Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 56

Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK & Morgunblaðið/Egill Egilsson Heimsókn í sveitina YNGSTU nemendur Grunnskól- ans á Flateyri brugðu sér nýlega að Vöðlum með kennara sínum, Sigrúnu Sóleyju Jökulsdóttur. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna þeim hvernig lífið i sveitinni gengi fyrir sig. Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum tók á móti börnunum og sýndi þeim húsin þar sem kýr, kálfar og kindur hafa samastað yfir veturinn. Krökk- unum fannst lyktin innandyra í sterkara lagi, en athyglin beind- istþó aðallega að dýrunum sem voru ekki viðbúin þessari óvæntu innrás. Árni bauð krökkunum síðan upp á mjólk beint úr spenanum og var ekki laust við að sum börnin grettu sig við tilhugsunina. Eftir að hafa smakkað á ferskri mjólk- inni hvarf grettan eins og dögg fyrir sólu. Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Gestsson, yfirverkstjóri hjá Samheija, og Brynjólfur Oddsson, fiskilóðs á Onward Highlander, fyrir framan togarann í Fiskihöfninni á Akureyri. Vinmitíma- tilskipun ESB Uppstokk- unhjá Vegagerð VEGAGERÐ ríkisins hefur sagt upp vinnutímatilhögun starfsmanna sinna vegna gildistöku vinnutímatilskip- unar Evrópusambandsins Að sögn Jóns Rögnvalds- sonar aðstoðarvegamála- stjóra þarf að endurskipu- leggja vinnutilhögun hjá Vegagerðinni vegna þessara nýju reglna en hann sagði að hér væri fyrst og fremst um formbreytingu að ræða. „Það þótti vissara að segja vinnutímatilhöguninni form- lega upp til að þetta væri laust. Þetta er í rauninni bara uppstokkun sem gera á til þess að skipuleggja þessi mál upp á nýtt vegna nýju vinnu- tímareglnanna," sagði hann. Jón kvaðst aðspurður ekki gera ráð fyrir að uppstokkun- in myndi hafa stórvægilegar breytingar í för með sér á yfirvinnu starfsmanna hjá Vegagerðinni. Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla íslands vill miðla fræðslu um allt land Fjarkennsla og héraðsháskólar SVEINBJÖRN Bjömsson, rektor Háskóla Islands, sagði í ávarpi sínu á háskólahátíð í gær að Háskólinn þyrfti að rækja hlutverk sitt sem háskóli allra landsmanna, meðal annars með því að leitað yrði hag- kvæmra leiða til að miðla fræðslu til fólks um allt land. „Það verður bezt gert með eflingu fræðslustofn- ana í hémðum og þróun íjarkennslu í náinni samvinnu háskóla og fram- haldsskóla í landinu," sagði rektor. Að sögn rektors er samskipta- tæknin, sem til þarf, nú þegar fyrir hendi. Hann sagði að þess væri skammt að bíða að menntanetið færi að miðla myndefni og skólar landsins tengdust með gagnvirku sjónvarpsneti. „Fólk, sem vill stunda háskólanám með fjarkennslu, getur þá sótt tíma í nálægan framhalds- skóla, hlýtt á fyrirlesara í sjónvarpi og spurt spurninga, þar sem kennar- inn sér spyrjandann í sínu sjónvarps- tæki. Þessi tækni yrði t.d. notuð til endurmenntunar þjónandi starfs- fólks í dreifbýli, m.a. fólks í heil- brigðisstörfum og annarra sem ekki eiga heimangengt,“ sagði Svein- bjöm. Háskólarektor benti á þann kostn- að, sem nemendur af landsbyggðinni hefðu af háskólanámi í Reykjavík, og jafnframt að þeir, sem dvalið hefðu langtímum að heiman við nám, væm ekki líklegir til að snúa aftur í heimabyggð. „Þannig mælir margt með því að hugað verði að byijun háskólanáms, skemmri starfsmennt- un og endurmenntun úti í héruðum og það gæti orðið vænlegasta leiðin til að þessi fræði komi atvinnulífi héraðanna til góða. Jafnframt mætti hvetja fyrirtæki þar til að gera meiri kröfur um menntun starfsmanna sinna,“ sagði Sveinbjörn. Kjarni háskólamenntaðra manna í héruðum Hann sagði að eðlilegast væri að byggja menntastofnanir héraða, eða héraðsháskóla, ofan á kröftuga framhaldsskóla sem fyrir væru. „Það væri einnig vænlegasta leiðin til að mynda kjarna háskólamenntaðra manna í héruðum og stuðla að þátt- töku þeirra í fyrirtækjum. Þörfin fyrir bætta menntun er ekki bundin við störf á höfuðborgarsvæðinu held- ur á landinu öllu. Hvar sem unnið er að framleiðslu til útflutnings eru fyrirtæki miklu fremur í samkeppni við erlenda aðila en innlenda og þurfa að nýta sér þekkingu til að standast keppinautum snúning," sagði Sveinbjörn. Á Noregsmið undir nýju nafni og breskum fána HJALTEYRIN EA, frystitogari Samheija, hefur fengið nafnið On- ward Highlander en togarinn hefur verið seldur til Onward Fishing Co., dótturfyrirtækis Samheija í Skotlandi, og mun framvegis sigla undir breskum fána. Ráðgert er að skipið haldi til bolfískveiða í norskri lögsögu um miðja vikuna og verður hluti áhafnarinnar frá íslandi. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið unnið við mjög viða- miklar endurbætur á togaranum. Hjalteyrin fór til Póllands sl. haust í sandblástur og málun, en frá því í nóvember hefur togarinn legið við bryggju á Akureyri, þar sem áfram hefur verið unnið við endurbætur. Sú vinna hefur verið í höndum starfsmanna Samheija og fjölda undirverktaka. Yfir 6.000 Evrópustaðlar eru í gildi hérlendis í ÁRSBYRJUN höfðu 6.176 evrópskir staðlar öðlazt gildi hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Staðlaráði íslands. Þar af voru 1.694 sam- þykktir á síðasta ári. Sem stendur eru á þriðja þúsund frumvörp að nýjum stöðlum til umfjöllun- ar hjá Staðlaráði og á annan tug þúsunda verk- efna hafa verið samþykkt hjá evrópskum staðla- ráðum, en eru enn ekki komin í frumvarpsform. Að sögn Guðrúnar Rögnvaldardóttur, verkfræð- ings hjá Staðlaráði, hefur ísland tekið þátt í evr- ópsku samstarfi um staðla frá árinu 1988, en öll ríki Evrópska efnahagssvæðisins eiga nú með sér samstarf um samræmingu staðla. "'■f Þeir evrópsku staðlar, sem samþykktir hafa verið, eiga við um nánast allt milli himins og jarð- ar, að sögn Guðrúnar, til dæmis raftækni, bygg- ingar, véltækni, leikföng og fjallabúnað. Fáar athugasemdir frá fyrirtækjum Hagsmunaaðilar eiga rétt á að gera athuga- semdir við frumvörp að nýjum Evrópustöðlum og birtir Staðlaráð frumvörpin á heimasíðu sinni á alnetinu (http://www.stri.is). Guðrún segir hins vegar að afar fá íslenzk fyrirtæki eða aðrir hags- munaaðilar hafi til þessa nýtt sér þann rétt. Sem dæmi um Evrópustaðla, sem íslendingar hafa haft áhrif á, nefnir Guðrún stafatæknistaðla, sem notaðir eru við gerð tölvubúnaðar, til dæmis lyklaborða. „Það kom í raun ekki til af góðu, held- ur stóð til að ýta íslenzku stöfunum út úr alþjóða- stöðlum. í framhaldi af því tók Staðlaráð hins veg- ar að sér að reka Evrópunefnd um stafatækni," segir hún. Guðrún segir hins vegar að dæmi um svið, þar sem ekki hafí tekizt að ná samkomulagi um sam- ræmdan staðal, sé gerð rafmagnstengla í Evrópu en þeir eru af margvíslegu tagi og hefur það m.a. valdið ferðamönnum óþægindum. Guðrún segir að flestir staðlar, sem samþykktir hafa verið að undanförnu, tengist tilskipunum Evr- ópusambandsins, sem tekið hafi gildi á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá séu margir staðlar samþykkt- ir án tillits til EES, en notkun samræmdra staðla greiði fyrir milliríkjaviðskiptum og stuðli m.a. að öryggi, heilsuvemd og umhverfísvernd. 10-12 íslendingar meðal skipverja Brynjólfur Oddsson hefur verið skipstjóri á Hjalteyrinni síðasta ár og hann er einn þeirra íslend- inga sem verða áfram um borð. Brynjólfur sagðist skráður sem fiskilóðs um borð en vegna þeirra reglna, sem í gildi eru í Bretlandi, getur hann ekki verið skráður sem skipstjóri og það á reyndar einnig við um aðra yfirmenn skipsins frá íslandi. Um borð í Onward High- lander verða 23 skipveijar og að sögn Brynjólfs verða 10-12 þeirra íslenskir. „Það leggst vel í mig að fara út með skipinu, enda alltaf gaman að takast á við ný verkefni. Auk þess sem nóg er af þorski í lög- sögu Noregs og Svalbarða,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði ennfremur að skigið myndi trúlega landa bæði á ís- landi og í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.