Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 19
Engell sek-
ur um ölvun-
arakstur
Morgunblaðið. Kaupmannahöfn.
HANS Engell, formaður danska
íhaldsflokksins, bauðst í gær til
að láta af flokksformennsku, í kjöl-
far þess að hann var sviptur öku-
leyfi en hann mældist með 1,38
prómill áfengis í blóði. Upp komst
um Engell er hann ók út af vegin-
um til Helsingar í fyrrakvöld.
Engell hefur beðist afsökunar á
málinu og sagst reiðubúin að láta
af öllum þeim embættum sem hann
gegnir í íhaldsflokknum, sé það
vilji flokksmanna. Ganga á til
kosninga í Danmörku á næsta ári
og hefur Engell hingað til verið
talinn líklegur til að leiða borgara-
flokkana í þeim.
Engell missir ökuréttindin í tvö
ár, auk þess sem honum er gert
að greiða sekt sem nemur mán-
aðarlaunum hans, eftir skatt.
Reuter
VERKFALLI flutningabflstjóra á
Spáni er lokið án þess að verkfalls-
mönnum hafi tekist að þvinga stjóm-
völd til að fallast á kröfur þeirra.
Verkfallið hefur hins vegar skaðað
spænskt efnahagslíf mjög og í sum-
um tilvikum verður tapið seint bætt
að fullu.
Stjómamefnd verkfallsmanna
ákvað seint á miðvikudagskvöld að
hætta öllum aðgerðum og kvað
þessa ákvörðun hafa verið tekna „á
gmndvelli ábyrgðar og til að koma
í veg fyrir frekari skaða eins og
sagði í tilkynningu hennar“. Tals-
menn verkfallsmanna viðurkenndu
að þeim hefði ekki tekist að fá stjóm-
völd til að fallast á neina þeirra
krafna sem þeir höfðu sett fram.
Ekki sambærilegt við
Frakkland
Verkfallið stóð yfir í 14 daga og
hafði margvíslega erfíðleika í för
með sér, heldur meiri í norðurhluta
landsins en í suðri. Aðgerðir verk-
fallsmanna bitnuðu sérlega illa á
ýmsum þjónustufyrirtækjum og ljóst
þykir að þetta kunni að kalla gjald-
þrot yfír einhver þeirra. Rafael Arias
Salgado, ráðherra atvinnumála,
kvaðst í gær ekki treysta sér til að
leggja mat á kostnað þann sem
spænskt efnahagslíf þyrfti að bera
sökum verkfalls flutningabilstjóra
en kvað ljóst að hann væri þó ekki
sambærilegur við þann sem hlaust
af verkföllunum miklu í Frakklandi
í nóvember og desember í fyrra sem
nærri lömuðu efnahagslífíð í landinu.
Flutningabílstjóramir kröfðust
m.a. bættra eftirlaunakjara og frek-
ari niðurgreiðslna á eldsneyti. Rafa-
el Arias Salgado hét flutningabíl-
stjórum því að leitað yrði lausna á
vanda þeirra og kvað stjórnvöld til-
búin að heíja strax viðræður í því
skyni.
Málaga. Morgunblaöið.
Árangurslausu verkfalli flutningabílstjóra á Spáni aflýst
Hefur skaðað
mjög efnahagslíf
Kennsl borin
á soninn
BOSNÍU-músliminn Kruscica
Sulejman heldur á hauskúpu
sonar síns, Salko, en Kruscica
bar kennsl á lík hans í gær í
þorpi skammt frá Sarajevo. Þá
voru grafin upp lík hermanna
sem létu lífið árið 1993.
300 saknað í Perú
Ottast
frekari
aurskriður
Kerapata, Perú. Reuter.
ÓTTI við að fleiri aurskriður falli í
kjölfar þess að nokkur hundruð
manns grófust í kaf í hlíðum Andes-
fjalla í Perú torveldaði í gær
björgunarstarf. Talið er að milli 250
og 300 manns hafí grafist undir
aurskriðum, sem féllu á tvö þorp,
Ccocha og Pumaranra, skömmu
fyrir dagrenningu á þriðjudag.
Örvingiaðar fjölskyldur hafa
reynt að bera kennsl á þá, sem
þegar hafa verið grafnir upp. Þeir
örfáu, sem lifðu skriðuföllin af,
segja að beljandi aurflóð og hnull-
ungaflug hafí orðið þegar atburður-
inn varð.
Yfirvöld telja að enn geti lík
margra verið grafín í aur, sem er
allt að 10 metrar á dýpt. Er talið
sennilegt að ekki verði hægt að ná
upp líkum allra þeirra, sem létu líf-
ið, þótt tugir björgunarmanna vinni
baki brotnu með hökum, skóflum
og berum höndum.
Brezkir ráðherrar í hár sainan vegna myntbandalagsins
Rifkind segir stjórnina
fjandsamlega í garð EMU
I.ondon, Bonn. Reuter.
KENNETH Clarke, fjármálaráð-
herra Bretlands, og Malcolm Rifkind
utanríkisráðherra reyndu í gær-
morgun að breiða yfir ágreining sín
á milli um afstöðu Bretlands til Efna-
hags- og myntbandalags Evrópu
(EMU), sem kom greinilega í ljós á
miðvikudag er Rifkind sagði í út-
varpsviðtali að ríkisstjórn íhalds-
flokksins væri „fjandsamleg" í garð
EMU.
Rifkind lét þessi ummæli falla í
Þýzkalandi, stuttu áður en hann
flutti ræðu um Evrópumál hjá
Konrad Adenauer-stofnuninni. „A
heildina litið erum við fjandsamlegir
í garð sameiginlegs gjaldmiðils, þótt
við viðurkennum að það verður að
hugsa mjög vandlega um þessi mál
áður en við útilokum eitthvað alger-
lega,“ sagði utanríkisráðherrann.
Er ummæli hans voru borin undir
Kenneth Clarke sagði fjármálaráð-
herrann að Rifkind hlyti að hafa
„mismælt sig“. Ríkisstjórnin sam-
þykkti í síðasta mánuði, eftir miklar
umræður, að halda í þá stefnu að
„bíða og sjá“ áður en EMU-aðild
yrði útilokuð. Hins vegar væri frem-
ur ólíklegt að Bretland yrði með ef
EMU yrði hleypt af stokkunum árið
1999.
Rifkind stóð hins vegar fast á sínu
og sagðist ekki sjá eftir að hafa
notað orðið „fjandsamlegur". „Ég
sé ekki eftir því, vegna þess að í því
samhengi sem ég notaði það gekk
það upp og var í samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar," sagði hann.
Rifkind hélt síðan uppteknum
hætti í ræðu sinni hjá Konrad Ade-
nauer-stofnuninni og sagði að ef
aðeins fá ríki ESB tækju upp sam-
eiginlegan gjaldmiðil, væri hætta á
að Evrópa klofnaði. Hann lýsti sig
jafnframt ósammála þeirri skoðun
Reuter
MALCOLM Rifkind flytur
ræðu um Evrópumál hjá
Konrad Adenauer-stofnun-
inni í Bonn.
E '1
Helmuts Kohl, kanzlara Þýzkalands,
að frekari samruni ríkja ESB væri
nauðsynlegur til að tryggja friðinn
og að sambandið yrði að halda áfram
á samrunabrautinni, ella gæti það
hrasað. „Ég tel sjálfur að greining
hans sé ekki rétt. Hin nýja Evrópa
erekki Evrópa 19. aldarinnar," sagði
Rifkind.
Áheyrendur hans, sem komu úr
röðum þýzkra stjórnmálamanna,
embættismanna og blaðamanna,
voru augljóslega ósammála skoðun-
um hans og skellihlógu þegar utan-
ríkisráðherrann lýsti því yfir að Bret-
land væri það aðildarríki ESB, sem
sízt væri þjóðernissinnað.
Andstæðingar íhaldsflokksins
nýttu sér deilur Rifkinds og Clarkes
til hins ýtrasta. „Ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar eru á tjá og tundri.
Þetta er ótrúlegt ástand," sagði
Tony Blair, leiðtogi Verkamanna-
flokksins.
„Ríkisstjómin getur ekki haldið
sig við sömu stefnu í Evrópumálum
í eina viku,“ sagði Paddy Ashdown,
leiðtogi fijálslyndra demókrata.
John Major forsætisráðherra
reyndi að eyða því að ágreiningur
væri innan ríkisstjórnarinnar. Hann
tjáði blaðamönnum að ríkisstjórnin
yrði að vera algerlega sannfærð um
kosti þess að taka þátt í EMU áður
en ákvörðun um slíkt yrði tekin.
„Það yrði að sannfæra okkur um
að það yrði betra. Við erum ekki
mjög sannfærðir í augnablikinu,"
sagði Major.
Snemma í gærmorgun sendu Rif-
kind og Clarke svo frá sér sameigin-
lega yfirlýsingu, þar sem segir að
stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart
EMU sé óbreytt. „Við erum fjand-
samlegir því að hægt sé að taka
upp sameiginlegan gjaldmiðil hve-
nær sem er, án fullnægjandi efna-
hagslegrar samleitni,“ sögðu ráð-
herrarnir. Með því er átt við að
ekki eigi að taka upp Evrópumynt-
ina nema því aðeins að aðildarríki
EMU fullnægi skilyrðum Maastric-
ht-sáttmálans um fjárlagahalla,
opinberar skuldir, vexti og verð-
bólgu.
Clarke hélt fast við fyrri afstöðu
sína í viðtali við The Times í gær.
Hann sagði að það væru „hræðileg
mistök" að útiloka EMU-aðild. Með
því væri verið að „útiloka þann
möguleika að taka ákvörðun, sem
gæti haft úrslitaáhrif á atvinnu og
hagsæld í framtíðinni."