Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 16

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Áburðarverksmiðjan aug- lýst um miðjan mánuðinn Framleiðslugetan 65 þús. tonn af áburði á ári Eftirlaunasjóður Landsbanka Atkvæða- greiðslu frestað ATKVÆÐAGREIÐSLU um breyt- ingu á reglugerð Eftirlaunasjóðs Landsbanka og Seðlabanka var frestað á sjóðfélagafundi fyrir skömmu. Ákveðið var að skoða mál- ið betur og boða til framhaldsfundar síðar þegar upplýsingar um stöðu hvers sjóðfélaga samkvæmt eldri reglugerð annars vegar og breyting- um á henni hins vegar lægju fyrir. Breytingin á reglugerðinni hefur það meðal annars í för með sér að ríkisábyrgð á skuldbindingum fellur niður gegn því að greiðslur í sjóðinn aukast, auk þess sem sjóðfélögum gefst kostur á að skipta þeim iðgjöld- um sem þegar hafa verið greidd til sjóðsins vegna þeirra sem og framtíð- ariðgjöldum milli sameignar- og sér- eignarsjóðs. Sigrún Vilbergsdóttir, formaður Starfsmannafélags Landsbanka Ís- lands, sagði að á fundinum hefðu orðið miklar umræður um þessi mál. Komið hefðu fram skiptar skoðanir og ákveðið að boða til framhalds- fundar þegar fyrir lægju upplýsingar um stöðu hvers og eins sjóðfélaga miðað við núgildandi reglugerð ann- ars vegar og miðað við breytta reglu- gerð hins vegar. Tímafrekir útreikningar Sigrún sagði að þessir útreikning- ar tækju talsverðan tíma og því væri ekki við því að búast að af fram- haldsfundinum yrði fyrr en eftir ef til vill tvo mánuði. Þar með væri útséð með að reglugerðarbreytingin tæki gildi frá og með síðustu áramót- um eins og fyrirhugað hefði verið. Þá sagði Sigrún að einnig hefði komið til tals á fundinum að efnt yrði til allsherjaratkvæðagreiðslu um reglugerðarbreytinguna þannig að sjóðfélagar um allt land hefðu jafna aðstöðu til að neyta atkvæðisréttar síns. Lífeyrismál væru mjög stór hluti af kjörum fólks og því yrði að skoða alla fleti vandlega áður en ráðist yrði í breytingar. ----» ♦ ♦--- Hugbúnað- arkynning HUGBÚNAÐUR hf. stendur fyrir kynningu á Autodesk WorkCenter og WorkCenter fyrir alnetið á Hótel Loftleiðum í dag, 4. febrúar kl. 13. Windows forritið WorkCenter sameinar stjómun vinnuferla og skjalavistunar og er sérstaklega hannað með tilliti til þarfa hönnuða, framleiðenda og annarra er fást við teikningar og tæknilegar upplýs- ingar að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Hugbúnaði hf. Autodesk er fjórða stærsta hug- búnaðarhús í heiminum og framleiðir meðal annars AútoCAD og 3D Studio MAX. Yfir 500 AutoCAD leyfi eru á íslandi. Fyrirlesari á kynningunni er Stephan Nielsfelt frá Autodesk í Svíþjóð. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. UNDIRBÚNIN GUR að sölu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu er langt kominn og er stefnt að því að auglýsa eftir tilboðum í allt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu upp úr miðjum mánuð- inum. Leitað verður eftir tilboðum í allt hlutaféð bæði hér á landi og erlendis, en Áburðarverksmiðjan er að öllu leyti í eigu ríkisins. Skarphéðinn B. Steinarsson, rit- ari framkvæmdanefndar um einka- væðingu, segir að undirbúningur að því að leita eftir tilboðum í Áburðar- verksmiðjuna sé nokkuð langt kom- inn. Verðbréfafyrirtækið Handsal hafi unnið ítarlega úttekt á fyrir- ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hf. hafði yfirgnæfandi mesta hlut- deild í bjórsölu í útsölum ÁTVR á sl. ári. Fyrirtækið hafði um þriðjung heildarsölunnar en Viking hf. á Akureyri var með um fjórðungs hlut, eins og sést á meðfylgjandi yfirliti. Hins vegar ber að undirstrika að hér er ekki meðtalin sala þeirra heildsala sem flytja inn bjór og selja tækinu fyrir einkavæðingarnefnd í haust. Síðan hafi verið unnið að málinu og nú sé verið að ganga frá sölulýsingu og stefnt sé að því að auglýsa eftir tilboðum í fyrirtækið upp úr miðjum mánuðinum. Tapið 71 milljón króna í Gufunesi er bæði að finna ammoníaks- og vetnisverksmiðju og aðra hluti sem þarf til áburðar- sölu, auk hafnarsvæðis. Fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er 65 þúsund tonn af áburði á ári, en á árinu 1995 framleiddi verksmiðjan 52 þúsund tonn. beint til veitingahúsa. Eftir því sem næst verður komist nam sala þeirra um 2 milljónum lítra og nam heild- arsala bjórs því um 9 milljónum lítra á árinu 1996 hjá ÁTVR og innflytj- endum. Af einstökum tegundum hafði Egils Gull mesta hlutdeild hjá ÁTVR sem fyrr eða 18%, en þar á eftir koma Tuborg grænn með 13,3% og Viking með 10,8%. Ekki liggja fyrir tölur um af- komu fyrirtækisins í fyrra en á árinu 1995 námu heildarrekstrar- tekjur fyrirtækisins 983 milljónum króna. Þá varð tap á reglulegri starfsemi fyrirtækisins sem nam 71 milljón króna. Hjá Áburðar- verksmiðjunni starfa um 100 manns. Einkaréttur Áburðarverksmiðj- unnar á framleiðslu áburðar var afnuminn á árinu 1995 og innflutn- ingur gefinn fijáis. Það hefur þó ekki orðið til þess að mikið hafi verið flutt inn af áburði, því á árinu 1995 nam innflutningurinn 350 IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd sem falið er að kanna með hvaða hætti stjórn- völd geta stutt við atvinnurekstur kvenna sérstaklega. Nefndin tekur þegar til starfa og er ætlað að skila ráðherra tillögum í haust. í frétt frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu kemur fram að víða í samkeppnislöndum íslands er lögð mikil áhersla á að auka veg kvenna í fyrirtækjarekstri og stjórnun. Sérstaða „kvennafyrirtækja“ sé almennt viðurkennd og algengt sé að skipulagðar séu sérstakar stuðningsaðgerðir sem taki mið af þörfum kvenna. Nefndin á að kynna sér með hvaða hætti staðið er að stuðningi stjórnvalda við atvinnurekstur kvenna í nágrannalöndunum. Þá á hún að leggja mat á þörf fyrir sértækar aðgerðir á þessu sviði hér á landi, m.a. með könnun á við- horfi kvenna í fyrirtækjarekstri til ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands hefur aukið fram- boð sitt á sviði markaðsnáms enn frekar og í nýjum bæklingi EHÍ eru kynnt átta námskeið á sviði mark- aðs-, sölu- og þjónustumála. Á námskeiðunum gefst þátttak- endum kostur á að byggja upp al- hliða þekkingu á markaðsmálum. Nemendur fá 15% afslátt ef tekin eru fleiri en eitt námskeið. Námskeið á vorönn fjalla um stefnumótun og stjórnun markaðs- mála, markaðsrannsóknir, þróun vöru og þjónustu, gerð markaðs- tonnum og talið er að hann hafi verið litlu meiri í fyrra. Aðspurður hvert áætlað verð- mæti verksmiðjunnar væri sagði Skarphéðinn að ekki væri hægt að gefa það upp að svo stöddu. Fjórðungshlutur í Sementsverksmiðjunni Auk Áburðarverksmiðjunnar stendur nú yfir sala á meirihluta hlutabréfa í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar á vegum einkavæðingarnefndar. Þá er í fjár- lögum í ár gefin heimild til þess að selja fjórðungshlut í Sementsverk- smiðjunni á Akranesi, en undirbún- ingur þess er skammt á veg kominn. þeirra. Loks á nefndin að skila ráðherra áliti um hver þörfín sé fyrir slíkar aðgerðir hér á landi og skila tillögum um með hvaða hætti standa skuli að slíkum aðgerðum sé þeirra þörf. Nefndin á að hafa samvinnu við atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni, atvinnu- og iðnþróunarfélög, Afl- vaka Reykjavíkur og aðra þá aðila sem að stuðningi við atvinnulífið koma. I nefndina hafa verið skipaðar: Jónína Bjartmars lögfræðingur, formaður, Ragnheiður Kristjáns- dóttir deildarsérfræðingur, iðnað- ar- og viðskiptaráðuneyti, ritari, Jónína Benediktsdóttir fram- kvæmdastjóri, Herdís Sæmunds- dóttir kennari, f.h. félagsmála- ráðuneytis, Elísabet Benedikts- dóttir, f.h. Byggðastofnunar, Vig- dís Hauksdóttir verslunarmaður og Brynhildur Bergþórsdóttir, f.h. Iðntæknistofnunar. áætlana og markaðssetningu, beina markaðssetningu, auglýsingar, markaðsfylgni og markaðsmál smá- söluverslana. Fyrsta námskeiðið hefst fimmtu- daginn 6. febrúar og ijallar um stefnumótun og stjórnun markaðs- mála. Á námskeiðinu verður kynnt hagnýt aðferðarfræði stefnumótun- ar í markaðsmálum og farið yfir meginþætti markaðsmála á heil- steyptan hátt. Má þar nefna mark- aðsgreiningu, mótun markaðs- stefnu, markaðsáætlanir, markaðs- setningu og árangursmat. Bjórsala ÁTVR á síðastliðnu ári Hlutdeild innlends bjórs um 58% Nefnd iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis Atvinnurekstur kvenna skoðaður Aukið framboð mark- aðsnáms hjá EHI Framlengjum til 8. febrúar *■ » » ' M V » okkar fróbœra opnunartilboð —' - ~~ í nýrri og glcesilegri verslun SÍmtUi kúíqöqu Fákafeni 9, sími 568 2866

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.