Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 40

Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 Grettir SJAOU til, PAO ER UTILL NA- UH31 OFAH ( poTTiNUM.. Tommi og Jenni Ferdinand BREF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reybjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Aðstoðarmannasj óður Háskóla Islands Frá Einari Skúlasyni: NÚ ER eitt ár liðið síðan fulltrú- ar Röskvu í Háskólaráði lögðu fram tillögu um fjárveitingu til aðstoðarmanna- kerfis í Háskóla íslands. Tillag- an var sam- þykkt og veitti þarmeð nem- endum sem eru langt komnir í sínu námi tæki- færi til að gerast aðstoðarmenn kennara í skól- anum. í því get- ur falist m.a. umsjón með verkleg- um tímum og umræðuhópum, yfir- ferð á prófum, aðstoð við rann- sóknir og fleira í þeim dúr. Á þessu ári sem er liðið hefur sjóðurinn úthlutað styrkjum í tvígang. Alls hafa 100 umsóknir hlotið styrki og þarmeð veitt allt að 100 náms- mönnum tækifæri til að vinna með kennurum við rannsóknarstörf og/eða kennslu. Laun hvers stúd- ents eru 63.000 kr. fyrir 150 stunda vinnu yfir misserið og hefur því alls verið úthlutað tæplega sex milljónum í styrki gegnum aðstoð- armannasjóðinn. Fyrirkomulagið er einfalt og kemur bæði nemend- um og kennurum til góða. Nemandinn Nemendur læra öguð vinnu- brögð hinum megin borðsins, oftar en ekki undir handleiðslu færustu vísindamanna landsins á hveiju sviði. Hvort heldur er við rannsókn- ir, í einfaldri kennslu eða með umsjón á framkvæmd verkefna nemenda. Allt þetta gerir náms- mönnum fært að nálgast viðfangs- efnið frá annarri hlið en teljast má hefðbundin og ýtir undir þroska þeirra og skilning. Það er einnig heiður fyrir stúdent að vera valinn til að aðstoða kennara, getur m.a. orðið honum til framdráttar við að sækja um skóla erlendis. Kennarinn Kennarinn sparar tíma, að- stoðarmaðurinn léttir undir með kennaranum í einföldum verkefn- um en kennarinn getur einbeitt sér að flóknari hlutum, þannig nýtist tími hans betur. Það má segja að kennarar geti frekar einbeitt sér að þeim störfum sem hæfir þeirra menntun og aðstoðarmaðurinn leysir einfaldari verkefni. Einnig má segja að aðstoðarmannakerfið sé þáttur í að bæta samband nem- enda og kennara. Færi þá nær hvorum öðrum, getur valdið bætt- ari kennslu þar sem ábendingar nemenda eiga greiðari leið til kenn- ara, aðstoðarmaðurinn virkar sem milliliður á milli kennara og ann- arra nemenda. Aðstoðarmannakerfið Aðstoðarmannakerfið er komið til að vera. Bæði nemendur og kennarar sem fengið hafa styrk úr sjóðnum hafa lýst yfir ánægju sinni með hann og umsóknir eru fleiri en hægt er að styrkja og um mun hærri upphæðir en möguleik- ar eru á að veita. í ljósi þess hafa fulltrúar Röskvu í Háskólaráði lagt fram tillögu um hækkaðar fjárveitingar til sjóðsins á haust- misseri og samkvæmt viðtökunum sem sú tillaga fékk í háskólaráði er fyllsta ástæða til að vera bjart- sýn með framhaldið. EINAR SKÚLASON stjómmálafræðinemi í HÍ og fulltrúi nemenda í stjóm aðstoðarmannasjóðs. Einar Skúlason Starf fyrir syrgjendur í Selljarnarneskirkju Frá Solveigu Láru Guðmundsdóttur: í ÁRSBYRJUN 1991 hófst á veg- um Seltjarnarneskirkju starf fyrir syrgjendur. Starfið er í því fólgið að ár hvert í byijun febrúar er boðið til opins umræðufundar um sorg og trú. í framhaldi af fundin- um gefst fólki tækifæri til að skrá sig í umræðuhóp, sem takmarkast af 10 manns og stendur starfið yfir í 10 vikur. Stuðst er við bók sr. Karls Sigurbjörnssonar „Til þín, sem átt um sárt að binda“, en í henni eru tíu kaflar, sem lagðir eru til grundvallar umræðunum í hópnum, sem þó einkennast af persónulegri reynslu þeirra, sem í hópnum eru. Nú hafa sex hópar verið starf- ræktir, en sjöundi hópurinn fer nú af stað. Því er boðað til opins fund- ar um sorg og trú í Seltjarnarnes- kirkju miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir sóknarprestur Sel- tjamarneskirkju ræðir þar um sorg og sorgarviðbrögð og um það hvernig unnið er í sorgarhópnum. Á eftir verður rætt um efnið auk þess sem kona úr sorgarhópnum frá í fyrra segir frá reynslu sinni af starfinu. Að fundinum loknum tekur sr. Solveig Lára á móti þeim, sem hyggjast skrá sig í hópinn, sem fundar á miðvikudagskvöld- um í vetur og hefst hópstarfið 12. febrúar. Seltjamarneskirkja vill mæta þeim stóra hópi fólks, sem um sárt á að binda, með þessu starfi, sem er markvisst uppbygg- ingarstarf til að lifa við þann missi, sem syrgjendur hafa orðið fyrir í lífínu. SR. SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, sóknarprestur á Seltjarnarnesi. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjóm 569 1329, fréttir 569 1181, fþrótt.ir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG: MBL<a>CENTRUM.lS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.