Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 21 VALDASKIPTI í KÍNA mikill málafylgjumaður. Hann á einnig fleiri óvini en keppinautur- inn. Li átti stóran þátt í þeirri ákvörðun að beita hervaldi á Torgi hins himneska friðar og hefur aldr- ei losnað við smánarblettinn sem fylgdi blóðbaðinu. Hann hefur þó lagt mikið kapp á að bæta ímynd sína, ferðast um Kína, kysst börn og þeir eru orðnir ótalmargir sem hann hefur heilsað með handa- bandi. Forsætisráðherrann er verk- fræðingur og menntaður í Sovét- ríkjunum eins og Jiang og var eitt af mörgum börnum sem Chou En-lai, fyrrverandi forsætisráð- herra, og kona hans ólu upp. Li átti frama vlsan innan kommún- istaflokksins þegar á æskuárunum og aðrir embættismenn hafa sakað hann um hroka. Vegna skapferlis Lis og harð- línustefnu hefur alltaf staðið styr um hann. Jafnvel móðir hans for- dæmdi hann sem umhyggjulausan son þegar hún lá banaleguna á sjúkrahúsi í Peking árið 1985. Menntamenn hafa stundum haft Li að spotti og segja hann ekki mjög greindan. Hann hefur þó reynst slyngur og þrautseigur stjórnmálamaður og haldið lengur velli en margir bjuggust við. Helsti vandi Lis felst í því að samkvæmt stjórnarskránni getur hann ekki gegnt forsætisráðherra- embættinu lengur en fram á næsta ár. Framtíð hans kann því að ráð- ast á þingi kommúnistaflokksins í október. Þingforsetinn valdamikill Á meðal annarra áhrifamanna í Kína er Qiao Shi, forseti þings- ins, sem er 73 ára og hefur beitt sér fyrir auknum áhrifum lög- gjafarsamkundunnar. Hann var eitt sinn talinn líklegur til að taka við embætti flokksleiðtoga, enda Nýr lík- ofn fyrir Deng Peking. Reuter. ÆÐSTA líkbrennsla Kína tek- ur splunkunýjan og sérpantað- an líkofn í notkun til þess að brenna Deng Xiaoping, drottn- ara Kína, til þess að komast megi hjá því að aska hans blandist ösku óæðri manna, að sögn kínverskra heimilda. Babaoshan-líkbrennslan hafði búið sig undir andlát Dengs og flutt inn og sett upp nýja ofninn fyrir nokkrum árum. í þessari stofnun hafa nær allir kínverskir ráðamenn verið brenndir eftir andlát sitt. Yfirvöld í Peking hafa lagt ofuráherslu á að ekki verði gengið á akurlendi borgarinn- ar og því hvatt til líkbrennslu í stað greftrunar. Deng tók ákaft undir það sjónarmið. Lík Maós Tsetungs formanns var þó ekki brennt eftir andlát hans 1976, heldur smurt og varðveitt í grafhýsi á Torgi hins himneska friðar í Peking. Þar liggur það á börum og er til sýnis. Utför Dengs hefur verið ákveðin næstkomandi þriðju- dag, 25. febrúar og verður at- höfnin í Höll alþýðunnar í Pek- ing. Að ósk Dengs mun líkið ekki liggja þar á börum. Hann var ætíð andvígur persónu- dýrkun sem var einkennandi fyrir Maó og sagðist einungis vilja einfalda og látlausa minn- ingarathöfn. náinn bandamaður Dengs, en hefur virst sætta sig við að standa í skugga Jiangs og Lis. Hann stjórn- aði áður öryggislögreglunni og hefur mikil völd og áhrif, að mati fréttaskýrenda. „Hann er alvörugefinn og fá- máll maður og almennt álitinn áreiðanlegur, hæfur og framsýnn stjórnmálamaður," segir í ævisögu hans. „Gorbatsjov Kína“ Zhu Rongji, sem er 69 ára, er varaforsætisráðherra og oft nefnd- ur „Gorbatsjov Kína“ vegna bar- áttu sinnar fyrir efnahagsumbót- um, en sjálfur hefur hann óbeit á því auknefni. Hann er þekktur sem sáttasemjari í erfiðum deilum og þarf oft að takast á við ýmis vanda- mál sem fylgja efnahagsumbótun- um, t.a.m. verðbólgu, gjaldþrot rík- isfyrirtækja, reiða bændur og spillta embættismenn. Zhu var áður borgarstjóri Shanghai og framtíð hans í stjórn- inni ræðst af því hvernig honum gengur að leysa þau ijölmörgu vandamál sem eru á hans könnu. Áhrifamiklir öldungar Yang Shangkun, sem er níræður og fyrrverandi forseti landsins, reyndi að notfæra sér stuðning sinn innan hersins og náin tengsl við Deng til að verða æðsti leiðtogi landsins. í byijun áratugarins var hann álitinn næstæðsti embættis- maður Kína og líklegastur til að verða valdamestur eftir fráfall Dengs. Metnaður hans og framap- ot innan hersins færðu honum hins vegar marga óvildarmenn og Deng lagðist að lokum gegn honum og knúði hann til að draga sig í hlé árið 1993 eftir að hafa gegnt for- setaembættinu í fimm ár. Yang gegndi mikilvægu hlut- verki í aðgerðunum gegn náms- mönnunum í Peking 1989. Peng Zhen, sem er 95 ára, var náinn bandamaður Dengs og hefur haft mikil áhrif á bak við tjöldin þótt hann hafi látið af öllum emb- ættum sínum. Hann var borgar- stjóri Peking í 15 ár og var áður forseti þingsins. Hann kemur stundum fram opinberlega í hjóla- stól og virðist við góða heilsu mið- að við aldur. Zhao Ziyang er 78 ára og hafði yfirumsjón með róttækum efna- hagsumbótum en féll í ónáð. Hann var eitt sinn álitinn líklegur arftaki Dengs og varð leiðtogi kommún- istaflokksins í nóvember 1987, þeg- ar margir af gömlu byltingarmönn- unum drógu sig í hlé. Átján mánuð- um síðar komu öldungamir aftur fram á sjónarsviðið og studdu kröfu harðlínumanna um að honum yrði vikið frá vegna félagslegs umróts sem umbótastefna hans olli. Áður en mótmælin á Torgi hins himneska friðar voru kveðin niður ræddi Zhao við leiðtoga náms- mannanna og bað þá með tárin I augunum að láta af mótmælunum. ()'M(a Úr sögu daganna eftir Árna Bjömsson „Nokkuð var ort um Góu á 17.-19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður... Heitið konudagur er kunnugtfrá miðri 19. öld og ernú útbreytt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar." ...Látið blómin tala Blómaverslanimar - fagmennska ífyrirrúmi (SLENSK GARÐYRKjA - okkar allra vegna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.