Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 25

Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1997 25 FRÉTTIR Morgunblaðið/V aldimar ÁLFHEIÐUR Olafsdóttir og rauða Ladan hennar, árgerð 1976, enn þrælspræk. „Háöldrað Lada í góð- um gír“ Gaulverjabæ. Morgunblaðið. HIN rússneska Lada hefur selst vel hérlendis gegnum árin og hef- ur reynst mörgum vel. Þó hefur langlifi ekki þótt hennar aðals- merki og reyndar þykir sumum að gæðum hafi hrakað eftir kom- múnisminn hrundi austantjalds. Heldur hefur sala líka minnkað síðustu ár. Þær eru örugglega ekki margar 21 árs Lödurnar sem enn eru á götunum og hvergi hlíft. Jú ekki ber á öðru. L- 866 Árgerð 1976 stendur í skráningarvottorði og eigandinn Álfheiður Ólafsdóttir grafískur hönnuður lætur ljóm- andi vel af gripnum. Hún eignað- ist Löduna fyrir þrem árum en hún hlaut væna meðferð fyrri hluta ævinnar austur á Hvolsvelli og í Fljótshlíðinni. Hefur bíllinn verið í fjölskyldunni síðan 1980. „Eg hélt nú að hún kynni alls ekki við sig hér í erlinum í höfuð- borginni og myndi strax gefast upp,“ sagði Álfheiður. En svo var nú ekki og sú rauða hefur þjónað eigendum vel í hefð- bundinni fjölskyldunotkun. Hús- bóndinn Þrándur Arnþórsson keyrir sig til dæmis í vinnuna á hverjum degi ofan úr Efra-Breið- holti og niður í bæ. Ladan hefur lítið bilað og er mjög tillitsöm ef slíkt gerist að sögn Álfheiðar," til dæmis ef springur dekk, þá gerist það í heimkeyrslunni og annað eftir því.“ Ladan er nú keyrð 126.000 km og er enn í góðu formi nema hvað salt jarðar er byrjað að setja sitt mark á hana líkt og marga aðra bíla á höfuðborgar- svæðinu. Er það eina athugasemd- in í skoðun til 1998. KRISTJÁN Hafþórsson með umslag aðalverðlaunahafanna, Evu og Heiðu Bragadætra. Hjá honum standa Agústa Jóns- dóttir, Hreinn Hreinsson og Jóhann Gísli Jóhannsson. Unnu ferð til Evrópu 4. TÖLUBLAÐ Æskunnar og abc 1997 er komið út. í því er sagt frá úrslitum í áskriftargetraun blaðsins. Það voru systur frá Burstafelli í Vopnafirði, Eva og Heiða Braga- dætur, sem hrepptu aðalvinninginn, ferð til einhvers áfangastaðar Flug- leiða í Evrópu - fyrir sig og foreldra sína. Aðrir vinningar voru hljómtækja- samstæða af gerðinni Akai TX300, sex Akai-ferðatæki, fjórir Russell Athletic-íþróttagallar, fjórar Jan- sport-íþróttatöskur, fjögur knatt- spymuspil og tíu bókapakkar. Sl'ZUKl AFL OG ÖRYGGI Jafnvel þó vélin sé einstaklega kraftmikil, er hann ekki bensínhákur. * Og hann er á verði sem aðrirjeppar eiga ekkert svar við. ** SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 3700. *Við 90 km á klst. 8,2/8,5 lítrar á 100 km. **SUZUKI VITARA V6:2.390.000 kr. SUZUKIIVTTARA V6 EÐALJEPPINN krafturinn; getan og traustið kemur innan frá • Hann kemur þér þangað sem þú vilt komast, með stíl. Sameinar þægindi, úthald og kraft. • Hann eykur vellíðan þína. Veitir þér örugga stjórn og aksturseiginleika þegar mest á reynir. • í honum er gott pláss fyrir fylgihluti í útivist og veiðitúrinn. • Ekta jeppi að sjálfsögðu, með háu og lágu drifi - upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með feikilega stöðuga fjöðrun og gott veggrip. • Verðgildið er í eðalklassa. Hann er byggður til að endast. 4ra kambása 24 ventla H20A vélin 6 strokka, 4 ventlar á strokk með fjölinnsprautun. 136 hö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.