Morgunblaðið - 04.02.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.02.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 39 ; D » . ! J i f < < < ■:] < J 4 < < < < < gott að frétta af fjölskyldunni. Hann var sá sem ég hringdi í og leitaði ráða hjá, í ýmsum þeim málum sem ég á vegi mínum varð að leysa. Ég heimsótti hann oft er ég kom til Reykjavíkur, annaðhvort á heimili hans eða í vinnuna í Olíufélaginu, þar sem hann tók alltaf á móti manni og bauð uppá kaffí, sama hversu mikið var að gera, og marg- ir biðu eftir honum og skipti þá engu hvað maðurinn hét sem beið. Hann var góður mannþekkjari og mat mikils heiðarleika í fari manna. Ég ætla ekki að lýsa Sigur- karli frekar, en þeir sem hann þekktu, vita að undir hans hijúfu og svipmiklu andlitsdráttum bjó mikið ljúfmenni og traustur vinur. Gott dæmi um þá umhyggju sem hann bar fyrir fjölskyldu sinni og vinum, er mér í fersku minni, er ég fyrir rúmum þijátíu árum lá á Barnaspítala Hringsins, þá fimm ára gömul, og hafði gengist undir skurðaðgerð þannig að ekki var talið ráðlegt að foreldrar mínir heimsæktu mig er ég var sem veik- ust, þá var það Kalli sem fór úr sinni vinnu og kom í heimsóknar- tímana og hafði ofan af fyrir mér og stytti mér stundimar. Þau eru mörg atvikin sem ég get rifjað upp um okkar samskipti, en að lokum vil ég þakka þér, kæri frændi, fyrir okkar kynni og það sem þau hafa gefið mér. Fjólu, Erlu, Öldu og Rúnari _og fjölskyldum þeirra sendum við Asi okkar bestu kveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning Sigurkarls F. Torfasonar. Guðrún Sighvatsdóttir, Sauðárkróki. Látinn er góður vinur, samstarfs- maður og skólabróðir. Þar sem Sig- urkarl hafði óskað eftir að útför sín færi fram í kyrrþey, skal ég ekki skrifa langt mál um hann, en fínn hjá mér mikla þörf fyrir að koma á framfæri þakkarorðum og samúð- arkveðjum til fjölskyldu hans og ættmenna. Það var glaður hópur ungs fólks er gekk út í vorið 1948, eftir loka- próf í Samvinnuskólanum. í þeim hópi vorum við Sigurkarl ásamt vini okkar og samstarfsmanni Sig- urði Jónssyni. Nemendahópurinn var fullur sjálfstrausts og töldum við okkur hafa fengið góðan undir- búning hjá Jónasi Jónssyni og hans góða kennaraliði, til að takast á við lífíð og framtíðina. Það hefur einn- ig reynst svo. Sigurkarl hafði áður stundað nám við Héraðsskólann í Reykholti. Þetta sama vor hóf Sigurkarl störf hjá Olíufélaginu hf. og hafði því unnið í 47 ár hjá fyrirtækinu, er hann lét af störfum fyrir um tveim- ur árum. Á skrifstofum Olíufélags- ins hafði hann unnið allt frá al- mennum skrifstofustörfum, for- stöðumaður deilda, yfirbókari, skrifstofustjóri og síðast fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Öll þessi störf leysti hann af hendi með alveg einstökum dugnaði og ósér- hlífni. Áhugi Sigurkarls á velgengni fyrirtækisins var einstakur. En það var í fleiri horn að líta hjá honum. Fjölskyldan, ættingja- og kunn- ingjahópurinn var stór. Það þurfti að líta til með ýmsum og aðstoða. Til dæmis aðstoða við gerð skatta- framtala og gefa góð ráð varðandi fjármál o.fl. Allt þetta skal nú þakk- að að leiðarlokum Sigurkarl tókst á við sjúkdóm sinn með mikilli hetjulund og æðruleysi. Trúað gæti ég að oft hafí komið upp í huga hans erindi úr ljóðinu „Vor- sól“ eftir skáldið góða föðurbróðir hans Stefán frá Hvítadal. Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin, nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta, barstu vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Kæra Fjóla og fjölskyldur. Megi algóður Guð vernda ykkur og styrkja og breyta dimmum dög- um í sólbjarta framtíð. Teitur Jensson. GUÐNY PÁLSDÓTTIR + Guðný Pálsdótt- ir var fædd 9. febrúar 1906. Hún lést á Vífilsstaðasp- ítala 24. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Guðnýjar voru Páll Sigurðsson, bú- fræðingur, fæddur í Glúmsstaðaseli í Fijótsdal 7. júní 1879, dáinn 3. des- ember 1948, og Margrét Grímsdótt- ir frá Víðivallag- erði, f. 7. apríl 1882, dáin 21. ágúst 1963. Guðný var elst tíu systkina en níu þeirra náðu fullorðinsaldri. Systkini Guðnýjar: Vilborg, f. 1. september 1907, gift Sigur- jóni Jónssyni, f. 3. september 1901, d. 1984. Þorsteinn, f. 8. júní 1909, d. 12. febrúar 1944, kvæntur Guðrúnu Benedikts- dóttur, f. 9.' október 1912, d. 20. nóvember 1972. Droplaug, f. 3. mars 1911, gift Ólafi Magn- ússyni, f. 7. september 1906, d. 17. desember 1985. Unnur, tvíburasystir Droplaugar, gift Matthíasi Guðlaugi Jónssyni, f. 15. nóvember 1892, d. 25. jan- úar 1977. Magnús, f. 8. janúar 1913, dáinn 10. nóvember 1948, kvæntur Svein- björgu Hinriksdótt- ur, f. 7. mars 1913. f. 19. mars 1917, d. 1. júní 1983, gift Siguijóni Hólm Hjörleifssyni, f. 13. maí 1910, d. 11. mars 1991. Jón, f. 20. desember 1919, kvæntur Vil- borgu Siguijóns- dóttur, f. 25. júní 1921. Sigbjörn, f. 24. maí 1924, d. 23. júní 1955, kvæntur Vigdísi Magnús- dóttur, f. 22. ágúst 1927. Þau slitu samvistir. Kvæntist síðar Unni Haraldsdóttur, f. 9. mars 1929, d. 30. ágúst 1974. Guðný giftist Sveini Jónssyni 28. september 1925, f. 3. júlí 1896, d. 15. september 1989. Böm þeirra: Kjartan, f. 4. sept- ember 1926, kvæntur Hrefnu Kristjánsdóttur, f. 10. desem- ber 1928. Margrét Halldóra, f. 16. október 1929, gift Ásgeiri Hallssyni, f. 8. nóvember 1927. Jón, f. 4. ágúst 1931, d. 17. júlí 1969. Jón kvæntist ekki. Útför Guðnýjar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég mun ekki gleyma þeirri stundu, er ég fyrst kom á heimili tengdaforeldra minna fyrir tæpum fimmtíu árum. Ekki fór á milli mála, að glæsileg húsmóðirin stýrði heimili sínu af reisn og skörungs- skap, enda greind vel, sterk og stór- huga. Lífsreynsla hennar kynslóðar var ósjaldan strangur skóli og mis- kunnarlítill. Hún kynntist náið af- leiðingum óblíðrar veðráttu en dáði jafnframt og naut tignarlegrar feg- urðar landsins. Og hún þekkti víða til. Ég minnist ferðar sumarið 1990. Þá var Guðný 84 ára. Ferðin var farin að ósk hennar um að komast til sem flestra staða, þar sem hún hafði dvalið eða átt heimili og rifja upp minningar og heimsækja vini og kunningja. Með ólíkindum voru frásagnir hennar af atburðum lið- inna ára. Farið var um Norðurland og síðan haldið austur og m.a. kom- ið að Kleif, efsta bæ í Fljótsdal, en þar bjuggu foreldrar hennar fyrstu búskaparár sín. Þar fæddist Guðný. Ferðinni lauk með heimsóknum til tengdafólks á Suðurlandi. Mikið ferðalag fyrir fullorðna konu. Minnið brást ekki. Fátt kom henni þó á óvart, því vel hafði hún fylgst með fréttum og framförum. Hún naut hverrar stundar. Ógleymanleg ferð og ríkulega verðskulduð og lærdómsrík. Að fræðast var Guðnýju sístætt í huga. Árið 1925 giftist Guðný Sveini Jónssyni bókara hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Sveinn var ættaður úr Skaftafellssýslu. Þau kynntust á Reyðarfirði og þar fæddust tvö börn þeirra. Árið 1931 tók Sveinn við starfí endurskoðanda hjá Kaupfé- lagi Eyfírðinga á Akureyri. Þar fæddist þriðja barn þeirra, Jón. Hann lést af slysförum 38 ára að aldri. Og enn var flutt árið 1934, er Sveinn var ráðinn kaupfélags- stjóri við útibú félagsins í Ólafsfírði. Nokkur þáttaskil urðu, þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur erfiðleikaárið 1938. Fyrirheit um atvinnu stóðust ekki og voru því fyrstu sporin í Reykjavík stigin til leitar að húsnæði og starfi. Réðst Sveinn í kaup á lítilli verslun, sem hann starfrækti í allmörg ár. Þó lítil væri og umsetning ekki mikil er mér kunnugt um, að honum auðnaðist að taka tillit til aðstæðna einstakra viðskiptavina sinna, ef erfiðlega stóð á. Það var af fúsleika gert og hávaðalaust, enda hafði Sveinn kynnst margvíslegum erfið- leikum af eigin raun. Síðar fékk hann starf sem eftirlitsmaður hjá Verðgæslunni. Fyrstu árin í Reykjavík bjuggu þau í Tjarnargötu. Þar bjó einnig Þórdís Guðjónsdóttir, saumakona. Tókst með henni og þeim hjónum einstök og ævilöng vinátta. Þórdís lést á liðnu sumri. Andlát hennar hafði Hjúp áhrif á Guðnýju. Árið 1946 flutti fjölskyldan í eigin íbúð í Eskihlíð, þar sem þau undu hag sínum vel. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum, ekki síst á fyrstu árum þeirra í Reykjavík. Venslaðir og vinir utan af landi voru tíðir en velkomnir gestir. Reyndi þá sem oftar á Guðnýju, ekki síst ef hnika varð til svefnplássum og ganga úr rúmi fyrir næturgesti. Allt var þetta af fómfúsum velvilja gert. Guðný var afkastamikil við hann- yrðir og saumaskap, vandvirk og kröfuhörð. Handverk hennar vakti athygli, enda var hún frumleg og listfeng í sköpun sinni. Hún var úrræðagóð og uppfínningasöm. Heimavinna hennar og útsjónar- semi var heimilinu dijúg búbót í áranna rás. Þess má geta, að þegar Finnlandssöfnunin stóð yfir sat hún við pijóna nánast dag með nóttu og vann húfur, trefla, vettlinga og sokka til styrktar söfnuninni. Guðný var elst tíu bama Mar- grétar Grímsdóttur og Páls Sigurðs- sonar, sem bæði voru Fljótsdæling- ar. Margréti kynntist ég fljótlega eftir að ferðum fjölgaði á heimili tengdaforeldra minna, en þar dvaldi hún um tíma. Páll var þá látinn. Þau höfðu flutt til Hafnarfjarðar árið 1946 og bjuggu lengst af hjá Vilborgu dóttur sinni og manni hennar Siguijóni Jónssyni. Páll var hagur dugnaðarmaður og búfræðingur frá Búnaðarskólan- um í Ólafsdal. Hann gerði m.a. uppdrátt af gamla skólahúsinu þar. Hann var þó fyrst og fremst bóndi, ræktaði m.a. grænmeti, sem þá var ekki almennt og sótti sjó. Hann tók einnig virkan þátt í félagsmálum. Margrét var falleg og glaðlynd mannkostakona. Þegar Páll og Margrét fluttu að Kleif fóru með þeim fósturforeldrar Páls, þau Magnús Jónsson og Guðný Sigurðardóttir, sem var hálf- systir föður Páls. Þau fluttu síðar með þeim til Njarðvíkur. Börnin kölluðu Magnús ýmist frænda eða fóstra og þótti þeim vænt um þenn- an gamla mann. Hann var mikill fræðari og kenndi eldri bömunum undir skóla með góðum árangri. Tengdamóðir mín minntist hans oft með þakklátum huga. Hún bar nafn Guðnýjar. Guðný unni heimili mínu mjög og var okkur afar hjálpleg og fórn- fús. Hún var börnum okkar einstök, hugulsöm og sífræðandi amma. Hennar nutu barnabörnin einnig ríkulega. Hún var ljóðelsk og nokk- uð hneigð til kveðskapar. Að leiðarlokum er mér þakklæti og virðing við tengdaforeldra mína efst í huga. Ég flyt einnig þakkir hjúkrunarfólki, sem af alúð hlúði að Guðnýju þann tíma, sem hún dvaldi á Vífilsstaðaspítala. Ekki verður lokið þessari minn- ingu án þess að þakka sérstaklega þá einstöku umhyggju og hlýju, sem einkadóttir þeirra Guðnýjar og Sveins hefur veitt foreldrum sínum. Á heimili sínu bjó hún þeim að- stöðu, nánast eigið heimili, sem þau nutu á annan áratug, annaðist þau og þjónaði þeim á aila lund. Fyrir það voru þau ávallt þakklát. Það er heimili mínu dýrmætt að eiga og varðveita minninguna um Guðnýju. Sé hún góðum Guði falin. Ásgeir Hallsson. í fáum orðum viljum við minnast ömmu okkar, Guðnýjar Pálsdóttur, sem lést á Vífílsstaðaspítala hinn 24. f.m. Amma var einstaklega hjálpleg og fómfús í öllum sínum verkum. Hún gaf okkur mikinn tíma, talaði mikið við okkur, leiðbeindi og fræddi um allt mögulegt til sjávar og sveita. Hún bjó yfir mikilli reynslu og þekkingu, enda bráð- greind og mikilhæf kona. Um heim- ili hennar og afa eigum við ekkert nema ljúfar minningar. Þangað var gott að koma og þar var gaman að gista. Fara með henni í bæinn, ferðast og fræðast um landið og búskaparhætti þess tíma, þegar hún var ung. Læra ljóð, sem henni þótti vænt um og vildi þess vegna kenna okkur. Þau voru mörg. Sum hafði hún ort sjálf. Og óteljandi eru hlýju og vönduðu pijónaflíkurnar, sem hún gaf okkur. Handavinna hennar var einstök. Þess nutu margir. Og til skamms tíma einnig okkar böm. Við vorum hreykin af ömmu, enda var hún glæsileg kona. Sl. haust dró verulega úr þreki hennar og smátt og smátt þögnuðu pijónarnir. Við kveðjum ömmu með virðingu og þakklæti fyrir alla þá umhyggju og elsku, sem hún hefur alla tíð veitt okkur og börnum okkar. Megi hún hvíla í friði Guðs. Ásgeir Ásgeirsson, Guðný Ásgeirsdóttir Stáuble. Ég minnist gömlu góðu daganna, þegar langamma Guðný og langafi Sveinn áttu heima hjá ömmu Dóru og afa í Hvassaleitinu. Þá kom ég alltaf í mat til þeirra á sunnudögum með mömmu og pabba og bræðrum mínum. Langamma Guðný kenndi mér að spila kasínu þegar ég var fímm ára og síðan spiluðum við ætíð, þegar ég kom í heimsókn og langafí gaf mér alltaf bijóstsykur. Langamma Guðný hafði gaman af náttúrunni. Hún gat endalaust dáðst að garðinum í Hvassaleiti og verndaði fuglana þar eins og hún frekast gat. Hún kunni líka vel við sig í Álfheimum (sumarbústað) og naut þar fegurðarinnar. Hún sá til þess, að allir ættu nóg af hosum og vettlingum. Hún var alltaf að pijóna enda varð manni aldrei kalt á tánum eða puttunum og verður a.m.k. ekki næstu árin. Hún samdi vísur fyrir okkur systkinin á flest öllum afmælum og merkisdögum í okkar lífi. Guð geymi langömmu mína og okkur öll. Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Á útfarardegi Guðnýjar Pálsdótt- ur, frænku minnar, vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Margt kemur upp í hugann frá liðinni tíð og þá ekki sízt sú mikla gestrisni hennar og manns hennar, Sveins Jónssonar. Þar var alltaf tekið á móti mér opnum örmum, þegar ég kom í bæinn. Sama var um aðra þá, sem þangað leituðu. Ekki var það sízt, þegar frændur og vinir þurftu að koma til þess að leita sér lækninga. Þær voru þá ófáar ferð- irnar, sem Guðný átti með þessum vinum sínum til lækna og í heim- j sóknir á sjúkrahús. Var hún ævin- lega boðin og búin að rétta öllum ! þeim hjálpahönd, sem hún vissi, að \ þess þurftu með. Guðný var sérlega myndvirk og mikil hannyrðakona og bjó yfir '*■ • miklu listfengi. Allt lék í höndum hennar. Á fyrstu búskaparárum þeirra, þegar ekki tíðkaðist að fara í verslanir eftir öllum fatnaði, lá hún ekki á liði sínu, heldur saum- aði og pijónaði allan fatnað á fjöl- skylduna. Þá veit ég, að hún var fengin til að_ halda námskeið í saumaskap á Ólafsfirði, þegar þau hjónin bjuggu þar. Ekki þarf að efa, að henni fórst það sem og allt annað vel úr hendi. Éins nutu marg- ar litlar hendur og fætur pijóna-1* skapar hennar. Þá lá vel fyrir henni að teikna og m.a. landslagsmyndir. Eftir þessum fyrirmyndum pijónaði hún sérlega fallegar myndir, en í þær notaði hún ull, sem hún kembdi og blandaði saman litum. Urðu þessar myndir hreinustu listaverk. Guðný las mikið og hafði áhuga á öllum fróðleik, fylgdist vel með fréttum og öllu því, sem gerðist í kringum hana. Hún hafði yndi af skáldskap og var ljóðelsk. Hún átti einnig mjög létt með að setja saman vísur, og fékk margur fallegartæki- færisvísur frá henni. Síðast þegar ég heimsótti Guðnýju, var henni mjög brugðið. Þó gátum við talað svolítið saman^ og það lifnaði yfir henni, þegar minnst var á gamla tímann og veru hennar á Austurlandi. Þá talaði hún um, að senn væri hún á förum og færi að flytja, en hún vissi ekki hvert. Þó held ég, að hugurinn hafi verið hjá Dóru og hún hafi vonast til þess að komast aft.ur heim til þeirra Dóru og Ásgeirs í Hvassaleit- ið. En með þeim mæðgum var allt- af sérlega fallegt og innilegt sam- band. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðnýju fyrir alla vináttu og tryggð við mig og fjölskyldu mína. Um leið sendum við börnum hennar, Dóru og Kjartani, og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur okkar. ^ Vilborg Guðjónsdóttir. t LIUA SIGURÐARDÓTTIR, Brávallagötu 22, lést á sjúkrahúsi Hvítabandsins 2. febrúar. Aðstandendur. t Faðir okkar, GUÐSVEINN ÞORBJÖRNSSON, Sólvangi, Hafnarfirftl, lést 31. janúar. Gunnar og Oddrún. i*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.