Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
. Morgunblaðið/Rax
SINFONIUHLJÓMSVEIT Islands spilar við opnun menningarsetursins í Nuuk.
Uffe Ellemann hrósar sinfóníunni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
EINN af þeim, sem hrifust af leik Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands þegar hún lék við opnun menningar-
setursins nýja í Nuuk á Grænlandi, var Uffe Elle-
mann-Jensen, formaður Venstre og fyrrum utanrík-
isráðherra Dana. í fréttabréfi sínu, sem gefið er út
á heimasíðu flokksins, hrósar hann hljómsveitinni í
hástert fyrir hrífandi leik og þykir hlutur Dana við
opnun hússins hafa verið heldur rýr miðað við þessa
íslensku kraftbirtingu.
Tónleikana segir hann hafa verið „dúndurtón-
leika: Sinfóníuhljómsveit íslands hóf fyrstu stóru
óperutónleikana í Katuaq, hinu nývígða menningar-
setri, með forleikinn að Skjónum þjófótta eftir Ross-
ini. Þetta var í fyrsta skipti að fullskipuð sinfóníu-
hljómsveit leikur á grænlenskri jörð. Og hvílík spila-
mennska. Þeir lögðu sálina óskipta í leikinn - og
á eftir svitnuðum við áheyrendur í lófunum ..
Heimsókn Sinfóníuhljómsveitarinnar var gjöf ís-
lands og ég þori varla að hugsa út í hvernig tókst
að koma hörpunni og kontrabössunum fimm til
Nuuk, en allt var þetta þarna og það mátti bæði
heyra og sjá!“
Djöflaeyjan slær í gegn
á kvikmyndahátíðinni í Berlín
Berlín. Morgunblaðið.
MYND Friðriks Þórs Friðrikssonar
Djöflaeyjan hefur hlotið mikið lof
gagnrýnenda og bíógesta á Berl-
inale. Myndin hefur verið sýnd í
tvígang og í bæði skiptin fyrir fullu
húsi. Ahuginn á myndinni sýnir að
óþarft er að kynna Friðrik Þór fyrir
þýskum kvikmyndaunnendum eftir
að Börn náttúrunnar voru hér í bíó
svo mánuðum skipti fyrir örfáum
árum. Margir bíógestir voru eilítið
slegnir að sýningu lokinni yfir harð-
ærinu í myndinni því flestum eru
rómantísku senurnar í Börnum nátt-
úrunnar í fersku mynni.
Þýski meðframleiðandi myndarinn-
ar, Peter Römmel, sagði í viðtali að
það sérstaka við Friðrik væri að hann
hjakkaði aldrei í sama farinu og að
með hverri mynd væri hægt að búast
við einhveiju alveg nýju. Og það er
einmitt sá hæfíleiki Friðriks sem
gagnrýnendur lofa sem mest.
I „Tagesspiegel" segir t.d. að
myndin sé meistaraverk leikstjóra
sem hafí tæra sýn á það sem hand-
verk hans eigi að ná fram hverju sinni
úr góðu handriti og afbraðgshópi leik-
ara. Þar segir jafnframt að Friðrik
hafí enn einu sinni sannað að hann
búi einfaldlega yfir hæfíleikum sem
ekki verði lærðir. Það er sjaldan að
myndum takist á svo sérstakan og
mannlegan hátt að koma áhorfendum
fullkomiega úr jafnvægi.
í rauninni fjallar myndin um allt
er viðkemur hinu mannlega; ást og
hatur, líf og dauða, gleði og sorg.
Gamansemi og harmur fléttast sam-
an en skilaboðin eru hrein og bein:
lífíð heldur áfram sama hvað á bját-
ar. í ofannefndu blaði segir ennfrem-
ur að kollegamir í samkeppninni
geti hrósað happi yfír að myndin sé
ekki í hópi þeirra sem keppa um titil-
inn að þessu sinni.
Ari Kristinsson, tökumaður mynd-
arinnar, fær í öðru tímariti mikið lof
fyrir áhrifaríkar myndir sem gera
það að verkum að mann langar mest
að sjá myndina strax aftur.
Friðrik Þór er nú staddur hér í
Berlín til að fylgja myndinni eftir á
hátíðinni.
CRILLBOÐ!
SAFARÍKUR KJÚKLINCUR EÐA4 ELDSTEIKTIR
HAMBOR6ARAR A ADEINS 790 KR.
SLAKAÐU NÚÁMEÐ FJÖLSKYLÞUNNI,
SLEPPTU /AATARCERÐINNIOC NÝTTU ÞÉR
FRÁBÆRTTUBOÞ Á VÍBON. ÞÚ FÆRÐ ÞÉR
ANNAÐHVORT CRILLAÐAN SAFARÍKAN
KJÚKLIN6, BEINTAFTEININUM, EÐA
4 ELDSTEIKTAOC ILMANDI HAMBORCARA
Á APEINS790 KRÓNUR.
BORÐAÞU Á STAPNUM EPA TAKTU MEO HEIM.
TILBODID CILDIR TIL1. MARS.
KRÓNUR
KRÓNUR
CÓÞURSTAÐUR
Myrkir músíkdagar
Guðsþjónusta í tónum
KVENNAKORINN Vox feminae
heldur tónleika í Digraneskirkju í
kvöld kl. 20 þar sem flutt verður
eins konar guðsþjónusta í tónum.
Verk Þorkels Sigurbjörnssonar,
Missa Miniscula, verður flutt en
það er byggt upp eins og messa.
Sibyl Urbancic, sem stjómar kórn-
um ásamt Margréti J. Pálmadótt-
ur, segir að verkið verði ekki flutt
í einni lotu heldur verði skeytt inn
í það alþýðlegri söngvum.
„Verkið er svolítið erfitt í flutn-
ingi og áheyrnar svo að léttari lög
verða flutt inn á milli sem myndu
þá vera lögin sem söfnuðurinn
væri að syngja í messunni. Þessi
lög eru ö!l Maríuljóð nema Faðir-
vorið sem kemur á sínum stað í
messunni. Hugsunin er sem sé sú
að hafa messuform á tónleikunum
þótt ekki sé um eiginlega guðsþjón-
ustu að ræða með presti og öllu
tilheyrandi."
Verk Þorkels heitir Agnarsmá
messa, eða Missa Miniscula, og
var samin í tilefni af vígslu Einars
bróður hans til prests 22. júní
árið 1969. Tónarnir eru jöfnum
f
Félagar í samkórnum Björk
Samkórínn
Björk í
söngferð
SAMKÓRINN Björk úr Austur-
Húnavatnssýslu heldur tónleika í
Gerðubergi í Reykjavík laugardag-
inn 22. febrúar kl. 14 og á Flúðum
sama dag kl. 21.
Í Gerðubergi stendur Gerðu-
bergskórinn að tónleikunum með
Björkinni og á Flúðum er Vörðu-
kórinn, blandaður kór úr Ámes-
sýslu, samstarfsaðili Bjarkarinnar
að tónleikunum.
Söngstjóri Bjarkarinnar er Pet-
er Wheeler. Thomas Higgerson
leikur undir á píanó. Auk hans eru
fy'órir blásarar sem spila með í
nokkrum jögum. Einsöngvari er
Halldóra Á. Gestsdóttir.
Söngstjóri Gerðubergskórsins
er Kári Friðriksson. Undirleikari
er Benedikt Egilsson á harmóniku.
Söngstjóri Vörðukórsins er Edit
Molnar og undirleikari Miklos
Dalmay á píanó.
Söngskrá þessara kóra er fjöl-
breytt, lög eftir íslenska og er-
lenda höfunda.
Vinsæl lög
karlakvartetts
KARLAKVARTETTINN Út í vor-
ið hedur söngtónleika í Hveragerð-
iskirkju sunnudaginn 23. febrúar
kl. 16.
Efnisskráin hefur einkum verið
sótt í sjóði Leikbræðra og MA-
kvartettsins segir m.a. í kynningu,
en kvartettinn hefur rúmlega 50
lög á efnisskrá sinni og verða um
20 þeirra flutt á tónleikunum að
þessu sinni.
Kvartettinn var stofnaður 1992.
Hann skipa þeir Einar Clausen,
Halldór Torfason, Þorvaldur Frið-
riksson og Ásgeir Böðvarsson sem
allir hafa verið félagar í Kór Lang-
holtskirkju. Við hljóðfærið er
Bjarni Þ. Jónatansson. Raddþjálf-
ari er Signý Sæmundsdóttir
söngvari.
höndum felldir að hefðbundna lat-
neska ordinarium-textanum og
íslenskri þýðingu séra Sigurðar
Pálssonar.
Uppbygging messunnar (tón-
leikanna) verður sem hér segir:
Alleluja eftir Giacinto Scelsi, Frið-
arbón og Dýrðarsöngur eftir Þor-
kel, Salutatio Mariae eftir Jón
Nordal, Ave Maria eftir Anton
Heiler, Ave Maria eftir Giacinto
Scelsi, Trúaijátning eftir Þorkel,
Salve Regina eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, Haustvísur til Máríu
eftir Atla Heimi Sveinsson, Heilag-
ur eftir Þorkel, Pater Noster eftir
Giacinto Scelsi, Guðslamb eftir
Þorkel og An Alleluia Super -
Round eftir William Albright.
Vox Faminae var stofnaður af
nokkrum meðlimum Kvennakórs
Reykjavíkur undir Stjórn Margrét-
ar sem Antik-hópur og var mark-
miðið að flytja eldri tónlist, andlega
og veraldlega. Hópurinn hefur
meðal annars haldið tónleika í Sel-
tjarnameskirkju og Kristskirkju.
Sibyl hefur verið í samstarfi við
kórinn frá árinu 1995.
Tónlistarskóli
Borgarfjarðar
Afmælis-
tónleikar
TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar
er þijátíu ára á þessu ári. Af því
tilefni heldur skólinn afmælistón-
leika í Borgarneskirkju laugardag-
inn 22. febrúar og hefjast þeir kl.
14. Flytjendur verða úr hópi fyrr-
verandi og núverandi nemenda og
kennara skólans.
Tónlistarskóli Borgarfjarðar var
stofnaður haustið 1967 að tilstuðl-
an Tónlistarfélags Borgarfjarðar.
Fyrsta árið stunduðu 39 nemendur
nám við skólann og kennarar voru
fjórir auk skólastjóra. f vetur eru
nemendur um 200 og kennarar
ellefu, en skólastjóri er Theódóra
Þorsteinsdóttir.
Til þessa hefur skólinn ekki haft
fast aðsetur en kennsla fer fram á
fjórum stöðum í héraðinu; Anda-
kílsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla
og Varmalandi auk Borgarness,
en þar fer kennslan fram í Grunn-
skólanum, Borgarneskirkju og á
heimilum kennara.
Tónleikarnir eru öllum opnir og
að þeim loknum verður boðið upp
á kaffiveitingar.
NEMENDUR Suzuki-deild-
ar leika á Dvalarheimili
aldraðra i Borgarnesi.
♦ ♦ ♦------
Heimur hrynur
ALLIANCE Francaise býður í bíó
í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Að
þessu sinni verður sýnd myndin „La
Crise“, gamanmynd eftir Coline
Serreau sem leikstýrði meðal ann-
ars Þrír menn og barn. „La Crise“
fékk Cesarinn 1993 fyrir besta
handritið.
Aðgangur er öllum heimill og
kostar ekkert inn. Myndin er á
frönsku og er ótextuð. Alliance
Francaise er til húsa að Austur-
stræti 3 og er gengið inn frá Ing-
ólfstorgi.