Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 26

Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 26
26 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/LAUGARÁSBÍÓ sýnir nýjustu mynd leikstjórans Renny Harlin, The Long Kiss Goodnight, með þeim Geena Davis og Samuel L. Jackson í aðalhlut- verkum. I þessum spennutrylli leikur Geena húsmóður sem misst hefur minnið en kemst að því að hún var áður útsendari og morðingi á vegum leyniþjónustunnar. I leit að fortíðinni AMANTHA Caine (Geena Davis) er bamaskólakenn- ari í úthverfí og þjáist hún af minnisleysi. Þegar dularfullir atburðir tengdir fortíð hennar byrja að gera vart við sig og trufla vanafast líf hennar hefur hún ákafa leit að vitneskj- unni um það hver hún raunverulega sé. Sér til aðstoðar fær hún einka- spæjarann Mitch Hennessey (Samuel L. Jackson) og í sam- einingu rekja þau slóð sem leiðir þau inn í miðja hring- iðu samsæris illra afla innan leyni- þjónustunnar og alræmds alþjóð- legs vopnasala. Smátt og smátt kemur í ljós að Caine er ekki venjulegur barnaskólakennari og móðir átta ára telpu, heldur þrautþjálfaður fyrrum starfs- maður leyniþjónustunnar að nafni Charly Baltimore, sem hafði það að sérgrein að ryðja úr vegi óvinum ríkisstjómarinnar. A meðan þessi fortíð hennar er hægt og rólega að koma upp á yf- irborðið togast á í henni móður- hlutverkið og tilfinningar þess kaldrifjaða morðingja sem hún áður var. I leit sinni að hinni gleymdu fortíð ógna þau Caine og Mitch áætlunum illmennanna og grípa þeir þá til sinna ráða til að ryðja þeim skötuhjúunum úr vegi. Höfundur kvikmyndahandrits- RENNY Harlin leikstjóri The Long Kiss Goodnight. ins að The Long Kiss Goodnight er Shane Black, sem áður hefur meðal annars skrifað handritin að The Last Boy Scout og Lethal Weapon, en leikstjóri myndar- innar er Renny Harlin. Hann komst í hóp eftir- sóttustu leikstjór- anna í Hollywood með myndinni Die Hard 2, en vestan- hafs sló hann fyrst í gegn með mynd úr flokknum um Freddie Kmger. Sú hét Nightmare on Elm Street IV: The Dream Mast- er, ogvar Harlin öðrum fremur þakkað það að myndin varð tekju- hæsta mynd sálf- stæðs framleið- anda. Lenny Harl- in heitir reyndar réttu nafni Lauri Harjola og fæddist hann 15. mars 1959 í Rii- himaeki í Finnlandi. Hann er þekktur fyrir að koma föðurlandi sínu að með einhverjum hætti í þeim myndum sem hann gerir, og í byrjun The Long Kiss Goodnight sést veggjakrotið Hell Sink, sem þykir vísa til Helsinki, og Charly drekkur að sjálfsögðu Finlandia Vodka. Harlin byrjaði ungur að aldri að gera átta millimetra kvik- myndir og engum kom á óvart þótt hann legði nám í kvikmynd- gerð fyrir sig. Að því námi loknu stofnsetti hann eigið kvikmynda- fyrirtæki sem gerði nokkrar fræðslumyndir og stuttmyndir. Harlin reyndi að fá fjármagn til BARNAKENNARINN reynist vera fyrrum morðingi í þjónustu leyniþjónustunnar. ÞAU Cain og Mitch rata inn í miðja hringiðu samsærisafla við leit sfna að fortíð Cain. að gera kvikmynd í fullri lengd í heimalandi sínu en án árangurs og hélt hann þá til Hollywood. Þar tókst honum að skrapa sam- an það sem upp á vantaði fyrir fyrstu mynd seinni, Jaatava pol- te, sem frumsýnd var 1986, og fjallar um þrjá unga Bandaríkja- menn sem á ferðalagi í Finnlandi á kaldastríðsárunum fara fyrir tilviljun yfir landamærin inn í Sovétríkin. Tveimur árum síðar gerði hann svo hryllingsmyndirn- ar Prison og fjórðu Freddy Kru- ger myndina, og 1990 gerði hann The Adventures of Ford Fairlane og Die Hard 2 sem kom honum á þann stall þar sem hann trónir nú. Síðan hefur hann gert mynd- imar Cliffhanger (1993) með Sylvester Stallone í aðalhlutverki og hina miður heppnuðu Cutt- hroat Island (1995) með eigin- konunni Geena Davis í aðalhlut- verki, og næstu myndir Harlins verða Exit Zero og U.S. Mars- hals. í fremstu röð SAMUEL L. Jackson skaut upp á stjömuhimininn í Hollywood þegar hann fór efdrminnilega á kostum í hlutverki leigumorð- ingjans Jules f Pulp Fiction. Hann uppskar í kjölfarið ósk- arsverðlaunatilnefningu og fjöl- da annarra viðurkenninga og hefur siðan verið talinn í röð þeirra leikara í Hollywood sem mikils megi vænta af. Samuel Leroy Jackson var þó alls enginn nýliði í greininni, og raunar hafði hann vakið verð- skuldaða heimsathygli í hlut- verki eiturlyfjaneytandans Gator í mynd Spike Lee, Jungle Fever. Ur þessu aukahlutverki skyggði Jackson algerlega á Wesley Snipes og aðra leikara myndar- innar enda fór það svo að á kvik- myndahátíðinni í Cannes var bú- inn til nýr verðlaunaflokkur fyr- ir aukahlutverk til þess að heiöra frammistöðu hans. Jungle Fever gaf Jackson færi á auka- hlutverkum í t.d. Jurassic Park og Patriot Games með Harrison Ford, en eftir fárið sem fór um kvikmyndaheiminn í kjölfar Pulp Fiction hefur Jackson get- að valið úr aðalhlutverkum. Hann lék á móti Bruce Willis í Die Hard with a Vengeance; með Nicolas Cage og David Caruso í Kiss of Death, með Jessica Lange og Halle Berry í Losing Isaiah, og skemmst er að minn- ast hans í The Great White Hype og A Time to Kill. Jackson er úr Suðurríkjunum, fæddur og uppalinn í Tennessee á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Hann tók próf í leiklist við Mor- ehouse-háskólann í Atlanta í Ge- orgia, og á skólaárunum Iék hann í fyrsta skipti smáhlutverk í kvikmynd. Að loknu námi fór Jackson til New York um miðjan áttunda áratuginn, og þar kynnt- ist hann m.a. þeim Morgan Freeman og Denzel Washington, sem ásamt honum standa nú fremstir svartra kvikmyndaleik- ara vestanhafs. Jackson var ekk- ert að flýta sér að komast að í kvikmyndum og sem sviðsleikari í New York vegnaði honum dá- vel. Þess var þó ekki langt að bíða að hann sæist á hvíta tjald- inu. Hann fékk hlutverk í Ragtime eftir Milos Forman og honum sást bregða fyrir í Com- ing to America og GoodFellas og í White Sands lék hann á móti Micky Rourke. Áður en hlutverk Gators í Jungle Fever kom til hafði Jackson ávallt getað geng- ið að vísum hlutverkum í mynd- um Spike Lee, t.d. School Daze, MoÖ Better Blues og Do the Right Thing, en vinskapur ríkti með þeim félögum á þessum árum. Þeim sinnaðist hins vegar þegar Jackson taldi það móðgun við sig að eiga að mæta í prufu- upptöku vegna hlutverks í Malcolm X. Ótalin eru m.a. hlut- verk Jacksons í Fathers and Sons, National LampoonÖs Loa- ded Weapon, Amos and Andrew og í True Romance. Gáfuð og GEENA Davis, sem stundum hef- ur verið kölluð kynbomba tiunda áratugarins, heitir réttu nafni Virginia Davis og er hún fædd 21. janúar 1957 í Wareham í Massachussetts. Eftir að hún lauk námi í Iistgreinum frá Boston-háskóla gerði hún samn- ing við fyrirsætuskrifstofu f New York. Hún vann einnig um skeið sem gengilbeina, en leiklistará- huginn blundaði f henni og svo fór að hún fékk smáhlutverk í Tootsie (1982). Það leiddi til þess að hún fékk hlutverk í sjónvarps- þáttunum Familie Ties og Buffalo Bill. Greindarvfsitala leikkonunnar þykir í hærra lagi og skipaði það henni ákveðinn sess í Hollywood, og sömuleiðis líkamshæð hennar, en hún er 183 sentimetrar. Ferill Davis í sjónvarpi varð þó ekki Iangur og svo fór að hún fékk hlutverk í Fletch sem Chevy Chase lék aðalhlutverkið í. Það var hins vegar í The Fly (1986) sem hún sló í gegn, en við gerð þeirrar myndar kynntist hún Jeff Goldblum sem fór með aðal- hlutverkið í myndinni og gengu þau í skammvinnt hjóna- band, en það var annað hjónaband hennar. í Beetlejuise (1988) sýndi Davis að hún var jafnvíg á gamanhlutverk og alvarlegri hlutverk, og fyrir aukahlutverk í The Accidental Tourist sem gerð var sama ár hlaut hún óskarsverðlaunin og var þar með komin í úr- valsliðið í Hollywood. Hún hlaut mikið lof fyrir hlut- verk sitt sem Thelma í Thelma & Louise, en íþeirri mynd samrekkti hún þá nánast óþekktum Brad Pitt. Aðalhlutverk í myndunum A League of Their Own (1992), Hero (1992), Speechless (1994) og Angie (1994) komu svo í kjölfarið og því næst Cutthroat Island (1995). Árið 1993 gengu þau Davis og Renny Harlin í hjónaband og litu margir á það sem upphafið að rómantísku viðskiptasambandi og stofnuðu þau fyrirtækið The Forge sem virtist hins vegar ætla að verða endasleppt þegar fyrsta mynd þeirra, Cutthroat Island, kolféll í kvikmyndahús- unum. Þau gerðu hins vegar aðra tilraun með The Long Kiss Goodnight og þykir hún hafa tekist með miklum ágætum. Meðal verkefna sem þau hjónin eru með í smíðum eru vísinda- tryllirinn Exit Zero sem Harlin leikstýrir, The PoliticianÖs Wife, sem gerð verður eftir breskum sjónvarpsþáttum með sama nafni, og fer Davis með aðalhlut- verk í þeirri mynd, og loks má nefna spennu- myndina ..... ........' GodÖs Teeth sem gerist á miðöldum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.