Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 43

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 43 Helgi Olafsson varði titilinn skAk Ríkissjón varpið: LANDSBANKA- VISA MÓTIÐ Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson þurftu að tefla sjö skák- ir til að skera úr um það hvor þeirra yrði íslandsmeistari í atskák 1997: EINVÍGIÐ var teflt á þriðju- daginn var, en sýnt í ríkissjón- varpinu um hádegið á sunnudag- inn. Það var vægast sagt æsi- spennandi frá upp- hafi til enda. Helgi vann fyrstu skákina nokkuð örugglega. Þar með dugði hon- um jafntefli í þeirri næstu, en Hannes var ekki af baki dott- inn og tefldi mjög glæfralega til vinn- ings. Hann fórnaði manni og Helgi fann ekki bestu vörnina: 2. skákin: Hvítt: Hannes Hlíf- ar Stefánsson Svart: Helgi Óiafs- son Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 7. 0-0 - Be7 8. a4 - Rc6 9. Khl - 0-0 10. f4 - Dc7 11. Be3 - He8 12. Bf3 - Hb8 13. Dd2 - Bd7 14. Rb3 - b6 15. g4 - Bc8 16. g5 - Rd7 17. Bg2 - Ra5 18. Df2 - Rc4 19. Bcl - Bf8 20. Rd4 - Ra5 21. Rce2!? Hér hefur áður verið leikið 21. f5 - Re5. Hannes fórnar síðan peðinu á c2, en Helgi leggur ekki í að taka það. 21. - e5 22. Rf5 - Bb7 23. Ha3 - g6 24. Hh3!? - gxf5 25. Dh4 - Bg7?? Tapar strax. Nauðsynlegt var 25. - h6! 26. gxh6 - Kh8 og eftir 27. Dg5 - Dc4 28. Hg3 - f6 ætti svartur að geta varist at- lögunni. 26. Dxh7+ - Kf8 27. Rg3 - He6 28. Rxf5 - Hg6 29. Rh4 - Dxc2 30. Rxg6+ - fxg6 31. fxe5+ og svartur gafst upp. Þá þurfti að framlengja og tíminn styttur niður í sjö mínút- ur. Hraðskákirnar urðu hvorki meira né minna en fimm talsins, því fyrstu fjórum lauk með jafn- tefii. Þar gekk á ýmsu en Helgi tefldi þær yfírleitt af meira ör- yggi en gekk illa að innbyrða vinningana. Úrslitin réðust svo í þessari fimm mín- útna skák: Hvítt: Helgi Ólafs- son Svart: Hannes Hlíf- ar Stefánsson Enski leikurinn I. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. Rf3 - Rc6 4/e3 - Be7 5. d4 - exd4 6. Rxd4 - Rxd4 7. Dxd4 - 0-0 8. Be2 - d6 9. 0-0 - c6 10. b3 - Bf5 II. Bb2 - Da5 12. Hadl - Hfe8 13. Bd3 - Had8 14. b4! - Dxb4 15. Bxf5 - Dxb2 16. Hbl - Da3 17. Hxb7 - Da5 18. Dd3 - g6 19. Be4 - Rxe4 20. Rxe4 - Dxa2 21. Dd4 - d5 22. Rf6+ - Bxf6 23. Dxf6 - Hf8 24. cxd5 - cxdð?! 25. Hal - Dc4 26. Hbxa7 - De4?? 27. Hxf7 - Hxf7 28. Dxd8+ Hf8 29. Db6 og Helgi vann örugglega á umframpeðinu og tryggði sér titilinn. Jóhann á Bermuda Það hefur gengið upp og ofan hjá Jóhanni Hjartarsyni á alþjóð- lega skákmótinu á Bermuda. Harin vann unga Bandaríkja- manninn Josh Waitzkin, sem margir muna eftir úr Hollywood kvikmyndinni „Leitin að Bobby Fischer" sem var sýnd á sínum tíma í Háskólabíói. Myndin var byggð á bók sem faðir Josh skrif- aði. Jóhann vann tvo aðra alþjóð- lega meistara, þá Ashley frá Bandaríkjunum og Maiwald, Þýskalandi. Hann hefur hins veg- ar tapað fyrir stórmeistarunum Julian Hodgson, Englandi, og Nick deFirmian, Bandaríkjunum. Hodgson hefur byijað mjög vel og hefur fimm og hálfan vinning, en deFirmian er næstur með fjór- an og hálfan. Jóhann hefur hlotið þijá og hálfan. Eftir er að tefla fjórar umferðir. Skákþing Reykjavíkur Fyrir síðustu umferðina á mið- vikudagskvöldið eru allar líkur á því að Þröstur Þórhallsson verði skákmeistari Reykjavíkur. Hann hefur hlotið níu vinninga af tíu mögulegum, en næsti maður, Jón Garðar Viðarsson, hefur sjö og hálfan. Sá eini sem getur náð Þresti að vinningum er Bragi Þorfinnsson, 16 ára, einn af okkar efnilegustu unglingum. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir Braga. Fyrst verður hann að vinna Stefán Kristjánsson í fre- staðri skák úr tíundu umferð. Síð- an þarf hann að vinna í síðustu umferð, en Þröstur að tapa fýrir Einari Hjalta Jenssyni. Ef þetta allt nær fram að ganga þarf Bragi svo að vinna Þröst í einvígi. Það háir Braga að hann liggur í rúminu með flensu og af þeim ástæðum var skákinni við Stefán frestað. Það er nærri því öruggt að Bragi á eftir að verða Reykja- víkurmeistari, ef hann heldur áfram á sömu braut, en ekki víst að það verði núna. 1. Þröstur Þórhallsson 9 v. 2. Jón Garðar Viðarsson 7 'U v. 3. Bragi Þorfínnsson 7 v. og frestuð skák 4. -6. Bjöm Þorfinnsson, Einar Hjalti Jensson og Sævar Bjamason 7 v. 7.-13. Páll Agnar Þórarinsson, Davíð Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson, Siguijón Sigurbjörnsson, Sverrir Norð- fjörð, Bergsteinn Einarsson og Leifur I. Vilmundarson 6 V2 v. 14.-16. Stefán Kristjánsson, Björgvin Víglundsson og Tómas Bjömsson 6 v. og frestuð skák o.s.frv. Davíð unglingameistari Davíð Kjaitansson varð ungl- ingameistari Reykjavíkur 1997 eftir harða keppni við Stefán Kristjánsson. Davíð vann sex fyrstu skákir sínar en tapaði í sjöundu umferð fyrir Stefáni sem náði honum þar með að vinning- um. Þeir urðu því að tefla til úr- slita og Davíð sigraði 2-1, í bráðabana. Röð efstu manna: 1. Davíð Kjartansson 6 v. 2. Stefán Kristjánsson 6 v. 3. -4. Sigurður Páll Steindórsson og Sveinn Þór Wilhelmsson 5 v. 5. -7. Guðjón Heiðar Valgarðsson, Þór- ir Júlíusson og Andri Kristinsson 4 '/2 v. o.s.frv. Margeir Pétursson Helgi Ólafsson, at- skákmeistari íslands. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, ELLERTS LEIFS THEÓDÓRSSONAR, Sfðumúla 21, sfðast búsettur í Hátúni IOB. Áslaug Theódórsdóttir, Rebekka Theódórsdóttir, Halldór Aðalsteinsson, Einar Theódórsson, Maria Haukdal, Guðni Kárason, Rut Skúladóttir, Soffía Bjarnrún Theódórsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURVINS SNÆBJÖRNSSONAR byggingameistara, Laufvangi 6, Hafnarfirði. Svana Frímannsdóttir, Guðný Sigurvinsdóttir, Kristinn Atlason, Sif Sigurvinsdóttir, Jón L. Sigurðsson, Ethel Brynja Sigurvinsdóttir, Daníel Sigurðsson, Guðný Ó. Sigurvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem vottuðu okkur samúð við fráfall og jarð- arför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU H. ÞORLEIFSDÓTTUR frá Nýlendu í Garði, sem lést á dvalarheimilinu Garðvangi föstudaginn 24. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- heimilinu Garðvangi fyrir frábæra umönnun. Gestur Gestsson, Þorleifur Gestsson, Diana Sjöfn Eiríksdóttir, Július Gestsson, Rannveig Guðnadóttir, Sigurður Gestsson, Ingveldur H. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar BRAGA BJÖRNSSONAR lögfræðings, Sigtúni 35. Ragnheiður Bragadóttir, Guðmundur Bragason, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Dagur Bragason, Unnur Bragadóttir, Guðrún Bragadóttir, Marc André Portal, Gunnar Bragason Sigriður Jóhannesdóttir, Friða Björnsdóttir, Trausti Björnsson. og barnabörn. RADA UGL YSINGAR Fundarboð - Ummannaq Fundur veröur haldinn í Norræna húsinu í kvöld, 4. febrúar 1997, kl. 20.30. Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur, segir frá ferð sinni til Grænlands. Sýnd verður mynd frá Grænlandi. Allir velkomnir. Stjórn KALAK. Aðalfundur Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur aðalfund fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00 stundvíslega í Höllubúð, Sóltúni 9. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. • Þorramatur. Mætið vel Stjórnin. ÓSKASTKEYPT Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. □ HAMAR 5997020419 I 1 I.O.O.F. Rb. 4= 146248-L.h. □ Fjölnir 5997020419 II 7 Frl. «Hjálpræðis- herinn J) Kirkjustræli 2 Samkoma I kvöld kl. 20.30. Daníel og Anne Gurine Óskars- son taka þátt. Allir velkomnir. □ Hlfn 5997020419 IV/V - 2 - Frl. AD KFUK Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Anna Sigurkarlsdóttir og sr. Magnús Guðjónsson sjá um fundinn. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. fERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 , Þriðjudagskvöld 4. febrúar kl. 20.00 Hressingarganga/opið hús í Mörkinni 6 Sogamýri-Elliðaárdalur(1 klst.) Ferðafélag (slands er 70 ára á þessu ári og af því tilefni er fjöl- breytni í ferðum meiri en oft áður. Meðal nýjunga eru hress- ingargöngur frá Mörkinni 6, félagsheimili Ferðafélagsins, er farnar verða annan hvern þriðju- dag. ( boði verða þjóðlegir og hress- andi drykkir, kaffi og fjalla- grasate. Að lokinni göngu kl. 21-22 er opið hús í félagsheimil- inu og verður þar hægt að fá nýútkomna ferðaáætlun Ferða- félagsins 1997. Á myndakvöldi miðvikudags- kvöldið 12. febrúar verða m.a. kynntar ferðir í ferðaáætlun. Þorra- og vættaferð í Öræfa- sveit með þorrablóti f Freys- nesi um næstu helgi 8.- 9. febr. Biðlisti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.