Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 21

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 21 ÍMEYTEIMDUR Neytendasamtökin Krefjast lækkunar á símagjöldum NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent stjórnarformanni Pósts og síma bréf þar sem ítrekuð eru mótmæli við hækkun á símaþjónustu frá því í desember síðastliðnum. Neytenda- samtökin telja að engar skýringar hafi komið fram frá Pósti og síma sem réttlæti þessa hækkun en hagnaður fyrirtækisins nam einum milljarði árið 1995. í fréttatilkynningu sem Neyt- endasamtökin sendu fjölmiðlum segir ennfremur að hækkunin hafi numið allt að 32% og sé ekki í neinu samræmi við kostnaðarhækkanir í þjóðfélaginu. Ennfremur benda Neytendasamtökin á að þessar hækkanir séu i fullri andstöðu við yfírlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um efnahagslegan stöðugleika. í bréfi sínu krefjast samtökin skýr- inga á hækkuninni. Hrefna Ingólfsdóttir upplýsinga- fulltrúi hjá Pósti og síma segir að í tilefni þessara ummæla sé rétt að upplýsa að verð fyrir símaþjónustu hafi lækkað verulega að raungildi undanfarin ár þó það sé mismun- andi mikið. „Lækkunin er sennilega meiri en íslenskir neytendur hafa fengið að njóta á öðrum sviðum", segir hún. Hrefna segir að með gjaldskrárbreytingunni í desember hafi fast gjald fyrir síma hækkað og verð á símtölum innanbæjar, en símtöl til útlanda lækkuðu. „Þessi breyting er algerlega í samræmi við það sem verið er að gera í flest- um nágrannalöndum okkar, en á síðasta áratug var það svigrúm sem skapaðist til lækkana fyrst og fremst nýtt til lækkunar á langlínu- símtölum innanlands. Þetta var gert þó að auknar tekjur af sim- tölum til útlanda hafi átt verulegan þátt í að skapa þetta svigrúm. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að leiðrétta þetta misræmi með því að lækka einnig útlandasímtöl." Hrefna bendir á að Neytenda- samtökin gagnrýni að símnotendur greiði niður þjónustu póstsins og á sú gagnrýni vissulega rétt á sér segir hún og unnið að lagfæringum á því. Hrefna segist vilja minna á að Neytendasamtökin mótmæltu kröftuglega í júní s.l. þegar verð á langlínusímtölum og simtölum til útlanda lækkaði en póstburðargjöld hækkuðu." Hvað varðar ósk Neytendasam- takanna um að nefnd verði skipuð til að hafa eftirlit með Pósti og síma vegna einokunaraðstöðu fýrirtækis- ins segir Hrefna að um næstu ára- mót falli úr gildi öll einkaleyfi fýrir- tæksisins á sviði fjarskipta. Þann 1. apríl næstkomandi tekur til starfa Póst-, og fjarskiptastofnun sem sér um eftirlit með fjarskiptarekstri og að öllum leikreglum sé fylgt. Sam- keppnisstofnun gegnir einnig ákveðnu hlutverki í þessu sambandi og Póstur og sími mun ekki stuðla að stofnun slíkrar nefndar. KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. 1 \ÆP Ðorgartúni Einar Farestveit & Co. hf. 28 « 562 2901 og 562 2900 Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins hefst þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20. Um er að ræða sjö vikna námskeið í hugrækt fyrir byrjendur, sem fram fer í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðið er í umsjón Einars Aðalsteinssonar og fjallar um grundvallaratriði hugræktar og hugleiðingar, einingarviðhorf dulhyggjunnar, undir- meðvitundina og völundarhús hins ómeðvitaða, frumþætti sálarlífsins, tilfinninga- og langanaeðlið, viðhorf, vilja, þekkingu, skilning, ást og kærleika. Þá verður fjallað um mannrækt, yoga, karma og endurholdgun, fæðuval í hugrækt, heilun, hina innri leit og heimspeki andlegs þroska. Yfir 500 manns hafa sótt þessi námskeið undanfarin ár! Skráning við innganginn. Námskeiðið, sem ætlað er almenningi, er ókeypis og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Námskeiðsgögn seld á kostnaðarverði. y HEITUR og kaldur krani. Skrúfað er fyrir öryggiskrana H og K og frá handlaugarkrönum H og K. Ekkert vatn á þá að renna. Seljið lítramál undir annan kranann og skrúfið frá ör- yggiskrananum uns rennslið er 1 lítri á 20 sekúndum. Gerið slíkt hið sama við hinn kranann. Ef um blöndunartæki er að ræða er sami háttur hafður á. Mest hætta á að börn brenni sig á vatni í RANNSÓKN sem læknar á barn- aspítala Hringsins vinna að á brunaslysum á íslenskum börnum kemur í ljós að heitt vatn og heitir vökvar eru langalgengustu bruna- valdar þegar ung börn eiga í hlut. Að sögn Herdísar Storgaard brenn- ir sig að meðaltali 21 barn á ári, 62% eru drengir og 38% stúlkur. Tíðnin er hæst í hópi fjögurra ára og yngri. Herdís segir að aukin tíðni slysa sé í kringum hádegi og kvöld- mat en þá er notkun heitra vökva mest á heimilum og svo virðist sem aðgæsla barna sé jafnvel minni þá en á öðrum tímum dagsins. „Með heitu vatni er átt við t.d. baðvatn, sjóðandi vatn og vatn í heitum pott- um“, segir hún. - Er hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir hættu sem börn- um stafar af heitu kranavatni heima? Herdís segir að maður að nafni Jón Brynjólfsson hafi velt vandan- um fyrir sér og fundið ágæta lausn. í þeim tilfellum sem öryggiskranar eru á vöskum er hægt að skrúfa nægilega fyrir þá og mæla rennsl- ið. Herdís segir að slíkt hafi verið gert með góðum árangri á leikskól- um. Jón bendir hinsvegar fólki á að ef leiðslur koma beint útúr vegg eru oft hjámiðjur á blöndunartæk- inu. Hægt er að skipta um þær og fá hjámiðjur með loka. Þá er hægt að stilla lokann með skrúfjárni og minnka gat niður í fjórðung af röri.“ Jón segir að ef engar hjámiðjur séu megi setja þrengingar inn í rörið. „Blöndunartækið er tekið frá, þrengingu stungið inn og blöndun- artækið sett aftur á.“ Þrengingar hafa ekki verið fáanlegar hér á landi en fást nú hjá Vatnsvirkjanum. SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, s. 552 2690 BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 10. febrúar Endursala Búseti Reykjavík 2ja herb. Berjarimi 1-7, Reykjavík 66m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 993.384 Búsetugjald kr. 35.120 Berjarimi 1-7, Reykjavík 66m2 íbúð Aimennt lán Búseturéttur kr. 993.384 Búsetugjald kr. 51.700 3ja herb. Garðhús 2, Reykjavík 80m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.308.890 Búsetugjald kr. 30.332 3ja herb. Amarsmári 4, Kópavogur 80m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 819.690 Búsetugjald kr. 48.659 Berjarimi 3, Reykjavík 78m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.314.146 Búsetugjald kr. 38.812 Berjarimi 5, Reykjavík 72m2 (búð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.208.362 Búsetugjald kr. 35.737 Nýj ar íbúðir 3ja herb. Breiðavík 31-33 Reykjavík 77m? íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 814.684 Búsetugjald kr. 42.328 4ra herb. Breiðavík 31-33 Reykjavík 90m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 964.136 Búsetugjald kr. 49.634 Aðeins 3 íbúðir eftir í þessu 8 íbúða húsi. íbúðirnar eru til afhendingar í desember n.k. Endursala Búseti Akranes, upplýsingar hjá Búseta Reykjavík 3ja herh. Lerkigrund 5 80m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 928.904 Búsetugjald kr. 33.563 4ra herb. Lerkigrund 5 94m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.067.537 Búsetugjald kr. 38.135 4ra herh. Lerkigrund 7 80m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.067.537 Búsetugjald kr. 61.528 Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis á umsóknartímanum til 10. febrúar. Með umsóknum þarf að skila staðfestum skattframtölum síðustu þriggja ára ásamt fjölskylduvottorði. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. febrúar kl. 11 að Hávallagötu 24. Endursala Búseti Mosfellsbæ - sími 566 6870 3ja herh. 3ja herb. 1 4ra herb. I Miðholt 5, Mosfellsbæ B3m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 887.666 Búsetugjald kr. 33.445 Miðholt 5-13, 94m2 íbúð Búseturéttur Búsetugjald Mosfellsbæ Félagslegt lán kr. 945.526 kr. 35.467 Miðholt 1, 81 m2 íbúð Búseturéttur Búsetugjald Mosfellsbæ Almennt lán kr. 748.571 kr.53.002 http://www.centrum.is/buseti Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sími 552 5788, myndsendir 552 5749 BUSETI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.