Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX LJÓSIN skyggð á skurðstofunni svo að það sjáist betur á myndbandsskermana. Næstur stendur Dan Smith og fylgist með framvindu mála á skermi. Margrét er fyrir miðri mynd með hendur fullar og horfir á annan skjá sem sést ekki á myndinni. Kviðsj árspeglun fjölgar valkostum skurðlækna ÞAÐ ER fremur óraun- verulegt fyrir leikmenn að standa inni á skurð- stofu og taka inn það sem fyrir augu bar í þessu tilviki. Fátt minnti á þá ímynd sem menn hafa um skurð- aðgerðir. Blóði drifna skurðlækna með klippur, hnífa ogtangir á lofti, eða unga töffara að hætti Chicago Hope að skiptast á bröndurum undir dynjandi rokktónlist. Grænu náttfötin voru að vísu á sínum stað og raunar var útvarp úti í homi, en það heyrðist varla í því. Skurðlæknarnir sem hér voru að störfum stóðu yfír sjúklingi sem lá á hliðinni á skurðarborðinu. En enginn var að horfa á hann, held- ur rýndu allir á sjóvarpsskerma sem héngu fyrir ofan rúmið. Dan og Margrét voru með klippur og fleiri tól inni í iðrum sjúklingsins, en athöfnin gaf frekar til kynna að þau væru með stýripinna í höndunum og á skermunum væri einhver undarlegur tölvuleikur. Margrét gaf blaðamönnum þá skýringu á því sem fyrir augu bar, að þau væru að fjarlægja nýmahettu með æxlum. A skerm- inum sást glöggt annað nýrað, nýrnahettan og æxlið sem um ræddi. „Þessi aðgerð liggur vel við kviðsjárspeglunartækninni því hér er um lítil líffæri að ræða sem liggja djúpt. Nýrnahettur em innkirtlar sem framleiða adrenalín Það er ekki ofsögum sagt að læknisfræði fleygir hratt fram. í dag er verið að gera hluti sem fáir hefðu talið mögulega fyrir fáum árum. Bandarískur sérfræðingur í kviðsjárspeglunaraðgerðum, Dan Smith, var hér á landi fyrir skömmu og gerði nokkrar nýstárlegar aðgerðir á nýmahettum ásamt Margréti Oddsdóttur skurðlækni. Guðmundur Guðjónsson og Ragnar Axelsson fylgdust með fyrstu aðgerðinni og hittu sérfræðingana síðan að máli. og hormón og skipta því máli. Vinstri nýrnahettan liggur á bak við miltað og brisið og sú hægri liggur á bak við lifrina og skeifu- görnina,“ sagði Margrét og skömmu síðar mátti sjá þá kostu- legu sjón á sjónvarpsskermunum, að nýrnahetta með æxli var losuð frá með klippum og síðan sótti töng nýmahettuna í plastpoka sem önnur töng hélt á. Pokinn var dreginn út um mjótt rör sem lá inn í kvið sjúklingsins. Öll aðgerð- in fór fram í gegn um þetta mjóa rör, en áður þurfti mikinn hol- skurð til þess að ná sama árangri. Sérfræðingar Dan Smith er fæddur og upp alinn í Rochester í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Hann er m.a. af sænsku bergi brotinn. Ein fremsta læknisfræðimiðstöð ver- NÝRNAHETTAN losuð frá. aldar er í Minnesota, Mayo-sjúkra- húsið, og þar hafa m.a. þó nokkr- ir íslenskir læknar stundað sitt framhaldsnám. Smith hlaut þjálf- un sína við Mayo og hefur síðan einnig starfað í Montana, Cincin- atti og Atlanta.. Síðustu árin hefur hann lagt stund á kviðsjárspeglun- araðgerðir af þeim toga sem hér hefur verið lýst. Hann segir að enn sem komið er séu aðgerðir af þessu tagi á nýrnahettum fátíðar og fremstu sérfræðingamir hafi kannski gert 70-80 aðgerðir og þær fyrstu séu skráðar árið 1993. Því sé það lofsvert og til marks um framsækni íslendinga í lækna- vísindum hvað þeir séu komnir langt á þessari braut. „Það var ekki fyrr en árið 1995 að mikill skriður komst á þær. Sjálfur hef ég gert milli 20 og 30 aðgerðir af þessu tagi,“ segir Dan. En hvernig skyldi leggjast í Margréti að gera slíkar aðgerðir á eigin spýtur hér eftir og hvað verða þetta margar aðgerðir á ári? Hún svarar: „Það leggst bara vel í mig að gera þetta. Þetta liggur vel við, er fremur einföld aðgerð þegar á allt er litið og hættulítil ef aðgát er höfð. Hins vegar er erfitt að svara hversu margar aðgerðir verði á ári hveiju. Það verður allt- af breytilegt en ég get vel ímynd- að mér að það verði á bilinu 4-10 aðgerðir á ári.“ Dan skýtur hér inn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.