rafmagn í venjulegt íbúðar- hús? -Ég myndi enn treysta mér til þess en ég veit ekki hvort ég hefði nokkuð að gera í að eiga við viðgerðir á uppþvottavél eða rafal á bíl - allt er þetta orðið svo sérhæft. Þess vegna er mikil- vægt að Iðnaðarmannafélagið hvetji iðnaðarmenn til að standa vörð um faglegan metnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.