Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 31

Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN að þessi sáttmáli skuli gerður á þjóð- hátíðardegi íslendinga því samkvæmt skilgreiningu hans er eyðimerkur- myndun á 40-50% af flatarmáli ís- lands sem er hlutfallslega með því mesta sem þekkist. í tengslum við þennan sáttmála verður haldin al- þjóðaráðstefna næsta haust á Kirkju- bæjarklaustri um jarðvegseyðingu. Er jafnvel talið að á íslandi verði í náinni framtíð komið á fót alþjóð- legri rannsóknastöð jarðvegseyðingar og eyðimerkurmyndunar og frá þess- ari rannsóknastöð verði skipulagðar alþjoðlegar vemdaraðgerðir. A ráðstefnuna á Kirkjubæjar- klaustri mæta 60-90 jarðvegssér- fræðingar hvaðanæva að úr heimin- um. Þá munu íslenskir starfsbræður þeirra geta kynnt þeim ráðabrugg Landsvirkjunar viðvíkjandi Þjórsár- verum og líklegar afleiðingar þess fyrir jarðveg og gróður. Það verður dapurleg kynning því þýðing Þjórs- árvera fyrir náttúruauðlegð íslands og alls heimsins var staðfest með því að þau voru tekin á svokallaða Ramsar-skrá yfír votlendi sem hafa alþjóðlegt mikilvægi (Convention on Wetlands of Intemational Import- ance especially as Waterfowl Habit- at). Hvernig skyldi útlendingunum á ráðstefnunni verða við þegar þeir frétta um fyrirhugaða atlögu að þessari víðfrægu náttúruperlu? Kall tímans Væntanlega mætir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra á þessa mikilvægu ráðstefnu. En hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu 29.9. 1996: „Útlendingar koma hingað til þess að njóta okkar sérstæðu nátt- úru. Við verðum að gæta þess að fórna ekki ómetanlegum verðmæt- um. Þetta þurfum við að skoða gaumgæfilega í sambandi við virkj- unarmál. Stærstu draumarnir í virkj- unarmálum, sem gætu þýtt flutning á Jökulsá á fjöllum, koma ekki til framkvæmda í minni tíð sem um- hverfisráðherra, svo mikið er víst. Ég er ekki tilbúinn til að fallast á að Dettifoss verði gerður að „túrista- fossi" sem eitthvert vatn yrði látið renna í svo hægt væri að sýna foss- inn að sumri til.“ Gott. En hvað skyldi umhverfisráðherr- ann segja um fyrirhugaða atlögu Landsvirkjunar að Þjórsárverum og háskalegt og smánarlegt framlag þessa fyrirtækis til gróðureyðingar og frekari eyðimerkurmyndunar sem að líkindum fylgir með í atlögupakk- anum? Það er kominn tími til að íslensk- ir stjórnmálamenn í öllum flokkum svari kalli tímans, skilji að þeir og Landsvirkjun eru að miklu leyti á villigötum í stóriðju- og virkjana- áætlunum, skilji að þau viðhorf sem Jakob Björnsson, dr. Jóhannes Nor- dal og samheijar þeirra hafa bitið sig í eru viðhorf gærdagsins og drag- bítur á framtíðina, skilji að fram- kvæmdir í anda þessara úreltu við- horfa gera landið í senn ófýsilegt til heimsóknar og búsetu, skilji að það eru að verða straumhvörf, nýir tímar og ný viðhorf að fæðast sem að endingu munu fela í sér bjargfastan skilning á því að ægifögur og lítt snortin náttúra landsins er mesta auðlind okkar og hagkvæmustu virkjunarkostir eru þeir sem valda minnstum spjöllum á henni, skilji að með því að svara þessu kalli tímans verða þeir samferða þjóðinni inn í dögun nýrrar aldar. Að öðrum kosti munu þeir í senn verða viðskila við tímann og þjóðina og stjórna gegn henni og framtíð hennar í landinu. Það má ekki gerast. Höfundur er rithöfundur. i:Sgm SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAJR 1997 31 aaaiiftisas. Viltu styrkja stöðu þína vinnuumhvem Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á kvöldtíma tvisvar sinnum í viku kl. 18:00-21:30. Námið hefst 10. febrúár Skráning og upplýsingar ísíma 568 5010 i\ Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 j I I i ! ÞAR SEM FASTEIGNIRNAR FLJÚGA ÚT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.