Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 51 X. Ferða- menn í snjóflóða- hættu BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar I og Slysavarnafélags íslands stend- ' ur fyrir opnum fræðslufundi um mat á snjóflóðahættu fyrir ferða- og fjallamenn í Reykjavík þriðju- daginn 4. febrúar kl. 20. Fundurinn verður haldinn í húsi Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum dýpri skilning , á eðli snjóþekjunnar, breytingum á henni og kynna mönnum rétt leið- arval með tilliti til snjóflóðahættu. | Einnig verður fjallað um notkun ' snjóflóðaýla. Allir þeir sem ferðast mikið að vetri til hvort sem er gangandi, á vélsleðum eða á öðrum farartækjum eru hvattir til að mæta. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um mat á snjóflóðahættu innifalið í þátttökugjaldinu. í ------------------------ I Námskeið um samskipti hjóna og sambandið við Guð BIBLÍU SKÓLINN við Holtaveg . gengst fyrir námskeiðinu Samskipti ' hjóna og sambandið við Guð nk. I laugardag 7. febrúar kl. 13-17. ^ „Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig hjón geta styrkt sam- band sitt og stutt hvort annað og eflingu hins trúarlega þáttar í hjónabandinu. Umsjón með nám- skeiðinu hafa þau Halla Jónsdóttir, deildarstjóri á fræðsludeild Þjóð- kirkjunnar, sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur og Þóra Harðardótt- ir, kennari. Námskeiðið er öllum opið en námskeiðsgjald er 500 kr. 1 fýrir einstaklinga," segir í fréttatil- { kynningu. fyrir WIND0WS Á annað þúsund notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun 1 Smiðjuvegi 2 .Kópavogi 1 Slmi 567 21 10 FRÉTTIR_________ Skorað á um- hverfisráðherra MENNINGAR- og friðarsamtök kvenna hafa sent Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra eft- irfarandi áskorun: „Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna skora á þig, hátt- virtur ráðherra, að koma í veg fyr- ir það umhverfisslys að endurreist verði hér, á fögru landbúnaðar- og ferðamannasvæði, álverksmiðja, sem verið er að loka í Þýskalandi vegna mengandi útblásturs. Staðfest hefur verið af Hollustu- vernd að mengunarvarnarbúnaður Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga hafi verið bilaður í 2 ár. Þar fara því hundruð tonna af eitur- efnum á ári út yfir nærliggjandi byggðir gegnum óvirkan hreinsi- búnað verksmiðjunnar. Engin við- urlög eru hér á landi við því að brjóta annars mjög rúmar reglur gegn mengun enda eru mengunar- mælingar í höndum þeirra sem menga þ.e. verksmiðjueigenda. Að fenginni reynslu má augljóst vera að fleiri slík mengunarver eiga ekkert erindi í viðkvæma náttúru Hvalfjarðar. Því skorum við á þig, háttvirti ráðherra, að leggja þitt lóð á vogarskál lífs gegn landeyðingu, svo að hér um slóðir megi áfram verða til óspillt náttúra og önnur störf bjóðist afkomendum okkar en efnaverksmiðjuþrældómur á fyrir- huguðu stóriðjusvæði íslands í Hvalfirði. Almennir borgarar þessa lands hafa fráleitt beðið um fleiri slík atvinnuúrræði né heldur að enn stærri svæðum á okkar dýrmæta hálendi verði sökkt vegna orkuöfl- unar handa þessum eiturverum." EIGENDUR SPARISKlRTEINA Sjóður 5: stærsti eignarskattsfrjálsi sjóðurinn Sjóður 5 fjárfestir í spariskírteinum og öðrum ríkisverðbréfum. Þannig má fá hærri ávöxtun en ef eingöngu er fjárfest í spariskírteinum. Alltaf er hægt að innleysa sjóðsbréf án þóknunar. Sjóður 5 hefur lægsta rekstrar- kostnað eignarskattsfijálsra sjóða, og það eykur ávöxtun hans. * Egnarskattsfrelsi. * Öryggi - 100% ábyrgð rikissjóðs. * Lágur rekstrarkostnaður. * Hægt að innleysa í hvaða fjárhæðum sem er. 4« Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. * Stærsti eignarskattsfrjálsi sjóðurinn. * 9,1% nafnávöxtun frá upphafi, sl. 5 ár. Hlutabréfasjóðurinn hf.: stærsti hlutabréfasjóðurinn Hlutabréfasjóðurinn hf. á hlutabréf i fyrir- tækjum í flestum greinum íslensks atvinnulífs. Sjóðurinn þárfestir einnig í skuldabréfum til að auka stöðugleika í ávöxtun. Hann hefur lægsta rekstrarkostnað sem vitað er urn meðal íslenskra hlutabréfasjóða, og það eykur ávöxtun til hluthafa. 4« Elsti og stærsti hlutabréfasjóðurinn. * Fjölmennastur hlutabréfasjóða. 4« Alltaf hægt að selja bréfin án þóknunar. * Góð eignadreifing. * Tekjuskattsfrádráttur. * Lægsti rekstrarkostnaðurinn. 4« 17,3% nafnávöxtun frá upphafi Núna er að birtast Jjöldi auglýsinga um það hvað þú getur gert við spariféð þitt þegar spariskírteinin hafa verið innleyst. Möguleikarnir skipta tugum. Við hjá VIB á Kirkjusandi og verðhréfafulltmar í útibúum Islandsbanka munum með ánœgju aðstoða þig við að komast að raun um hvað hentar þér best. Verið velkomin í VÍB VIB I VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.