Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKÍ EINKAVÆÐIN GU YFIRLÝSING Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um víð- tæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja á næstu misserum er mikið fagnaðarefni, ekki sízt hvað varðar einkavæðingu fyrirtækja á fjármálamarkaði, en íslenzka ríkið hefur um langt skeið ráðið miklu stærri hluta hans en eðlilegt hefur verið talið í vestrænum ríkjum. Einkavæðing mun auka skilvirkni og samkeppni í atvinnu- lífinu til hagræðingar fyrir skattgreiðendur og neytendur. Hún mun jafnframt stuðla að því að styrkja stöðu íslenzks atvinnulífs í alþjóðlegri samkeppni. Að ýmsu er hins vegar að hyggja í framhaldinu, nú þegar þessi mikilvæga ákvörðun hefur verið tekin. í fyrsta lagi er mikilvægt að Alþingi dragi ekki um of að taka ákvarðanir um að losa ríkið við meirihlutaeign þess í núverandi viðskiptabönkum í eigu ríkisins og hinum nýja fjárfestingarbanka, sem verður stofnaður um næstu áramót. Stefna ætti að því að koma bönkunum í meirihlutaeigu einka- aðila á nokkrum næstu árum. í öðru lagi er nauðsynlegt að skapa stuðning almennings og starfsfólks viðkomandi ríkisfyrirtækja við einkavæðing- una með því að gefa einstaklingum og starfsmönnum kost á að eignast hlutabréf í þeim. Stefna þarf að mjög dreifðri eignaraðild, þótt gera megi ráð fyrir, að öflugir fjárfestar gerist aðilar að rekstri hinna einkavæddu fyrirtækja. Loks þarf að nota tækifærið, er hlutafé í ríkisfyrirtækjum er falboðið, til að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að auka erlenda fjárfestingu hér á landi. Slíkt er skynsamlegt af ýmsum ástæðum. Annars vegar má ætla að eftirspurn eftir hlutabréfum hér innanlands verði takmörkuð þegar ráðizt er í jafnvíðtækt einkavæðingarátak og nú virðist standa fyrir dyrum. Hins vegar getur samstarf við erlend fyrirtæki í fremstu röð stuðlað að því að styrkja alþjóðlega samkeppnisstöðu fyrirtækjanna, sem um ræðir. Það gæti til dæmis verið æski- legt að leita eftir þátttöku öflugra einkabanka á Norðurlönd- um eða í Evrópu í hlutafjárútboði ríkisbankanna. Erlend eignaraðild er til þess fallin að hraða umbótum í rekstri einkavæddra ríkisfyrirtækja. ÞÁTTASKIL í KÍNA ÞÁTTASKIL eru orðin í Kína með fráfalli hins aldna leið- toga Kommúnistaflokksins, Dengs Xiaopings. Ekki er búizt við miklum breytingum í þessu fjölmennasta ríki verald- ar fyrst í stað, en sérfræðinga greinir á um hver þróunin verði til framtíðar. Forusta kommúnistaflokksins og valda- taumarnir eru nú í höndum Jiangs Zemins, forseta, en eftir- mann sinn valdi Deng sjálfur. Margvísleg vandamál blasa hins vegar við í landinu og ljóst er, að ýmsir valdahópar hafa mismunandi skoðanir á stefnumótuninni. Pólitískur ferill Dengs Xiaopings var bæði langur og fjöl- skrúðugur. Hann var einn af forustumönnum byltingarinnar við hlið Mao Tsetungs. Hann lifði af hreinsanir í flokkunum þrívegis, síðast eftir fall fjórmenningaklíkunnar svonefndu í kringum ekkju Maos formanns. Deng tók við leiðtogahlut- verkinu árið 1978. Efnahagsleg stöðnun og fátækt ríkti í landinu eftir stjórn Maos. Kína stóð langt að baki vestrænum ríkjum. Deng var raunsæismaður og hafði fyrst og fremst áhuga á því að ná árangri. Hann beitti sér því fyrir umbóta- stefnu, sem innleiddi markaðsbúskap, erlendar fjárfestingar voru heimilaðar og stofnun einkafyrirtækja, hætt var við samyrkjubú í landbúnaði og smábændum leyft að ráða sér sjálfir. Hagvöxtur í Kína hefur síðan verið einna mestur í heiminum og lífskjör hafa stórbatnað víðast hvar, einkum í suðurhéruðunum, þar sem sérstökum efnahagssvæðum var komið á fót. Einangrunarstefnunni, sem fylgdi í kjölfar menningarbyltingar Maos, var hafnað og Kínverjar hafa treyst samskipti sín við hinn vestræna heim. Samningurinn við Breta um afhendingu Hong Kong 1. júlí nk. er til merk- is um það og merkur áfangi á ferli Dengs. Alræði Kommúnistaflokks Kína er þó enn við lýði og persónufrelsi í vestrænum skilningi er ekki til. Þvert á móti er þar lögregluríki og Kínverjar eiga sitt eigið Gúlag. Deng Xiaoping var enginn lýðræðissinni og hann var tilbú- inn að berja niður af hörku allar kröfur almennings um aukið frelsi. Blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar stúdentar og aðrir frelsisunnendur voru kramd- ir undir skriðdrekum hersins verður ævarandi blettur á minningu hans. Dómarar eru ósáttir við úrskurð Kjaradóms í kjölfar Félagsdóms KJARADÓMUR felldi úrskurð um kjör dómara. Nú hafa dómarar barið í borðið og vilja að umboðsmaður Alþingis kanni málsmeðferðina. Hver ræður kjörunum? Dómarafélag Islands hefur lagt fram kvörtun hjá umboðsmanni Alþingis vegna meðferðar Kjaradóms á máli, sem snerist um hvort dóm- arar ættu rétt á orlofi af yfirvinnugreiðslum. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að töluverðs óróa hafi gætt að undanfömu í kringum Kjara- dóm, bæði vegna úrskurða hans og manna- breytinga í dóminum. ASTÆÐU þess, að Dómara- félagið snýr sér nú til um- boðsmanns Alþingis, má rekja töluvert aftur í tím- ann. Kjaradómur úrskurðaði 12. nóv- ember 1993 að dómarar skyldu fá greiðslur vegna yfirvinnu til viðbótar föstum launum. Rökin voru þau að lög um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði hefðu leitt til breytinga á starfi þeirra. Fljótlega kom upp ágreiningur milii fjármálaráðuneytisins og Dómarafé- lagsins um hvernig ætti að fara með orlofsgreiðslur vegna yfirvinnu. Óskað var skýringa Kjaradóms, sem tvívegis svaraði bréflega. Þó náðist að lokum samkomulag milli ráðuneytisins og dómara að fara með málið fyrir Fé- lagsdóm. Frá Kjaradóini til Félagsdóms til Kjaradóms Félagsdómur úrskurðaði þann 14. október sl. að dómarar ættu rétt á að fá orlof vegna þessara yfirvinnu- greiðslna. Þremur vikum síðar lét Kjaradómur málið aftur til sín taka og úrskurðaði að orlofsgreiðslur vegna yfirvinnu héraðs- og hæstarétt- ardómara skyldu felldar niður frá og með 1. desember si. Sagði í úrskurði Kjaradóms að með úrskurði Félags- dóms hafi efnislega verið breytt þeim kjörum sem Kjaradómur ákvað þess- um embættismönnum árið 1993. Það var því niðurstaða Kjaradóms, að frá og með 1. desember 1996 skyldi greiða héraðs- og hæstaréttardómur- um yfirvinnu og orlof með þeim hætti, sem fram kom í bréfi Kjaradóms, til starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins frá 18. nóvember 1993, þar sem sagði m.a. að tilteknir eftirvinnu- tímar skyldu greiðast í 12 mánuði á ári hveiju og af því leiddi að ekki skyldi reikna orlof af þeim greiðslum. Einn Kjaradómsmanna, Jón Sveinsson, skilaði sératkvæði. Hann kvaðst vera sammála meirihluta dómsins um að Kjaradómur hafi ekki ætlast til þess að orlof yrði greitt á yfirvinnu þegar úrskurður- inn var felldur 1993. Aftur á móti væri Kjaradómur ekki dómstóll heldur stjórn- sýslunefnd í skilningi ís- lenskra laga og niðurstaða Félagsdóms gæfi ekki sérstakt tilefni til þess að Kjaradómur breytti fyrri úrskurði sínum. Þáverandi formaður Kjaradóms, Þorsteinn Júlíusson, sagði hins vegar eftir úrskurðinn að Kjaradómur væri endanlegur úrskurðaraðili. „Hann er sjálfstæður ákvörðunaraðili sem Al- þingi hefur einum falið vald til að úrskurða tiiteknum aðilum launakjör. Engum öðrum hefur verið falið það vald. Fyrir ofan hann er enginn áfrýj- unaraðili. Það er aðeins ein forsenda fyrir því að fara með mál, sem Kjara- dómur hefur úrskurðað um, fyrir dóm- stóla og það er ef Kjaradómur gætir ekki réttra og lögmætra aðferða. Slíkt mál myndi sæta almennri dómstóla- meðferð en ekki Félagsdóms og yrði væntanlega höfðað til ógildingar úr- skurði. Þetta tiltekna mál snýst ekki um slíka ógildingu," sagði Þorsteinn í nóvember. Dómarar kvarta Dómarafélag íslands unir ekki nið- urstöðu Kjaradóms og hefur lagt fram kvörtun við umboðsmann Alþingis. Þar er því mótmælt, að Félagsdómur hafi breytt efnislega þeim kjörum sem Kjaradómur hafi ákvarðað dómurum, heldur hafi Félagsdómur eingöngu túlkað ákvörðun Kjaradóms frá 1993. Engin efnisleg breyting hafi því orðið þar til Kjaradómur breytti fyrri ákvörðun sinni. I öðru lagi er vísað til þeirra forsendna Félags- dóms, að skýringar Kjara- dóms á eigin ákvörðunum hafi verið settar fram án þess að gæta þeirra formreglna sem dómurinn starfi eftir. Þar er vitnað til þess, að ritari Kjaradóms hafði tvívegis sent fjármálaráðuneytinu bréf um túlkun á úrskurði dómsins. Dómarafélagið telur því skýringar Kjaradóms eingöngu fela í sér óbind- andi álit um hvernig eigi að túlka ákvörðunina og dómstólar eigi því endanlegt vald um skýringu ákvarð- ana Kjaradóms og við þær ákvarðan- ir sé Kjaradómur bundinn. í þriðja lagi benda dómarar á, að allir þeir sem fái fasta yfirvinnu sam- kvæmt ákvörðunum Kjaradóms og kjaranefndar fái greitt orlof af yfir- vinnunni og það standist ekki að önn- ur regla gildi um dómara eina. Dómarafélagið segir í fjórða lagi að Kjaradómur hafi með síðari ákvörð- un sinni lækkað laun dómara, án þess að taka sams konar ákvörðun um laun annarra hópa, en slíkt hljóti að vera andstætt meðalhófsreglunni og lög- mætisreglunni. Þá kvartar Dómarafélagið undan því að það hafi verið andstætt and- mælarétti aðila máls að taka ákvörðun um kjör án þess að Dómarafélaginu væri gefinn kostur á að tjá sig um málið. í sjötta og síðasta lagi vísar Dóm- arafélagið til þess, að dómstjórinn í Reykjavík hafi sent Kjaradómi bréf, þar sem bent var á aukið vinnuálag dómara, í kjölfar þess m.a. að heimildir fulltrúa til dóm- starfa hefðu verið þrengdar. Þetta erindi hefði Kjara- dómur hins vegar ekki af- greitt þegar hann endur- ákvarðaði laun dómenda. Þetta telur Dómarafélagið andstætt góðum stjómsýsluháttum. Umboðsmaður vék sæti Þar sem Kjaradómur ákvarðar kjör umboðsmanns Alþingis taldi Gaukur Jörundsson málið sér svo skylt að rétt væri að hann viki sæti. í hans stað var Tryggvi Gunnarsson hæstaréttar- lögmaður skipaður í málið hinn 3. febr- úar sl. Tryggvi þekkir innviði embætt- isins eftir að hafa starfað þar um hríð sem aðstoðarmaður umboðsmanns. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann gæti ekki tjáð sig efnislega um kvörtunina, en hann hefði þegar gert Kjaradómi grein fyrir henni og óskað skýringa dómsins á nokkrum atriðum. Þegar þær skýringar lægju fyrir gæti hann tekið frekari afstöðu til málsins. Nýir fulltrúar Hæstaréttar Samkvæmt lögum um Kjaradóm skipar Hæstiréttur tvo dómendur, Al- þingi kýs tvo og fjármálaráðherra skipar einn. Annar þeirra sem Hæsti- réttur skipar skal vera löglærður og sitja í forsæti dómsins. Undanfarin fjögur ár hafa þau Þorsteinn Júlíusson hæstaréttarlögmaður og Hólmfríður Árnadóttir viðskiptafræðingur verið þessir fulltrúar Hæstaréttar. í kjölfar þess að Kjaradómur kvað upp úr- skurði í kjaramálum, sem skiptu dóm- ara miklu og þeir voru mjög ósáttir við, þótti tíðindum sæta þegar Hæsti- réttur skipaði þau Þorstein og Hólm- fríði ekki í dóminn að nýju, þegar fjög- urra ára skipunartími þeirra rann út. Sú skýring er gefin á þessu, að þar sem Dómarafélag Islands, sem hæsta- réttardómarar eiga aðild að, hafi kært málsmeðferð Kjaradóms sé ekki óeðli- legt að Hæstiréttur hafi verið lítið hrifinn af því að skipa þau til áfram- haldandi setu í dóminum. Ef dómarar telji Kjaradóm hafa þverbrotið allar reglur sem gildi um meðferð mála geti Hæstiréttur ekki liðið slíka af- greiðslu í sínu nafni. Sumir vilja þó halda því fram að ákvörðun Hæstaréttar sé ekki byggð á svo faglegum grunni, heldur séu dómarar við réttinn óánægðir með að þeirra fulltrúar skuli hafa tekið þátt í að hafa af þeim orlofsgreiðsl- urnar. Hæstiréttur hafi einfaldlega verið að losa sig við óþæga ljái í þúf- um. Nýir fulltrúar Hæstaréttar í Kjara- dómi eru þau Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður í Keflavík, og Margrét Guðmundsdóttir, viðskipta- fræðingur hjá Skeljungi. Fulltrúar Alþingis, lögmennirnir Magnús Óskarsson og Jón Sveinsson, voru endurkjöm- ir. Þorsteinn nú fulltrúi ráðuneytisins Fjármálaráðuneytið þurfti að skipa nýjan fulltrúa og má rekja það til álits umboðsmanns Alþingis í lok síðasta árs, en hann taldi fulltrúa í Kjaradómi ekki geta setið jafnframt í kjaranefnd. Guðrún Zoéga, fulltrúi fjárrnálaráðu- neytisins í Kjaradómi, hafði jafnframt setið í kjaranefnd og vék hún sæti þegar álit umboðsmanns lá ljóst fyrir. Nýr fulltrúi fjármálaráðuneytisins í Kjaradómi er Þorsteinn Júlíusson, sem síðastliðin fjögur ár var formaður dómsins í krafti skipunar Hæstaréttar. Dómstóll eða stjórnsýslu- nefnd? Mannaskipti Hæstaréttar vekja athygli VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra bera saman bækur sínar á ráðstefnu ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu, sem haldin var í Perlunni á miðvikudag. Morgunblaðið/Ásdís Rætt um einkavæðingu á íslandi og í Tékklandi á ráðstefnu ríkisstjórnarinnar Fyrirtældn fiutt frá stj órn- arherrunum til fólíísins Sala ríkisfyrirtækja hefur veríð á dagskrá rík- isstjóma íslands og Tékklands á síðustu ámm — en með gjörólíkum hætti. A fáum ámm hafa Tékkar snúið af braut algers ríkisrekstrar og selt þúsundir opinberra fyrirtækja í hendur almennings. Kjartan Magnússon sat ráð- stefnu ríkisstjómarinnar um einkavæðingu. MEÐAL ráðstefnugesta vakti erindi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra án efa mesta athygli en í því greindi hann frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í einkavæðingu og breytingum á rekstrarformi ríkis- bankanna og atvinnuvegasjóðanna eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Auk hans ávörpuðu Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, ráðstefnuna en erindi fluttu Jónas Haralz, fyrrverandi banka- stjóri, Birgitta Kantola, fulltrúi Al- þjóðabankans, og Jirí Weigl, ráð- gjafi tékkneska forsætisráðherrans. Ráðstefnustjóri var Hreinn Lofts- son, formaður einkavæðingarnefnd- ar ríkisstjórnarinnar. Þræða ber meðalveginn Halldór Ásgrímsson sagði að einkavæðing væri eitt þeirra mál- efna sem engin ríkisstjórn gæti skorast undan að fjalla um og hún gæti orðið þjóðfélaginu til hagsbóta með ýmsum hætti. Hann sagði að rétt væri að stjórnvöld í mörgum löndum beittu sér minna á sumum sviðum en meira á öðrum. „Ríkið ætti að láta markaðslögmálin ráða þar sem því verður komið við en grípa inn í með virkum hætti ella. Til að svo megi verða er oft nauðsyn- legt að stíga ákveðnari skref í átt til fijáls markaðar, jafnframt því að skýra betur verkefni hins opin- bera og gera opinberan rekstur skil- virkari.“ í einkavæðingu ber að þræða meðalveg milli efnahagslegra og pólitískra markmiða að sögn Hall- dórs. „Galdurinn felst í því að höndla efnahagslegan ávinning af einkavæðingu þjóðinni til hagsbóta ög um leið afstýra félagslegum vanda sem kann að fylgja. Þegar allt kemur til alls er sameiginlegt markmið okkar að örva frekari efnahagsþróun með því að stuðla að vexti arðbærra einka- fyrirtækja sem munu um síðir leggja grunn að enn frekari tekjuaukningu og velsæld í löndum okkar,“ sagði Halldór. Tékkneska einkavæðingin Jiri Weigl úallaði um þá miklu einkavæðingu sem Tékkar hafa ráð- ist í á síðustu árum og reynsluna af lienni. Hann lýsti því hvernig efnahagur landsins hefði verið í rústum eftir fjörutíu ára stjórn kommúnista þegar lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tók við árið 1989. „Þetta land, sem hafði eitt sinn ver- ið í hópi háþróaðra iðnríkja, var nú í hópi hinna fátæku og efnahagurinn byggðist á úreltum iðnaði og tækni. Allt fjármagn var af skornum skammti og erlend viðskipti tak- mörkuðust að miklu leyti við önnur ríki Austur-Evrópu, sem bjuggu við svipaðan eða enn verri efnahag. Allur atvinnurekstur var á hendi rík- isins og var líklega gengið lengst í þeirri stefnu hjá okkur. Mörg komm- únistaríki leyfðu takmarkað einka- framtak í þjónustugreinum en fyrir sjö árum var sjálfstæðan atvinnu- rekanda hvergi að finna í Tékkósló- vakíu. í öllu landinu var ekki hægt að fínna einkarekið kaffihús, veit- ingahús eða hótel. Landbúnaður var jafnvel rekinn með samyrkjusniði og stjórnaö af ríkinu." Skipt um kerfi Weigl sagði að ríkisstjórnin, sem tók við eftir fall kommúnismans, hefði skilið nógu fljótt að ekki væri nóg að hefja umbætur á gamla kerfinu heldur væri eina leiðin að skipta um efnahagskerfi. „Tékkneska einkavæð- ingin er mjög ólík þeirri einkavæð- ingu, sem átt hefur sér stað á Vest- urlöndum. Við þurftum ekki að einkavæða nokkur óhagkvæm rík- isfyrirtæki og selja þau á sem bestu verði. Við þurftum að standa fyrir algerum kerfisbreytingum, selja mörg þúsund fyrirtæki og skapa trú meðal almennings á kapítalisman- um. Kapítalisminn þrífst ekki án frumkvöðla og þar sem enginn einkarekstur var leyfður voru þeir ekki til. Við urðum því að skapa frumkvöðla með einkavæðingu, leyfa frumkvæði þeirra að njóta sín, og blása þannig lifi í efnahag okkar. Minnstu fyrirtækin voru því einkavædd fyrst og þannig tókst að mynda að nýju grasrótartengsl kapítalismans við þjóðfélagið.“ „Þriðju leiðinni" hafnað „Við höfnuðum öllum tillögum um að fara þriðju leiðina svokölluðu, að velja „nýja“ útgáfu af sósíalisman- um, en ákváðum að taka upp frjálst markaðshagkerfi, sem hefur fyrir löngu margsannað gildi sitt á Vest- urlöndum. Það er hægt að standa að einkavæðingu á ótal vegu og eitt af hinu fyrsta sem við urðum að ákveða var hvort selja ætti fyrirtæk- in strax eða bæta rekstur þeirra og gera þau að betri söluvöru áður. Við ákváðum að hefja sölu þeirra strax. Það var enginn í ríkisstjórn- inni eða stjórnkerfinu sem gat end- urskipulagt rekstur fyrirtækja með markaðslausnir í huga. Við sáum að best væri að fólkið sjálft gripi frumkvæðið og bæri ábyrgðina. Við ákváðum því að drífa í einkavæðing- unni og láta nýja og áþyrga stjórnendur um umbæturnar." Einkavæðingin hófst árið 1991 og innan tveggja ára höfðu 25 þús- und smáfyrirtæki verið seld. Weigl segir að erfiðara hafi verið að einkavæða stórfyrirtækin og var gripið til þess ráðs að nota ýmsar aðferðir, hefðbundnar sem óhefð- bundnar. M.a. var gripið til þess að senda öllum þegnum ríkisins ávísun en hægt var að skipta henni og fá hlut í ríkisfyrirtæki. Weigl segir að þessi hugmynd hafi tekist framar öllum vonum og viðbrögð fólksins hafi verið ótrúleg. Um 75% landsmanna hafi nýtt sér þennan rétt og afleiðingin varð sú að nú eru hvergi fleiri hluthafar í atvinnu- fyrirtækjum miðað við fólksfjölda en í Tékklandi. Góður árangur Weigl sagði að efnahagsumbæt- urnar og einkavæðingin hefðu skilað góðum árangri í Tékklandi. Einka- geiri efnahagskerfisins skili rúmlega 70% af vergri landsframleiðslu, at- vinnuleysi sé um 4%, og árlegur hagvöxtur sé um 5%. Stöðugleiki ríki í efnahagslífinu og ríkissjóður hafi verið rekinn án halla síðastliðin sjö ár. Vandmeðfarið ríkisvald Jónas Haralz fjallaði um hlutverk ríkisins í atvinnumálum og rakti þróunina í þeim efnum á síðustu öldum. Sagði hann að þar sem skiln- ingur hefði verið á litlum ríkisaf- skiptum hefðu þjóðartekjur á mann *> aukist mun hraðar en þar sem skort- ur var á slíkum skilningi. Á Islandi hefðu orðið örar framfarir á fyrstu þremur áratugum aldarinnar, sem byggðust einnig á litlum ríkisaf- skiptum. Framfarirnar hafi hins vegar leitt af sér vissa óþreyju, sem ruddi þeim skilningi til rúms að það væri einmitt vald ríkisins sem gæti með beinum hætti best tryggt framfarir og réttlæti. „Hluti aldar- innar varð því tími margvíslegra til- rauna til að örva framfarir, auka jafnrétti og útrýma fátækt með íhlutun ríkisvaldsins. Á árunum 1917-50 hurfu lönd, er fimmtungur mannkyns byggði, frá markaðsbú- _ skap og alþjóðlegum viðskiptum til miðstýrðra stjórnarhátta. Þar sem markaðsbúskapur hélst í meginatr- iðum og lýðræði stóð víða föstum fótum var ríkinu engu að síður ætlað að annast stærri hlut en áður við framleiðslu og skipt- ingu gæða. Styrjaldir og kreppur áttu þátt í þessu en undir niðri bjó sú skoðun að hægt væri að stytta sér leið. Að beita mætti valdi stjórnmála og samtaka til að ná meiri árangri en sjálfvirk sam- staða fjölmargra eininga efnahags- lífsins gæti skilað. Þessar tilraunir hafa allar leitt til vonbrigða og til hrikalegra vonbrigða þar sem lengst var gengið. Annar skiiningur hefur því komið til sögunnar sem er í ætt við þann sem ríkti í upphafi aldar- innar,“ sagði Jónas. Kapítalismi þrífst ekki án frumkvöðla Hvergi fleiri hluthafar en í Tékklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.