Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 23

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 23 ERLENT 150 manns særast í átök- 11 m í Belgrad Belgrad, París. Reuter. UM 150 stjórnarandstæðingar voru fluttir á sjúkrahús í Belgrad eftir að serbneska lögreglan réðst á þús- undir manna til að kveða niður frið- samleg mótmæli í fyrrakvöld. Þetta eru alvarlegustu átök sem blossað hafa upp í serbnesku höfuðborginni frá árinu 1991. Um 20.000 manns tóku þátt í mótmælagöngunni í fyrrakvöld og flestir þeirra hörfuðu þegar lögregl- an lét til skarar skríða. Lögreglan beitti bareflum og dældi vatni á fólkið og svo virðist sem táragasi hafí einnig verið beitt. Nokkrir stjórnarandstæðingar svöruðu árás- inni með því að kasta gijóti, múr- steinum og flöskum að lögreglu- mönnunum. Nokkrir reyndu enn- fremur að hindra lögregluna með því að kveikja í hjólbörðum. Serbneska ríkissjónvarpið sagði að lögreglan hefði aðeins ráðist á stjórnarandstæðingana vegna þess að þeir hefðu stöðvað umferð um brú yfir Sava-fljót þegar þeir gengu að miðborginni. Sósíalistaflokkur- inn setti bann við mótmælagöngum, sem hindra bílaumferð, fyrir tveim- ur vikum. Serbneskir blaðamenn sögðu þetta alvarlegustu átökin í Belgrad frá árinu 1991 þegar Milosevic sendi skriðdreka á götur borgarinn- ar til að kveða niður mótmæli lýð- ræðissinna. Læknar á tveimur stærstu sjúkrahúsum borgarinnar sögðu að 150 manns hefðu þurft aðhlynningu, margir með beinbrot eða brotnar tennur. Frakkar mótmæla Stjórnvöld í Þýskalandi . og Frakklandi gagnrýndu aðgerðir lög- reglunnar og franska stjómin bauð stjómarandstöðuleiðtogunum þremur í heimsókn til Parísar sem fyrst. „Þetta boð felur í sér að franska stjórnin hefur viðurkennt leiðtoga stjómarandstöðunnar, sem hefur sýnt pólitískan þroska síðustu vikur,“ sagði Hervé de Charette, utanríkisráðherra Frakklands. Hann skoraði á Milosevic að virða niðurstöðu fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdust með sveitarstjórnakosn- ingunum í nóvember og staðfestu að Zajedno hefði sigrað í 14 borgum og bæjum. Toppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552 1212 Kvenkulda skór Verð: 2.995, Áður:^jZ<49l5^ Tegund:2167 Stærðir: 37-41 Litir: Svartir og brúnir Loðfóðraðir Reuter • • Orbirgð í Albaníu FATIME Mehmeti situr við tjald sitt á öskuhaugum Tirana, sem hún hefur hírzt í undanfarna þrjá mánuði, eða frá því hún missti aleigu sína í kjölfar hruns hinna vafasömu „pýramídasjóða," sem hétu fjárfestum hagnaði á sama hátt og peningakeðjubréf. Hrun sjóðanna olli gjaldþroti þúsunda fjölskyldna í Albaníu, fátækasta lands í Evrópu. Jeltsín brattur á fundi með Chirac Harður gegn stækkun NATO Moskvu. Reuter. FUNDUR þeirra Borís Jeltsíns, for- seta Rússlands, og Jacques Chiracs, forseta Frakklands, um helgina breytti engu um andstöðu Rússa við stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, en virðist hins vegar hafa dregið úr vangaveltum um heilsu Jeltsíns eða heilsuleysi. Vinn- ur hann nu að stefnuræðu stjórnar sinnar og hefur frestað flestum fundum í vikunni. Þeir Jeltsín ræddust við í þrjár klukkustundir í Moskvu á sunnudag og sagði Chirac hann óðum vera að ná sér eftir lungnabólguna. Bæri hann þess vissulega merki að hafa verið veikur en á fundinum hefði hann verið í essinu sínu, „sá sami Borís Níkolajevítsj og ég hef alltaf þekkt“. Chirac sagði, að Jeltsín hefði verið mjög harður í andstöðu sinni við stækkun NATO en hann kvaðst telja, að unnt ætti að vera að ná samkomulagi ef hvorirtveggju legðu sig fram. Engin stefnumörkun Sumir fréttaskýrendur segja, að svo virðist sem Rússar hafi ekki neina stefnu nema andstöðuna eina í deilunni um stækkun NATO. „Ég get ekki komið auga á neina Reuter FORSETARNIR á tröppum móttökuhúss Rússlandsfor- seta fyrir utan Moskvu. ákveðna stefnumótun í þessu máli, þeir bara kvarta og kveina," sagði Andrei Píontkovskí, pólitískur fréttaskýrandi við rannsóknastofn- un í Moskvu. „Tíminn er að renna út og enginn veit hvað gera skal. Neikvæð afstaða okkar hefur ýtt okkur út í horn.“ Hvatti Pí- ontkovskí rússnesk stjórnvöld til að koma með ákveðnar tillögur varð- andi öryggishagsmuni sína í stað þess að rífa hár sitt yfir orðnum hlut. • HALTU MÉR FAST • ULLA JÓNS • K0MU ENGiN SKIP í DAG? • DRAUMAPRINSINN • BUÍS í G • EINBÚINN • K0MDU í PARTÝ iaugardaginn 8. febrúar Brunalidslög, Mannakornslög, og fleiri lög í flutningi þjóðkunnra söngvara! - Hótd ís/and hddur upp á 10 ára afmazlið með þessari einstöku sýningu, þeirri bestu hingað tiii Tónlistarstjórn: Gunnar Pórðarson - ásamt stórhljómsveit sinni. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. *Wfi Söngvarar: Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, íris Guðmundsdóttir, Bjarni Arason. Húsið opnar kl.19:00. Matargestir, vinsamlega mætið tímanlega. Sýningin hefst stundvíslega kl. 22:00. Verð með kvöldverði kr. 4.900, verð án kvöifiverðar kr. 2.200. Verð á dansleik er kr. 1.000. Miðasala og borðapanfanir daglega kl. 13-17 á Hótel Islandi. , r/trfscfíi// Xarrýlöguð austurlensk fiskisúpa. Jíeilsteiktur lamhavóivi meSfj’lltum jarSeplum, smjörsteiktti qrœnmeti og Madeira piparsósu. SúkklaSilijúpuS pera og sérrí-is. HOTCT, [AU.AND Sími 568-7111 - Fax 568-9934. MEÐ BJARNA ARASYNISÖNGVARA LEIKA FYRIR DANSI NÆSTU SYNINGAR: 15. febrúar, 1. mars, 8. mars, 22. mars og 29. mars. REYKJAVÍKURBLÚS • HIN EINA SANNA AST • EG ELSKA ÞIG ENN • HUDS0N BAY • GLEÐIBANKINN • LITLA SYSTIR • Póstsendum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.