Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 42

Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 42
 42 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Lokaö mánudaginn 3. febrúar Útsalan hefst á þriðjudaginn T kl. 8.00 öppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. f t i í t Sævangur - einb. Nýkomin í einkasölu þessi stórglæsilega húseign með innb. tvöf. bílskúr. Samtals 354 fm. Um er að ræða eitt allra glæsil. húsið í Hafnarfirði. Arinn og kamína. Sólskáli. Útsýni. Frábær staðsetning í hrauninu. Nánari uppl. gefur Helgi á skrifst. 46920. Upplýsingar hjá Hraunhamri, fasteignasölu, sími 565 4511. Heildar jóga jóga fyrir alla Heildarjóga (grunnnámskeið) Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 12. feb. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Takmarkaður fjöldi. Helgarnámskeið 14.,15. og 16. feb. Anna Dóra Ásmundur Y06A# STUDIO Hagstætt verð Hátúni 6a Sími 511 3100 í sambandi vib neytendur frá morgni tii kvölds! - kjarni málsins! SKAK Hvítur mátar í 8. leik. STAÐAN kom upp á „Anibal Open“ í Linares á Spáni í janúar. Króatinn Bogdan Lalic (2.585) var með hvítt og átti leik, en Becerrra Rivero (2.510) hafði svart. 23. Hxf7+! - Kxf7 24. Dfl+ — Kg6 (Eina leiðin til að fresta mátinu) 25. Df6+ og svartur gafst upp, því hann sá fram á lokin 25. - Kh5 26. Be2+ - Bf3 27. Bxf3+ - Hg4 28. Bxg4+ — Kxg4 29. h3+ — Kh5 30. g4 mát! Stórmótið í Linares í ár á að fara fram frá 3. til 17. febrúar. Eftirtaldir eru skráðir til leiks: Ka- sparov (2.795), Karpov (2.760), Anand (2.765), Ivantsjúk, (2.740), Ni- kolic (2.655), Adams (2.660), Júdit Polgar (2645), Drejev (2.650), Gelfand (2.700), Topalov (2.725), Kramnik (2.740), Shirov (2.690). Karpov hefur þó sagt að hann hafi aldrei undirritað neinn samning um þátt- töku og ætli ekki að tefla. Hann er í framboði í kosn- ingum til rússnesku Dú- munnar þann 9. febrúar. Hraðmót Hellis mánudagskvöld kl. 20 í Þönglabakka 1 í Mjódd, 3. hæð (hjá Bridgesam- bandinu). HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Spakir refir óskast VELVAKANDI sæll. Hér er smáklausa sem ég yrði þakklátur að fá birta í blaðinu. Tveir breskir kvik- myndatökumenn eru væntanlegir hingað til lands nú í febrúar vegna kvikmyndar sem BBC er að gera um náttúru ís- lands. Meðal efnis sem ætlunin er að mynda eru refír. Þegar hefur verið tekið talsvert af efni um refí að sumarlagi, en nú er ætlunin að ná mynd- um af þeim í íslensku vetrarríki. Bretarnir hafa óskað eftir upplýsingum um staði þar sem refír eru mannvanir, t.d ef vera kynni að þeim væri gefið, og hægt væri að mynda þá. Allar upplýs- ingar af þessu tagi eru kærkomnar og má koma á framfæri við: Árna Einarsson, Túngötu 34, Reykjavík Skírn á veitingastað OFANRITUÐ fyrirsögn var á lítilli fréttaklausu myndskreyttri sem birt- ist í Mbl. fímmtudaginn 30. janúar og fjallaði um nafnbreytingu á veitingastað. Hvemig er málvitund blaða- manna og prófarkales- ara biaðsins? Hvemig er komið fyrir blaði allra landsmanna? Svar ósk- ast? Sigurður St. Pálsson. Tapað/fundið Dúkkukerru- poki fannst DÚKKUKERRUPOKI með blúndu, munstrað- ur, fannst í Skipholti 30. janúar sl. Upplýsingar í síma 551-4164. Dýrahald Kettlingur fannst KRAKKAR í Hagaskóla fundu kettling sem villt- ist inn í skólann. Hann er svartur með hvítum loppum. Hann er merkt- ur með hálsól sem á stendur Moli og síðustu tölur í símanúmeri sem eru 162. Upplýsingar í síma 552-6219, hjá Unni Völu. Víkveiji skrifar... A ISLAND væri ekki byggilegt án sjávarauðlindanna. Sjómenn, sem sækja lífskjör landsmanna, eða dijúgan hluta þeirra, í sjávardjúp, mega gjarnan búa við betri kjör en meðallandkrabbinn. Annað mál er, að mati Víkveija, að allir landsmenn eiga að hafa janfstöðu gagnvart landslögum, skattalögum sem öðr- um. Fyrir skömmu svaraði fjármála- ráðherra fyrirspum á Alþingi um sjómannaafslátt við álagningu skatta árið 1996. í svari ráðherrans kom fram að sjómannaafsláttur til tæplega níu þúsund einstaklinga hafi numið hvorki meira né minna en rúmum einum og hálfum millj- arði króna. Dálaglegur afsláttur það. Víkveiji getur verið samþykkur því að þessi sjómannaafsláttur, svo- kallaður, sé hluti af kjörum sjó- manna. Hins vegar vefst fyrir hon- um réttmæti þess að almennir skattgreiðendur séu látnir axla hluta af launakostnaði kvótahafa, sem stundum eru kallaðir sægreif- ar. Nóg er nú samt undir þá mulið. xxx LANDBÚNAÐUR gegnir mikil- vægu hlutverki í þjóðarbú- skapnum og hefur gert í þúsund ár. En margt hefur breytzt síðan byggð var hér reist, eins og skáldið kvað á sínum tíma. Meðaljónarnir, sem bera skattabagga samfélags- ins, horfa ár hvert á eftir nokkrum milljörðum króna til landbúnaðar- ins, í einni eða annarri mynd, ef marka má fjárlög síðustu ára. Þurfa ofan í kaupið að fara utan, segja illkvittnir, til að kaupa ódýra bú- vöru. Fjórðungur af verði nayðsynja fólks er reyndar skattur í ríkishít- ina. Landbúnaðarráðherra svaraði í vetur fyrirspurn á Alþingi um bein- greiðslur, svokallaðar, til bænda, greiddar á síðasta verðlagsári, eins og það heitir á kerfiskarlamáli. Þessar beingreiðslur námu tæpum fjórum milljörðum króna það árið. Sundurliðun eftir kjördæmum: Reykjanes 45,9 m.kr., Vesturland 581,7 m.kr., Vestfirðir 239 m.kr., Norðurland vestra 653,7 m.kr., Norðurland eystra 895,1 m.kr., Austfirðir 383,8 m.kr., Suðurland 1.180 m.kr. - Samtals 3.980 m.kr. Beingreiðslur þessar eru eins og flest önnur mannanna verk umdeil- anlegar. Þær eru þó að mati Vík- veija skárra kostur en fyrri tíðar fjárstreymi í „landbúnaðarmilliliði", sem reyndist bæði bændum og neyt- endum dýrt spaug. xxx ALÞINGI ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara írám víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fyrir næsta þing niðurstöður henn- ar og tillögur til úrbóta." Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem sex þingmenn úr öllum þing- flokkum hafa lagt fram á þingi. Þetta er þörf tillaga enda fer hávaði og hljóðmengun mjög vax- andi síðustu árin. í greinargerð segir: „Hljóðmengun yfir ákveðn- um mörkum getur verið heilsuspil- landi, valdið skemmdum á heyrn, auk truflunar og margvíslegra sál- rænna áhrifa sem valdið geta and- legri vanlíðan.“ í greinargerðinni segir og: „Tal- ið er að allt að 1.700 íbúðir í Reykjavík séu þannig staðsettar að hávaði við húsvegg sé óleyfileg- ur og dæmi eru um svo mikinn hávaða í íbúðarhúsnæði að heilu fjölskyldurnar sofa ekki á nóttunni nema með því að taka sterkar svefntöflur." Víkveiji man ekki betur en R- listaforkólfar hafi haft hátt [þótt þeir hafi kannski ekki farið yfir hávaðamörk] um hinn mannlega þátt borgarsamfélagsins: nauðsyn þess að ramminn um mannlífið sé fagui', ljúfur og a.m.k. viðunandi. Þar var á hinn bóginn hvergi ýjað að þessháttar umhverfi, „að heilu fjölskyldurnar sofi ekki á nóttunni nema með því að taka sterkar svefntöflur". En eitt er að lofa upp í ermina á sér, annað að standa við stóru orðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.