Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 42
^42 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR * HARALDSSON + Sverrir Haraldsson fæddist á Hofteigi á Jökuldal 27. mars 1922. Hann lést 26. jan- úar síðastliðinn á Borgarfirði eystra og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju 1. febr- úar. Sverrir var fæddur á Hofteigi á Jökuldal, sonur hjónanna sr. Haraldar Þórarinssonar, sóknar- prests þar, og Margrétar Jakobs- <*■ dóttur. Frá tveggja ára aldri ólst hann upp í Mjóafirði, en séra Haraldur þjónaði Brekkusókn frá 1924-1945 og sat í Mjóafirði síð- astur presta. Sverrir stundaði menntaskólanám á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi sama ár og faðir hans lét af þjónustu í Mjóafj arð arþi ngu m, tók svo kandídatspróf í guðfræði 1945. Á háskólaárum sínum og að loknu guðfræðiprófi, sinnti hann ýmsum störfum: kennslu, þýðing- um, blaðamennsku og ritstörfum, uns hann vígðist til Desjamýrar- Henni þjónaði hann óslitið til 1992 við vinsældir og mikla tiltrú. Árum saman kenndi hann við barna- og unglingaskóla Borgarfjarðar, framan af mikið og vann þar gott starf. Eftirlifandi kona séra Sverris er Sigríður Eyjólfsdóttir Hannes- sonar. Hún er kona víðlesin í ís- lenskum fræðum og bókmenntum. Á heimili þeirra hjóna ríkti einatt svipmót og andi þess auðs sem mölur og ryð fá eigi grandað. Þegar í menntaskóla vakti Sverrir Haraldsson athygli fyrir meðferð á íslensku máli. Sú at- hygli fylgdi honum æ síðan. Ungur gaf hann út tvær ljóðabækur, Við bakdyrnar, árið 1950 og Rímuð ljóð á atómöld, tveim árum síðar. Safn ljóða hans, eldri og yngri, kom út 1982 og ber nafnið Að leikslokum. Ljóðmál þessa hljóð- láta skálds er ekki torráðið. Hann dembdi ekki yfir lesandann marg- ræðum líkingum, bjó orðum sínum engan dularbúning. Hann orti ljóst, enda hugsaði hann ljóst. Meginvið- fangsefnið í ljóðum hans er maður- inn sjálfur - þessi misvitra, fálm- andi vera, sem aflar sér svo undra- verðrar leikni á vissum sviðum, en býr á öðrum sviðum við fáfræði og andlega heftingu, þvílíka að með öllu er óljóst hvort henni tekst að lifa af afleiðingar sinnar eigin þekkingar. En jafnvel þótt sr. Sverrir hefði aldrei sent frá sér ljóðabók, hefði ekki getað farið fram hjá því fólki er hlýddi á þjónustu hans, að þar mælti skáld í guðshúsi og skipti þar ekki máli hvort hann var að flytja predikun af stóli ellegar kveðja látinn mann hinstu kveðju fýrir altari. Hann setti ekki á lang- ar tölur, jós ekki úr óþrotlegum mælskubrunni. Hann bjó ræðu sinni knappt form, þar sem gildi hvers orðs var vegið og metið af rökvísi kunnáttumanns og næmi listamanns, áður en það fékk sinn stað í máli hans. Fór enda svo jafn- an að honum nægðu undrafá orð til þess að komast að kjarna máls- ins. Hreinn einfaldleiki, tært lát- leysi og mikil birta einkenndu alla þjónustu þessa hljóðláta og hóg- væra hirðis við guð og menn og er hann snart dyr hins hæsta með sprota tilbeiðslunnar, var athöfn hans þess háttar að í huga áheyr- andans brá upp leiftri, því líkustu er verður þegar hvítur geisli fellur á tæran kristal. Stærstur var hann þó sem hluttakandi í sorginni, hug- hreystandi og huggari á hinum erfiðustu stundum, er dauðinn hafði kvatt dyra með þeim hætti að ógerlegt virtist að sættast við komu hans. Á þvílíkum stundum voru hrein undur að sjá og heyra hvert þrek þessum veikbyggða manni var gefið. í návist séra Sverris Haraldsson- ar lifði jafnvel hinn trúarveiki þau augnablik að hann gat ekki efast um að fyrr en síðar rættust orð meistarans frá Nasaret: Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa. Sigurður Óskar Pálsson. Handrit aímælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAOACGl YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR BMValláehf. Óskum eftir að ráða starfsmann í framleiðslu- deild. Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að umsækjendur séu með lyftarapróf. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 577 4000 milli kl. 10.00 og 16.00. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Læknar Almennur fundur í Öldungadeild LÍ á morgun kl. 10.30 í Hlíðarsmára 8, Kópavogi. Fundarefni: 1. Niðurskurður í heilbrigðismálum. 2. Erindi: Tvískinnungur í heilbrigðiskerf- inu. Össur Skarphéðinsson, alþingis- maður. Kaffiveitingar. Ath. fundurinn er opinn öllum læknum. Stjórnin. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 25. febrúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eign- um: Áhaldahús á hafnarkanti, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður, atvinnutryggingadeild. Fjarðargata 30, 0101, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjaröargata 30, 0201, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiöandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0203, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjaröar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0205, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Mánagata 6A, 0201, ísafirði, þingl. eig. Ólafur Ásberg Árnason, gerðarbeiðandi Byggingarsj. rikisins húsbréfadeild. Sætún 12, 0202, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 27, n.h., Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðarbæj- ar, geröarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á ísafirði, 20. febrúar 1997. Stangaveiðimenn ath. Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudag- inn 23. febrúar í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund. Kennt verður 23. febrúar, 2., 9., 16. og 23. mars kl. 15.30. Við leggjum til stangir. Ath. breyttan tíma og stað. Auglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 24. febrúar til 24. mars nk. munu starfsleyfistiilögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunarvarnareglu- gerð nr. 48/1994 með síðari breytingum, liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur: Tannlæknastofa Ragnars M. Traustas. Grensásvegi 16,108 Rvk. Tannlæknastofa Sigurjóns Þórarinssonar Furugerði 3,108 Rvk. Tannlæknastofa Sigurgeirs Steingrímssonar Brautarholti 2,105 Rvk. Tannlæknastofa Óskar Þórðardóttur Tannlæknastofa Rögnu B. Baldvinsdóttur Tannlæknastofa Jóns Á. Eyjólfssonar Tannlæknastofa Sigfúsar Þ. Elíassonar Tannlæknastofa Einars Ragnarssonar Tannlæknastofa Þórarins Jónssonar Tannlæknastofa Sverris Einarssonar Lundur ehf., trésmíöaverkstæði Innréttingasprautun Jóns Karlssonar Blikksmiðjan Eintækni R.T. bón Stigar og handriö hf., tré- og járnsmiðja Tækni ehf., járnsmiðja Vélsmiðjan Járnverk hf. Hurðasmiðjan sf., stálsmiðja Arentstál ehf. Stál og stansar ehf., stálsmiðja Stálprýði ehf., Stansverk ehf., járnsmiðja Vélsmiðja Jóns Sigurðssonar Vélsmiðja Jóns Bergssonar Stálvinnslan Stava ehf. Vélver sf. Vélsmiðja Einars Guöbrandssonar Harka ehf., vélsmiðja J. Hinriksson ehf., vélsmiðja Vélsmiðja Kristleifs SigurðurV. Gunnarsson, járnsmiðja Jens Árnason vélsmiðja ehf. Bílastöðin ehf., bifreiðaverkstæði Miðstræti 12,101 Rvk. Miðstræti 12,101 Rvk. Miðstræti 12,101 Rvk. Grensásvegi 13,108 Rvk. Grensásvegi 13,108 Rvk. Faxafeni 14,108 Rvk. Álftamýri 3,108 Rvk. Dugguvogi 23,104 Rvk. Borgartúni 29,105 Rvk. Nethyl 1,110 Rvk. Borgartúni 29,105 Rvk. Súðarvogi 20,104 Rvk. Súöarvogi 9,104 Rvk. Ármúla 32,108 Rvk. Stangarhyl 5,110 Rvk. Eirhöfða 17,112 Rvk. Vagnhöfða 17,112 Rvk. Súöarvogi 34,104 Rvk. Hamarshöfða 7,112 Rvk. Borgartúni 36,105 Rvk. Borgartúni 27,105 Rvk. Súðarvogi 52,104 Rvk. Funahöfða 13,112 Rvk. Funahöföa 14,112 Rvk. Hamarshöfða 7,112 Rvk. Súðarvogi 4,104 Rvk. Smiðshöfða 13,112 Rvk. Súðarvogi 16,104 Rvk. Súðarvogi 14,104Rvk. Dugguvogi2,104 Rvk. Hjálmtýr Sigurösson, bílasprautun og réttingar Dugguvogi 1,104 Rvk. Tréog blikkehf., Iðnvangurehf., blikksmiðja Fjöltækni sf., renniverkstæði S.R. Sigurðsson hf., vélaverkstæði Víkurverk hf., vélaverkstæði R.Á.S. ehf., vélaverkstæöi Gæludýrahúsið ehf. Kirkjugarðar Reykjavíkur, líkbrennsla Plastos ehf. Krosshamrar ehf., trésmíöaverkstæði Vélsmiðjan Kvarði sf. Dugguvogi 2,104 Rvk. Kleppsmýrarvegi 8,104 Rvk. Fiskislóð 90,101 Rvk. Eldshöfða 18,112 Rvk. Tangarhöfða 1,112 Rvk. Funahöfða 17,112 Rvk. Faxafeni 9,108 Rvk. Vesturhlíð í Fossvogi. Krókhálsi 1,110 Rvk. Seljavegi 2,101 Rvk. Tangarhöfða 3,112 Rvk. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 3. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápu- hlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 31. mars nk. K.K.R. og kastnefndirnar. Heilbrigðiseftirlit Reykja víkur. Kópavogsbúar - opið hús Opið hús er á hverj- um laugardegi milli kl. 10-12, Hamra- borg 1, 3. hæð. Bæjarfulltrúarnir Arnór Pálsson og Halla Halldórsdóttir verða gestir í opnu húsi á morgun, laug- ardaginn 22. febr- úar. Allir bæjarbúar veikomnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæöisfélag Kópavogs. auglýslngar I.O.O.F. 1 = 1782218'/z = Sp. I.O.O.F. 12 = 1782218’/2 = SP Tilkynning frá Skíðafélagi Reykavíkur 13. Mullersmótið í skíðagöngu verður haldið við ÍR skálann í Hamragili nk. laugardag, 22. febrúar kl. 14.00. Skráning á mótsstað kl. 13.30. Gengnir verða 5 km. Allir ræstir í einu og keppt í öllum flokkum. Ef veður er óhagstætt kemur tilkynning í Ríkisútvarpinu kl. 10 keppnisdaginn. Allar upplýsingar gefnar í síma 551 2371. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 23. febrúar kl. 13-16. Opið hús í Mörkinni 6 (mið- hús). Ferðist með Ferðafélaginu á afmælisári og gerist félagar! Ný ferðaáætlun kynnt. Fjölskylduganga um Elliða- árdal (1-1,5 klst.) Ferðafélag Islands verður með opið hús fyrir almenning á sunnudaginn kl. 13.00-16.00 í félagsheimilinu, Mörkinni 6. Þar verður hægt að fá nýja ferðaá- ætlun en i henni eru kynntar fjöldi ferða ítilefni 70 ára afmæl- is félagsins. Hægt verður að skrá sig í félagið og fá upplýs- ingar um starfsemi þess, feröir og annað. Tilvalið að byrja í Ferðafélagsferðum með ókeypis fjölskyldugöngu í Ell- iðaárdal kl. 13.00, en gangan tekur um 1-1,5 klst. Blófjöll-Þrengsli skíðaganga á sunnudaginn kl. 10.30. Tunglvaka i Heiðmörk á mánudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.00. Skíöaganga eða gönguferð um skógarstíga. Ferðafélag íslands. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudagur 21. febr. 1997 I kvöld kl. 21 flytur Jón Bene- diktsson erindi, „Friðarboðskap- ur Dalai Lama", í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu kl. 15.30 i umsjón Guð- rúnar Hjörleifsdóttur. Á fimmtu- dögum kl. 16-18 er bókaþjón- usta félagsins opin með mikið úrval andlegra bókmennta. Á sunnudögum kl. 15-17 er bókasafn félagsins opið til útláns fyrir félaga en kl. 17 er kyrröar- og hugleiðslustund fyriralmenn- ing. Guðspekifélagar um heim allan njóta algers skoðana- og trúfrelsis og tilheyra öllum helstu trúfélögum heims eða engum. Þeir brúa bil milli manna með skilningi og virðingu á við- horfum meðbræðranna. Qi Gong (Tai Ji) vikuna 20.-27. febrúar Qi Gong er fornt kínverkst mann- ræktarkerfi, sem öðlast hefur miklar vinsældir í hinum vestræna heimi á siöustu árum. Með auðveldum stöðum er unnið með að opna fyrir orkuflæði og lækningamátt líkamans. Leiðbeinandi: Karl-Heinz Knebel, þerapisti og kennari, sem kennt hefurvíða um heim með fyrirlestr- um, rannsóknum og æfingum. Helgarnámskeið 21.-23. feb. Kvöldtímar 24.-27. febrúar kl. 20-21 og 21-22. Ath.: Vegna fjölda fyrirspurna höfum við bætt við kvöldtímum í jóga á þriðjud. og fimmtud. kl. 19.30-20.45. Leiöbeinandi PéturValgeirsson. Upplýsingar og skráning í síma 588 4200 á milli kl. 13-19. JÓOASTÖÐIN HEIMSLjÓS Ármúla 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.