Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 47 ________BRÉF TIL BLAÐSIMS__ Opið bréf til Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra Öllum þeim sem sendu mér gjafir og kveðjur 9. febrúar sl. fœri ég innilegar þakkir og óska þeim langra lífdaga. Gunnar Grímsson, Fannborg 9, Kópavogi. Frá Jóni Þór Helgasyni: FÖSTUDAGINN 14. febrúar, barst vinnuveitendum, og ykkur sem sitja í ríkisstjórn, kröfugerð stærstu fé- laga launþega. Stórfelld hækkun launa, lækkun skatta og jöfnun líf- eyrisréttinda og lækkun tolla á inn- fluttum landbúnaðarvörum, til að ,jafna“ lífskjörin í landinu og kaup- mátt. Þið hafið 11 daga til að ákveða ykkur hvort það verður verkfall eða að þið gangið að kröfum Alþýðu- sambandsins. Undarlegur þessi stutti tími, þeir eru búnir að hafa allan þann tíma sem þurfti til að berja saman kröfugerð. Eru for- ystumenn ASI ekki á himinháum launum frá „hinum fátæka verka- manni“ til að gera kröfugerðir? Athyglisvert er, að um það bil sem fresturinn rennur út situr sex- mannanefnd og ákveður hvort það eigi að hækka búvörur og þar með laun bænda. Auðvitað veit Alþýðu- sambandið að í búvörusamningnum eru ákvæði um þessa innflutnings- tolla og þeim verður ekki breytt, en samkvæmt búvörusamningnum eiga tollarnir ekki að lækka á samn- ingstímanum, en þeir vita að þeir geta haft áhrif á þig og fengið þig til að koma í veg fyrir hækkanir á landbúnaðarvörum sem eiga að ganga í gildi 1. mars. Ríkisstjórnin hefur alltaf látið undan kröfum verkalýðsins í land- búnaðarmálum síðan 1988, enda hafa laun bænda sáralítið hækkað síðan þá. Davíð, manstu eftir þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, kom í sjónvarp og tilkynnti kotroskinn að stórtíð- indi í samningamálum aðila vinnu- markaðarins væru um það bil að gerast. Það væri búið að gera kjara- samning sem væri mótandi fyrir kjarasamninga næstu ára. Seinna var þessi samningur kallaður fyrsti þjóðarsáttarsamningurinn. Eitt at- riðið í samningnum var að landbún- aðarvörur áttu ekki að hækka á samningstímabilinu. Þetta ákvæði hefur síðan verið í öllum samningum vinnumarkaðarins, með hrikalegum afleiðingum fyrir bændur. í tölum er þetta þannig að almennt verðlag hefur hækkað um 73,09% síðan 1988, en landbúnaðarvörur og þá laun bænda innan við 5%. Þetta hefur haft hrikalegar afleiðingar fyrir þúsundir bænda. Nú er staðan sú að 40% bænda eru á vonarvöl, en aðeins 2% verkafólks. Eru þessar tölur í samræmi við kröfur ASÍ-mill- anna um kjarajöfnun? Miðað við þær kröfur ætti að lækka laun verkafólks. Hefurðu, Davíð, velt fyrir þér hvers vegna þessi tala nær að vera svona há? Það segir sig sjálft að breytingarnar í landbúnaði hafa ekki verið svo örar að einn morgun vakni 25% bænda upp sem fátækl- ingar, og nokkrum vikum seinna 15% í viðbót. Nei, ekki alveg. Þessi tala hefur vaxið jafnt og þétt í gegn- um tímabil „þjóðarsáttar". Margir bændur hafa orðið gjaldþrota og misst allar sínar eigur og þurft að byija upp á nýtt með tvær hendur tómar. Þetta eru menn sem oftast eru komnir yfir fimmtugsaldurinn og eru ekki með neina verkmennt- un. Oft enda þeir í illa launaðri erfið- isvinnu á lægsta taxta og halda því áfram að vera fátækir. Síðan bætast alltaf fleiri og fleiri í hóp bænda sem lifa undir fátækt- armörkum. Fátækt hjá bændum er gríðarleg, enda hef ég verið spurður að því hvernig bændur lifi við þess- ar aðstæður. Gamall kínverskur málsháttur segir: Það verður enginn ríkur af miklum tekjum, heldur að- eins af litlum útgjöldum. Málið er nefnilega það, að fátæktarmörk eru skilgreind eftir neysluvísitölunni, sem síðan má gróflega skipta upp í þijá flokka: 1. Lífsnauðsynjar (matvæli, húsnæði, rafmagn og hiti) 35%. Þar af íslenskar landbúnaðar- vörur 5%. 2. Nauðsynjar (bíll og fatnaður) 25%. 3. Munaður (tóm- stundir, ferðalög, happdrætti o.fl.) 40%. Þannig geta bændur lifað með tekjur allt að 40% undir fátæktar- mörkum án þess að þurfa að svelta, en bóndinn lifir þá einungis lífinu út af því að hann getur ekki annað. Það sem bændur hafa lært betur en aðrar stéttir síðustu ár er að lifa af litlum tekjum. Þá list hafa bænd- ur ekki lært af fúsum og fijálsum vilja, heldur vegna ánauðar. En núna langar mig að spyija þig, Davíð: Ef við miðum okkur við kín- verska málsháttinn og tölurnar sem eru hér fyrir ofan, væri ekki næg launabót fyrir launþega að senda þá alla með tölu á fjármálanám- skeið, til að skuldir heimilanna auk- ist ekki í öfugu hlutfalli við tekju- aukninguna eins og oft hefur gerst hér á landi? Eins og ég benti á í upphafi eru kröfur ASÍ um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum ekkert annað en Efni í fermingarfötin Snið frá Burda, New Look og Kwivk Sew, auk sníðablaða frá Burda, Knip o.fl. Allt til sauma. VtRKA Mörkinni 3, sími 568 7477 Opið mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. til l.júní. LANCOMEI LANCÖME snyrtivörurnar eru nú fóanlegaríversluninni. Kynning í dag ó vorlitunum ósamt fleiri spennandi nýjungum. Glœsilegur kaupauki Sama verð og I Evrópu BRÁ taugavegi 66, slmi 5512170 - ■ ............ » krafa um óbreytt verðlag á landbún- aðarvörum. Ég spyr þig þess vegna, Davíð Oddsson: Ætlar ríkisstjórnin enn einu sinni að láta bændur blæða vegna óréttlátra krafna verkalýðs- hreyfingarinnar í garð bænda? Hvaða rök eru fyrir því að hætta við hækkun launa bænda? Offram- leiðsla? Spurðu landbúnaðarráð- herra um kjöt- og smjörfjallið. Of- framleiðsla á landbúnaðarafurðum heyrir sögunni til og á sama tíma fer bændum fækkandi og engin ný fjós eru byggð. Þetta á líklega eftir að leiða til hruns mjólkurfram- leiðslu. Hvernig eiga bændur að ná fram hagræðingu með því að byggja stærri fjós, þegar þeir hafa ekki einu sinni tekjur til að lifa eins og aðrir þegnar þessa lands? Auk þess bendi ég þér á að fyrir skömmu var birt könnun sem sagði að verð á landbúnaðarvörum væri svipað og í nágrannalöndum okkar. Milljón- króna höfðingjarnir sem stjórna ASÍ vilja ekkert vita af þessari könnun, enda hæfir könnunin ekki stjórn- málaskoðunum þeirra. í þeirra aug- um er allt best í sameinaðri Evrópu. JÓN ÞÓR HELGASON, landbúnaðarverkamaður, Lambhaga, Rangárvöllum. Tækniwal Skeiftmni rJ. 10.30-11.30: Veraldarvefu ri n n, ieiðb. um notV.un Tæknívaí Hafnarfirð-' ki. 12.30-13.30: Veraidarveíurínn, leiöb. um rsotkun l 'erió velkomín! Hallo! Littu inn á laugardaginn og kynntu þér Veraldarvefinn! && Tæknivat Reykjavikurvegi 64 220 Hafnarfirfti Slmi 550 4020 Netfang: 108 Reykjavik Netfang: mottaka@taeknival.is fjordurOtaeknivalis Fermingar Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega biaðauka Fermingar, en um 4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði. Er þetta í áttunda sinn sem slíkur blaðauki er gefinn út með upplýsingum á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins. í blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarböm og foreldra um undirbúninginn og fermingardaginn. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn. Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra bama erlendis, tekin verða tali fermingarböm fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleim. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1171 eða með símbréfí 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 3. mars. IW@ir|5mMíiS»iS» - kjarni málsinv!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.