Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 27 ekkert frábrugðnir öðrum Evrópu- mönnum að þessu leyti. En sumir kristniboðar höfðu næmi fyrir menningu fólksins sem þeir störf- uðu á meðal. Þeir reyndu að lifa líkt og fólkið og klæða kristindóm- inn í menningarform þess. Slíkir kristniboðar höfðu mikil áhrif. Það tekur tíma að kynnast menningu hverrar þjóðar. Nú á tímum er staðan önnur. Menn geta lært mannfræði og nú er það viðtekin skoðun að kristindómurinn eigi að vera túlkaður í samræmi við og með virðingu fyrir þeirri menningu sem hann kemur inn í.“ Mismunur á Afríku og Evrópu Hver er helsti munurinn á fólki á Vesturlöndum og Eþíópíu? „Mismunur á fólki á Vesturlönd- um og Eþíópíu er sá að hugur fólks snýst mjög um tíma á Vesturlönd- um. Stundum finnst okkur frá Afr- íku að fólk á Vesturlöndum tilbiðji klukkuna og tímann. í Mekane Yesus kirkjunni tekur fólk við fagnaðarerindinu með opnu hjarta. Það er upptekið af gildum, eins og kærleika, mikunnsemi, virðingu o.s.frv., ekki efnislegum hlutum. Það treystir Guði bæði fyrir and- legum og tímanlegum þörfum sín- um. Vesturlandabúar eru einstakl- ingshyggjumenn. Hver hugsar um sig og sitt. Fólk sýnir hvert öðru ekki eins mikla umhyggju og er ekki eins félagslynt og mínir land- ar. Þegar maður fer t.d. í strætis- vagni eða í rútu, þá talar fólk ekki saman. Ég hef kynnst góðú, kristnu fólki þar sem ég hef starf- að í Noregi. Það sýnir umhyggju og kærleika. En úti í þjóðfélaginu er ástandið víða öðruvísi. Ráð gests Þú, sem kemur til okkar íslensku kirkju úr hinni hraðvaxandi Mek- ane kirkju Eþíópíu, hvaða ráð myndir þú gefa okkur? Hvað gæt- um við gert betur? „Þetta ekki auðveld spurning. Leiðtogar þyrftu að vera í meiri tengslum við almennt safnaðarfólk og efla leikmannastarf þannig að leikmenn axli meiri ábyrgð í söfnuðunum. Þetta ætti að gerast samtímis því sem fólki á launum væri fækkað. Ef allir fá greitt fyr- ir störf sín í kirkjunni verður hún að stórri stofnun. Peningarnir mega ekki ráða stefnunni í safnað- arstarfinu. Vafalaust er þörf fyrir einhverja launaða starfsmenn en fjölga þarf ólaunuðum leikmönn- um. Þeir þurfa að taka meiri ábyrgð og vera fúsir til að þjóna Guði í kirkjunni. Þá tel ég að kirkj- an ætti að nota Biblíuna meir í starfi sínu vegna þess að Jesús er grundvöllur kirkjunnar og við kynnumst honum þar. Það þarf að lesa hana og rannsaka. Það þarf að kenna hana því að hún er speg- ill okkar. Gott væri að hafa sunnu- dagaskóla eða biblíulestra fyrir fullorðna í kirkjunum.“ Að lokum Hvernig kanntu við Island? „Ég kann vel við Islendinga og dáist að því sem þeir hafa komið til vegar. Ég dáist að byggingum, mannvirkjum og stofnunum lands- ins og að fólk skuli geta búið hér sem þjóð. Það er mikið afrek. Það sýnir að íbúarnir vinna mikið og eru góðir skipuleggjendur. Hins vegar er sorglegt að heyra að sum- ir skuli gleyma hvað Guð hefur gert fyrir þá. Mín ósk er að íslend- ingar minnist hvað Guð hefur gert fyrir þá, því að allt, sem þeir eiga, er frá Guði. Álver, færni í fiskiðn- aði, tölvutækni og rafmagnsfram- leiðsla ýmiss konar er allt gjöf frá Guði. Allar framfarir í vísindum og tækni eru aðeins uppgötvun á þekkingu og lögmálum sem alltaf hafa verið til. Þess vegna ber fólki að lifa í þakklæti til Guðs sem hefur gefið þetta allt saman. Svo óska ég þess að fólk geti haldið áfram að lifa góðu lífi hér og njóta þeirra lífsgæða sem hér eru. Lífið er ekki auðvelt í þessu landi.“ Opnum landa- mærín á Islandi! LANDAMÆRIN milli menningar heyrn- arlausra og hins heyr- andi samfélags verður að ijúfa. Talað er um að opna landamærin milli ÉB-landanna svo við þurfum ekki lengur að nota vegabréf. Heimurinn verður sífellt opnari og alþjóðlegri. Og um leið í átt til upp- lýsingaþjóðfélags en við vitum ekki hvernig upp- lýsingaþjóðfélag verður í smáatriðum. En eitt vitum við að það er háð nýjum uppfinningum, nýrri þekkingu og sér- staklega því hvernig skilningur okkar allra eykst. Skiln- ingur okkar hefur þau áhrif að við tökum betri pólitískar ákvarðanir. En við getum sagt eitthvað um mikil- vægan hugsunarhátt í upplýsinga- þjóðfélaginu. Þetta getum við þegar séð í breytingasamfélagi dagsins í dag. Þess vegna getum við sagt að upplýsingaþjóðfélagið muni inni- halda einingu og samstöðu, opnun, virka hópa, ijölbreytni, upplýsingatækni. Tæknina á að nota til að útvíkka möguleika heyrnarlausra til að hafa samskipti við aðra og umheiminn. Það á ekki að nota hana til að takmarka möguleik- ana þannig að heyrnar- lausir verði ennþá ein- angraðir. í Morgunblað- inu 12. febrúar sl. segir frá svari við fyrirspum Svanfríðar Jónasdóttur á Alþingi um að málefni heyrnarskertra og heyrnarlausra feli ekki einungis í sér aukinn rétt heyrnarlausra til táknmálskennslu og táknmálstúlk- unar í skólakerfinu heldur sé um að ræða víðtækan rétt til þjónustu og þátttöku á öllum sviðum samfélags- ins. Þar megi t.d. nefna dómskerfi og heilbrigðiskerfi. Menntamálaráð- herra sagði að í nágrannalöndum hefði víðast verið farin sú leið að viðurkenningu á táknmáli að setja í áföngum lög sem tryggja rétt heyrn- Ef þú viðurkennir ekki tungumál manns, segir Guðbjört Ingólfsdótt- ir, viðurkennir þú ekki manninn. arlausra og heyrnarskertra til tákn- máls og túlkunar á ýmsum sviðum. Þá kemur fram í svari menntamála- ráðherra að framboð á túlkaþjónustu fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa hér á landi hafi aldrei verið svo mik- ið að það hafi fullnægt þörf. Einnig kemur fram hjá menntamálaráð- herra að Ríkisútvarpið Sjónvai-p hafi engar tímasettar áætlanir um sér- staka textun á innlendu efni fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Textun frétta í beinni útsendingu væri afar kostnaðarsöm og því ekki á döfínni í nánustu framtíð. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum með svör mennta- málaráðherra. Ég bjóst við að lesa það að hann hefði sagt frá því að á síðasta landsfundi sjálfstæðismanna Guðbjört Ingólfsdóttir hefði verið samþykkt að viðurkenna sem fyrst íslenskutáknmálið sem móðurmál heyrnarlausra og fyrsta tungumál þeirra. Og menntamálaráðherra veit að það er verið að_ mennta táknmáls- túlka í Háskóla íslands svo það ætti vel við að fara að vinna að því að fá táknmálið viðurkennt. Og hvað með stofnanir og ráðuneyti? Af hveiju taka þeir ekki upp að einn og einn starfsmaður læri táknmál? „Textun frétta væri svo kostnaðar- söm og ekki á döfinni í nánustu fram- tíð,“ finnst mér alveg fráleitt svar. í mínum huga væri þetta svipað því að ráðuneytin tækju þær ákvarðanir að kaupa ekkert í sambandi við tölvu- tækni eða nokkuð sem auðveldar vinnu við upplýsingatækni í nánustu framtíð því það væri svo kostnaðar- samt. Ég held að við þurfum að taka til og athuga hveiju við eigum að henda og hvað við eigum að nota. Eins er með ráðamenn þjóðarinnar. Það er val sérhverrar manneskju á ýmsum sviðum tilverunnar að ákveða hvernig samfélagið verður í framtíð- inni. Það gildir um okkur öll óháð því hvort við erum heyrnarlaus eða heyrandi því við erum öll meðlimir í íslenska samfélaginu. „Ef þú við- urkennir ekki tungumál manns við- urkennir þú ekki manninn." íslenska táknmálið þarf að viðurkenna sem fyrst. Höfundur er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, með aðstoð rittúiks. Aukið úrval - Meiri búnaður - Betra verð! MAZDA 323 fæst nú í 4 mismunandi útgáfum sem hafa ólíkt yfirbragð og eiginleika. Rúmbestur í sínum flokki með nægu rými fyrir fjölskylduna og farangurinn. Sérstakur stíll, afar rennilegur og nýtískulegur. Sameinar kosti sportbíls og íjölskyldubíls. Sportlegur og spennandi en samt með gott pláss fyrir 5 manns. Sá nýjasti í 323 fjölskyldunni. Mikið notagildi, þægilegur og rúmgóður. Úrvalið af MAZDA 323 auðveldar hverjum og einum að finna bíl við sitt hæfi. Einn þeirra hentar þér örugglega! MA2DA 323 kostar frá kr.wiwiiyjpinn Ýmsir greiðslumöguleikar, bílalán eða kaupleiga. Við erum líka á veraldarvefnum: www.hugmot.is/mazda Opið laugardaga frá kl. 12-16 SKÚLAGÖTU 59, SÍMI 561 9550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.