Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR + Hulda Þórðar- dóttir fæddist á Miðhrauni í Mikla- holtshreppi 20. júní 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin á Miðhrauni, Þórður Kristjáns- son frá Hjarðar- felli, f. 18.10. 1889, d. 31.1. 1969, og kona hans Ingi- björg Guðmunds- dóttir frá Mið- hrauni, f. 16.5. 1893, d. 3.9. 1975. Hulda var yngst sjö systk- ina en átti auk þess einn uppeld- isbróður sem er ári yngri en hún. Hin eru: Steinunn (látin), Þóra, Kristín, Kristján, Elín, Guðmundur, og Oli Jörundsson (fósturbróðir). Hinn 16. júní 1951 giftist Hulda eftirlifandi eigin- manni sínum, Þór- ólfi Agústssyni, f. 25.4. 1928. Foreldr- ar hans voru Ágúst Pálsson, skipstjóri Stykkishólmi, f. 26.8. 1896, d. 14.7. 1959, og kona hans Magðalena Níels- dóttir, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975. Börn Huldu og Þórólfs eru: 1) Valgerður Kristjánsdóttir (fósturdóttir, sem kom til þeirra 11 mánaða gömul) og á hún sex börn. 2) Agúst Magni Þórólfsson sem á fjögur börn. 3) Erla, sem er yngst. Útför Huldu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar árin færast yfir eru góðar minningar eitt það besta sem mað- ur á. Og þær á ég margar um mína kæru vinkonu og mágkonu, Huldu Þórðardóttur. Mér fannst hún vera lifandi eftirmynd foreldra sinna, hlý og traust. Hún vildi hjálpa öllum og gera gott sem hún mátti. Hún var mjög frændrækin og kom það m.a. fram í því hve húr> lét sér annt um systkinabörn sín og gladdist þegar þeim gekk vel. Ef hún frétti að þau vantaði samastað þá hafði hún samband og bauð þeim að vera hjá sér. Það var alltaf velkomið. Hulda var ótrú- lega dugleg, listræn og lék allt í höndum hennar. Hún málaði mynd- ir og vann ýmiss konar handa- vinnu. í mörg ár voru þau Hulda og Þórólfur eiginmaður hennar með verslanir. Þá var oft lítill tími af- lögu til að mála, en hana langaði til að sinna því meira. Þau Hulda og Þórólfur ferðuðust mikið um landið með börn sín og nutu þess. Þegar við vorum ungar var mikið af ungu fólki hér í sveit- inni. Það var samstilltur hópur. Við hittumst oft, ferðuðumst og skemmtum okkur. Huldu langaði mikið til að ná þessu fólki saman og gera eitthvað skemmtilegt. í vor fékk hún fermingarsystkini sín hingað. Þau fóru í kirkjuna á Fá- skrúðarbakka á hvítasunnudag til að minnast þess að fimmtíu ár voru liðin frá því að þau fermdust. Hún var svo glöð yfir að þetta skyldi takast. Það var svo margt sem hana langaði að gera, hún vissi að tíminn var naumur. Miðhraun var hennar undaðsreitur, þar átti hún góða æsku og ástríka foreldra. Síð- ast ferð hennar að Miðhrauni var í júni sl. sumar. Þá héldum við upp á fjörutíu og fimm ára brúð- kaupsafmæli, fjórfalt systkina- brúðkaup. Þótt hún væri orðin veik þá, var hún glöð, kom öllum í gott skap og fékk alla til að hlæja með sér. Glaðværðin fylgdi henni. Minningin um Huldu verður alltaf hlý og björt. Löngu veikindastríði hennar er lok- ið. Við kveðjum Huldu með þakk- læti í huga fyrir allt sem hún var okkur og vottum eftirlifandi fjöl- skyldu hennar djúpa samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem). Anna Þórðardóttir, Miðhrauni. Það er með söknuði, sem ég kveð Huldu Þórðardóttur. Söknuði en fyrst og fremst aðdáun á því hvernig hún tókst á við lífið. Ég var átta ára stelpa í Stykkis- hólmi, þegar Hulda og Þórólfur tóku að sér fósturdóttur sína Val- gerði Kristjánsdóttur. Hulda treysti mér fyrir því vandaverki að vera barnapía hjá sér. Mér fannst þetta mjög mikilvægt starf, en fyrst og fremst fannst mér ég heppin, því Valgerður var alltaf svo fín hjá mömmu sinni. Hún Hulda pijónaði svo fallegar peysur á stelpuna sína og saumaði svo fín föt, að auðvitað var ég að passa fínustu stelpuna í bænum og var montin af. Mér er líka einkar minnisstætt þegar Hulda og Þórólfur bjuggu með ömmu og afa í Miðgarði. Þá var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn, allir alltaf velkomnir og þær amma svo góðar vinkonur. Seinna t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÍNA JENSEN frá Kúvíkum, Hrafnistu i Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Friðrikka Sigurðardóttir, Rut Sigurðardóttir, Pétur Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Karl Jensen Sigurðsson, Matthildur Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Friðbjörn Gunnlaugsson, Guðjón Júníusson. Hilmir Sigurðsson, Ágúst Karlsson, Elin Þórdfs Björnsdóttir, Tómas Þórhallsson, Sigurbjörn Árnason, Nanna Hansdóttir, Einar Gunnarsson, Hjördís Hjörleifsdóttir, hefur mér orðið hugsað til þess að líklega hafi verið þröngt, en í minn- ingunni var alltaf nóg pláss. Mér er líka minnisstætt þegar hún eignaðist börnin sín, Gústa og Erlu. Hún var svo stolt af þeim. Þau voru henni lífið sjálft. Þegar Valgerður eignaðist sitt fyrsta barn, var það auðvitað Hulda „litla“. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa að mestu leyti fyrstu árin og var þeim afar ástfólgin. Hún býr nú í Noregi hjá mömmu sinni og bræðrum og ég veit að það var Huldu erfítt þegar fjölskyldan flutti út, en aldrei kvartaði hún, heldur gladdist yfir öllu smáu sem stóru í þeirra lífi. Það var henni mikið gleðiefni þegar Erla dóttir hennar lagði fyrir sig tónlistarnám og studdi hún Erlu með ráðum og dáð að halda áfram á þeirri braut og var stolt af henni. Skömmu eftir að ég flutti í Hafn- aríjörð hófu Hulda og Þórólfur verslunarrekstur á Arnarhrauni. Synir mínir Ásgeir og Kristmann voru aufúsugestir í verslunarleið- angri hjá frænda sínum og Huldu. Aldrei gleymdust litlir munnar og alltaf var talað við þá sérstaklega eins og fullorðna menn. Þetta glað- lega og ljúfa viðmót, sem ein- kenndi Huldu, fylgdi henni alltaf hvar sem hún var. Eftir að hún veiktist breyttist það ekki. Hún var alltaf veitandi. Mér er efst í huga síðasta skiptið þegar ég heimsótti Huldu á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hún var þá orðin mikið veik, en þarna var stund milli stríða. Stofan hennar var skreytt með myndum, sem hún var að mála þegar kraftar leyfðu. Nokkrum dögum áður hafði hún lokið við að mála mynd af mömmu, sem pabbi gaf mér í af- mælisgjöf. Þessa mynd hafði hún unnið við sárþjáð, en það var henni mikið kappsmál að ljúka henni og gera það vel. Þessi mynd er mér því mjög kær í tvennum skilningi. Hún var svo glöð, ekki var kvartað þótt þrekið væri lítið, heldur glaðst yfír því að vera betri en um dag- inn, hversu fallegt útsýnið væri, hve allir væru góðir við sig og efst í huganum var að komast heim fyrir jól, þegar Erla kæmi heim. Henni tókst það líka þótt fæstir hefðu trúað því. Þessa stund kom Ella systir hennar í heimsókn, sem hún gerði hvern dag. Hún kom með köku sem hún hafði sérstak- lega valið handa Huldu, til þess að fá hana til að borða, því lystin var engin. Það var svo yndislegt að vera vitni að þessum kærleik, sem þær systur báru hvor til annarrar. Þegar ég kvaddi hafði ég tafið í rúmar tvær klukkustundir og tíminn hafði flogið áfram. Þannig var það alltaf þegar maður hitti Huldu, hún var einfaldlega svo gefandi. Ég bið algóðan Guð að varðveita og styrkja Þórólf, Erlu, Gústa, Valgerði, Huldu „litlu“ og öll hin barnabörnin og tengdadóttur. Blessuð sé minning Huldu Þórð- ardóttur. María Ásgeirsdóttir. Mig langar svo til þess að segja ykkur frá henni Huldu, þ.e eins og ég þekkti hana. Þegar ég var smá- strákur voru þau Hulda og Þórólfur með verslun á Arnarhrauninu í Hafnarfirði. Eitt það skemmtileg- asta, sem ég vissi var að fara þang- að í heimsókn og hitta þau (auðvit- að fékk maður alltaf eitthvað gott líka). Ég var frændastrákur, sem hún Hulda átti stóran part í. Þegar Hulda og Þórólfur fluttust frá Hafnarfirði fannst mér ég sjá helst til lítið af þeim, bara einstaka sinn- um á ári. Það var ekki fyrr en þau fluttu upp á Akranes að ég fór reglulega í heimsókn til þeirra. Ekki mátti líða jólafrí í skólanum að ég færi ekki upp á Skaga. Allt- af þegar ég kom var tekið á móti mér af þvílíkri hlýju og ástúð að annað eins er vandfundið. Það var alltaf pláss fyrir mig, jafnvel þótt þar væri fullt hús af fólki. Hulda var mér eins og besta amma. Hún var listakona í öllu sem hún vann í höndunum, hvort sem hún pijón- aði, saumaði, málaði eða eldaði mat. Best man ég þó eftir tvennu: brúðarkjólnum, sem hún saumaði á Erlu, en ég hélt að svona væri bara gert í útlöndum. Hitt eru myndirnar, sem hún málaði og þá sérstaklega á rekavið. Einu sinni sýndi hún mér blýantsteikningar, sem hún rissaði niður og ætlaði að mála síðar. Þar á meðal voru skýja- myndir og ýmislegt úr náttúrunni, en hún Hulda var svo mikið nátt- úrubarn. Það sem er mér þó minnis- stæðast um Huldu er, hvað hún var alltaf glöð og brosandi, hvernig sem kringumstæður voru og hvað hún gat gefið mikla hlýju og ástúð. Elsku frændi, ég veit að þú hef- ur misst mikið. Ég bið Guð að gefa þér fullvissuna um að hún Hulda hvílist nú á himnum hjá Honum, „því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3,16). Kristmann Jóhann. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætið sæl lifðu nú. ( Hallgr. Pét.) í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju fyrrverandi tengdamóð- ir mín, Hulda Þórðardóttir frá Mið- hrauni í Miklaholtshreppi. Hún lést fyrir viku, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Huldu kynntist ég fyrst fýrir tíu árum er ég kom inn á heimili henn- ar, sem þá var á Patreksfirði. Hún tók á móti mér með opnum örmum og sínu hlýja viðmóti. Ég eignaðist frá þeirri stundu góða vinkonu sem var ávallt tilbúin að hjálpa og styðja þegar þess þurfti með. Hulda var einstök kona, það veit ég að allir eru sammála um sem hana þekktu. Hennar hlýja viðmót, góða lund, dugnaður og glæsileiki var þannig að maður hreifst af og manni leið ákaflega vel í nærveru hennar. Ég sagði oft að það væri stutt niður á „Miðhrauninginn“ í henni og átti ég þá við prakkarann sem ávallt var til staðar undir yfír- borðinu. Átti stundum stríðinn og prakkaralegur ungur maður þarna góðan liðsmann sem gaman var að glettast við. Þetta gerði Huldu líka að skemmtilegum frásagnaraðila. Hún hafði yndi af að ferðast og naut þess í ríkum mæli að segja frá ferðum sínum og skemmtilegum atvikum úr lífi sínu og fjölskyldunn- ar, enda hafði hún ferðast víða um landið og hafði frá mörgu að segja. Þá naut sín einnig sá eiginleiki hennar að koma auga á hinar ýmsu myndir í landslaginu, enda var hún listfeng mjög og hafði næmt auga fyrir öllu fögru. Ég minnist ógleym- anlegra göngutúra um hraunið hennar fyrir ofan Miðhraun. Þar sýndi hún hvernig hún las út heilu húsin og hýbýli álfanna sem bjuggu í hrauninu. Hún unni mikið sínum heimaslóðum og var einstaklega gaman að heyra hana segja frá sín- um uppvaxtarárum á Miðhrauni og lífi og starfi þeirra systkinanna sem svo kært var með og missa nú mikið. Hulda var listmálari af Guðs náð og málaði myndir þegar tími gafst til. Hraunið var henni sérstaklega hugleikið sem og blómin. Ekki hafði hún notið sérstakrar leiðsagnar í þeim fræðum, aðeins sótt námskeið fyrir mörgum árum. Eftir hana liggja fagrar myndir sem hvaða list- málari í dag mætti vera stoltur af. Hún var stolt af að hafa hannað og teiknað fána kvenfélagsins Lilj- unnar í Miklaholtshreppi og hún sendi inn afar góða tillögu að merki Snæfellsbæjar en hún flaggaði ekki þessum hæfíleikum sínum frekar en öðru sem hún gerði svo fagur- lega. Hún var snillingur í höndum og marga fagra flíkina hefur hún saumað á börnin sín og bamaböm. Er þau hjónin stóðu í verslunar- rekstri settist hún við sáumaskap að afloknum fullum vinnudegi og heimilisstörfum og saumaði sæng- ur- og koddaver og fleira langt fram á nótt og var svo mætt til vinnu árla morguninn eftir. Þannig var Hulda alltaf sífellt vinnandi og féll aldrei verk úr hendi. Líf hennar var ekki dans á rós- um. Þau hjón hafa búið víða um landið og hafa flutt þar af leiðandi oft á milli staða. Alls staðar bjó Hulda fjölskyldu sinni fagurt heim- ili og sá til þess að öllum liði vel í návist hennar. Ávallt var til nóg með kaffínu og alltaf fann hún sér tima til að útbúa veisluborð þegar svo bar undir. Tími hennar til að sinna sínum hugðarefnum var þess vegna ekki mikill en þegar hún settist niður var hún óðum farin að teikna upp eitthvað sem fyrir augu bar eða var í minni. Nú síðast í veikindum sínum teiknaði hún upp það sem hún las út úr skýjunum eða sá út í kringum sig. Veit ég að þannig vakti hún sanna aðdáun þess hjúkrunarfólks er sinnti henni. Það var mjög erfitt að fylgjast með og sjá þessa þróttmiklu konu verða svo heltekna af þessum illvíga sjúk- dómi, sjá hann svipta þennan sæl- kera bragðskyninu þannig að hún gat illa neytt þess sem henni þótti gott og tók að lokum lífið frá henni, en hetjuleg barátta hennar var aðdáunarverð. Að leiðarlokum þakka ég fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og allt það sem hún gerði fyrir mig. Eftirlifandi eiginmanni, börnum, tengdadóttur, barnabörn- um, systkinum og öðrum ættingj- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar í sorg þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu Huldu Þórð- ardóttur. Ármann Óskar Sigurðsson. Liðinn er dagur og langri bar- áttu við erfíðan sjúkdóm lokið. Hulda Þórðardóttir mágkona mín var ein af þeim hetjum sem fara ekki með hávaða, heldur takast af æðruleysi á við það sem að höndum ber. Það kom hvað best í ljós í þeim veikindum, sem leiddu hana til dauða. Mörgum sinnum þegar allt virtist vonlaust, kom hún á óvart, bæði ættingjum og læknum. Hún bar ekki raunir sínar á torg, heldur hafði það að leiðarljósi að líta alltaf á björtu hliðarnar í lífínu. Hún var styrkur fjölskyldu sinnar, bæði í áföllum lífsins, svo og í sín- um eigin veikindum. Mér er minnisstæður sá dagur, þegar Hulda og Þórólfur bróðir minn gengu í hjónaband. Sólríkur sumardagur á heimili foreldra hennar að Miðhrauni í Miklaholts- hreppi. Þau voru fjögur systkinin, sem giftu sig þennan dag. Þetta var mikil hátíðarstund og þótti harla óvenjulegt að svo mörg systk- in skyldu giftast í senn. Ég tel Þórólf bróður minn hafa stigið sitt mesta gæfuspor í lífínu að eignast slíka konu sem Huldu. Hulda og Þórólfur bjuggu fyrstu búskaparárin í Stykkishólmi. Um tíma héldu þau heimili með foreldr- um mínum í Miðgarði í Stykkis- hólmi. Það var framandi fyrir Huldu, unga konu, uppalda í sveit, að kynnast búskapnum við sjávar- síðuna. Henni fannst sjósókn heill- andi og tók þátt í henni þegar það bauðst. Foreldrum mínum var hún einkar kær tengdadóttir, sem heill-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.