Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 28
28 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
f
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 29 <
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
TILLÖGUR stjómar Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins um
breytingar á fyrirkomulagi á sölu
áfengis eru að mörgu leyti skynsam-
legt og raunsætt innlegg í umræður
um áfengismál hér á landi.
Stjórn ÁTVR leggur í fyrsta lagi
til að verð á léttu víni og bjór verði
lækkað. Stjórnarmenn benda á, að
þetta muni stuðla að bættri vín-
menningu og draga úr sölu og
drykkju landa og heimabruggs.
Þótt auðvitað sé ekki hægt að full-
yrða, að neyzla aukist ekki er lík-
legra að hún flytjist til; minna verði
drukkið af sterkum drykkjum og
auk þess dragi úr bruggi, smygli
og annarri ólöglegri starfsemi, sem
hátt verð og hömlur á viðskiptum
með áfengi hafa stuðlað að. Um
leið verður neyzlan sýnilegri, auð-
veldara að hafa með henni eftirlit
og tryggt að opinber gjöld séu
greidd af því, sem drukkið er.
í öðru lagi vill stjórnin að vínbúð-
um verði fjölgað og rekstur þeirra
boðinn út til einkaaðila. Þetta mun
ekki sízt koma neytendum á lands-
byggðinni til góða. Einnig má gera
ráð fyrir, að einkareknar vínbúðir
í þéttbýli keppi sín á milli í verði,
ef gerðar verða breytingar sem
leyfa breytilega álagningu, og í
þjónustu.
í þriðja lagi leggur stjórn ÁTVR
til að vínbúðir verði staðsettar ná-
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
lægt matvörubúðum og jafnvel ihn-
an þeirra, auk þess sem afgreiðslu-
tími þeirra verði samræmdur því,
sem gerist hjá öðrum verzlunum.
Þetta verður sjálfsagt umdeildasta
atriði þessara tillagna. Með því er
komið til móts við þarfir neytenda
og að þeir geti sameinað matarinn-
kaup og kaup á léttum vínum eða
bjór, sem yngri kynslóðirtelja sjálf-
sagt en hinir eldri setja meira
spurningarmerki við.
í Morgunblaðinu í gær lýstu tals-
menn bindindissamtaka og Áfengi-
svarnaráðs andstöðu við þessar
hugmyndir. Sr. Björn Jónsson, stór-
templar, segir m.a.: „Ég tel, að
ekki dragi úr áfengisneyzlu og því
heilsufarslega og siðferðilega böli,
sem er fylgifiskur áfengisneyzlunn-
ar ... Mín skoðun er sú, að hvert
ár án áfengis í lífi mannsins sé stór
ávinningur."
Og Ólafur Haukur Árnason
áfengisvarnaráðunautur segir:
„Það er ekkert, sem bendir til þess
annars staðar í veröldinni að dragi
úr neyzlunni og yfirleitt kemur í
ljós, að hún eykst, þegar felldar eru
niður einkasölur."
Undir þau orð sr. Björns Jónsson-
ar má taka, að hvert ár í lífi manns
án áfengis sé mikill ávinningur. En
spurning er, hvort bindindismenn
kunni að vera á rangri leið í bar-
áttu gegn áfengisbölinu með því
að berjast gegn því að nútímalegir
viðskiptahættir verði teknir upp
með þessa vöru.
Þær eru ófáar íslenzkar fjöl-
skyldur, sem hafa orðið illa úti
vegna ofnotkunar áfengis. Það hef-
ur hins vegar gerzt, þótt hér hafi
verið fáar vínbúðir og áfengi óað-
gengilegt. Þeir, sem haldnir eru
áfengissýki eða hafa tilhneigingu
til hennar, verða sér alltaf úti um
áfengi, hversu fáar sem vínbúðirnar
eru og hversu langar sem biðraðirn-
ar eru. Kannski eiga vísindin eftir
að upplýsa okkur um hveijir eru í
hættu staddir m.a. vegna arfleifðar
hvers einstaklings, þannig að þeir
hinir sömu viti, að þeir eiga aldrei
að bragða áfengi.
Á síðustu tveimur til þremur ára-
tugum hafa farið fram stórmerkar
rannsóknir á áhrifum og afleiðing-
um ofneyzlu áfengis á einstaklinga
og nánasta umhverfi þeirra, for-
eldra, maka og börn. Með mark-
vissri kynningu á niðurstöðum
þessara rannsókna og að þeim verði
fylgt eftir í framkvæmd með víð-
tækri ráðgjöf til þeirra, sem eiga
um sárt að binda, mundu bindindis-
samtökin ná margfalt meiri árangri
í baráttunni gegn áfengisneyzlu en
með því að beijast gegn því að eðli-
legir og nútímalegir verzlunarhætt-
ir verði teknir upp.
Með breyttum baráttuaðferðum
mundu bindindissamtökin einnig fá
mun meiri stuðning hins almenna
borgara en þau fá nú. Málstaður
þeirra er verðugur og á rétt á sér,
en það er tímabært að þau taki upp
nýjar vinnuaðferðir.
Þeir verzlunarhættir, sem hér
hafa tíðkazt með áfengi, eru leifar
frá liðnum tíma. Og það er engum
til góðs að ríghalda í þá. Það er
líka staðreynd, að nýjar kynslóðir,
sem hafa vegna náms og starfs í
öðrum löndum kynnzt allt öðrum
umgengnisvenjum í sambandi við
áfengi, eru smátt og smátt að
breyta því, sem kalla má vínmenn-
ingu eða ómenningu eftir því hvern-
ig á það er litið.
Tillögur stjórnar ÁTVR eru
raunsæjar, en það kann að vera
skynsamlegt að framkvæma þær
í áföngum.
RAUNSÆII
ÁFEN GISMÁLUM
EIN ER SÚ BÓK
frá kreppuárunum
sem hefur fylgt manni
alla tíð, en það er
Gagn og gaman. Nei,
þetta voru ekki endi-
lega tímar Hitlers og
Stalíns, ekki heldur Einars Bene-
diktssonar, Tómasar eða Kiljans,
nei, þetta voru tímar Litlu gulu
hænunnar og Guttavísnanna og svo
hennar Rönku sem var rausnarkerl-
ing og rak eitt hænsnabú. Þetta
voru semsagt miklir tímar mikilla
tlðinda.
Ég man ekki hvenær Gagn og
gaman kom fyrst út en það var
einhvem tíma í kreppunni. Höfund-
amir vom Helgi Elíasson og ísak
Jónsson og kynntist ég þeim báðum
löngu síðar. Atti meðal annars sam-
tal við ísak Jónsson sem var eftir-
minnilegur maður og mikill skóla-
stjóri.
Það kunna margir ýmislegt úr
Gagn og gaman og mér er sagt að
Jón Helgason skáld í Kaupmanna-
höfn hafi stundum lesið upphátt úr
kverinu fyrir gesti. Ég er ekkert
hissa á því. Ég þekki ekki einfald-
ari skáldskap en þann sem er í
þessu kveri:
Lóa segir la, la, ja.
La, la, la, segir Óli.
Og:
Lúlli sagði: 0 - ú - ú.
Lulla sagði: U - u - u.
Lúlli sagði: Sú - sú - sú.
Lulla sagði: Su - su - su.
Og:
Einar segir: Ei - Ei - Ei.
Einar segir: Sei - sei - sei,
og Einar segir: Nei - nei - nei.
Þetta var sú eina sanna heimsl-
ist á þessum ámm og minnir einna
helzt á Joyce: pick, pack, pock,
puck í Mynd af listamanninum
ungum; eða den men, dun men, fen
men, fun men, hen men og hun
men í Finnegans Wake. Og þetta
kver bar sínum tíma gott vitni. Það
lýsti honum ágætlega því það flutti
einföld sannindi einsog kreppan
sjálf, skrautlaus og
mikilvæg; að það er
rangt sem fullorðins-
heimurinn prédikar,
því ekki er allt sem
sýnist. Veröldin er
ævintýri einsog hún
blasir við. Þess vegna er hún
skemmtileg og þess vegna er gam-
an að vera barn. Og eiga sér Gátta-
, þef, Mjallhvít og dvergana sjö að
vinum. Þau voru ekki eitthvað sem
sýndist! Þau vora vemleikinn sjálf-
ur eins og Gutti og Ranka. Og
skáldskapurinn var ekkert holta-
þokuvæl, ekkert órímað dót úr
handraða innfluttrar tízku og fínna
stellingu:
Hæ! hæ! og hó! hó!
Hlýtt er og bjart.
Kem ég út í kermnni,
og keyri hart.
Hæ! hæ! og hó! hó!
Eða:
Hí! hfi og ha! ha!
hvað ég er fín!
Fellur aldrei fís né ryk
á fötin mín.
Hfl hí og Ha! ha!.
Þetta var hin sanna tólg kreppu-
áranna. Hin mikla heimslist bemsk-
unnar, svoað ekki sé nú talað um
„sjaldséða gesti":
X og Z em hjón,
óttalega mikil flón.
Z segir eins og S.
Alla kveður hún með bless.
Hún er kát við karlinn sinn,
kyssir hann á nefbroddinn.
Karlinn X er hýr og hress,
hermir eftir G og s.
Þau em fín og segja satt
með silkihúfu og pípuhatt.
En nú er Gagn og gaman horfið
einsog kreppan og þeir tímar sem
mótuðu lýðveldiskynslóðina. Og það
er nánast ómögulegt að fá eintak
af þessari bók allra bóka, svo fágæt
er hún orðin. En mér tókst það
samt fyrir útsjónarsemi Braga Kris-
tjónssonar fombóksala. Og það er
gaman að fletta henni. Hugsa um
X og Zetu sem á líklega einhvem
þátt í því að kverið er komið úr
tízku. Einkennilegt að það skuli
vera svona erfítt að ná í það. Mér
er jafnvel sagt að það megi ekki
kenna þau einföldu sannindi sem
standa á þessum blöðum. Ætli það
sé vegna Z-unnar? Ætli það sé
vegna þess að x er bæði „hýr og
hress"? Kannski er það vegna þess
að
ærin jarmar ma - ma - ma,
manna bömin segja A.?
Kannski vegna þessarar setning-
ar: „þú færð ekki bréf frá mömmu.
Hún er að baka.?“
Hver veit. Hver þekkir hinn
margslungna leyndardóm tilver-
unnar? Þeir mundu ekki víla fyrir
sér að hafa Gagn og gaman á boð-
stólum í bókaverzlunum í Lundún-
um. Þegar ég var þar á ferð í nóv-
ember síðastliðnum sá ég staflana
af Mein Kampf og samanborið við
þetta helgirit nýnazismans er Gagn
oggaman eins og hver annar lífsins
elexir; þrátt fyrir z-una og lambið
sem jarmar á móður sína; og jafn-
vel þrátt fyrir kökubaksturinn
hennar mömmu!
M.
HELGI
spjall
IGÆR, FÖSTUDAG, BIRTIST
hér í Morgunblaðinu lítil frétt,
sem sagði þó mikla sögu. Fyrir-
sögn fréttarinnar var: „Toyota
vill EMU-aðild Bretlands" og í
fréttinni sagði m.a.: „Hiroshi
Okuda stjórnarformaður jap-
önsku bílaverksmiðjanna Toy-
ota, hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bret-
landi, ekki sízt innan íhaldsflokksins, með
ummælum sínum um að gangi Bretland
ekki í Efnahags- og myntbandalag Evrópu
(EMU) árið 1999, kunni Toyota að íhuga
að færa íjárfestingar sínar til meginlands-
ins. „
Okuda sendi í gær frá sér yfírlýsingu
til „skýringar" á ummælum sínum. Hann
tekur þar fram, að frekari fjárfesting í
Bretlandi sé einn af mörgum kostum, sem
fyrirtækið hafí til athugunar. Framtíðar-
fjárfestingar í Evrópu séu í skoðun og
ekkert hafí verið ákveðið. Hins vegar ítrek-
ar stjórnarformaðurinn þá skoðun sína,
að aðild ríkja að EMU sé einn þáttur, sem
Toyota muni taka tillit til við staðarval
nýrra verksmiðja. Fyrir fyrirtæki, sem
starfí í Evrópu, muni sameiginlegur
gjaldmiðill draga úr gengisáhættu og verða
ótvíræður kostur.
Sérfræðingar í Tókýó segja, að með
ummælum sínum hafí Okuda ýtt óþyrmi-
lega við brezkum stjórnvöldum og opnað
augu þeirra fyrir því, að japönsk stórfyrir-
tæki hafí áhyggjur af núverandi stefnu
stjómar íhaldsflokksins, sem er að „bíða
og sjá“ í EMU-málinu. Um 40% af fjárfest-
ingum japanskra fyrirtækja í Evrópu er í
Bretlandi. Toyota er ekki fyrsta japanska
fyrirtækið, sem varar Breta við að standa
utan EMU. Svipaðar yfírlýsingar hafa
komið frá Nissan."
í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birt-
ist önnur frétt um sama mál. Þar segir
m.a.: „Reuters-fréttastofan ræddi við
stjómendur nokkurra alþjóðlegra fyrir-
tækja, sem reka hluta starfsemi sinnar í
Bretlandi. Margir þeirra sögðust hafa svip-
aðar áhyggjur og Okuda en vildu ekki
gefa opinberar yfírlýsingar um málið
vegna þess, hversu pólitískt viðkvæmt það
væri, nú þegar aðeins tæpir fjórir mánuð-
ir eru til kosninga S Bretlandi.
„Gjaldmiðilsmálið skiptir vissulega
máli - ég held að það sé óhjákvæmilegt
fyrir öll fyrirtæki sem reka starfsemi víða
í Evrópu," segir brezkur forstjóri alþjóð-
legs bílaframleiðanda. Hann og fleiri, sem
rætt var við, tóku þó fram, að gengisá-
hætta, sem fylgdi því að standa utan
EMU, væri aðeins einn af fleiri áhættu-
þáttum.
Erlend fyrirtæki fjárfestu fyrir um
1.900 milljarða íslenzkra króna í Bretlandi
á árinu 1995. Síðastliðið haust sagði Wolf-
gang Roetzle, stjómarformaður BMW, í
ræðu á ráðstefnu í London, að Bretland
yrði „mun síður aðlaðandi“ í augum er-
lendra fjárfesta, ef það stæði utan EMU.
Jurgen Gehrels, framkvæmdastjóri
Siemens, annars þýzks fyrirtækis, sagði á
blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði að
hefði fyrirtækið vitað, að Bretland hygðist
standa utan EMU, hefði það ekki hafíð
byggingu hálfleiðaraverksmiðju fyrir tólf
milljarða króna árið 1995: „Hefði verið
ljóst, að Bretland yrði utan sameiginlegs
gjaldmiðils, þegar við fjárfestum á North
Tyneside hefði sú ákvörðun orðið öðru
vísi.“
ísland og
erlend fjár-
festing
ÞESSAR FRÉTTIR
frá Bretlandi segja
mikla sögu. Þótt
brezka stórveldið,
sem réð heimshöf-
um og ríkjum í öll-
um heimsálfum á síðustu öld, sé liðið und-
ir lok, er Bretland enn mikið iðnaðar- og
viðskiptaveldi. Engu að síður kunna brezk-
ir stjórnmálamenn að standa frammi fyrir
því, að þótt þeir af pólitískum og tilfínn-
ingalegum ástæðum séu andvígir aðild
Bretlands að evró, hinum sameiginlega
gjaldmiðli ESB-ríkja, eigi þeir ekki ann-
arra kosta völ. Fjárfestingar erlendra stór-
REYKJAVÍKLJRBRÉF
Laugardagur 1. febrúar
fyrirtækja skipta svo miklu máli fyrir af-
komu fólks'a Bretlandseyjum, að þeir geta
einfaldlega ekki lokað augunum fyrir sjón-
armiðum forsvarsmanna fyrirtækja á borð
við Toyota, Nissan, Siemens o.fl. Viðhorf
stjórnenda þessara fyrirtækja er skiljan-
legt. Það verður af mörgum ástæðum
kostnaðarsamt að standa utan við evró og
samkeppnisstaða fyrirtækjanna versnar
sem því svarar gagnvart keppinautum,
sem starfa innan hiiis væntanlega evró-
svæðis.
Fjárfestingar erlendra fyrirtækja hafa
verið mjög takmarkaðar hér á íslandi,
sennilega og ekki sízt vegna þess, að við
höfum sjálfír takmarkað þær m.a. með því
að útiloka erlendar fjárfestingar í sjávarút-
vegj. Við höfum lagt megináherzlu á að
laða hingað erlend fyrirtæki til þess að
byggja upp iðjuver, sem nýti orku fallvatn-
anna.
Við höfum ekki haft erindi, sem erfiði.
Á einum aldarfjórðungi hefur okkur tekizt
að fá erlenda aðila til samstarfs um bygg-
ingu álvers í Straumsvík, Kísiliðju við
Mývatn og Járblendiverksmiðju á Grund-
artanga. Nú er hugsanlegt að breyting
verði á.
Stækkun álversins í Straumsvík er kom-
in vel á veg. Vemlegar líkur eru á því að
álver rísi á Gmndartanga. Stækkun Járn-
blendiverksmiðjunnar er enn til umræðu
og fyrirtækin í svonefndum Atlantsál-hóp
hafa ekki viljað útiloka byggingu stórs
álvers á Keilisnesi.
Þá er ljóst, að viðhorf til erlendrar fjár-
festingar í sjávarútvegi em að breytast.
Eftir að umsvif íslenzkra sjávarútvegsfyr-
irtækja urðu svo mikil, sem raun ber vitni
í sjávarútvegi í öðmm löndum, í Rúss-
landi, Þýzkalandi, Bretlandi, Chile, Namib-
íu, á Falklandseyjum, svo að dæmi séu
nefnd, hefur mönnum orðið ljóst, að við
getum ekki gert einhliða kröfu til að fjár-
festa í sjávarútvegi í öðmm Iöndum. Við
hljótum að opna sjávarútveg okkar fyrir
fjárfestingum erlendis frá. Þær verða og
auðveldari fyrir erlend fyrirtæki vegna
þess hversu mörg stór útgerðar- og físk-
vinnslufyrirtæki em nú skráð á hlutabréfa-
markaði eða eru á leiðinni þangað.
Þá bryddir á ijárfestingum erlendra fyr-
irtækja í íslenzkum hugbúnaðarfyrirtækj-
um. Á.m.k. tvö íslenzk fyrirtæki í hugbún-
aðariðnaði em nú í sterkum tengslum við
erlenda fjárfesta, ef ekki fleiri. Þótt lítið
fari enn sem komið er fyrir erlendum fjár-
festingum í ferðaþjónustu er ekki ósenni-
legt að hún komi einnig til sögunnar á
næstu ámm, þegar erlendum fyrirtækjum
í þessari grein verður ljóst, að blómlegur
ferðaiðnaður er að festa hér rætur.
Tortryggni í garð útlendinga og ótti við
yfírráð þeirra í íslenzku atvinnulífí er á
undanhaldi, ekki sízt vegna þess, að við
íslendingar höfum öðlast aukið sjálfstraust
vegna þess hversu vel margvísleg atvinnu-
starfsemi á okkar vegum í öðmm löndum
hefur gengið. Ný kynslóð íslendinga hefur
hlotið menntun í beztu háskólum hins vest-
ræna heims og raunar víðar vegna þess,
að æ fleiri leita nú í háskólanám til fjarlæg-
ari landa á borð við Japan t.d. Þetta unga
fólk stendur algerlega jafnfætis jafnöldr-
um sínum í öðram löndum.
Þegar á allt þetta er litið má búast við,
að stóraukin áherzla verði lögð á það á
næstu áram að laða erlenda fjárfesta hing-
að til lands og skapa íslenzku atvinnulífí
þau skilyrði, að það verði ekki verri kostur
að fjárfesta hér en víða annars staðar.
Raunar hefur grundvallarbreyting orðið á
að þessu leyti nú þegar. Þegar samið var
um byggingu álversins í Straumsvík þurfti
að leggja í flókna samningagerð á fjöl-
mörgum sviðum,.þar sem hið erlenda fyrir-
tæki naut sérstöðu í samanburði við ís-
lenzk fyrirtæki. Slíkir samningar hafa
ekki farið fram vegna væntanlegs álvers
á Grundartanga vegna þess, að þeirra er
ekki lengur þörf.
Með sama hætti má ganga út frá því
sem vísu, að íslenzk fyrirtæki haldi áfram
fjárfestingum og að auka umsvif sín í
öðram löndum. Hér verði um gagnkvæmni
,1
að ræða. Við ijárfestum í öðrum löndum.
Útlendingar fjárfesta hér.
Þessari þróun fylgir hins vegar óhjá-
kvæmilega, að við munum standa frammi
fyrir svipuðum spurningum og nú era
komnar upp á yfírborðið varðandi aðild
Bretlands að sameiginlegum gjaldmiðli
Evrópu. Ef og þegar Bretar standa frammi
fyrir því, að erlendir fjárfestar leita til
annarra Evrópuríkja vegna þess, að þeir
standi utan evró munu renna tvær grímur
á þá brezku stjórnmálamenn, sem nú berj-
ast gegn þátttöku í evró fyrst og fremst
af tilfínningaástæðum. Við eigum eftir að
standa í svipuðum sporum.
ísland og
evró
SUMT ER HÆGT
að reikna út og
annað ekki. Ekki er
ólíklegt, að það eigi
við um áhrif sam-
eiginlegs gjaldmiðils í Evrópu á efnahags-
og atvinnulíf þeirra ríkja, sem þátt taka
í evró. Líkurnar á því, að evró verki eins
og vítamínsprauta á þessi ríki era hins
vegar yfírgnæfandi. Það verður svo miklu
auðveldara og kostnaðarminna fyrir fyrir-
tæki að stunda viðskipti, þegar um einn
og sama gjaldmiðil er að ræða og það
verður miklu auðveldara fyrir einstaklinga
að fara ferða sinna og stunda innkaup af
margvíslegu tagi, þegar gjaldmiðillinn er
sá sami. Samkeppnin á eftir að stóraukast
og samanburður á verðlagi að verða marg-
fallt auðveldari.
Fyrir okkur íslendinga er þetta mun
flóknara mál. Hér hefur verið nokkuð víð-
tæk samstaða um, að sjávarútvegsstefna
Evrópusambandsins valdi því, að við getum
ekki gerzt aðilar að ESB. Að vísu era við-
horfín að breytast í þessu eins og öðru.
Eftir áratuga hatrömm átök um útfærslu
fískveiðilögsögu okkar til þess að tryggja
yfírráð yfír auðlindinni við íslandsstrend-
ur, sem brezkir og þýzkir togarar nýttu
nánast til jafns við okkur, var eðlilegt og
skiljanlegt, að þjóðin væri afar viðkvæm
fyrir öllum umræðum um veiðar erlendra
fiskiskipa innan okkar lögsögu.
Sennilega hafa þessi sjónarmið eitthvað
breytzt, fyrst og fremst vegna úthafsveiða
okkar sjálfra. Við höfum sótt á íjarlæg
mið, eins og Bretar og Þjóðveijar gerðu
áður, þegar þeir fískuðu hér við land. Við
geram kröfu til veiðiheimilda t.d. í Barents-
hafí. Við eigum í flóknum samningavið-
ræðum við aðrar þjóðir um gagnkvæmar
veiðiheimildir vegna þess, að það hentar
hagsmunum okkar sjálfra. Allt þetta gerir
það að verkum, að hugsanlegar veiðiheim-
ildir erlendra skipa innan okkar eigin lög-
sögu era ekki jafn viðkvæmar og áður.
Áformin um sameiginlegan gjaldmiðil
ESB-ríkjanna valda því hins vegar, að við
hljótum að líta á samskipti okkar við Evr-
ópusambandsríkin í nýju ljósi. Eins og nú
horfír era yfírgnæfandi líkur á, að evró
verði að vemleika innan tveggja ára. Ekki
liggur ljóst fyrir hversu mörg ríki verða
aðilar að hinum sameiginlega gjaldmiðli í
upphafí en líkur benda til, að þau verði
fleiri en færri. Gera má ráð fyrir, að lítið
sé að marka umræður um þetta mál í
Bretlandi nú, svo skömmu fyrir kosning-
ar. Líklegt má telja, að ný brezk ríkis-
stjórn, hver sem hún verður horfist í augu
við raunveruleikann, þegar þar að kemur.
Hversu lengi getum við staðið utan við
slíkan gjaldmiðil án þess að það valdi ís-
lenzku atvinnulífi umtalsverðum erfíðleik-
um? Það fylgir því töluverður aukakostnað-
ur að standa utan við evró. Fyrirtæki okk-
ar em í harðri samkeppni við fyrirtæki,
sem starfa á evró-svæðinu. Hvenær kemur
að því að þau segi við íslenzk stjórnvöld,
að samkeppnisstaða þeirra sé óviðunandi?
Landsmenn almennt ferðast mikið og
munu kynnast því hagræði, sem fylgir
sameiginlegum gjaldmiðli um alla Evrópu,
auk þess sem samanburður á verðlagi verð-
ur auðveldari og blasir við allra augum.
Hvenær kemur að því, að hinn almenni
borgari geri beinlínis kröfu til þess að njóta
þess hagræðis, sem fylgir því að geta ferð-
ast meira og minna um öll Evrópulönd
með sama gjaldmiðil?
Þetta eru sjónarmið, sem áður hafa
verið reifuð hér í Reykjavíkurbréfi. En þær
ábendingar, sem fram hafa komið frá er-
lendum fjárfestum í Bretlandi valda því,
að þriðji þátturinn bætist við. Hvenær
kemur að því, að erlendir fjárfestar, sem
við leitum samstarfs við segi, að því miður
komi það ekki til greina vegna þess, að
við stöndum fyrir utan evró-svæðið?
Það er gagnslítið að loka augunum fyrir
þessari þróun mála í næsta nágrenni við
okkur. Fyrr eða síðar kemur að því að við
komumst ekki undan því að svara spuming-
um sem þessum. Við búum nú við mikið
góðæri í _ efnahags- og atvinnulífí lands-
manna. Á örfáum misseram hefur orðið
undraverð breyting á því og sú framtíðar-
sýn, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
brá upp í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu-
dag um möguleika á batnandi lífskjöram á
næstu áram er raunsæ. Líkurnar á því að
okkur famist vel á allmörgum næstu áram
era yfírgnæfandi. Þorskstofninn er að rétta
við og þorskveiðar em að aukast.
Svo gæti hins vegar farið að þessi já-
kvæða og hagstæða þróun stöðvist á miðri
leið, ef við verðum ekki nógu fljótir að
laga okkur að þeim breytingum, sem era
að verða í helztu viðskiptalöndum okkar.
Yfírlýsingar erlendu fjárfestanna í Bret-
landi eru vísbending um, hvað að okkur
gæti snúið í byijun nýrrar aldar. Þess
vegna verðum við að heijast handa um
að ræða og skoða þessi mál í víðu sam-
hengi nú.
„Ef og þegár
Bretar standa
frammi fyrir því,
að erlendir fjár-
festar leita til
annarra Evrópu-
ríkja vegna þess,
að þeir standi ut-
an evró munu
renna tvær grím-
ur á þá brezku
stó órnmálamenn,
sem nú berjast
gegn þátttöku í
evró fyrst og
fremst af tilfinn-
ingaástæðum. Við
eigum eftir að
standa í svipuðum
sporum.“