Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Læknaskortur á landsbyggðinni
Fáir unglæknar eru í
heilsugæslunámi
Sækja eingöngu um stöður á
höfuðborgarsvæðinu
FIMMTÁN stöður lækna á lands-
byggðinni eru lausar og má búast
við að innan tveggja mánaða muni
fleiri stöður losna að sögn Ólafs Ól-
afssonar landlæknis. „Þrátt fyrir
breytingar til batnaðar varðandi að-
stöðu tii heilsugæslu í héruðum síð-
ustu ár hefur nýliðun unglækna til
framhaldsnáms í heilsugæslu staðn-
að og heilsugæslulæknar, sem starfa
erlendis, sækja eingöngu um stöður
á höfuðborgarsvæðinu, ef þeir yfir-
leitt sækja um,“ sagði hann.
Námið að mestu á
sjúkrahúsum
Af þeim fimmtán stöðum sem eru
lausar eru tólf setnar af staðgengl-
um. Til að leysa bráðan vanda hafa
læknar verið sendir tímabundið í þau
héruð sem eru læknislaus en því fylg-
ir aukinn kostnaður, þar sem þeir
eru á dagpeningum og sérstaklega
er greitt fyrir ferðakostnað. „Nám í
heimilislækningum virðist ekki njóta
sömu hylli og áður af ýmsum ástæð-
um,“ sagði Ólafur. „Heilsugæslu-
læknar tala um þverrandi virðingu
greinarinnar." Benti hann á að
læknanemar og aðstoðarlæknar
verðu nær öllum námstíma sínum á
sérgreinasjúkrahúsum og kynntust
lítið eða ekkert heilsugæsiu. Þrátt
fyrir ágæta kennslukrafta í greininni
hefði heilsugæslunni ekki verið gert
nægilega hátt undir höfði í deild-
inni. Nefndi hann sem dæmi að ýms-
um algengum sjúkdómseinkennum
væri lítið sinnt svo sem sállíkamleg-
um einkennum, sem hefðu aukist,
siðfræðikennslu og hvernig bregðast
skuli við algengum og tíðum kvillum.
Allar vestrænar þjóðir gerðu sér far
um að efla sem mest heimilislækn-
ingar og mönnun í heilsugæslu.
Faglegur ágreiningur
Ólafur sagði að verið væri að vinna
að nýrri reglugerð, sem send yrði
ráðherra næstu daga. „Það hefur
verið faglegur ágreiningur um reglu-
gerðina, sem búið er að leysa,“ sagði
hann. „Þá gefst læknanemum og
unglæknum kostur á að veija mun
stærri hluta af náminu á heilsu-
gæslustöðvum en áður.“
Staðarsamningar
Ólafur sagði að menn óttuðust að
staðarsamningar væru í uppnámi en
þeir voru gerðir í tíð Guðmundar
Bjamasonar fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra og þá hafi gengið mun
betur að manna dreifbýlishéruðin.
„Þannig leysa nágrannaþjóðir þessi
vandamál. Þetta þýddi bætt laun en
það sem mestu máli skiptir er að
læknar fengu að vetja tíma til við-
haldsmenntunar," sagði hann. „Þró-
un í læknisfræði er orðin mjög mikil
og iæknir án viðhaldsmenntunar
staðnar fljótt. “ Beðið er úrskurðar
kjaranefndar, sem ákvarðar laun
læknanna og sagði Ólafur að óvissa
ríkti um hvort tekið yrði tiilit til þess
að heilsugæslusvæðin em mismun-
andi hvað varðar mannflölda, yfir-
ferð, vaktir og annað. Þá væri óvissa
um bílamálin og tíundasjóð sem ráð-
herra vildi leysa en skortir til þess
fé. „Þetta er nokkuð margslungið
mál og ekki víst að þéttbýlisbúar
skynji það nægilega vel,“ sagði Ólaf-
ur. „Stærðir eins og líðan fólks verða
ekki settar upp í þríliðu. Fólk vill
hafa góða læknisþjónustu og veit að
verulegar ijárhæðir frá sérgreina-
sjúkrahúsum gera aðstöðu þess verri
en þéttbýlisbúa. Það em mörg dæmi
þess að bamafólk sest ekki að, þar
sem heilbrigðisþjónustan er léleg.
Embættismenn sunnan heiða verða
að skilja þennan aðstöðumun enda
eiga þeir að hafa skilning sem nægir.
Dreifbýlisþingmenn skilja þetta. Þetta
er byggðamál og menn verða að
muna að það er byggð fyrir ofan
Elliðaámar."
Skuldabréf-
um fyrir 10
millj. stolið
BROTIST var inn í fasteignsöluna
íbúð við Vitastíg í fyrrinótt og
þaðan stolið peningaskáp með
verðmætum skjölum. Innbrotið
uppgötvaðist þegar menn komu
til vinnu í gærmorgun, og segir
Gunnar Gunnarsson eigandi íbúð-
ar að greinilegt sé að fagmenn
hafi verið að verki.
Þjófarnir boruðu gat á rúðu á
húsinu aftanverðu og brutu sér
leið inn í fatahreinsunina Úðafoss
sem er á neðstu hæð hússins, það-
an sem þeir komust upp á þriðju
hæð þar sem fasteignasalan er til
húsa.
Veldur eigendum vanda
Þjófarnir höfðu á brott með sér
peningskáp úr fyrirtækinu sem
innihélt kaupsamninga, skulda-
bréf, ávísunarhefti og fleiri verð-
mæti. Andvirði skuldabréfanna
nemur um 10 milljónum króna
að sögn Gunnars. Hann kveðst
vonast eftir að sökudólgarnir geti
ekki komið þeim í verð, en hvarf
þeirra valdi hins vegar eigendum
miklum erfiðleikum og umstangi.
Innbrotsþjófarnir skildu eftir
borvél, spoijárn og fleiri verkfæri
sem þeir notuðu við iðju sína. Á
peningaskápnum var rafrænn Iás
og höfðu þjófarnir rifið hann af
og hent honum frá sér aftan við
húsið, áður en þeir höfðu sig á
brott með þýfið. Rannsóknarlög-
regla ríkisins hefur málið til rann-
sóknar.
-----♦ ♦ ♦---
Kjaradóm-
ur ákveði
laun banka-
sljóra
FIMM þingmenn þingflokks
jafnaðarmanna hafa lagt fram
frumvarp til laga þess efnis að
laun bankastjóra ríkisbankanna
verði ákveðin af Kjaradómi, líkt
og er með aðra forstöðumenn rík-
isstofnana. í greinargerð með
frumvarpinu segir að kjaranefnd
úrskurði meðal annars um það
hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi
pg hver beri að launa sérstaklega.
í núgildandi lögum eru laun
bankastjóra ákveðin af bankaráð-
um, en flutningsmenn telja að sú
tilhögun hafi ekki gengið upp.
Heildarsala, vinningar, rekstrargjöld og hagnaður happdrætta á íslandi
árin 1995 - 1996
Happdrætti Háskóla Islands
Reikningsárið 1995
Flokka- Happa- Gull-
milliónir króna happdr. þrenna náman Samtals
Heildarsala 995,6 195,1 619,4
Vinningar 709,8 95,8 1 37,7*
Bein rekstrargjöld 102,9 74,3 264,0
Sameiginlegur kostnaður
Hagnaður af rekstri
þar af einkaleyfisgjald
*Gull- og silfurpottan aðrir vinningar sem nema um 86% af veltu,
eru hvorki tekju- né gjaldfærðir
1.810,1
943,3
441.2
105.3
320.3
54,2
m íslensk getspá Reikningsárið júlí 1995 - júní 1996
Mmi Vikinga- Lottó lottó Kínó
Samtals
Sala milljónir króna 912,0 222,5 27,3 1.161,8
Vinningar 340,2 86,0 9,4 435,6
Rekstrargiöld 258,8 74,3 35,8 368,9
Rekstrarafgangur (tap) 313,0 62,2 (17,9) 357,3
Samtals
! Ráðstafað til eignaraðila: 365,1
ísí 17CL4
Örvrkiabandalaq íslands 146,0
UMFÍ 48.7
Happdrætti Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna
Reikningsárið maí 1995 - apríl 1996
Flokka- milljónir króna happdr. Bingo- lottó Samtals
Heildarsala 164,7 45,5 210,2
Vinníngar 73,8 20,3 94,1
Rekstrargjöld 47,7 44,7 92,4
Hagnaður (tap) 43,2 (19,5) 23,7
íslenskar getraunir
Reikningsárið júlí 1995 - júní 1996
# 1x2 Lengjan Samtals
Sala milljónir króna 204,0 213,0 417,0
Vinningar 92,0 138,0 230,0
Rekstrargjöld 131,0
Greiðslurtil íþróttahreyfinga 47,0
Hagnaður (tap) 6,0
Samtals
Hagnaðurtilráðstöfunar: 6,0
ÍSÍ 4g
UMFI
1,2...
_
iþróttanefnd ríkisins
0,6
Vöruhappdrætti SÍBS k Reikningsárið 1995
milliónir króna Samtals
Heildarsala 224,5
Vinningar 137,2
Rekstrargjöld 55,3
Hagnaður af rekstri 32,0
Islenskir söfnunarkassar
Reikningsárið júlí 1995 - júní 1996
milljónir króna Samtals
Innkoma úr kössum 992,8
Söfnunarkassar 56,0
Lukkuskjáir 756,3
Pókerkassar 180,5
Vinningar sem eru um 90% af ve hvorki tekju- eða gjalc Itu eru færðir
Rekstrargjöld 294,7
Gjaldfært v. framl. til HHÍ 57,4
Rekstrarafgangur 640,7
Samtals
: Ráðstafað til eignaraðila: 630,1 j
Landsbiðrq 66.0
Slvsavarnarfélag íslands 83,0
SÁÁ . 55.4
Rauði kross Islands
425,7
Hagnaður af
happdrættum
tæplega 1,4
milljarðar
HAGNAÐUR af happdrættum
hér á landi 1995-1996 var sam-
tals rúmlega 1.377 milljónir
króna og var mestur hagnaður-
inn hjá Islenskum söfnunarköss-
um sem ráðstöfuðu 630,1 milljón
króna til eignaraðila. Þetta kem-
ur fram í upplýsingum dóms-
málaráðherra í svari hans við
fyrirspurn Guðjóns Guðmunds-
sonar alþingismanns um tekjur
af happdrættum.
íslendingar eyddu um 5,7
milljörðum króna í happdrætti á
þessu tímabili og greiddu happ-
drættin á sama tíma um 2,7 millj-
arða í vinninga. Rekstrargjöld
og aðrar greiðslur happdrætt-
anna námu samtals um 1,6 millj-
örðum króna.
Hinriki Bragasyni vikið úr
Félagi tamingamanna
HESTAR
llmsjón Valdimar
Kristi nsson
HINRIKI Bragasyni hestamanni í
Reykjavík var á þriðjudag vikið
úr Félagi tamningmanna. Aga-
nefnd félagsins kvað upp þann
úrskurð að víkja skuli Hinriki úr
félaginu en honum gefinn kostur
á að sækja um inngöngu á nýjan
Ieik að átta árum liðnum. Hinrik
segir þetta enga þýðingu hafa fyr-
ir sig þar sem hann starfi ekki sem
tamningamaður heldur við hrossa-
útflutning og hestasölu.
Er þessi niðurstaða aganefndar
fengin með tilliti til dóms Hæsta-
réttar og áður héraðsdóms í
Gýmismálinu svokallaða. Fram
kemur í niðurstöðunni að Hinrik
hafi brotið lög og reglur félagsins
og hér sé um mjög alvarlegt brot
að ræða. Þetta munu hörðustu við-
urlög sem aganefnd félagsins hef-
ur lagt til vegna brota á reglum
þess.
I dag, föstudag, mun aganefnd
Landsambands hestamannafélaga
fjalla um þátt Hinriks Bragasonar
í Gýmismálinu og taka ákvörðun
um hvort hann verði dæmdur í
keppnisbann.
Jón Albert Sigurbjörnsson for-
maður Hestaíþróttasambands ís-
lands sagði að ekki hafí verið hald-
inn stjórnarfundur hjá samtökun-
um eftir að dómur féll í Hæsta-
rétti og málið sem slíkt ekkert
verið rætt innan samtakanna.
Hann benti á að þessi atburður
hefði átt sér stað á vettvangi LH
og því væri eðlilegt að HÍS fylgd-
ist með hver framvindan yrði hjá
LH. Grannt hefur verið fylgst með
Gýmismálinu erlendis og á tíma-
bili var þrýst mjög á LH að taka
á málinu með afgerandi hætti.
Bent var á að ekki væri hægt að
aðhafast neitt í málinu meðan fram
færi opinber rannsókn og síðar
þegar málið fór fyrir dóm.
Hefur væntanlega engin
áhrif
Hinrik Bragason segir að brott-
vikning hans úr Félagi tamninga-
manna muni væntanlega ekki
hafa nein áhrif á stöðu hans sem
hrossaútflytjanda og hestasölu-
manns, en það verði bara að koma
í ljós.
„Ég hef trú á því að málið í
heild sinni væri búið að leiða það
í ljós, en ég get ekki séð að brott-
vísun úr svona félagsskap sé af-
drifaríkari heldur en það sem á
undan er gengið. Þetta hefur ein-
hverra hluta vegna sem betur fer
ekki bitnað mikið á okkur, auðvit-
að eitthvað og þá sérstaklega til
að byrja með: En við höfum náð
aðúfinna það þokkalega upp aft-
ur, þannig að ég sé ekki hvað
þetta ætti að breyta þeirri stöðu,"
sagði Hinrik.