Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 43 + Fanney Ingj- aldsdóttir fæddist í Reykja- vík 3. maí 1917. Hún dó á Vífils- stöðum 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingjaldur Jón Ingjaldsson, f. 7.9. 1863, og Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 15.11. 1887. Fann- ey var ein af fjórt- án börnum þeirra hjóna. Fanney giftist Bergi Hall- grímssyni bifvélavirkja. Þau ólu upp fóstursoninn Sigurð Bergsson sem er látinn. Útför Fanneyjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Fanney Ingjaldsdóttir burtsofn- aði á þorranum miðjum á Vífils- stöðum. í þessu skrifi er fyrst ástæða til að þakka starfsfólkinu á Vífilsstöðum fyrir það hvað allir voru henni góðir og hjálplegir á erfiðum stundum síðustu árin. Sá sem þetta skrifar kynntist Fann- eyju þegar hún var komin af létt- asta skeiði, þá eiginkona Bergs frænda míns Hallgrímssonar. Bergur var hálfbróðir afa míns, Sveins Hallgrímssonar. Auk skyld- leikans dró það mig að Bergi að hann var í flokknum með stór- um staf og greini. Eld- rauður. Og það var Fanney líka í marg- földum skilningi þess orðs. Fanney Ingjalds- dóttir ólst upp á Grímsstaðaholtinu í stórum systkinahópi. Fædd 1917. Lifði þess vegna kreppuárin og stríðsárin og kynntist svo Bergi eftir stríðið. Varð ástfangin af hon- um og sá eldur lifði allt til loka- dags er hún dó - fimmtán árum eftir að Bergur féll frá. Fanney var af stórum systkina- hópi. Þau ólust upp á Grímstaða- holtinu við aðstæður íslenskrar alþýðu á krepputíð; sá tími setti mark á margan manninn. Eftir að Fanney komst til fullorðinsára kom hún víða við í vinnu; var glaðlynd, glæsileg og áberandi hvar sem hún fór. Þau Bergur tóku saman nokkrum árum eftir stríðið. Þau ólu upp að miklu leyti Sigurð Bergsson, systurson Fann- eyjar. Fanney vann lengi hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, þar áður hjá ís- birninum. Hún var trúnaðarmaður á vinnustað og fór stundum mikinn í orði og athöfnum. Komst enginn hjá því að taka eftir henni. Ekki af því að hún væri svo hávær en það átti hún líka til. Ekki síður af því að hún var svo fín að undr- un sætti og menn mændu á hana fram eftir öllum aldri. Ég fór aðeins til hennar um jólin síðustu í nokkrar mínútur; þá var hún sjálfri sér lík og hafði gaman af heimsókninni. Þegar ég sá hana síðast var hins vegar af henni dregið og það var sárt að sjá hvað henni leið illa. En nú er því stríði lokið. Eftir að Bergur dó kom ég stundum til hennar þegar ég mátti vera að; það er að segja allt of sjaldan. Þá hitti mað- ur misjafnlega á. Stundum var gaman. Það var gaman að láta hana segja sér frá uppvaxtarárun- um í Reykjavík; baráttunni við íhaldið og kreppuna og ekki síður af böllunum á borginni, kjólunum og kavalerunum. Eða þegar hún sagði sögurnar af þeim Bergi úr Veiðivötnum og af Karli Ó. Run- ólfssyni. Ótrúlegar sögur og fal- legar. Síðustu árin urðu Fanneyju ekki góð og hún var kannski ekki alltaf mjög blíð á manninn heldur við umhverfi sitt. Hún var mikið ein síðustu misserin er hún lifði. Þá var lífið henni ekki alltaf auðvelt. En hún átti leiftrandi skemmtileg augnablik sem er gott að minn- ast. Hún var heil í öllu; í sorg og gleði, ást og reiði. Það var oft hennar vandi. En líka hennar gæfa. Öllum sem þótti vænt um hana sendi ég með þessu skrifi samúðar- kveðjur. Svavar Gestsson. FANNEY INGJALDSDÓTTIR HERMANN GUÐLA UGSSON + Hermann Guð- laugsson fædd- ist í Reykjavík 30. janúar 1910. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 28. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 6. febrúar. voru sísvangir og fá- tækir og hvernig það var að missa mömmu sína átta ára gamall í spönsku veikinni, vera sendur á sveitina og þurfa strax að fara að vinna fyrir sér. Hann söng fyrir mig þegar ég var lítil Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún móðir mín mjólkuð heima, því ber ég svangan um sumardag langan munn minn og maga á mosaþúfu." Gimbill eftir götu rann, hvergi sína móður fann, þá jarmaði hann. Nú er hann afi minn blessaður farinn til feðra sinna, afi minn sem alltaf sat í stólnum sínum í horninu á stof- unni og tók í nefið. Afi minn sem söng fyrir mig vísur, sagði mér sögur og fræddi mig um gömlu dagana þegar hann var lítill dreng- ur. Hann hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, en líka mörgu dapurlegu. Hann sagði mér hve margir áttu bágt, hve margir af þvílíkum innileik að ég grét alltaf í hvert skipti sem ég heyrði það. Og geri enn. Mínar bestu minningar um afa HELENA HÓLM SIG URGEIRSDÓTTIR ■+■ Helena Hólm Sigurgeirs- • dóttir fæddist á Drangs- nesi á Ströndum 17. apríl 1935. Hún lést á Landspítalanum 9. febrúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Askirkju 19. febrúar. Tilveran er óútreiknanleg. Hún Lena er dáin, því verðum við að trúa. Ég má til með að minnast hennar í fáeinum orðum. Glað- værð, greiðasemi, fórnfýsi og ákveðni einkenndu hana, hún var alltaf tilbúin að hjálpa ef á þurfti að halda. Hana skorti aldrei ráð og hún var sérstaklega úrræða- góð. Ef eitthvað gekk ekki upp þá kom Lena með tillögur þangað til lausn hafði fundist á þeirri þraut. Sonur minn hann Dagur Már hændist strax að þeim hjónum og kallaði þau Lenu ömmu og Bæsa afa. Það fyrsta sem hann sagði þeg- ar ég sagði honum að Lena væri dáin var: „Þá get ég ekki kallað hana Lenu ömmu. Er Bæsi afí búinn að missa konuna sína?“ Jæja, Lena mín, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum því ég er hálforðlaus, en ég veit að Guð geymir þig. . Bæsi, Ölöf, Áslaug, Guðný, Ingi Rafn og fjölskyldur, þið hafið misst mikið, sumum eru ætluð önnur hlutverk. Brynja Þórarinsdóttir. eru ofan úr sumarbústað. Það var alltaf mikið tilstand að fara upp- eftir eins og það heitir og þótt allir væru komnir út í bíl þýddi það engan veginn að við gætum lagt af stað. Afi gleymdi alltaf einhveiju. Fyrst voru það gler- augun, svo stafurinn og þá þurfti að athuga hvort kisa hefði nokkuð lokast inni í stofu og þá gátum við.loksins lagt af stað. Á leiðinni í Kjósina sungum við afi „Við fjallavötnin fagurblá“ í röddum, hann söng bassann og ég sópraninn og svo var hefð fyr- ir „Nú er sumar, gleðjist gurnar", sem þú átt eiginlega, afi minn, algjörlega í mínum huga. Þar til fyrir nokkrum árum var ómalbikaður kafli á leiðinni upp í Hvalfjörð. Það brást ekki að allt- af þegar við komum að honum sagði afi: „Ja! Hann Adam var ekki lengi í Paradís" og þótt búið sé að malbika kaflann núna, bregst ekki að við kyijum öll fjöl- skyldan í kór á nýja malbikaða kaflanum: „Ja! Hann Adam var ekki lengi í Paradís" honum afa mínum til heiðurs. Guðrún María Finnbogadóttir. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Matur og matgerð Eggaldin og moussaka Grun hefi ég um að eggaldin sé ekki mik- ið notað hér á landi, segir Krístín Gests- dóttir, en það gefur skemmtilega tilbreyt- ingu í matargerðina. HEITIÐ EGGALDIN er andi, þó það sér lipurt munni, þar sem aldinið líkist mjög sjaldan eggi í útliti og er mjög mismun- andi að lit og lögun Yfirleitt er liturinn dökkfjólu- \Vó blár og ald- inið aflangt og bústið o g mun stærra en egg. Ég hefí þó hér á íslandi fengið mjög lítil hvít eggaldin ekki ólík eggjum. Þau ald- in eru aðallega ræktuð í Tæ- landi. Um 1970 ræktaði Garð- yrkjuskóli ríkisins eggaldin gróðurhúsum í tilraunaskyni, en selur nú eggaldin sumar og haust, en þau eggaldin sem nú fást eru innflutt. Þeir sem ferðast hafa til Grikklands hafa líklega flestir borðað gríska réttinn mo- ussaka enda er hann þjóðarrétt- ur Grikkja og auk þess heims- frægur. Moussaka er búið til úr eggaldinsneiðum og hökkuðu lambakjöti, tómötum, hveitijafn- ingi og feta- og parmesanosti og leggja Grikkir mikla áherslu á osttegundirnar og telja óhugsandi að búa til moussaka án réttra teg- unda, ég er þó ekki viss um að þeir telji þann fetaost og parmes- anost sem hér fæst við hæfi. Ég á í fórum mínum mjög góða bók um grænmeti, í henni stendur: „Þessi réttur getur orðið stórslys í meðferð fólks á norðurslóðum." Ástæðan er sögð of vatnsmiklir tómatar og ekki nógu góður ostur og stundum kartöflur í stað eg- galdins. Mér finnst hreinasta goðgá að nota kartöflur í þennan rétt, hins vegar finnst mér íslensk- ir tómatar heimsins bestu tómatar og niðursoðnir tómatar sem hér fást eru bæði góðir og ódýrir. Þeir sem hafa farið til Grikklands segja að moussaka sé ekki alltaf góður réttur í heimalandinu og oftar en ekki löðrandi í olíu. Sá réttur sem hér er boðið upp á er hvorki löðr- andi í olíu né vatnsósa. Um gæðin verðið þið að dæma sjálf. Segja má að þtjú stig séu við matreiðslu á moussaka: 1. egg- aldinið, 2. kjötsósan, 3. jafningur- inn. Moussaka 1. stig, eggaldinið. 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 1 tsk. salt *A tsk. pipar cayennepipar á hnífsoddi 1 tsk. oregano 2 tsk. rauðvínsedik eða önnur tegund 1. Afhýðið og saxið laukinn frekar smátt. Setjið olíuna ápönnu, og sjúð ið laukinn í olíunni við meðalhita í 3-5 mínútur. Hann á ekki að brún- ast. Takið af pönnunni. 2. Aukið hitann á pönnunni og steikið fyrst helming hakksins á þurri pönnunni, takið af pönnunni og steikið síðari hlutann á sama hátt. Kjötið brúnast betur ef lítið er steikt í einu, annars verður kæling á pönnunni. 3. Meijið tómatana og setjið út í kjötið ásamt leginum og lauknum og sjóðið við hægan hita í 20 mínút- ur. Bætið þásalti, pipar, cayennepip- ar og oregano út í. Ef sósan er þunn má sjóða hana lengur við hærri hita. 3. stig, jafningurinn 2 'A dl mjólk 2 msk. hveiti + 1 dl mjólk í viðbót 30 g smjör (ekki smjörlíki) y» krukka feta-ostur, 120 g Um 500 g eggaldin 1 msk. fínt salt 2 msk. matarolía 1. Þvoið eggaldinin, takið af lauf- ið á endanum en skerið sjálft aldinið í um 1 sm þykkar sneiðar. Raðið á fat og stráið salti á báðar hliðar. Látið bíða í 30 mínútur. Saltið dreg- ur út beiskan vökva, sem er minni í litlum aldinum en stórum. 2. Skolið sneiðarnar, þerrið með eldhúspappír. 3. Hitið pönnu, setjið olíuna á pönnuna og léttsteikið sneiðamar á báðum hliðum. 2. stig, kjötsósan 400 g lambahakk (ekki feitt) 1 frekar stór laukur 1 msk. matarolía 2egg 1. Setjið mjólk í pott og hitið að suðu. Hristið saman mjólk og hveiti og hrærið út í og búið til þykkan jafning. 2. Setjið smjör út í. Meijið fetaost- teningana með gaffli og setjið saman við. Hræríð eggin út í. Rétturinn settur saman. Ofan á er sett 1 msk. rasp og 1 msk. parmesanostur. 1. Smyijið háa eldfasta skál. Rað- ið einu lagi að eggaldinsneiðum á botninn, setjið þá kjötsósuna ofan á, aftur eggaldinsneiðar, hellið loks ostjafningnum yfir. 2. Blandið saman raspi og parmes- anosti og stráið yfír. 3. Hitið bakaraofn í 190 C, blást- ursofn í 170 C, setjið neðarlega í ofninn og bakið í 20-25 mínútur. Athugið: Gott er að borða blaðsal- at með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.