Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 22

Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 22
22 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ f /V ' f\ %c V- : Guðlaugur Ingi Sigurðsson Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson HEFUR GENGIÐ VEL SJÖ-NÍU-ÞRETTÁN VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Flugskólinn Flugtak, í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli, er orðið „hundgamalt“ fyrirtæki að sögn framkvæmda- og skólastjórans Guðlaugs Inga Sigurðssonar. Síðustu tvö árin hefur hins vegar orðið sprenging í starfseminni og árið 1996 var metár hjá fyrirtækinu. Nýja árið virðist og vera barmafullt af glæstum fyrirheitum. KATANA DV-20. Morgunblaðið/RAX Eftir Guðmund Guðjónsson GUÐLAUGUR Ingi er fædd- ur í Reykjavík í janúar 1963. Hann fór hefðbund- inn menntaveg sem náði nokkrum hápunkti við útskrift úr MR árið 1984. Þaðan lá leiðin í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sem þá hýsti svokallaða flugliðabraut sem útskrif- aði atvinnuflugmenn. Samhliða nám- inu þar og síðan fluginu, vann hann hjá Höldi í alls níu ár uns hann tók að sér stjórnvölinn i Flugtaki. Flugtak er til húsa, sem fyrr seg- ir, í gamla flugturninum á Reykjavík- urflugvelli. Húsnæðið er í niðumíðslu og ekki líklegt til að hýsa blómlega rekið fyrirtæki. Framkvæmdastjór- inn er í kontór á annarri hæð og vindurinn gnauðar. Guðlaugur er með rafmagnsofn til fóta undir skrif- borðinu og prísar sig sælan alla frost- lausa daga vetrar, enda segir hann varla iíft í húsinu í kuldum. „Húsið telst til stríðsminja og er auðvitað ekki til þess fallið að reka fyrirtæki í. Það er illa á sig komið og margir hafa unnið að því að hreyfa við endurbyggingu þess. Drauma- staða fyrir okkur væri að úr því yrði, ég tala nú ekki um ef gerlegt væri að flytja húsið aðeins til á svæðinu. Það væri hins vegar dauðadómur fyrir okkur og aðra flugskóla á svæð- inu, þeir eru alls fjórir, ef þeir sem ráða í Reykjavík fá vilja sínum fram- gengt að allt kennsluflug verði aflagt á Reykjavíkurflugvelli. Þær hug- myndir hafa verið viðraðar, en von- andi kemur aldrei til þess,“ segir Guðlaugur og skrúfar ofninn aðeins upp. Guðlaugur hugsar aðeins aftur í tímann og rifjar upp að þar til fyrir tveimur árum hafí verið komin ákveðin stöðnun í rekstur Flugtaks og annarra flugskóla. En þá fóru hlutir að gerast og breytast. Svokall- að góðæri hélt innreið sína í íslenskt efnahagslíf, óvenjumargir atvinnu- flugmenn hættu vegna aldurs og heilsubrests. „Vöxtur flugfélaganna á íslandi skipti sköpum og til samans hafa þessir þættir valdið mikilli grósku í flugkennslu. Við getum m.a. mælt umfang síðasta árs í flug- timum, en þeir voru alls 8.000. Við stefnun enn hærra á þessu ári, ætlum í 10.000 tíma og fátt bendir til ann- ars en að það náist.“ Blikur á lofti? Guðlaugur segir að miklar breyt- ingar séu framundan í flugmálum með tilkomu samræmingar laga og reglugerða í Evrópu. Nú komi heild- arlínur frá Brussel þar sem hvert land lagði áður eigin lög til grund- vallar flugmálum sínum. „Sameig- inlegur flugmálalöggjafí Evrópu, JAA (Joint Aviation Authority), fær- ir jafnt og þétt út kvíarnar. Flugskír- teini sem áður hafa aðeins gilt í þeim löndum þar sem þau voru gefin út munu framvegis gilda í öllum löndum innan EB og EES. íslenskir flug- menn geta þar með sótt um vinnu í öllum þessum löndum. Gífurlegur markaður opnast okkur með þessum breytingum. Síðar á þessu ári munu fulltrúar frá JAA koma hingað til lands og gera úttekt á flugskólum hér á landi, m.a. starfsemi Flugtaks. Það er til mikils að vinna að fá viður- kenningu JAA, því annars eru menn nánast úr Ieik,“ segir Guðlaugur og heldur áfram: „Okkur er nokkur vandi á höndum, því það er ekki sjálfgefið að flugskól- arnir fái náð fyrir augum JAA. Það eru til dæmis gerðar meiri kröfur til húsnæðis en áður þekktist og ég er hræddur um að gamli turninn muni ekki falla í kramið. Þá eru gerðar meiri kröfur en áður til starfsfólks, skipulags námsyfirlits og flugkenn- aranámsins. Meðal annars þarf Flug- skóli íslands að festa kaup á full- komnum flughermi og er það dæmi upp á 40 til 50 milljónir." Og samt ertu bjartsýnn? „Já, já, þýðir nokkuð annað? Það má kannski segja að útlitið sé ekki gott, en í raun og veru er vandinn langt frá því að vera óyfirstíganleg- ur. Þó ég hafi talað áðan um drauma- stöðu í nýuppgerðum turninum, þá er raunveruleikinn fremur fólginn í því að við höfum góða von um að fá lóð undir nýtt húsnæði. Þá er í umræðunni að stofna um þetta fyrir- tæki stórt hlutafélag og fá þannig inn aukið fjármagn. Takist það, þá fáum við okkar flughermi." Geta allir? Framkvæmdastjórinn Guðlaugur dregur fram upplýsingar þess efnis að skólinn hafi útskrifað 900 flug- menn síðustu tíu árin, þar af 165 í fyrra. í ljósi þess að uppsveifla er nú hjá honum liggur vel við að spyrja: Geta allir lært að fljúga? og Hverjir eru það helst sem eru að læra flug? „Geta allir lært? Ja, ég hef nú gjarnan svarað því þannig að ef menn geta lært á bíl, þá geta þeir lært að fljúga. Það er náttúrulega alls konar fólk að læra flug, en samt er ljóst að einn hópur er langsamlega fyrirferðarmestur. Það eru ungmenni sem hafa nýlokið stúdentsprófí. Mjög algengt er að þau setjist á bekk hjá okkur og nái einkaflug- mannsréttindum og jafnvel atvinnu- flugmannsréttindum áður en þau setjast á bekk í háskóla. Það hefur loðað við flugnám að það kostar tals- verða peninga. Ég myndi segja, að mjög algengt sé að foreldrar standi á bak við börn sín. Þetta er gott og hagkvæmt nám að hafa í pokahorn- inu. Lánamöguleikar fólks eru auk þess allt aðrir og hagstæðari nú til dags en áður gat talist.“ Peningar, vel á minnst, hvað kost- ar að læra að fljúga? „Það eru ýmis stig í þessu og ýmsir pakkar sem eru í boði. Margir koma hingað og hætta eftir að hafa náð sólóflugréttindum. Það eru tutt- ugu flugtímar og kostar 134.000 krónur. Aðrir halda áfram, bæta við sig 40 tímum í viðbót og ná þannig einkaflugmannsréttindum. Það kost- ar 435.000 krónur, auk þess sem hver nemandi greiðir 8.500 í próf- gjöld til Flugmálastjómar. Þannig stighækkar þetta. Þeir sem fara lengst hjá okkur eru í 2-3 ár og útskrifast með atvinnuflugmanns- og flugkennsluréttindi. Þá eru menn komnir með 200 flugtíma og geta þá sótt um stöður hjá flugfélögunum. Þeir sem ganga þessa braut eru að borga alls þetta 1.500.000 til 1.700.000. Þetta kann að hljóma sem mikill peningur, en á móti kemur að flugmenn eru með þokkaleg laun og hagstætt vinnufyrirkomulag." Ef það er svona mikil uppsveifla í greininni, hvers vegna fjölgar þá 1 1 i i i i i i i i i i i h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.