Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 35

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 35 Launamalin í brennidepli Aldraðir fylgi launaþróun annarra Á ÞEIM umbrota- tímum, sem nú eru uppi í launa- og rétt- indamálum lands- manna, er von að eldra fólk hafi verulegar áhyggjur af hvað verði um þeirra hag. Um næstsíðustu áramót samþykkti Al- þingi að aftengja sam- band launa í landinu og ellilífeyris. Þetta hafði veitt ellilífeyris- þegum nokkuð öryggi, þar sem ellilífeyrir var tengdur ákveðnum launaflokki verka- manna og breytist í samræmi við hann, en er nú háður samþykkt Alþingis á hveiju ári. Leysa þarf vanda jaðar- skatta, segir Páll Gísla- son, jafnt fyrír alla. Með sköttum sínum í 40-50 ár hafa menn greitt til ríkisins stórar upphæðir, sem að hluta til runnu til að greiða þeim ellilífeyri, sem þá voru eldri. Það er því hægt að kalla þetta tryggingu í gegnum- streymi í ríkissjóði og væri réttara að kalla þetta eftirlaun. Ellilífeyrisþegar fái sömu hækkun og aðrir Það er ljóst að samningum á vinnumarkaði nú, hlýtur að ljúka með launahækkunum, og þar sem okkur vantar nú tekjutenginguna, sem fyrr var, erum við að nokkru í lausu lofti. Og þar sem við erum oftast ennþá einnig félagar í gamla stéttarfélagi okkar, gerum við þá kröfu til þeirra að njóta stuðnings þeirra og verða ekki beitt órétti. Páll Gíslason Mér finnst að þetta hljóti að snerta sam- visku og réttlætis- kennd allra, ef það kæmi til að aldraðir fengju ekki sömu leið- réttingu á kjörum sín- um og aðrir þjóðfélags- þegnar. Forystumenn eldri borgara hafa því treyst samband okkar við forsvarsmenn stétt- arfélaga með ASÍ, BSRB og BHMR í for- ystu svo og leitað til stærstu stéttarfélaga um stuðning við okkur í sambandi við endan- lega afgreiðslu samninganna. Við höfum iíka rætt við marga stjórn- málamenn úr öllum flokkum, svo og fjárlaganefnöarmenn og að sjálf- sögðu ráðherra. Forsætisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vel- vilja og væntum við stuðnings hans. Það er því áskorun okkar til allra þeirra mörgu aðila, sem koma til með að afgreiða Iaunamálin að þeir muni eftir eldri félögum sínum og öðrum á þeirra aldri. Jaðarskattar Mikil umræða hefur verið um áhrif jaðarskatta á hag yngra fólks, sem vinnur mikið til að koma undir sig fótunum, en þessir jaðarskattar og missir tryggingabóta ýmiss kon- ar getur jafnvel orðið til þess að rýra raunhæfar tekjur en ekki hækka. Þetta á einnig við um kjör eldri borgara, eins og sýnt hefur verið hér í blaðinu á meðfylgjandi töflu þar sem 10 þúsund króna hækkun ellilífeyris gæti valdið rýr- ari kjörum viðkomandi. Vegna áhrifa jaðarskatta og skerðingar réttinda er þetta vandi aldraðra ekki síður en annarra. Dæmi um áhrif jaðarskatta á 10 þúsund króna launahækkun: (Sjá töflu) Hækkun lífeyristekna skilar eng- um raunhæfum peningum vegna jaðarskatta. Ég hefi gert nefnd á vegum ríkis- stjórnar sem ijallar um jaðarskatt- ana grein fyrir að leysa þarf vanda þennan jafnt fyrir alla. Það er þvi nátengt að athugað sé samband launahækkana og jaðarskattanna, sem hljóta að hafa svo mikil áhrif, þannig að annað bæti hag, en hitt rýri þau kjör jafnvel enn meira en áður var. Að þetta er ekkert smámál ætti að vera öllum ljóst, þegar fólk í landinu á ellilífeyrisaldri er nær 27 þúsund og um 23 þúsund fá ellilíf- eyri, en tæplega 20 þúsund þeirra eru með einhveija tekjutryggingu, svo að sjá má að ekki eru allir eldri borgarar ríkir og þurfa flestir að halda vel á til að endar nái saman. Eldri borgarar munu fylgjast vel með gangi mála og þó að þeir hafi ekki verkfallsrétt, finnst þeim að réttur þeirra til jafns við aðra sé mikill. Og síðar, þegar að kosning- um kemur, munum við að sjálf- sögðu muna hvaða lausn mála var fengin. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Með tekjur úr lífeyrissjóði okt. '96 Lífeyrissjóðstekjur hækka í nóv. '96 Lífeyrissjóðstekjur 30.000 kr. Lífey rissj óðstekj ur 40.000 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Tekjutrygging 23.145 kr. Tekjutrygging 18.645 kr. Heimilisuppbót 7.868 kr. Heimilisuppbót 6.338 kr. Lyfjauppbót 614 kr. Lyfjauppbót 0 kr. Alls: 75.000 kr. Alls: 78.356 kr. Skattur -6.911 kr. Skattur 41,94% +8.318 kr. Frítt sjónvarpsgjald +2.000 kr. Frítt sjónvarpsgjald 0 kr. Alls: 70.089 kr. Alls: 70.038 kr. Verður kvótínn að- alkosningamál í næstu kosningum? SÍÐUSTU vikumar hefur sjávarútvegsráð- herra skipað fjórar nefndir til þess að forða þeim vandræðum, sem kvóta-matadorinn veldur og sérstaklega þeim miklu vandræðum sem „pínukvótinn" á Flæmska hattinum hefur í för með sér. Með þess- um nefndarskipunum á líka að bjarga „heimsins best útbúna veiðiskipi", Guðbjörginni, sem var fyrst og fremst látin veiða þar, áður en „pínukvótinn" dundi yfir. Þau pennaglöp sjávarútvegsráð- herrans vom gerð án samráðs við neinn þeirra útgerðaraðila, sem stundað hafa hina þýðingarmiklu rækjuveiði á Flæmska hattinum. Afleiðingin er rýmaðar þjóðartekjur og aukið atvinnuleysi. Það er hægt að setja allar heims- ins nefndir og reglur, en það bjargar engu meðan „kvóta-matadorinn“ heldur áfram og milljarðatugir bíða úthlutunar ráðherrans ár hvert. Þannig mun haldast algjört ófremdarástand í útvegsmálum ís- lensku þjóðarinnar. Spilling matad- orkvótans verður óbreytt. Á meðan hlæja Rússar og sam- keppnis-sjómenn okkar að hinum „víðfræga" pínukvóta sjávarútvegsráðherr- ans. Sýndarmennska í útvegsmálum Nú er mikið rætt um veiðileyfagjöld, en það er nánast umbúðalaus sýndarmennska, sem í slíku gjaldi felst. Gert er ráð fyrir, að veiði- leyfagjald yrði um 5-10% á tonn. Þegar málið er betur skoðað, má vera ljóst að svona gjald breytir engu, um að hin svokallaða þjóð- areign á auðlindum hafsins skili sér til almennings. Eðlilegast er að hlut- deild þjóðarinnar af útgerðinni skili Of mikil opinber afskipti eru, að mati Gunnlaugs Þórðarsonar, til óþurftar. sér með tekjuskattinum. Þó að markaðsverð á kvótatonni hækki t.d. úr kr. 80 þúsundum í 84 þúsund. hefur það engin áhrif. Matadorkvót- inn er jafn óhagganlegur. Þá er spumingin líka sú hvaða Gunnlaugur Þórðarson réttlæti felst í veiðileyfagjaldinu? Hvers vegna á að skattleggja sér- staklega með sérstöku gjaldi þá sem tekið hafa áhættuna af útgerð, áður en kvótinn kom til sögunnar. Dulbúið veiðileyfagjald Reyndar hefur upphafsmaður pínukvótans, sjávarútvegsráðherr- ann, fundið eins konar veiðileyfa- gjald, kallað veiðieftirlitsgjald, sem nemur 4-500.000 krónum mánað- arlega á hvert skip án tillits til stærð- ar þess, algjört sýndargjald og vita tilgangslaust, en kemur ofan á „pínukvótann". Einn Ijós punktur Þá er einn ljós punktur í öllum þessum kvótamálum; nefnilega, að aðgerðir sjávarútvegsráðherrans eins og þær birtast í löggjöf gagn- vart úthafsútgerð og ekki síður að milljarða kvótaúthlutanir, munu inn- an tíðar ganga af sjálfu kvótakerfinu dauðu. Þessar aðgerðir hljóta og að verða eitt aðalmálið, sem kosið verður um í næstu alþingiskosningum. Enda eðlilegast að þjóðin taki sem mestan þátt í ákvörðunum um hvernig auð- lindir hafsins eru nýttar. Þá munu þeir stjómmálaflokkar eða frambjóðendur sem gengið hafa með kápuna á báðum öxlum og haldið uppi vömum fyrir hinum spill- ingavæna kvóta, þurfa að biðja fyr- ir sér. íslenska þjóðin mun átta sig á því, að of mikil afskipti þess opin- bera af sjávarútveginum em til óþurftar, eins og kvótinn hefur sann- að. Hófleg sóknarstýring er það, sem gildir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Metnaður í mikil- vægum málaflokki; málefnum aldraðra NÝLEGA birtist grein eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúa um hjúkrunar- rými fyrir aldraða. Greinin tekur á alvar- legum vanda vöntunar hjúkrunarrýmis hér í Reykjavík og segir frá sérkennilegri stöðu sem upp kom vegna hjúkrunarheimilis fyr- ir aldraða í Suður- Mjódd, sem nú er í byggingu. R-listinn bylti þar áður unnum hugmyndum um bygg- ingu hjúkrunarheimil- is, þ.e. minnkaði bygg- ingu og fækkaði rýmum úr 126 í 69 hjúkrunarrými. í vistunarskrá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, sem unnin er í jan- úar 1997, þ.e. hve margir aldraðir á öllu landinu eru í þörf fyrir vist- un í þjónustuhúsnæði (dvalarheim- ili) og hjúkrunarrými, kemur eftir- farandi fram: SJÁ TÖFLU Ofangreind tafla sýnir þann fjölda sem er í þörf fyrir að fá lausn sinna mála. Fyrir utan þessa aðila sem bíða eftir plássum í Reykjavík eru 20 aðilar í mjög brýnni þörf sem bíða eftir flutningi úr þjónustuíbúðum á hjúkrunar- heimili; þannig er heildarfjöldi þeirra sem bíða eftir hjúkrunar- rými fyrir aldraða í Reykjavík í biýnni eða mjög brýnni þörf 186. Metnaður í lok greinar Vilhjálms segir m.a.: Ríki, sveitarfélög og félaga- samtök eiga að sjá metnað sinn í að gera átak í þessum málaflokki. Þegar til þess er litið að í Reykja- vík eru 184 aldraðir einstaklingar í brýnni eða mjög brýnni þörf vegna vistunar í þjónustuhúsnæði og 186 aldraðir í brýnni eða mjög brýnni þörf vegna vistunar á hjúkr- unarheimili þarf ekki að fara í neinar grafgötur um alvarleika málsins. En oft þarf meira en metnað til, sbr. fyrri hugmyndir félagasamtaka og fyrrverandi meirihluta borgarstjórnar um byggingu hjúkrunarheimilis í Suð- ur-Mjódd og þær síðari hvar stór- lega er skorið niður að tilhlutan meirihluta borgarstjórnar. Hrafnista DAS Sjómannadagsráð (Samtök sjó- manna í Reykjavík og Hafnar- firði), sem rekur Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði, hefur í nokkur ár sótt um framkvæmda- og rekstrarleyfi fyrir byggingu 90 rýma hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Hafnarfirði. Kemur þar margt til, m.a. allt það þjónusturými sem fyrir er og leiðir til þess að slík bygging myndi kosta fullbúin um 500 milljónir, en ein og sér með því þjónusturými sem til þarf kost- aði um 900 miljónir. Hagkvæmni byggingar og rekstrar er augljós, en afsvar hefur komið frá heil- brigðis- og trygginga- ráðuneytinu í nokkur ár, sem m.a. byggist á því að svo fáir aldr- aðir séu í þörf í Rey kj aneskjördæmi. Nú er það svo að á Hrafnistuheimilunum dvelur fólk úr öllum landshlutum, t.d. á DAS í Hafnarfirði eru 68 af 227 vistmönnum fyrrv. íbúar Reykja- víkur, enda bæjarleið- in ekki löng. Og enn hefur Sjómannadags- ráð sótt um fram- kvæmda- og rekstrar- Fyrir áratugum lögðu forystumenn Sjómanna- dagsráðs metnað sinn í velferðarmál aldraðra. Guðmundur Hall- varðsson hvetur alla til að styðja sjómannasam- tökin í byggingu nýrrar hjúkrunarálmu við Hrafnistu. A. Þjónustuhúsnæði 46 staðir Reykjavík utanR.v. Þörf 58 91 Brýnni þörf 63 60 Mjög br. þörf 121 50 ALLS 242 201 B. Hjúkrunarrými 46 staðir Reykjavík utanR.v. Þörf 1 15 Brýnni þörf 21 7 Mjög br. þörf 145 44 ALLS 167 66 A+B samtals 409 267 leyfi fyrir byggingu hjúkrunarálmu og nú vegna brýnnar þarfar í höf- uðborginni, í fyrsta lagi við Hrafn- istu í Reykjavík og í annan stað við Hrafnistu í Hafnarfirði. Mörg- um árum áður en lagður var horn- steinn að Hrafnistu í Reykjavík 1954 lögðu forystumenn Sjó- mannadagsráðs metnað sinn í átak að velferðarmálum aldraðra. Þeim metnaði hefur verið og verður áfram haldið. Félagasamtök sjó- manna taka undir með Vilhjálmi gagnvart öldruðum og heita á alla þá sem metnað hafa í þessu máliv. að styðja sjómannasamtökin í byggingu nýrrar hjúkrunarálmu við Hrafnistu. Höfundur er 10. þingmaður Reykjavíkur. Guðmundur Hallvarðsson Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipholli 50b sími 561 0244/898 0244 fax 561 0240 Öll bókhalds- og framtaisþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör Gunnar Haraldsson hagfræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.