Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 46

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens E/NOtAKr ÞÚ \MTNSeOl-/€> /ILL/W P/U5/NN -TV/ER. HN/FBEI7T4Z SkTöGUL TENN^ I Uf>, E&F/rrLUNDAEMg ÓG UrjÖ TöNHAFSWFZKO/M vöeh/m/ Ljóska Ferdinand ^WERE 5 A LI5T OF THE ' ATHLETE5' NA/AE5..ALL YOU HAVETO PO 15 F0R6E THEIR 5I6NATURE5..V0U CAN 5TART WITU THE / V 0A5KETBALL5..y Hér er skrá yfír nöfn íþróttafólksins ... það eina sem þú þarft að gera er að falsa undirskriftir þeirra... þú getur byijað á körfuboltanum ... JMttgunlilAfeÍfc BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til Holl- ustuverndar ríkisins Frá Oddi Benediktssyni: Hollustuvernd ríkisins, Ármúla la, 108 Reykjavík. Ég undirritaður mótmæli að veitt verði starfsleyfi fyrir bygg- ingu álvers að Grundartanga sbr. skjal Hollustuverndar Tillögur að starfsleyfi fyrir 180.000 tonn/ár álver á Grundartanga d. 11.11. 1996. Ég tel mig vera aðila að málinu á þijá vegu: Sem einn eigandi sumarbústaðs í Andakíl, sem ís- lendingur, sem alþjóðlegur borgari og umhverfisvemdarsinni. Rökin gegn byggingu álversins eru þessi: 1. Reksturinn mun stórauka los- un íslendinga á koltvíoxíði í and- rúmsloftið. Flestar þjóðir heims hafa bundist samtökum um að minnka þessa mengun. Það er hrapallegt umhverfisslys að ís- lendingar verði til þess að auka þessa mengun, sem hefur „glóbal“ gróðurhúsaáhrif, á sama tíma og aðrar þjóðir vinna markvisst að því að minnka hana. íslendingar er nú þegar með mjög hátt hlut- fall koltvíoxíðislosunar á íbúa. Stórfelld hækkun er því afar óráð- leg og gengur gegn öðrum hags- munum íslendinga og mun skerða möguleika til athafna á öðrum sviðum svo sem togveiðum, bíla- umferð og loðnubræðslu. Aukning koltvíoxíðislosunar mun skaða þjóðarímynd íslendinga innávið sem og útávið og mun án efa skaða ýmsa hagsmuni svo sem í ferða- iðnaði og i framleiðslu vistvænna matvæla. 2. Reksturinn mun stórauka los- un íslendinga á brennisteinstvíox- íði í andrúmsloftið. Brenni- steinstvíoxíð veldur súru regni sem er einn helsti mengunarfylgifiskur stóriðju. Fyrir um tveimur áratug- um var mikið skrifað um að brennisteinstvíoxíðismengun frá stóriðju og orkuverum á megin- landi Evrópu væri að eyðileggja skóga þar og jafnvel allt norður í Skandinavíu. Évrópuþjóðimar sem og flestar aðrar þjóðir hafa unnið markvisst að því að minnka þessa mengun. Það er nánast óskiljan- legt að íslendingar ætli að stór- auka losun á brennisteinstvíoxíði í andrúmsloftið sem getur þegar til lengdar lætur eytt gróðri nær og fjær. 3. Reksturinn mun stórauka los- un íslendinga á flúoríði í andrúms- loftið. Langvarandi starfsemi svona verksmiðju eykur magn flú- oríðs í nágrenni hennar og upp í tuga kílómetra fjarlægð og getur það skaðað plöntur og dýr. 4. Ekki eru settar jafn strangar kröfur til varnar mengun í þessu starfsleyfi og nú eru settar í Nor- egi. Ég treysti norskum stjórn- völdum betur en þeim íslensku til að setja nútímalegar kröfur um mengunarvarnir og tel reyndar að Islendingar ættu að setja strangari kröfur en aðrir til þess að geta skapað landinu ímynd af hreinni náttúru og hollum mat- vælum. 5. íslenskum stjómvöldum er hvorki treystandi til að hafa nægjanlega gott eftirlit með mengandi starfsemi sem þessari né til að veita aðhald í rekstri. Reynslan sýnir að íslensk stjóm- völd hafa ekki staðið að mælingum á mengun vegna reksturs jám- blendiverksmiðju á Grundartanga. Þar hefur stórfelld losun loftmeng- andi efna verið látin viðgangast ámm saman jafnvel þó svo að ís- lenska ríkið sé aðaleigandi verk- smiðjunnar. 6. Reksturinn krefst stórauk- innar rafmagnsframleiðslu og ekki hefur verið sýnt fram á að viðun- andi orkuverð fáist auk þess sem fyrirhugaðar stórvirkjanir munu orsaka meiriháttar röskun á há- lendinu og að mati sumra náttúm- fræðinga miklum spjöllum. 7. Of mikil áhætta fylgir þessum rekstri til þess að hann sé rétt- lætanlegur. Hætta er á mengunar- slysum. Starfsemin getur valdið langvarandi mengunartjóni. Hætta er á alvarlegum vinnuslys- um. ímynd Borgarfjarðarhéraðs og landsins alls skaðast og getur það valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Verðfall á áli getur gert orkusöl- una enn óhagkvæmari en nú er. 8. Reksturinn er röng notkun á takmörkuðum gæðum landsins. Nú til dags er hægt að líta svo á að heildarlosun lands á koltvíoxíði og brennisteinstvíoxíði og annarri loftmengun sé takmörkuð og tak- markist af alþjóðlegum samþykkt- um. Rekstur sem þessi tekur stóra sneið úr þeirri köku. íslenska ríkið og Reykjavíkurborg þurfa að eyða tugum milljarða króna til þess að kosta orkumannvirki. Orkuverð til álversins hefur ekki verið gefið upp en er sennilega svo lágt að íslenskur almenningur þurfí nú sem fyrr að greiða orkuna til stór- iðju niður enda er rafmagnsverð hér hærra en í nágrannalöndum. Störfín sem þessi stóriðja skapar eru ekki mörg og þau störf eru í verksmiðju með mikilli loftmeng- un, hitamengun, hávaðamengun og rafmengun. Talverður umfram sjúkrakostnaður mun fylgja svona störfum miðað við flest önnur störf. Ekki hefur verið sýnt fram á að starfsemi sem þessi sé þjóð- hagslega hagkvæm. Flest bendir til þess að svo sé ekki. Til dæmis var nettó útflutningsverðmæti áls frá ÍSAL í fyrra um fjórir milljarð- ar króna. Niðurstaðan er þessi: Sameigin- legum fjármunum er illa varið. Frumstörf sem skapast eru í mjög menguðu umhverfí. Vitað er að lífríki og umhverfí mun skaðast, spurning er bara hve mikið. Aðrir hagsmunir þjóðarinnar munu án efa skaðast, til dæmis ferðaiðnað- ur og vistvænn landbúnaður. ODDUR BENEDIKTSSON, Faxaskjóli 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.