Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 37
I SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 37 MORGUNBLAÐIÐ__ FRÉTTIR Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 3.-8. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Mánudagurinn 3. febrúar: Ragnar Sigurðsson sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans flytur erindi í málstofu í stærðfræði í fyrirlestrasal gömlu loftskeyta- stöðvarinnar kl. 11. Ragnar nefnir erindi sitt: „Fjölundirþýð föll og fágaðar skífur á víðáttum." Þriðjudagurinn 4. febrúar: Sigfús Þór Elíasson prófessor mun flytja fyrirlestur í málstofu í tannlæknisfræði í kennslustofu tannlæknadeildar og hefst hann kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist „Tannheilsa barna og unglinga á Islandi" og fjallar um breytingar á tannheilsu 6, 12 og 15 ára barna og unglinga sl. 10 ár. Þorsteinn Vilhjálmsson flytur er- indi á vegum Félags áhugamanna um vísindafræði í stofu 101 í Odda kl. 17.15 og nefnist það „Stjörnu- fræði og textafræði í Konungs- skuggsjá." Fimmtudagurinn 6. febrúar: Á vegum bókasafns- og upplýs- ingafræði verður fluttur í Norræna- húsinu kl.15.30-17 fyrirlestur um markaðssetningu almenningsbóka- safna. Vilhjálmur Vilmarsson flytur fyr- irlestur í málstofu rannsóknamema í læknadeild á 2. hæð (grænu hæð- inni) í Læknagarði kl. 16.15 og nefnist fyrirlesturinn „Áhrif breytts hitastigs á hjartavöðvann." Föstudagurinn 7. febrúar: Jón Jóhannes Jónsson dósent flytur erindi í málstofu líffræði- stofnunar kl. 12.20 í stofu G-6 að Grensásvegi 12 og nefnist það „Svipgerðareinun". Laugardaginn 8. febrúar: Hafrún Friðriksdóttir lyfjafræð- ingur ver doktorsritgerð sína „Poly- mer enchanccement of cyclodextrin complexation. In vitro and in vivo observations." (Áhrif fyölliða á fléttumyndun cýklódetrína). Dokt- orsvörnin fer fram í Odda, sal 101 og hefst kl. 14. Andmælendur að hálfu lyfjafræði verða Dr. Nicholas Bodor prófessor við University of Florida í Bandaríkjunum og Dr. Arto Urtti, prófessor við University of Koupio í Finnlandi. Deildarfor- seti læknadeildar, prófessor Einar Stefánsson, stjórnar athöfninni. Handritasýning Ámastofnunar í Ámagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudög- um frá kl. 14 til 16. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI vikuna 2.-8. febrúar: Þri. 4. feb.-15. apríl kl. 20-22 eða mið. 5. feb.-16. apríl kl. 20-22. Tvær ættardeilusögur - Heiðarvíga saga og Vatnsdæla saga. Kennari: Jón Böðvarsson cand.mag. í íslensk- um fræðum. 6. -7. feb. kl. 8.30-12.30. Stefnumótun og stjórnun markaðs- mála. Kennarar: Þórður Sverrisson, rekstrarhagfræðingur og Jón Gunnar Aðils, rekstrarhagfræðing- ur, MBA, ráðgjafar hjá Forskoti ehf. 7. feb. kl 8.15-12. SPICE staðl- arnir - staða þeirra og þróun. Kennari: Robin Hunter prófessor í tölvunarfræði við Strathclyde Há- skólann í Glasgow. Robin er í vinnu- hópnum sem er að þróa SPICE. Haldið á Akureyri 7. feb. kl. 14-19 og 8. feb. kl. 10-16. Sjálfs- vígsfræði - með sérstöku tilliti til sjálfsvíga ungs fólks. Kennarar: Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þóris- son, sálfræðingar. Skráning á námskeiðin er hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands síma 525 4923 eða fax 525 4080. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.rhi.hi.is/HIHome.html SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, s. SS2 2690 - kjarni málsins! Föndurnámskeiðin eru að hefjast Keramik, Trémátun, Silkimálun, Fimo leir, Country trémálun, Klæða dósir, Moppudúkkur og Dúkkugerð. Námskeiðin eru haldin bæði í fíeykjavík og Hafnarfirði. Faxafeni 14 og Miðbæ Hafnarfirði Símar 588-9505 og 565-0165 u genr þá aðeins það besta Sænska fyrirtækið DUXINDUSTRIER AB beftir í fiðlega 70 ár framleitt rúmdýrmr og annan svefnbúnað í hæsta ga'ðaflokki. Eeir framieiða dýnurnar í möigum gerðum ojg srifleikum ril að mæta mismunandi þörfrim. flaggskipið í þessari framlelðslu riímdýnan DUX 200J aðj eiM smnát* pyKiai yfrflagl úx náttúmlegu latexi. Ofan 4 þetta kemur svo vönduð yfitdýna úr bömull eða latexk Þú liggpr eldri 4 ÐOX 2002, þú liggur í Kennt, þannlg að viðkvæmar axllr <og mfyðmir ganga djújpr ng nétalega 'ofan i yfidvU’ð dýnunnar. Þú sdfinar fyw - Kú sefúr betur. Vettu Við m\ DUX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.