Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 25 Sléttuúlfur á ferð „MÝRDALSSANDUR er óska- staður minn á jörðinni og þang- að hef ég sótt yrkisefni mitt undanfarinn hálfan annan ára- tug,“ segir Björn Birnir mynd- listarmaður sem sýnir um þess- ar mundir fjórar stórar myndir unnar með akríl á striga og nokkrar minni myndir unnar með tússi í Listþjónustunni. Yfirskrift sýningarinnar, sem stendur til 2. mars, er Við jökulinn. „Ætli ég hafi ekki verið sléttuúlfur í fyrra lífi,“ heldur Björn áfram. „I það minnsta kemst ég alltaf í gott skap þeg- ar hillir undir sléttuna. Það er bara óskandi að þetta stór- brotna svæði, Mýrdalssandur, verði ekki grætt upp í framtíð- inni.“ Björn ber lof á hið nýja sýn- ingarrými Listþjónustunnar. Framtakið sé lofsvert og metn- aðarfullir menn á borð við Sverri Geirmundsson, forsvars- mann Listþjónustunnar, séu hinu islenska listsamfélagi þýð- ingarmiklir. „Eg óska honum alls hins besta.“ Björn hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Þá kenndi hann um langt árabil við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og gegndi með- al annars í áratug stöðu deildar- síjóra málaradeildar. Síðastlið- ið haust var hann hins vegar „náðaður“, svo sem hann kemst að orði og fór á eftirlaun. Nú er listamaðurinn á förum til Noregs, þar sem tveir synir hans hafa lengi búið, og hyggst ala þar manninn á komandi misserum. Mýrdalssandur mun þó án efa fylgja Birni yfir hafið, ef þann- ig má að orði komast, enda kveðst hann vera kominn á þann aldur að hann verði vísast ekki „fyrir svo sterkum straumum héðan af“. Morgunblaðið/Kristinn BJÖRN Birnir kveður ísland að sinni með sýningunni Við jökulinn í Listþjónustunni. Flugþrá SÝNING á verkum eftir Níels Haf- stein verður opnuð á laugardag 22. febrúar kl. 16 í bjarta sal, nýju sýn- ingarrými á annarri hæð Nýlista- safnsins. Á sýningunni eru sjö verk, tússteikningar á neonpappa og tré- form, þar sem íjallað er um flugþrá, goðsögn og ævintýr í viðsnúningi, martröð fuglsins að mæta skýjaglóp í bláma nálægðarinnar. I kynningu frá safninu segir: „Ní- els Hafstein kveður með þessari sýn- ingu að mestu hefðbundna framsetn- ingu myndmálsins, hann er nú að leggja lokahönd á Dómsdagsmynd, bókverk í stóru broti þar sem fjallað er um guð frumlegrar sköpunar, paradís, sendiboða listagyðjunnar, nýju listina, nethausa, forrit, bún- inga, hjálma og hanzka, móðurleg alheimsins og tengingar við kristals- grindur, hakkara, grúskara, goð- sagnaverur, þrívíða tvívídd, örvhend- istak, að fanga einhyrninginn, hryðjuverk, konunga og prinsa, hel- víti, djöfulinn sjálfan, samkynhneigð, einræktað fólk, almyndir, sýndar- veruleik, völundarhús, sjálfsmorð hins dýrslega í manninum, tölvufíkla, Maríu mey, loks Hóla í Hjaltadal og þá miklu dómsdagsmynd sem var rist í tré og máluð á vesturstafn hinn- ar miklu dómkirkju Jóns biskups Ögmundssonar 1112. Bókverkið er myndskreytt af Helga Þorgilsi Frið- jónssyni, myndlistarmanni" Verk úr ýmsum efnum í tilefni af tveggja ára afmæli Safnasafnsins verða á vegum þess opnaðar tvær einkasýningar á al- þýðulist í efri sölum Nýlistasafnsins laugardaginn 22. febrúar kl. 16-18. Á palli sýnir Hjörtur Guðmunds- son verk unnin úr ýmsum efnum, s.s. fílabeini, hvaltönn, eðalviði, kuð- ungum, skeljum, málmum og plasti. „Þessi verk eru reist á eðlislægri náttúruvitund og umhyggju fyrir líf- ríkinu í tvílráðum heimi, en vísa jafn- framt til framtíðar í ofvæni biðar og kyrrstöðu", segir í kynningu. Ennfremur segir: „í SÚM-sal sýnir Svava Skúla- dóttir svifléttar vatnslitamyndir af landslagi, blómum og fólki í fjörleg- um litum, einnig ýmiss konar verk unnin í leir þar sem formin springa og línurnar splundrast, hvort tveggja unnið af hamslausri tjáningu og list- nautn sem hún lifir út í æsar og gengur fyrir öllu“. Sýningarnar eru opnar daglega, nema mánudaga, frá kl. 14-18, þeim lýkur sunnudaginn 9. marz. Safnasafnið var formlega stofnað 17. febrúar 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og hef- ur þau markmið að safna verkum eftir alþýðulistamenn, hagleiksfólk, einfara og utangarðsmenn. Safna- safnið á nú um 2.000 verk af ýmsu tagi, flest smágerð. Þá er það markmið safnsins að safna leikföngum, líkönum, ljós- myndum, minjagripum og ýmsu sem hefur söfnunargildi. Safnasafnið á nú t.d. yfir 2.000 boðskort, 300 vindlabelti, 100 blikkbox og tréöskj- ur, skartgripi úr víravirki, um 1.500 muni úr landbúnaði, sjósókn og verzl- un, ýmis handverkfæri, gleraugu og lyfjaflöskur, steinasafn, leikföng og myndaseríur, 400 glansmyndir, um 1.800 miða af vín- og bjórflöskum, 600 eldspýtnastokka, yfír 100 dúka, veggteppi og púða, 300 þjóðbúninga- brúður o.s.frv. o.s.frv. Stofnendur vinna nú að því að útvega húsnæði undir safnið. Ljósið sterkasta vopnið JÓN Bergmann Kjart- ansson heídur sýningu í Listhúsi 39 í Hafnar- firði 22. febrúar til 11. mars. Þtjú verk verða á sýningunni. Gráar myndir heitir eitt verk- anna og er það vísun í orð Gerhard Richter „Gray is non-state- ment“. Hlutar heitir annað verk en um það segir listamaðurinn í kynningu: „Hvert mál- að málverk slæmt eða gott er í sjálfu sér ein- stakt fyrirbæri en þó ávallt hluti af stærri heild, svo sem hluti af ferli málarans sem mál- aði það, hluti af sögu málaralistarinnar og það hefur að geyma ósýnilegt upphaf og ósýnileg- an endi og er því aðeins að hluta til til sýnis.“ Þriðja verkið heitir Ljós myndir og um það segir: „Þótt ljós sé þekkt mótíf í sögu málaralist- arinnar er það ekki ástæðan fyrir þvi að ég mála það, heldur er það leit mín að eigin ljósi sem hefur kveikt þá löngun. Myndlist er fyr- ir mig þáttur í sjálfs- rækt. Þótt mér hafi ver- ið sagt að hún geti ver- ið kvöð og ég jafnvel sagt það einhverntíma sjálfur, er ég því hjart- anlega ósammála í dag. Það eina sem ég get nefnt sem kvöð er mitt eigið egó. Til að vinna á því þykir mér ljósið sterkasta vopnið." Jón Bermann er út- skrifaður fá AKI-Aka- demie voor beeldend kunst í Ensc- hede í Hollandi og hefur einnig num- ið myndlist við National College of Art and Design í Dublin á írlandi. Hann hefur haldið fjórar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Morgunblaðið/Ásdís JÓN Berginann Kjart- ansson heldur sýningu í Listhúsi 39. Sverð o g skjöldur sjálfstæðis BÆKUR A f m æ 1 i s r i t LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS 1926-1996 Ritnefnd: Helgi HaUvarðsson, Stefán Melsted, María Sólbergsdóttir. 109 bls. Prentun: Oddi hf. 1996. LEGÐI einhver til að íslending- ar stofnuðu eiginn her til að veija landið mundi margur bregðast ókvæða við. Færi sá hinn sami fram á að Landhelgisgæslan yrði lögð niður þætti firran sýnu frá- leitari. Þó er Landhelgisgæslan ekkert annað en her. Þurfi hún að veija hafsvæði þau sem Islend- ingar hafa helgað sér er ætlast til að hún bregðist við af hörku. í þorskastríðunum nutu skipherr- arnir virðingar engu minni en stríðsherrar stórþjóðanna. Kunn- astur þeirra varð Eiríkur Kristó- fersson. Er varla ofsögum sagt að litið hafí verið á hann sem þjóð- hetju. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Og Landhelgis- gæslan er orðin þekktari fyrir björgunarstörf en eltingaleik við lögbijóta. Þessar »svipmyndir úr sjötíu ára sögu« minna á hvort tveggja hlut- verkið. Fyrst er rifjuð upp fisk- veiðisaga útlendinga við íslands- strendur. Eru senn liðnar sex ald- ir frá því er annarra þjóða fiski- menn tóku að sækja á Islandsmið. Þar koma við sögu flestar þjóðir við norðanvert Atlantshaf, mest þó Englendingar og Þjóðveijar, þar næst Hollendingar og Spán- veijar, og síðar Frakkar, loks Norðmenn sem sóttu hingað til síldveiða. Eru þá ótaldir Færeying- arnir, blessaðir, sem við lítum tæpast á sem útlendinga. Eftir að togarar komu til sögunnar varð gæslan biýnni en áður. Danir höfðu hana á hendi fyrsta kastið. Birt er mynd frá 1898 af Hannesi Hafstein, sýslumanni á ísafirði, með yfirmönnum varðskipsins Heimdal. Sama ár lenti sýslumaður í bráðum lífsháska í aðför að bresk- um togara. Hefur sú saga oft ver- ið rifjuð upp. Landhelgin var þá hið þrengsta sem hún hefur nokkru sinni orðið. Bretar virtu hana þó lítt en skröpuðu botninn upp í kálgarða eins og stundum var að orði komist. Danir þóttu rækja hlutverk sitt slælega. Á þriðja áratugnum tóku íslendingar við gæslunni, formlega talið frá árinu 1926. Þar með lyftist sjálfs- álit landans upp úr djúpum öldud- al margra alda vanmetakenndar. Eftir að hafa svo fært landhelgina út í áföngum, seinast út í 200 mílur og sigrað breska heimsveld- ið í endurteknum þorskastríðum varð öllum ljóst að þvílíka víðáttu yrði að veija með öflugri gæslu. Hafa flugvélar síðan annast eftir- litið ásamt varðskipunum. Bók þessi er að jöfnu byggð upp af texta, sem Guðjón Arngrímsson hefur tekið saman, og myndum úr sögu stofnunarinnar, eldri sem yngri. Þá eru birt kort af landinu og fiskveiðilögsögunni eins og hún leit út eftir hveija stækkun. I ein- um myndartextanum stendur að landhelgin hafi verið færð út í 4 mílur 15. maí 1942. Það er að sjálfsögðu rangt; ætti að standa 1952, enda má lesa svo í aðal- texta. Á kortinu er dreginn hring- ur um fjórar eyjar umhverfis land- ið þar eð þær lágu utan sjálfrar meginlandhelginnar. Með stækk- uninni í 12 mílur runnu þær allar inn í lögsöguna nema Kolbeinsey. Með 50 mílna útfærslunni rann einnig hún inn í lögsöguna. Kol- beinsey er þó enn mikilsverður grunnlínupunktur. Sökkvi hún í sæ missa íslendingar hluta af sín- um dýrmætu fiskimiðum. Auk gæslu og björgunarstarfa sér Landhelgisgæslan »um allar sjómælingar við Island og þar með gerð íslenskra sjókorta og leið- sögubóka.« Er þá ótalin eyðing tundurdufla. í upphafi heimsstyij- aldarinnar síðari lögðu Bretar tundurduflagirðingar þvers og kruss í kringum landið og milli íslands og Grænlands. Duflin tóku strax að slitna upp og finnast á reki eða á fjörum eitt og eitt. Er gæslan búin að eyða þúsundum slíkra gegnum tíðina. Þótt íslendingar deili um flest og séu tíðum óþolandi þrasgjarnir er Landhelgisgæslan eitt af því fáa sem þjóðin hefur getað sameinast um. Stofnunin hefur eflt sam- kennd þjóðarinnar, enda er hún sýnilegasta tákn sjálfstæðisins. Reynslan sannar að vinátta ann- arra þjóða, skyldra sem óskyldra, er úti jafnskjótt sem hagsmunir rekast á. Ef íslendingar veija ekki sjálfir yfirráðasvæði sín á hafinu er þess naumast að vænta að aðr- ir geri það. Að útliti til er rit þetta hið veg- legasta og tilefninu samboðið. Erlendur Jónsson Möguleikhúsið Hermes held- ur tónleika TÓNSMIÐURINN Hermes heldur tónleika fyrir börn í Möguleikhúsinu við Hlemm, sunnudaginn 23. febrúar kl. 14. Efnisskráin er sett saman úr þjóðlögum frá ýmsum lönd- um, með sérstaka áherslu á sígaunatónlist og jiddíska þjóðlagatónlist. Hermes hefur haldið fjölda tónleika fyrir börn á síðustu misserum. Fyrstu tónleikarnir voru í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, þar sem hann kemur enn reglulega fram. „Hermes leggur áherslu á skapandi hlustun barnanna, að þau nái persónulegum tengslum við þá tónlist sem þau hlusta á og að þau fái leiðsögn í eftir hveiju þau geti hlustað. Einnig taka börnin virkan þátt í tónleikun- um með söng og hljóðum", segir í kynningu. Á tónleikunum verður Ein- ar Kristján Einarsson gítar- leikari Hermesi til halds og trausts, en það er Guðni Franzson sem er í gervi Hermesar. Upplestur í Hveragerði STEINGRÍMUR St. Th. Sig- urðs-son mun lesa upp úr bók sinni; Lausnarsteinn, sunnu- daginn 23. febrúar í Hótel Hveragerði frá kl. 15. í til- kynningu segir að hann muni m.a. lesa um öfl sem hafa spillt íslensku samfélagi og er sér- staklega nefndur til kaflinn „Vinstri mafían - andleg glæpastarfsemi". Einnig mun hann lesa upp úr bókinni í Nönnukaffi í Hafnarfirði sunnudaginn 2. mars. Afmælistón- leikar Kammer- músíkklúbbsins AFMÆLISTÓNLEIKAR Kammermúsíkklúbbsins, sem fresta varð 9. febrúar sl., verða í Bústaðakirkju sunnu- daginn 23. febrúar kl. 20.30. Nútíð við fortíð SÝNINGUNNI Nútíð við for- tíð, sem staðið hefur um all- langt skeið í Þjóðminjasafni íslands, lýkur nú um helgina. Á henni getur að líta úrval gripa úr eigu safnsins. Þar eru kirkjugripir, jarðfundnir munir, ljósmyndir, búningar, útskurður, textílar auk þess sem gerð er grein fyrir ýms- um sérsöfnum eða deildum innan Þjóðminjasafnsins. Sýningin er á þriðju hæð safnhússins við Suðurgötu en á næstu mánuðum verður unnið þar að uppsetningu sýn- ingar um íslenska og norska kirkjulist sem opnuð verður 17. maí nk. Þjóðminjasafn Islands er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 12-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.