Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Flutningar af landsbyggð hafa alvarlegar afleiðingar fyrir búsetu í landinu Skammsýni ef stjómvöld spyma ekki við fótum NAUÐSYNLEGT er að mati Þor- steins Gunnarssonar rektors Há- skólans á Akureyri að skapa enn sterkari valkost við fræðilega slag- síðu háskólamenntunar hérlendis og að jákvætt mótvægi verði skap- að við þá miklu fjárfestingu sem fyrirhuguð er á höfuðborgarsvæð- inu, sem gæti hraðað búferlaflutn- ingum með afdrifaríkum hætti frá landsbyggð til höfuðborgar verði ekkert að gert. Háskólinn á Akur- eyri hefði ekki pólitískt umboð til að undirbyggja slíkar aðgerðir, en hann væri reiðubúinn að bjóða stjórnvöldum fram sérfræðiþekk- ingu sína og reynslu tii að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd. Háskólarektor gerði byggða- röskun síðustu tíu ára að umtals- efni er hann setti opið hús Háskól- ans á Akureyri um helgina, en tíu ár verða næsta haust liðin frá því háskólinn var fyrst settur. Ónauðsynlegir fólksflutningar Þrátt fyrir umtalsvert framboð atvinnu hefur fólki fækkað í nær öllum landsbyggðarkjördæmum utan Norðurlands eystra sem nokkurn veginn hefur haldið sín- um hlut. Á sama tíma, eða síðustu tíu árum, hefur fólki fjölgað um 26.500 á höfuðborgarsvæðinu. „Brottflutningur ungs hæfileika- fólks frá landinu er einnig vaxandi áhyggjuefni. Almennt séð eru þessir einhliða fólksflutningar ónauðsynlegir og munu hafa al- varlegar afleiðingar fyrir búsetu í landinu ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða til úrbóta. Lífvænlegt mannlíf og atvinnulíf á lands- byggðinni er ein af mikilvægustu undirstöðum þess að hér á landi verði rekið til frambúðar háþróað nútímasamfélag og þess vegna væri það mikil skammsýni ef stjórnvöld spyrntu ekki við fótum og settu fram raunhæfa valkosti í byggðamálum," sagði Þorsteinn. Tvennt skortir helst á lands- byggðinni að hans mati, viðunandi samgöngukerfi og beinan og skil- virkan aðgang að háskólamenntun og rannsóknarstarfi. Mikil uppbygging orkufreks iðnaðar er fyrirhuguð á suðvestur- horni landsins en háskólarektor sagði Ijóst að staðarval fyrir stór- iðjuver væri ekki háð duttlungum erlendra athafnamanna, heldur væri það á ábyrgð íslenskra stjórn- valda. Þau bæru einnig ábyrgð gagnvart þeim íbúum sem ekki nytu nálægðar við þessi umsvif, því væri nauðsynlegt að stjórnvöld byðu landsbyggðarbúum þær úr- bætur að háskólamenntun og rannsóknir í þágu atvinnulífs á landsbyggðinni yrðu efldar. Til að þessi kostur verði raunhæfur þurfi auknar fjárveitingar frá opinber- um stofnunum og atvinnulífi, til- færslu og endurskipulagningu stofnana og hagnýtingu upplýs- ingatækni t.d. í þágu fjarkennslu. „Að mínum dómi er ljóst að grípa þarf til sérstakra aðgerða til að skapa skilvirkan aðgang að há- skólamenntun á þeim landsvæðum sem nú eru í mestri fjarlægð frá háskólastarfi, þ.e. Austurlandi og Vestfjörðum." Rottur um borð í rússnesku skipi Fær ekki að leggj- astað bryggju STAÐFEST hefur verið að rottur eru um borð í rúss- neska skipinu Opon sem fyr- irhugað er að fari í umfangs- miklar endurbætur hjá Slipp- stöðinni. Skipið hefur legið á Pollinum frá því um helgina. Þegar eru hafnar aðgerðir til að útrýma rottunum úr skip- inu en sóttvarnarnefnd Akur- eyrar kemur saman til fundar í dag, þriðjudag, þar sem staðan verður metin og vænt- anlega ákveðið hvort skipið fái Jeyfi til að koma að landi. Ólafur H. Oddsson héraðs- læknir fór ásamt meindýra- eyðum og fulltrúa bæjarins um borð í skipið um helgina og var þá staðfest að rottur væru um borð. Ólafur sagði að aðgerðir til að útrýma þeim hefðu þegar hafist og fóru meindýraeyðar að nýju út í skipið í gær. Ólafur sagði að um væri að ræða venjubundnar að- ferðir í tilvikum sem þessu, væri vitað um rottur um borð í skipum ykist hætta á að þær færu í land um leið og lagst væri að bryggju. „Ástæðan fyrir því að við erum að eyða rottunum eru þær, að þær eru taldar bera með sér sótt- kveikjur. Þegar uppgötvast að rottur eru í skipum er þeim ævinlega eytt áður en skipin fá að koma að landi,“ sagði Ólafur. Forseti íslands heiðursgestur 1 Háskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Kristján INGVAR Teitsson doktor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akur- eyri athugar blóðþrýsting forseta íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar á opnu húsi háskólans um helgina. Mikil að- sókn að opnu húsi MJÖG GÓÐ aðsókn var að opnu húsi Háskólans á Akureyri um helgina en heiðursgestur var forseti íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir. Deildir háskólans, heil- brigðisdeild, sjávarútvegsdeild, kennaradeild og rekstrardeild kynntu starfsemi sína m.a. með fyrirlestrum, tilraunum og sýn- ingum. Nemendur kynntu verk- efni sem unnin hafa verið við deildirnar og þá var boðið upp á veitingar. Forsetinn ífínu formi Forsetinn var einn þeirra sem Iétu mæla hjá sér blóðsyk- ur, blóðþrýsting, kólesteról og þanþol lungnanna og segir dr. Sigríður Halldórsdóttir for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri að mæl- ingarnar hafi leitt í ljós að for- setinn sé í góðu líkamlegu formi. „Það er ólíku saman að jafna, heilsufari forsetanna á Islandi og Rússlandi, enda líf- stíll þeirra um margt ólíkur,“ segir Sigríður. Útkomuna sagði hún meðmæli með þeim lífsstíl sem Ólafur Ragnar hefði til- einkað sér, hófsemi í mat og drykk og góðri hreyfingu. „Það er jákvætt hversu margir íslenskir stjórnmála- menn hafa þekkt sinn viljunar- tíma varðandi heilbrigðan lífs- stíl, það er mikilvægt því þeir sem eru tíðir gestir í fjölmiðlum verða ósjálfrátt ákveðnar fyrir- myndir.“ Hjálpræðisherinn safnar fötum til hjálparstarfs Langt komið með að fylla gáminn HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri er nú að ganga frá fatnaði sem fer til hjálparstarfs erlendis. Um er að ræða góðan fatnað sem ekki hefur gengið út á fatamark- aði hersins, því þó eftirspurnin eftir notuðum fatnaði hafi stór- aukist undanfarin misseri er fram- boðið enn meira. Fatnaðurinn mun í fyrstu fara til Noregs, en þar rekur Hjálp- ræðisherinn stórt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að flokka fatn- að og senda til hjálparstarfs, aðal- lega til Austur-Evrópu og Afríku. Sá fatnaður sem ekki þykir hæfa til hjálparstarfs er tættur niður og notaður sem vatt í sængur sem Hjálpræðisherinn framleiðir fyrir Sameinuðu þjóðirnar og eru notað- ar í flóttamannabúðum víða um heim. Sængumar hafa fengið góða útkomu í prófunum. I fyrstu verða framleiddar um tvö hundruð þús- und sængur á ári, en S.Þ. vonast til að framleiðslan geti orðið enn meiri eða um átta hundruð þúsund. Gámurinn alveg að fyllast Nú vantar aðeins herslumuninn á að búið sé að fylla 20 feta gám sem fer utan á morgun, miðviku- dag. Erlingur Níelsson hjá Hjálp- ræðishernum sagði að lítið vantaði til að gámurinn færi troðfullur af fötum burtu frá Akureyri. Eimskip mun flytja gáminn utan án endur- gjalds „og þann velvilja viljum við nýta okkur til fullnustu með því að senda gáminn fullan til Nor- egs,“ sagði Erlingur. Hann vildi því hvetja þá sem ættu heilleg föt inni í skáp hjá sér, en eru hættir að nota þau, að koma með þau í húsakynni Hjálpræðishersins við Hvannavelli 10 á Akureyri í dag, þriðjudag fyrir kl. 17 Hnefarétt- urinn lát- inn ráða í MÖRG horn hefur verið að líta hjá lögreglunni á Akur- eyri síðustu daga. Fimm manns voru að- stoðaðir við að komast á slysadeild FSA, en þeir höfðu ýmist meiðst í slagsmálum eða við óhöpp í samkomuhús- um. Höfð voru afskipti af all- mörgum sem létu hnefarétt- inn ráða í miðbænum um helgina. Einn var kærður fyrir að kasta af sér vatni á gangstétt í miðbænum, en lögreglu- menn verða af og til varir við slíkt athæfi. í framtíðinni er fullvíst að menn verði í aukn- um mæli kærðir fyrir slíkt, enda með öllu óheimilt sam- kvæmt lögreglusamþykkt og algjörlega siðlaust að mati lögreglu. Þá má nefna að leitað var liðsinnis lögreglu við að hafa uppi á fjögurra ára snáða sem var týndur. Nokkru síðar kom í ljós að sá stutti hafði brugð- ið sér í sturtu í Sundlaug Akureyrar og var hinn bratt- asti. Bílar inn í garð og á grindverk TILKYNNT hefur verið um 10 árekstra til lögreglu síð- ustu daga, í einum þessara árekstra slasaðist fólk. Mikil hálka hefur verið á götum bæjarins og ökumenn hafa ekki allir fyllilega ráðið við bíla sína, einn hafnaði inni í húsagarði, annar á grindverki og sá þriðji á umferðarmerki. Númer hafa verið klippt af 34 bílum síðustu daga, aðal- lega vegna vanrækslu um- ráðamanna á því að flytja þá til skoðunar. Þá voru 26 kærð- ir fyrir að nota ekki öryggis- belti, 6 fyrir að vera ekki með ökuskírteini við aksturinn, 13 fyrir að aka of greitt, 5 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, 1 virti ekki biðskyldu, 2 höfðu ekki bæði skráningarnúmerin á bifreiðum sínum, 2 voru kærðir fyrir að nota ekki stefnumerki og 1 fyrir að nota ekki lögboðin ljós. Loks voru 2 teknir grunaðir um að aka undir áfengisáhrifum. Kyrrðar- stundir BÆNAHÓPAR kvenna hafa um nokkurt skeið verið starf- andi við Glerárkirkju. Þeir hafa orðið kveikjan að kyrrð- arstundum sem eru fyrir alla á þriðjudögum frá kl. 18.10 til 18.40. Áhersla er lögð á stutta íhugun Guðs orðs og að hvíla í hljóðri bæn frammi fyrir Guði í helgidómi hans. Állir eru velkomnir á þessar kyrrlátu stundir þar sem kertaljósið lýsir. Móðurhlut- verkið ARNA Ýrr Sigurðardóttir guð- fræðingur flytur fyrirlestur um móðurhlutverkið á mömmumorgni í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, en það stendur frá kl. 10 til 12. Leikföng og bæk- ur eru fyrir börnin. Gengið er inn um kapelludyrnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.