Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 25
í að á skurðstofunni hefði mátt
glöggt sjá að Margrét væri vanur
og snjall skurðlæknir og vel kunn-
ug kviðsjárspeglunaraðgerðum og
það hjálpaði henni að ná skjótum
tökum á umræddri aðgerð.
Kostir og gallar
í fyrirlestri sem Dan Smith
flutti daginn áður en hann „skar
upp“ með Margréti kom fram að
þótt margt megi telja kviðsjár-
speglunaraðgerðum til tekna, séu
þeir til sem fyndu tækninni ýmis-
legt til forráttu og héldu á lofti
gömlum gildum í skurðlækning-
um. En hveijir eru helstu kostir
þess að, í þessu tilviki, nema brott
sýktar nýrnahettur með þessari
tækni í stað þeirrar gömlu?
Dan svarar og undirstrikar að
svarið gildi fyrir allar aðgerðir
með kviðsjárspeglun, að sjúklingar
sleppi við holskurði, aðgerðirnar
væru fljótlegri og þar með þægi-
legri, þeir eyði mun skemmri tíma
á spítala eftir aðgerðina, eru þar
af leiðandi fljótarí að ná fullri
heilsu á ný og taka upp þráðinn
þar sem frá var horfíð. Þá þyrftu
þeir mun minna af kvalastillandi
lyfjum sem væri ótvírætt af hinu
góða. Margrét bætir við, að hér
sé um að ræða nokkrar vikur hjá
hveijum manni og því augljóst að
það sé ekki einungis sjúklingurinn
sem hagnist á aðgerðinni heldur
og þjóðfélagið sem fái starfskraft-
inn mun fyrr til sín á ný. Margrét
bætir við:
„Það má ekki gleyma því,
tækjakosturinn er mjög dýr, en
hann er fljótur að borga sig þegar
dæmjð er skoðað frá þessari hlið.
Þá má telja með einhveijar aðgerð-
ir þar sem sjúklingar hefðu jafn-
vel þurft að fara utan til skurðað-
gerða. Slíkt kostar mikla pen-
inga.“
Dan tekur orðið: „Þessar að-
gerðir eru mjög tæknilega krefj-
MARGRÉT Og Dan að afloknu dagsverki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins.
NÝRNAHETTAN með æxlinu var heldur stærri en búist var við.
andi og eru mjög svo nýjar af
nálinni. Það segir sig sjálft að
yngri kynslóð lækna mun standa
betur að vígi að tileinka sér hana.
Þið getið ímyndað ykkur hvort
Nintendo-kynslóðin verði _ ekki
snjöll í þessum lækningum! Ýmsir
eldri skurðlæknar hafa náð góðum
árangri með kviðsjárspeglun, en
öðrum _gengur verr að tileinka sér
hana. I því kann að liggja ein af
ástæðum þeirrar gagnrýni sem
heyrst hefur í garð þessarar
tækni."
Margrét bætir við: „Þetta eru
fjarri því endalok holskurða í
skurðlækningum. í mörgum tilvik-
um munu þeir eiga rétt á sér og
vera það eina í stöðunni. Þessi
nýja tækni er hins vegar afar
kærkomin aukning á valkostum
og margar aðgerðir er hægt að
gera með miklu minni óþægindum
frá sjónarhóli sjúklinga. Eg hef
því engar áhyggjur af hvað fram-
tíðin muni bera í skauti sér. Það
verða menn sem kunna þessa
tækni, aðrir hina. Sumir báðar.
Hvernig sem á það er litið er útlit-
ið betra en það hefur verið.“
Kemur að
krabbameini?
Miðað við lýsingar á kviðsjár-
speglun vaknar sú spuming hvort
henni megi beita í baráttunni við
krabbamein? Þau Margrét og Dan
eru bæði þeirrar skoðunar að á
þessu stigi sé ekki tímabært að
ræða slíkar aðgerðir á krabba-
meini, því þótt tækninni fleygi
fram, sé hún ekki enn komin á
slíkt stig. Margrét segir: „Ýmis
afbrigði krabbameins eins og til
dæmis lifrarkrabbamein, em það
erfið viðureignar að þessi tækni
breytir þar litlu. í sambandi við
krabbamein er kviðsjárspeglun
enn sem komið er helst notuð til
að kanna ástand sjúkdómsins “
Og Dan bætir skjótt við þetta:
„Þetta er rétt, það eru nú þegar
ýmsir ljósir punktar, eins og t.d.
að möguleiki er á því að greina
krabbamein fyrr og því hægt að
grípa til viðeigandi meðferðar fýrr.
Það hefur augljóslega mikla kosti
og ég trúi því staðfastlega að í
framtíðinni verði unnt að fram-
kvæma krabbameinsaðgerðir með
kviðsjárspeglun og þeirri tækni
sem kann að þróast út frá henni."
„Hver veit nema það verði vél-
menni sem geri þær aðgerðir á
okkur," skýtur Margrét inn í og
þau skemmta sér bæði vel yfír
þeirri athugasemd. Þar með segj-
um við lokið heimsókn Morgun-
blaðsins á hátækniskurðstofu á
Landsspítalanum og kveðjum við-
mælendur vora.
í/)óm(/ii7iana
Fararstjórar:
Ingólfur
Guðbrandsson
I nótt í Xew York - 2 dagar í Santo
Domingo - 8 dagar í 1‘nerto Plata VIHage
Heillandi nýjung á fegurstu eyju Karíbahafs. Flug
um New York. með gistingu og síðan til hinnar Már Eiíson
lífsglöðu höfuðborgar SANTO DOMINGO með elstu minjar
um landnám Spánverja í Vesturheimi og iðandi skemmtanalíf.
Gist 2 nætur á 5* hóteli. Ferð þvert yfir landið til PUERTO
PLATA, hins vinsæla baðstaðar, þar sem allt er innifalið:
Matur, drykkur, strandlíf, skemmtanir í heila viku og þú þarft
ekki að taka upp budduna, en tært loftið, veðrið, ströndin,
volgur sjórinn og glitrandi gróðurinn niður í flæðarmál leikur
við þig. Flug aftur heim um New York.
II DAGAK Á ÓTRÍILEGA IlAGSTÆÐlí
VERÐI, BESTE KJÖR, ALLT HVNIFALIÐ
Staðfesta verður pöntun. Brottför 23. mars.
Kornið til íslands að rnorgni 2. apríl. Aðeins 5 vinnudagar.
Þú sérð mikið af fegurð Dóminíkana á þessu ferðalagi, há fjöll
og gróðursæla dali, fegursta blómagróður í bland við ávaxtatré,
tóbaks-, kakó- og sykurekrur. Landið sjálft hefur lítið breyst frá
dögum Kólumbusar, sem sagði:
„Svofagurt land hafa augu mín aldrei litiðfyrr. “
SÍÐUSTU SÆTIN — PANTIÐ NÚNA!
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMAr
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
BANGKOK &
,KOH SAMLI
I THAILANDI
16 dagar, brottför 15. mars
- aðeins 8 viniiudagar.
Sjáið Miss Saigon í Saigon!
Hið fagra Vietnam hefur opnað dymar fyrir
farþegum Heimsklúbbsins.
Það besta í Vietnam og Thailandi -
Bangkok 3 dagar, nýtt glæsihótel á
SIGLINGAR
Vikulegar brottfarir með vinsælustu
skemmtiskipum heimsins, Imagination,
Sensation, Fascination eða stærsta
farþegaskipi heims Destiny.
Páskasigling 22. mars:
IMAGINATION — uppselt.
Aukaferð 23. mars:
FASCINATION — með 40% afslætti.
Fararstjóri: Sveinn Guðjónsson.
besta stað. Saigon (Ho Chi Minh) 4 dagar, nýtt lúxushótel í spennandi
borg. Koh Samui - Thailandsdraumurinn á fegurstu eyju í Siamsflóa, 7
dagar - eða vika á Siam Bayview á Pattaya.
SÉRTILBOÐ MEÐ FARARSTJÓRN AÐEINS KR. 189.000. GILDIR AÐEINS TIL 8. FEB.
„FERÐ í ÖÐRU VELDI“
„Við hjónin erum alveg upp í skýjunum afánœgju og
hamingju eftir ferð okkar í Karíbahafið nýlega á
vegum Heimsklúbbs Ingólfs. Ekki aðeins stóðst allt
sem lofað var, lieldur fór ferðin fram úr öllum
vœntingum og höfum við þó áðurferðast mikið og vel.
Sigling með Sensation var draumi líkust og giœsilegri
en okkur Itafði órað fyrir. Vikudvöl í Puerto Plata á
eftir kom mest á óvart, þar sem umhverfi er einn
aldingarður, fólkið fallegt og yndisiegt með geislandi
bros sitt. Þjónusta fararstjórans Más Elísonar var í
sér flokki, hann kunni skil á öllu, en án leiðbeininga
hans hefði margt farið framhjá okkur. Við munum
hvetja alla vini og kunningja til að fara svonaferð,
sem er eins og vítamín í lífmanns."
Jón Rögvaldsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir.